Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1998, Page 24
+ « Jftrðir ** * MIÐVIKUDAGUR 24. JÚNÍ 1998 JL}~\T Rosaleg sjón „Þetta var rosaleg sjón í fyrsta skipti sem við sáum steypireyði. Fólk grét af gleði. Þetta var risa- flikki,“ sagði Helga Ingimundar- dóttir, leiðsögumaður og eigandi Ferðaþjónustu Suðumesja, sem sá steypireyði í einni hvalaskoðunar- ferð sem hún er með á sínum snærum. Helga segir að steypireyð- urin hafi náð 30 metrum. Helga segir að hún sjái alltaf aðrar teg- undir í hvalaskoðunarferð. Helga tók gamla tollbátinn úr Reykjavík á leigu í sumar undir hvalaskoðun- arferðir og farið er frá smábáta- höfninni í Keflavík. Báturinn tek- ur 30 manns og ber nafnið Linda. Hún segir að eftirspurnin eftir hvalaskoðunarferðum sé mikil og famar séu allt að þrjár ferðir á dag. Helga Ingimundardóttir tók á leigu gamla tollbátinn úr Reykjavík sem virðist happafley en í einni hvalaskoðunarferö sást steyplreyður sem Helga hefur ekki séð áður. DV-mynd Ægir Már ► ► ► > ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► * ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► ► . ► Gerir góða ferð enn betri. Þú notar hann alveg eins og annan eðalrjóma: út á berin, þeyttan með pönnukökum eða sem leynivopn í matargerðinni. -mr MJÓLKURSAMSALAN Tilvalinn i kaffi og í súpur og sósur. Hann er líka vinsæll út á skyrið og grautinn. Allir vilja geta notið þess besta í mat og drykk, hvert sem leiðin liggur. Þess vegna eru G-vörumar ómissandi! G-mjólk Góð mjólk sem aldrei bregst, ísköld og svalandi eftir kælingu í næsta fjallalæk! G-mjólkin er líka frábær í alla matargerð. Þannig kaupir þú góða gönguskó 1. Verslaðu við þá sem sér- hæfa sig í útivistarvörum fremur en stórmörkuðmn. Þeir síðamefndu em stundum með gönguskó sem em sannfærandi að sjá en eru í rauninni aðeins eftirlíkingar. 2. Taktu með þér sokkana sem þú ætlar að ganga i að staðaldri, helst meðalþykka ull- arsokka eða sokka úr blönduð- um gerviefhum eða kauptu þér sokka og skó við saman tæki- færi. 3. Kauptu gönguskóna seinni hluta dags fremur en fyrir hádegi því fætur þrútna þegar líða tekur á daginn. 4. Reiknaðu með að þurfa gönguskó sem era einu númeri skóna. Hvemig þeir falla að hælnum og hvort rúmt er um tæmar. Farðu í sokka og þrýstu fótum inn í skóna uns tágómurinn nemur við tána á skónum. Þá áttu að geta stung- ið vísifingri milli hæls og skó- leðurs að aftan sem þýðir að tæmar fá gott rými. 5. Finndu þér skábraut eða bretti. Gakktu niður brettið nokkrum sinnum í skónum til að athuga hvort tærnar nema við tána á skónum. Ef það ger- ist ættirðu að prófa skó sem era hálfú eða heilu númeri stærri. Gakktu síðan upp brett- ið til að athuga hvort hællinn rennur niöur í skóhælinn. Ger- ist það skaltu prófa minni skó og ekki gleyma að stinga vísi- fingri niður með hælnum. 6. Farðu berfættur í skóna til að athuga hvort þeir þrengja einhvers staðar að tánum eða ristinni. 7. Ef gönguskómir standast allar ofangreindar prófanir þá er bara að ganga þá til með skipulegum hætti, fara lengra og lengra á hverjum degi, uns leðrið fer að mýkjast. www.visir.is FYRSTUR MEU FREtriRNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.