Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 27. JUNI 1998 V Uppsagnir hjúkrunarfræðinga vegna óánægju með launakjör - viðvarandi skortur á hjúkrunarfræðingum hefur ekki áhrif: Njóta ekki lögmáls um framboð og eftirspum Uppsagnir um 60% starfandi hjúkrunarfræðinga á Ríkisspitölun- um og Sjúkrahúsi Reykjavíkur, sem taka gildi 1. júlí, hafa sett heilbrigð- iskerfið á annan endann. Síðastliðn- ar vikur hafa stjómendur spítal- anna fundaö stíft til að skipuleggja starfið eftir 1. júlí. Áhrif uppsagn- anna eru ljós og afleiðingunum verður vart líkt við annaö en neyð- arástand. Þriggja manna nefnd ráðuneytis- stjóra í umboði rikisstjómarinnar reynir þessa dagana að semja um lausn málsins ásamt stjórnendum sjúkrahúsanna og fulltrúum hjúkr- unarfræðinga. En um hvað snýst þessi deila? Hjúkrunarfræðingar hafa sett fram kröfú um launaleiðréttingu í sam- anburði við sambærilegar stéttir sem starfa hjá ríki og borg. Stjóm- endum Ríkisspítalanna hefur verið gert ljóst að hjúkrunarfræðingar vilja vemlegar launahækkanir. Stjómendur segja launakröfurnar nema 50-60 prósentum. Nýtt launakerfi Félag íslenskra hjúkmnarfræð- inga gerði svonefndan miðlægan kjarasamning í júlí í fyrra og átti síðan að gera vinnustaðasamninga þar sem starfsstéttmn var skipað í A-, B- og C- flokka. í nýju launakerfi spítalanna áttu aðlögunamefndir að semja um röðum starfsmanna í launaflokka. Ekki náðist samkomu- lag þar um og var deilunni þá vísað til úrskurðarnefndar. Þar lögðu stjómir spítalanna til að í lágmarksröðun yröi miðað við lægstu þrep hvers launaflokks. Reyndar er heimilt að meta ýmsa þætti í starfi hjúkmnarfræðinga til hækkunar en það er alveg á valdi hverrar stofnunar hvort greiða á hjúkmnarfræðingum nokkuð fyrir þá þætti. Hjúkmnarfræðingar töldu að ef tillögur spítalanna í úr- skurðarnefnd yröu að vemleika mundi það þýða lakari lágmarks- kjör en eldri kjarasamningm- tryggði. Oddamaður úrskurðamefndar- innar ákvað 25. maí að fresta úr- skurði þar til Félagsdómur hefði fjallað um kæru Félags íslenskra náttúrufræðinga gegn ríkinu og fleiri þar sem tekist var á um röðun í launaflokka. Ríkið var sýknað í fé- lagsdómi í vikunni. Mun niðurstað- an ekki breyta neinu um afstöðu þeirra hjúkmnarfræðinga sem sagt hafa upp störfum. Með úrskurði Félagsdóms er úrskurðamefndin orðin starfhæf á ný. En hún kemur ekki að málinu nema allt fari í strand hjá nefnd ráðuneytisstjór- anna. Eins og sendlar Samkvæmt miðlæga samningn- um frá því í fyrra vom fastar yfir- vinnugreiðslur og aðrar duldar greiðslur færðar inn í föst gmnn- laun. Hjúkmnarfræöingar segja aöra hópa hafa fengið mun meiri hækkanir með þessum hætti en hjúkmnarfræðingar væm líklegir að fá. DV hafði eftir Ástu Möller, formanni FÍH, að gmnnlaun tækni- fræðinga hefðu þannig hækkað um 70 þúsund krónur á mánuði en gmnnlaun hjúkrunarfræðinga um 4 þúsund. Hún sagði enn fremur að Þrátt fyrir vi&varandi skort á hjúkrunarfræ&ingum eru laun þeirra oft og tíðum mun lægri en laun annarra starfshópa meö svipa&a menntun og ábyrgö. Forma&ur Félags hjúkrunarfræ&inga segir skýringuna felast í ófullkominni sam- keppni sem rfki á vinnumarka&i hjúkrunarfræ&inga þar sem í raun sé a&eins einn e&a a.m.k. fáir vinnuveitendur sem kaupi vinnu þeirra. DV-mynd ÞÖK stjómir sjúkrahúsanna hefðu ekki hugsað sér að til launahækkana kæmi hjá hjúkmnarfræðingum. Þá hefði hjúkmnarfræðingum verið nóg boðið og gripið til uppsagna. Herdís Herbertsdóttir, hjúkrunar- deilarstjóri á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur, sagði DV að hjúkrunarfræðingar horfðu til þeirra vinnustaðasamn- inga sem þegar hafa verið gerðir og vildu fá leiðréttingu. Þannig hefði verið gengið frá vinnustaðasamn- ingi milli Heilsugæslunnar í Reykjavík og Starfsmannafélags rík- isstofnana. Þar væri sendill með reynslu metinn til launa á við ný- byrjaðan hjúkmnarfræðing. Bleiur á barnabossa Fram hefur kom- ið í DV að ísland er í úrvalsdeild meðal vestrænna þjóða þegar litið er til framlaga til heil- brigðismála. Á sama tínla segja hjúkranarfræðing- ar að stóm sjúkra- húsin séu orðin lág- launasvæði. Fjölda- uppsagnir vegna launa og gríðarlegs vinnuálags sé ógnvænleg stað- reynd. í samtölum DV við hjúkmnarfræð- inga undanfarna daga hefur komið