Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Qupperneq 22
> 38
/ít
QS&
Sérstök fjölskyldutilboð
á Sport Hóteli ÍSÍ
í sumar.
Á hótelinu eru 13 herbergi
með WC, sturtu, síma og sjónvarpi.
Sport Hótel ÍSÍ • íþróttamiðstöðinni í Laugardal
Sími 581 337 • Fax 588 8848 • Tölvupóstur: isi@toto.is
EYJAFERDIR
ógleymanlegt
ævintýri
MIÐVIKUDAGUR 24. JUNI 1998
Fjölskyldan á Vatnsleysu í Skagafiröi er í óðaönn að reisa 160 ára gamalt bjálkahús fyrir ferðamenn.
Vatnsleysa í Skagafirði:
Reisa 160 ára
gamalt bjálkahús
Undanfarin ár hefur heimilisfólk-
iö á Vatnsleysu í Skagafirði, þau
Jón, Árdís og sonur þeirra Björn,
unnið að því að reisa bjálkahús á
Vatnsleysu. Tilgangurinn er að nota
það til móttöku á ferðamönnum.
Bjálkahúsið er að stærstum hluta
upprunnið frá vesturströnd Noregs
eða nánar tiltekið frá Innfjorden og
er elsti hluti þess 160 ára gamall.
Fjölskyldan á Vatnsleysu hefur haft
talsverð samskipti við Norðmenn í
mörg ár í sambandi við útflutning á
hrossum og komst þannig á snoðir
um þetta gamla hús. Fjölskyldan
eignaðist húsið og vann svo sjálf við
að taka það í sundur, ásamt góðum
vinum í Noregi. Árið 1994 byrjaði
fjölskyldan svo að setja húsið sam-
an á ný. Yfirsmiður er Þorsteinn
Kárason frá Sauöarkróki.
Verkinu senn lokið
Bjálkahúsið stendur við Gljúfurá
og hið stórbrotna Gljúfurárgil, tals-
verðan spotta frá þjóðveginum þar
sem hann liggur um Viðvíkursveit-
ina. „Þessi húsbygging er fyrst og
fremst gæluverkefni en þó höfum
við haft það fyrir augum að hægt
væri að skapa heimilisfólkinu ein-
hverja vinnu með búskapnum,"
segja Jón og Árdís. „Upphaflega var
stefnan sú að ljúka þessu fyrir alda-
mótin en nú er hins vegar talsvert
farið að spyrja um húsið og bæði
erlendir og innlendir hópar bíða
eftir að koma og dvelja í því. Við
ákváðum því að taka lokaáfanga
hússins með áhlaupi og vonumst
við til að ljúka honum nú síðla
sumars."
Húsið er að hluta til á tveimur
hæðum. Á neðri hæð verður eldhús,
matstofa og skáli (setustofa) en uppi
verður gistiaðstaða, m.a. í lokrekkj-
um undir súð. Þar eru enn fremur
stórar svalir þaðan sem útsýni um
Skagafjörðinn er frábært.
Skemmtileg vinna
„Það er mjög skemmtilegt að
setja saman svona gamalt hús,“
segir Jón Friðriksson. „Bjálkahús
eru frábrugðin öðrum húsum í því
að það er nánast ekkert neglt sam-
an heldur er allt timbrið nótað
saman. Þegar við tókum húsið
sundur voru allir bjálkamir núm-
eraðir og því var tiltölulega auð-
velt að setja það saman á ný.“ En
það eru ekki bara gamlir bjálkar í
húsinu á Vatnsleysu. Gömul og
sver rekaviðartré hafa verið felld
inn í húsið og setja þau óneitan-
lega mikinn svip á alla bygginguna
og gera hana afar sérstæða. Raun-
ar hefur talsvert af fólki lagt leið
sina að Vatnsleysu til að skoða
þetta mannvirki sem nú styttist í
að verði tekið í notkun.
-ÖÞ
II
lc« l.indic u/hm / r
nr/TÆcr * »*ch'ns
* Stórhvalaskoðun
* „Grand"-ferðir
* Fuglaparadís
* Skelveiði og smökkun
* Sjávarfallastraumar * Hótel og margt fleira Eyjaferðir
Leitið upplýsiiiga Stykkishólmi Sími 438 1450
Hvalaskoðun í Hafnarfirði
Húni 2. er 130 tonna bátur í
eigu Þorvalds Skaftasonar og
Ernu Sigurbjörnsdóttur. Bát-
urinn var áður fiskibátur en
hefur nú fengið nýtt hlutverk.
Kl. 14 stundvíslega, alla
daga vikunnar nema sunnu-
daga, leggur báturinn úr höfn
í Hafnafirði og siglir út fyrir
Garðskaga.
Tilgangurinn er að sýna
áhugasömum ferðamönnum
hvali og í 97% tilfella hefur
þeim orðið að ósk sinni. Ferð-
in tekur þrjár til fjórar klst.
Báturinn er stór og rúm-
góður og er aðstaða um borð í
alla staði góð. 50 manna
veislusalur er um borð svo
ekkert er því til fyrirstöðu að
halda veislu úti á miðju hafi.
-me
Húni 2. fer i hvalaskoöunar-
feröir frá Hafnafiröi.