Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 2
fréttir
m \'.v\ •:< ai oAcyiAonAj
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 JjV
Skýrsla Sjóslysanefndar vegna Æsu ÍS-87 staðfestir frétt DV í gær:
Útgerðin ámælisverð
Jónatan Sveinsson, settur formaður Sjóslysanefndar, og Ólafur J. Briem skipaverkfræðingur kynntu niðurstöður
skýrslunnar á blaðamannafundi í gær. DV-mynd BG
Sjóslysanefnd skilaði i gær
skýrslu sinni um ástæður þess að
Æsu ÍS-87 hvolfdi og sökk með þeim
afleiðingum að tveir skipverjar af
sex, þeir Hörður Bjamason skip-
stjóri og Sverrir Sigurðsson stýri-
maður, fórust. Þetta gerðist í hæg-
viðri og sléttum sjó 25. júlí 1996 á
Arnarfirði. Eins og DV greindi ítar-
lega frá í gær leiddi rannsóknin í
ljós að stöðugleiki skipsins var
ófullnægjandi eins og hleðslu þess
var venjulega háttað þegar fullfermi
var fengið við lok veiðiferðar. Jafn-
framt telur Sjóslysanefnd það ámæl-
isvert af hálfu útgerðar Æsu að hafa
ekki tilkynnt um breytingar á skip-
inu til lögmætra eftirlitsaðila.
Stöðugleikaútreikningar sem
gerðir voru á skipinu og staðfestir
af Siglingamálastofnun ríkisins
1987 eru óglöggir og ófulinægjandi
heimild um stöðugleika skipsins á
slysadegi. Þannig var gert ráð fyrir
62,4 tonna þunga í lest skipsins þótt
raunþungi hafi að jafnaði verið ná-
lægt 75 tonnum er fullfermi var náð.
Hinn örlagaríka dag voru tæp 80
tonn um borð.
Þá var stöðugleiki enn lakari
vegna þess að upprunalegum veið-
arfærum, plóg sem var tvö tonn, var
skipt út fyrir 3,6 tonna plóg.
Lítil olía í tönkum
Á slysadegi hafði verið eytt að
fullu úr aftari olíutönkum og tekið
til við að eyða úr fremri tönkum.
Þannig var mun minni olía um borð
en að öllu jöfnu. Einnig var lítið
neysluvatn um borð og stafnhylki
tómt. Þetta var talið rýra stöðug-
leika skipsins enn frekar.
Þá hafði stýrið verið stækkað án
heimildar lögskipaðra eftirlitsaðila.
Þetta jók virkni þess mjög. Hallaði
það stundum skipinu er verið var
að snúa því. Þetta var gert til að
auðveldara væri að taka inn sjó-
barka sem var notaður til að dæla
sjó niður að plógnum við veiðamar.
Mat nefndarinnar er að stöðug-
leiki skipsins hafi verið mjög slakur
vegna mikillar hleöslu, fyrirkomu
hluta farms í sílói og plóg og minni
birgða af brennsluolíu og vatni en
venja var. Þá var sjó ekki dælt úr
lest áður en sjóbarki var tekinn inn
með tilheyrandi stjómtökum og
vanrækt að loka lúgu á aðalþilfari.
Þegar verið var að taka inn bark-
ann og skipinu snúið hallaðist það
umfram það sem venjulegt var
vegna hins lélega stöðugleika og tók
inn sjó um opna lúguna. Við það
jókst hallinn enn meira og skipinu
hvolfdi að lokum.
Breytingar án samráðs
Meðal sérstakra ábendinga nefnd-
arinnar er tekið fram að tryggja þurfi
betur að útgerðarmenn og verktakar í
landi fari að lögum við breytingar á
skipum. Ámælisvert verði að teljast
að ákveða og/eða framkvæma breyt-
ingar á skipi sem til þess em fallnar
að rýra öryggi þess, án vitundar eða
samþykkis opinberra eftirlitsaðila.
Breytingar á stýri Æsu ÍS-87 og plóg
vom framkvæmdar án slíks samráðs.
Þannig var þyngd á hinum nýja plóg
50% meiri en þegar hallaprófún fór
fram. -sf
Kolbrún Sverrisdóttir.
