Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 22
22 %sakamál Lögreglan er ýrosu vön, en engu að síður brá varðsfjðranum á lög- reglustöðinni í Linz í Austurríki þegar maður sem hringdi þangað og sagði lágri og heldur viðkunnan- legri röddu: „Ég er nýbúinn að drepa konu. Það er víst eins gott að þið komið og sækiö mig því þetta er í annað sinn sem ég geri það.“ Svo sagði hann hvar hann væri staddur í borginni. Varðstjórinn gerði starfsfélögum sinum þegar viðvart og þeir héldu á vettvang. Er komið var að ibúðinni stóðu dymar opnar. í svetnherberg- inu lá klæðlaust lik af konu, hinni tuttugu og sjö ára gömlu Elfriede Oberleitner. Hún hafði verið kyrkt. Og það var ljóst að hún hatði verið tekin sterku hálstaki því barkakýlið var brotið. Skýringin í setustofunni sat Alois Zinhobl, fimmtugur maður, á nærfötunum einum saman, en með bjórflösku í hendinni. „Hún sagðist vera með al- næmi,“ sagði Zinhobl. Svo lét hann lögregluþjónana leiða sig í burtu. Hann var þögull á leiðinni í lög- reglubílnum, en þegar hann kom á stöðina kvaðst hann reiðubúinn til að skýra frá því sem gerst hafði. „Við vorum búin að elskast í alla nótt,“ sagði hann, „og ég hafði notiö þess mikið. Ég var búinn að kynn- ast öllum líkama hennar frá öllum hliðum. Og ég á við allan lík- amann." En skyndilega sagði hún: „Ég er með alnæmi. Þú veist að ég er hjúkrunarkona og við erum í meiri smithættu en annað fólk.“ Ég varð gagntekinn kvíða,“ sagði Zinhobl. „Við vorum búin að eiga samfarir í margs kyns ólíkum stell- ingum og svo sagði hún allt í einu að hún væri búin að smita mig af þessum voðalega sjúkdómi." Zinhobl skýrði síðan frá því að hann hefði misst alla stjóm á sér, tekið um hálsinn á Elfriede og hert að. „Ég ætlaði ekki að drepa hana,“ sagði hann, „en það var eins og ég gæti ekki hugsað skýrt lengur." Lengri lýsing Lýsingu Zinhobls lauk ekki með þessum orðum. Hann greindi frá því í einstökum atriðum sem gerst haföi. „Hún barðist ákaft á móti mér, en ég gat ekki fengið mig til að sleppa takinu og herti enn meira að. Og skyndilega varð hún alveg hreyf- ingarlaus. Þá hristi ég hana til aö sjá hvort hún rankaði ekki við sér, en hún gerði það ekki og þá gat ég ekkert gert. Þá fór ég að hugsa um að þetta væri í annaö sinn sem ég heíði gert þetta og það væri best að hringja í ykkur." Tuttugu árum áður hafði Alois Zinhobl verið i sömu sporum. Þá hafði hann verið leiddur fyrir dóm- ara til að skýra frá því hvers vegna hann hefði myrt unnustu sína, hina þrjátíu og fimm ára gömlu Renate Gandl. „Það var alls ekki ætlun mín að drepa Renate,“ sagði hann þá. „Við ætluðum jú að giftast." Skýringin þá Það sem Zinhobl sagði síðan varpaði ljósi á það sem olli því að hann hafði misst stjóm á gerðum sínum. „Hún ætlaði bara að reka nokkur erindi, en var afar lengi í burtu og þegar hún kom heim lyfti hún kjóln- um og sýndi mér að hún var ekki í neinu undir. „Ég er með undirbux- umar í töskunni," sagði hún. „Ég hitti tvo menn sem hafa alltaf verið svo skotnir í mér. Og þá langaöi svo að vera einu sinni almennilega með LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 er með alnæmi" mér áður en það yrði um seinan. Skilurðu hvað ég á við? Ég ætla að hitta þá aftur á morgun, en svo er því lokið, elskan. Eftir það verð ég þín um alla tíö.“ En Renate Gandl fór ekki á stefnumótið daginn eftir og hún komst aldrei í eigin brúðkaups- veislu. Zinhobl varö svo reiður að hann réðst að henni og hrópaði: „Þú ferð ekki að hitta neinn.“ Síðan tók hann hana hálstaki og herti að svo fast og lengi að barkakýlið brotnaði. Fyrir rétti Zinhobl gaf þá skýringu fyrir rétt- inum að framkoma unnustu sinnar hefði komið sér úr jafnvægi. Ögrun- in sem hann hefði orðið fyrir með yfirlýsingu hennar um að hún væri nýbúin að vera með tveimur mönn- um og hygði á að endurtaka leikinn næsta dag hefði komið tilflnningum hans í uppnám. Kviðdómendur, sem heyrðu frá- sögnina, sýndu skilning á þvi sem gerst hafði og tóku málstað hans að nokkru leyti. Þeir komust að vísu að þeirri niðurstöðu að hann hefði gerst sekur um ofbeldisverk sem hefði leitt til dauða unnustu hans, en aðstæður kölluðu á mildari dóm en annars myndi vera við þessar að- stæður. Og dómarinn var þessu sammála. Alois Zinhobl fékk átta ára fangelsi. Saksóknarinn hafði ákært fyrir morö