Innlent fréttaljós Haukur L. Hauksson fram að hjúkranarfræðingar fá mun betri kjör í einkageiranum eða með því að stunda vinnu sína í útlönd- um, t.d. Noregi. Margir innflytjend- ur og þjónustufyrirtæki, sækjast eft- ir hjúkmnarfræðingum til starfa og em tilbúin að greiða hærri laun en spítalarnir. Gildir þá einu hvort verið er að selja sérhæfðan búnað eins og lækningatæki, vinna við erfðarannsóknir, kynna snyrtivörur eða selja bleiur á barnabossa. Upphaf ófriðartíma? í umfjöllun síðustu daga hefur komiö fram verulegur ótti um að uppsagnir hjúkrunarfræðinga væm aðeins upphafið að flóðbylgju svip- aðra aðgerða sem skella muni á heilbrigðiskerfinu næstu misserin. Mikill ófriðartími væri þar í upp- siglingu vegna lélegra launa og vinnuáílags. Viðmælendur DV höfðu vart sleppt orðinu þegar fréttir bámst um uppsagnir læknaritara, lyfja- tækna, matar- fræðinga, matar- tækna, samtals um 150 manns, vegna óánægju með launakjör. Og áhrifin geta orðið víðtækari. Grétar Þorsteins- son, forseti ASÍ, segir við Mbl. í gær að ef miklar breytingar verði hjá öðrum á vinnumarkaðnum sé augljóst að al- þýðusambandsfé- lagar hlaupi ekki til við endumýjun Fjöldi hjúkrunarfræðinga - skv. neyöaráætlun í verkfalli og eftir uppsagnir 1. júlí nk. - Sjúkrahús Rvíkur Ríkisspítalar Samtals Neyöaráætlun í verkfalli 230,5 342 572,5 I starfi eftir 1. júlí 1998 88,96 1 75,7 264,66 Mismunur 141,54 166,3 307,84 SJúkrahús Rvíkur Ríkisspítalar 250 starfsmenn 350 starfsmenn 200 ^30-50 - 300 ^42’00 250 150 200 100 150 88,96 100 50 50 o - — 0 .. . áætiun uppsagnir áætlun 175,70 Eftir uppsagnir figa kjarasamninga og geri langtíma- samning nema hann feli í sér af- I dráttarlausa opnunarmöguleika. Svo sé ekki nú enda ekki hægt að hreyfa við gildandi samningum sem ASÍ hefur gert nema katastrófa verði í efnahagslífinu. Framboð og eftirspurn En staðreyndin er að hjúkmnar- fræðingar, auk fleiri heilbrigðis- stétta, hafa sérstöðu í þessu sam- bandi. Lögmálið um framboð og eft- irspum virkar ekki hjá hjúkmnar- fræðingum sem starfa hjá hinu op- inbera nema í undantekningartil- vikum. Sama á við um kennara en skemmst er að minnast uppsagna um 20 grunskólakennara á Akur- eyri. I í formannspistli í nýútkomnu Tímariti hjúkrunarfræðinga segir Ásta Möller, formaður FÍH, að | vinnumarkaöur hjúkrunarfræðinga ráðist ekki af lögmálinu um fram- boð og eftirspum. Þrátt fyrir viðvar- andi skort á hjúkmnarfræðingum séu laun þeirra oft og tíðum mun lægri en laun annarra starfshópa með svipaða menntun og ábyrgð. Skýringin felist í ófullkominni sam- keppni sem ríki á vinnumarkaði t hjúkrunarfræðinga þar sem í raun sé aðeins einn eða a.m.k. fáir vinnu- [ veitendur sem kaupi vinnu þefrra. Ríkið svífst einskis Ásta segir: „Fyrirkomulag heil- brigðisþjónustunnar felur í sér að ríkið er nánast einkakaupandi að vinnu hjúkmnarfræðinga og getur í krafti þeirrar markaðsstöðu ráðið óeðlfiega miklu um launin. Þetta leggur þær skyldur á rikið að mis- nota ekid aðstöðu sína til að halda launum hjúkmnarfræðinga niðri. j Ríkið hefúr hins vegar einskis svif- * ist við að finna leiðir til að halda kjörum þeirra niðri í því skyni að halda kostnaði við heilbrigðiskerfið í lágmarki. Stjómendur stofnana hafa haft með sér náið samráð um að halda kjörum þefrra í enn fastari skorðum en ella.“ í könnun FÍH, sem birt var á dög- unum, kom fram að viðvarandi skortur er á hjúkmnarfræðingum i til starfa innan heilbrigðisgeirans. : Ásta segir að fengju markaðslögmál- I in að ráða myndu launin hækka uns jafnvægi yrði náð. En það hefur ekki gerst og allt komið í óefni. Nýtt launakerfi vakti von „Félagið hefúr litið á nýtt launa- j kerfi sem tæki til að skapa sam- keppni á vinnumarkaði hjúkmnar- fræðinga. Með nýju launakerfi átti | að veita hvemi stofnun tækifæri til að móta eigin starfsmanna- og launastefnu og brjóta á þann hátt upp það láglaunamunstur sem ríkt hefur,“ segir Ásta. Ekkert bendir til að þetta gangi eftir. Samtrygging stofnana um lág- markslaun virðist ráða ferðinni og ætli hjúkrunarfræðingar að nýta > sér lögmál framboðs og eftirspum- ar, eins og margir aðrir launþegar, l verða þeir að leita á náðir einka- j geirans eða halda til annarra landa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.