það fram að skipstjórinn var ein-
göngu með óvanan mannskap, fyrir
utan stýrimanninn. Það kemur fram
í skýrslunni. Þetta voru ungir menn
sem höfðu ekki þekkingu eða vinnu-
reynslu til sjós.“
Kolbrún segist vilja taka upp þá
stefnu að mönnum séu kennd undir-
stöðuatriði í sjómennsku og öryggis-
málum áður en þeir séu settir um
borð i skip. Þar kæmi Slysavama-
skóli sjómanna að ómetanlegu gagni.
„Skipstjórinn kemst aldrei yfir að
hlaupa hringi til að athuga hvort
þetta eða hitt sé opið eða lokað.
Hann getur ekki bæði verið við
stjómtækin og fylgst með lúgum og
hlemm,“ segir Kolbrún.
Baráttan bar árangur
„Ég tel rannsóknina hafa leitt það
í ljós að ég hafði fyrir einhverju að
berjast. Það gengur ekki að litið sé á
sjóslys sem eðlilegan hlut.“
Kolbrún segir það hafa verið mjög
erfitt að fá málinu lokið. Það hafi
kostað mikinn tíma og peninga. Hún
segist hafa þurft að berja nær enda-
laust á mönnum til að fá áheyrn.
„Fleiri sjóslys eiga eftir að verða.
Ég vona að yfirvöld sjái í framtiö-
inni sóma sinn í því að ganga beint
til verks svo að ættingjar þurfi ekki
að krefjast rannsóknar. Það á að
ganga jafnhreint til verks og gert er
í flugslysarannsóknum. Öryggi sjó-
manna verður ekki tryggt ef við ætl-
um að líta á slys sem sjálfsagðan
hlut.“ -sf
Kolbrún ætlar að
sækja rétt sinn
- telur útgerð Æsu og Siglingamálastofnun ábyrga
„Það er mikill léttir að niðurstaða
er fengin í málinu. Hana mun ég
skoða með lögfræðingi mínum. Ég
mun höfða mál á hendur Siglinga-
málastofnun og útgerðinni eftir rétt-
arhlé,“ segir Kolbrún Sverrisdóttir
sem missti eiginmann sinn og föður
í Æsu-slysinu.
„Ég vefengi ekki það sem kemur
fram í þessum niðurstöðum. Þar
kemur fram að stöðugleiki skips-
ins var ekki í lagi og gerðar voru
breytingar á því án leyfis. Þar bera
þessir aðilar ábyrgð. Ég hvika
hvergi frá þeirri skoðun.“
„Ég gerði mér fulla grein fyrir því
að einhver hluti ábyrgðar yrði settur
á vanrækslu skipstjóra. Ég vil taka
Könnun fyrir útvarpsstjóra:
Hallaði á D-listann
í umfjöllun RÚV
í greinargerð Coopers &
Lybrand, Hagvangs hf. um könnun
sem gerð var fyrir útvarpsstjóra
um umfang fréttaflutnings
ríkisfiölmiðlanna af kosningunum í
vor kemur fram að í umfjöllun
fréttastofu Ríkissjónvarps hafi
hallaö á annars vegar H- og L-lista
gagnvart öðrmn framboðum og
hins vegar á D-lista gangvart R-
lista. Þetta kemur fram við skoðun
á gögnum sem Miðlun hf. tók
saman. Þess ber að geta að
fréttaflutningur sjónvarps var að
miklu leyti um prófkjör R- og D-
lista. Meirihluti viömælenda í
könnuninni taldi að haUað hefði á
eitthvert framboðanna í fréttum af
kosningabaráttunni i Reykjavík í
vor og aö rétturinn tU andsvars
hefði ekki verið nægUega virtur.
Könnun Coopers & Lybrand-
Hagvangs hf. var gerö eftir
kosningamar, dagana 27. maí tU 5.
júní 1998. Tekiö var slembiúrtak úr
þjóðskrá þar sem valdir voru 1.200
einstaklingar á aldrinum 15-75 ára.
Alls svöruðu 808 manns, sem er
70% nettósvarhlutfaU.
Algengt var að viðmælendur
kæmu með dæmi. Viðmælendur
nefndu t.d. að þegar sjálf-
stæðismenn kynntu stefnumál sín
fyrir kosningarnar hefði frétt um
það komið í lok fréttatímans en
þegar R-listinn kynnti sín
stefnumál hefði frétt um það komið
í upphafi fréttatímans. Samkvæmt
gögnum Miðlunar hf. reyndist þetta
rétt. Fréttirnar voru jafnlangar en
umfjöUun um stefnumál R-listans
var fyrsta frétt á meðan umfjöllun
um stefnumál D-listans var
aftarlega í fréttatímanum.