og byggöi það að hluta til á ástæðu sem hann lýsti fýrir réttin- um, en hún var sú að líklegt væri að það hefði tekið Zinhobl tuttugu mín- útur að kyrkja Renate Gandl. Slíkt yrði að teljast morð. Afplánun og frelsi Zinhobl tók dóminum meö nokkru jafnaðargeði, enda mun hann vart hafa búist við öðru en fangelsisdómi. Hann var færður í fangaklefa en þaðan í fangelsi. Ekki fer miklum sögum af dvöl hans þar, en þegar hann hafði tekið út tvo þriðju af átta ára dóminum fékk hann lausn. Hann hóf lífsbaráttuna á ný og átti sér þá von að fyrr eða síðar myndi hann finna nýtt konu- efni. Og þar kom að hann fann þá Renate Gandl. sem hann hélt að hann myndi finna lífshamingjuna með, Elfriede Ober- leitner hjúkrunarkonu. Fundum þeirra bar saman á óvenjulegum stað, viðkomustað strætisvagna. Eftir að hafa ræðst þar við um stund ákváðu þau að hittast. Eftir nokkra fundi ákváðu þau að eiga nótt saman og kom fram að ást- arleikurinn hefði minnt á atriði í kunnri indverskri bók um ástarlíf. Að þessu vék Zinhobl í réttinum, viðstöddum til nokkurrar furðu. Komið að örlagastundu Zinhobl gerði smáhlé á frásögn sinni en vék síðan að nóttinni áöur en hinn örlagaríki atburður átti sér stað í Linz. Hún hefði verið mjög ástríðufull. Þau hefðu reynt aUar hinar sextíu og níu stellingar sem þau hefðu kynnt sér við lestur ind- versku bókarinnar. „Loks vorum við orðin svo þreytt," sagði hann, „að við gátum ekki meira. Og þá var líka komið fram undir morgun. Við vorum alveg örmagna.“ Zinhobl lýsti því síðan hvemig hann hefði lagst til hvíldar við hliö unnustu sinnar. Eftir nokkum tíma hefði hann hins vegar tekið eftir rauðum blettum á baki hennar. „Ég spurði hana þá,“ sagði hann, „hvað þeir væru og hrökk við þegar hún svaraði: „Ég er með alnæmi.“ Zin- hobl sagðist hafa horft á hana mn stund, orðlaus, en síðan hefði verið sem hann hefði séð rautt. „Þarna var konan sem ég var búinn að vera með og ætlaði að verða konan mín að segja mér að hún gengi með al- næmi. Ég missti stjóm á mér.“ Niðurstaða ráttarlæknis Réttarlæknir hafði verið fenginn til að staðfesta dánarorsök hinncir látnu og í ljósi yfirlýsinganna um alnæmi lét hann prófa fyrir vei- mnni, en niðurstaðan varð nei- kvæð. Elfriede Oberleitner hafði ekki verið með sjúkdóminn. Það var því ljóst að hún hafði ætlað að hrekkja Zinhobl með yflrlýsingu sinni, en viðbrögð hans höfðu verið of skjót til þess að hún gæti sagt að svo væri og fúllvissað hann um að ekkert væri að óttast. Eftir að hann tók hana hálstakinu hafði hún engu orðið komið upp og það hafði kostað hana lífið. Spaugið hafði reynst dýrt. Verjandi Zinhobls reyndi að verja hann með því að yfirlýsing hinnar látnu myndi hafa komið nær hverj- um sem er illilega á óvart og reynd- ar væri ekki hægt að undrast hörð viðbrögð. Menn sem heyrðu það sem skjólstæðingur hans hefði feng- ið að heyra eftir mikla ástríðunótt gætu komist í mikið uppnám. Kona sem gengi með slíkan sjúkdóm og Elfriede Oberleitner. lýsti slíku yfir eftir mök væri í raun að segja að hún hefði smitað mann- inn af ólæknandi og hugsanlega banvænum sjúkdómi. Orð sakbornings Zinhobl fór að gráta er leið á rétt- cu-höldin og loks fór hann nokkrum orðum um það sem gerst hafði og sjálfan sig. „Aðeins tvær persónur hafa verið mér nokkurs virði,“ sagði hann. „Og það voru hvorki móðir mín né faðir. Það voru Renate og Elfriede og ég hef drepið þær báðar.“ Sakbomingurinn fór þess síðan á leit að sér yrði sýnd miskunnsemi vegna aðstæðna. Kviðdómendur, sem fylgst höfðu með málflutningn- um af athygli, komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að Zinhobl væri sekur um morð að yfirlögðu ráði. Dómarinn tók til máls í lokin og sagði þá meðal annars: „Við verðum að gera okkur ljóst að kynlíf og of- beldi eiga oft samleiö á okkar tím- um. Það sem á i raun að vera gleði- leg upplifun beggja aðila snýst þá upp í andstæðu sína og endar stund- um með dauða. Það er þetta sem gerðist í þessu tilviki." Síðan fór dómarinn nokkrum orð- um um nauðsyn þess að verja sam- félagið fyrir ofbeldisverkum og sagði í lokin við sakborninginn: „Það væri ábyrgðarleysi af mér að leyfa þér að fara aftur út í samfélag- ið. Þess vegna dæmi ég þig í lífstíð- arfangelsi." Sakborningur fyrir rétti, viö hliö varðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.