Meirihluta viðmælenda fannst
rétt að ríkisfjölmiðlamir stæðu
fyrir skoðanakönnunum. Flestir
voru hlutlausir þegar spurt var um
hvort þeim fyndist rétt aö hafa
tímamörk á birtingu skoðana-
kannana fyrir kosningar. Af þeim
sem tóku afstöðu voru fleiri
hlynntir tímamörkum en ekki.
Algengast var að viðmælendur
nefndu að rétt væri að hætta að
birta kannanir um einni viku fyrir
kosningar. -hlh
stuttar fréttir
Hættur
Sigurður Giz-
urarson, sýslu-
| maður á Akra-
j nesi, ætlar ekki
að taka við
sýslumannsemb-
| ætti á Hólmavík.
i Hann hyggst
S opna lögmannsstofu.
Ósamræmi
Fulltrúar í villidýranefhd segj-
ast hafa varaö Guðmund Bjama-
son umhverfisráðherra við þvi
að eiturefrii sem ráðherrann hef-
i ur leyft notkun á gegn vargfugli
j skaði hafemi. Ráðherrann held-
j ur hinu gagnstæða fram.
Hálf milljón
Safnast hefur hálf milljón til
styrktar langveikum bömum og
• samtökunum Einstök böm. Söfh-
I unarreikningur er áfram opinn i
Búnaðarbankanum í Grafarvogi.
Númerið er 0324-13-19000.
Argentína áfram
Lokaumferð H-riöils í HM
lauk í gær. Argentínumenn
í tryggðu sér sigur í riðlinum með
j 1-0 sigri á Króötum. Þá sigraði
Jamaíka Japan, 2-1.
Fýluferð
I Slökkviliðið í Reykjavík fór
i fýluferð þegar því var tilkynnt
! um eld í sumarbústað í gær. Þeg-
í ar á staðinn var komið kom i
ljós að þar er enginn bústaður
Yfirvöld hafa númer þess sem
hringdi. Bylgjan sagði frá.
Fékk í skrúfuna
Sighvatur Bjarnason VE fékk í
í skrúfuna þegar hann var að veið-
j um úti fyrir Langanesi á fimmtu-
i dagskvöld. Áhöfn varðskips sá
j um að losa úr henni. Bylgjan
j sagði frá.
Hvalagróði
Tekjur af hvalaskoðun hafa
i aukist mikið á skömmum tíma.
Á annan tug fyrirtækja bjóða
j slíkar ferðir. Hvalaskoðunarferð-
ir hófúst fyrir átta árum. Bylgjan
; greindifrá.
Undirritun
í Guömundur
Bjamason um-
i hverfisráðherra
j hefúr undirritað
i þijá alþjóðlega
í umhverfissamn-
S inga. Þeir fjalla
i um loftmengun
og upplýsingaskyldu stjómvalda.
\ Bylgjan greindi ffá.
Landnemamót
l Skátafélagið Landnemar í
i Reykjavík stendur fyrir skáta-
; móti í Viðey um helgina. Skát-
s amir hafa reist tjaldbúð og fjöl-
j breytt skemmtidagskrá verður.
Stykkishólmur
Rúnar Gíslason er nýkjörinn
; forseti bæjarstjómar í Stykkis-
hólmi. Ólafur Hilmar Sverrisson
er áffarn bæjarstjóri.
BSRB mótmælir
i BSRB er á móti áformum um
j að einkavæða Ríkisútvarpið. BS-
, RB vill sterkt Rikisútvarp sem
lýtur almannastjóm.
Mannréttindaheit
Biskup íslands
í og fulltrúar á
j prestastefnu hafa
lýst yfir stuðn-
: ingi við mann-
I réttindaherferð
i; Amnesty
: International.
j Þeir hafa skrifað
: undir manméttindaheit og feta
j þanhig í fótspor fbrseta íslands,
borgarstjóra Reykjavíkm og for-
; seta Alþingis.
Dýr sundlaug
Báðum tilboðunum sem bár-
j ust í byggingu nýrrar sundlaug-
; ar í Stykkishólmi var hafnað.
j Lægra tilboðið var 14,8 milljón-
j um yfir kostnaðaráætlun.
JP/JHÞ