Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 18
» iftþygarðshornið LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 ■ iV vestra, dálæti þeirra á hraða og spennu og beinbrotum. Munurinn á bandariska fótboltanum og knattspymunni er eins og munurinn á sinfóníum og rokkmúsík. Því fótboltinn minnir furðu mikið á sinfóníur: hann er - hann er ekki eintómt fútt heldur langdreginn fyrir ókunnuga og ónæma á undiröldu og samleik stefja; það er óvíst um hamagang, Qör og læti en sífellt von um rangstöðutaktikin klikki og æsilegir atburöir gerist; hann er flókin framvinda þar sem stundum gengur allt upp í skærri og glæstri lausn - þung dramatík, blygðunarlaus hetjurómantík, til- raun til að ramma mannlífið inn í karllega mýtu. *** En Egill heppni Ólsen og piltamir hans: ég finn hvemig islendingshjartað í mér logar af afbrýðisemi og öfund í garð þeirra. Það er satt að segja furðulegt að verða vitni að því þegar menn hér era að þykjast halda með þessu norska liði á þeim forsendum einum að þetta séu frændur okkar. Hver segir að Norðmenn séu frændur okkar? Og þó svo væri: hví skyldi maður endilega þurfa að halda með frændum sínum? Myndu þeir halda með okkur? / / Olsen Olsen Við skulum viðurkenna það í þennan hóp: Leifur Eiríksson var norskur. Af hverju? Af því hann var heppinn. Sérhver þjóð hefur einhvem grunneiginleika sem öll hin þjóðareinkennin byggjast á - Frakkar hafa stílkennd, Þjóðverjar eru skipulagðir, Svíar hafa samviskubit, Danir eru sniðugir, írar skáldlegir, íslendingar draumórafúllir, Finnar bara fullir, og þannig fram eftir götunum: Norðmenn em heppnir. Þeir bara em það. Þannig bara er það. Þeir era eins og fætter Höjben sem svo hét á móðurmáli Andrésblaðanna, heppni frændinn sem sífellt er að hrynja um gullpeninga. Ekki nóg með að þeir hafi fengið alla þessa olíu óforþénað, og ekki nóg með að þeir eigi örugglega eftir að sigra í Kontrapunkti - heldur grísast klunnalegt lið þeirra einhvern veginn inn í undankeppni heimsmeistarakeppninnar og þar með er þessi endemissaga ekki búin: þegar þessari afdráttarlausu smáþjóð fótboltans hlotnast sú vegsemd að fá að etja kappi við sjálfa Brasilíumenn sjá þeir ekki einu sinni sóma sinn í aö tapa heldur hirða öll stigin - með árans heppninni og engu öðm. Allt í einu bara: Ólsen ólsen. *** Og fagna svo eins og þeir hafi sigrað leikinn. Það gerðu þeir vitaskuld ekki. Þeir töpuðu honum stórt á öllum sviðum knatt- spyrnunnar. Þeir skoruðu bara fleiri mörk. Sigur þeirra gegn Brasilíumönnum var eitthvert magnaðasta dæmið um ofurvald heppninnar andspænis verðleik- unum sem mannkynssagan hátt mörgum rnefrum frá næsta Brasilíumanni sem þar að auki var rindill. Og þarf naumast að taka fram að norsarinn átti þegar hér var komið sögu að vera farinn af leikvelli fyrir fólskulega tæklingu. *** Valið á þessum svonefnda dómara tengist raunar öðm og stærra vandamáli knattspyrnu- hreyfingarinnar og það er sú meinloka að endilega þurfi að láta Bandaríkjamönnum líka við þennan leik. Tvö lið hafa í þessari keppni leikið leiki sína með leiðinlegar hótanir svífandi yflr höfðum mótaðilanna. Annars vegar era Englendingar sem leika frumstæðan og andlausan fótbolta frá því einhvem tímann á nítjándu öld en allir vona samt að þeir sigri sína leiki því ella muni lýður sá sem fylgir þeim stoftia til blóðugra óeirða. Og hins vegar er það þetta bandaríska lið sem allir óttast að tapi leikjum sínum því þá missi bandaríska þjóðin áhuga á leiknum og voldugir auglýsendur láti sig hverfa. Fari þeir sem fara vilja. Vandinn er nefnilega sá að fótboltinn getur aldrei orðið almenningseign í Bandaríkjunum. Ég er ekki einu sinni viss um að allir hafi alltaf gaman af honum sem horfa á hann hér í stofunum - ég þarf stundum að beita mig hörðu til að halda áfram að fylgjast með. Til að ná til Bandaríkjamanna almennt er hann alltof evrópskur og viðburðasnauður á ytra borði. Bandaríkjamenn þróuðu sinn eigin fótbolta og sá leikur endurspeglar þjóðarsálina þar geymir, nema ef væri sigur Davíðs á Golíat sem var ámóta ósanngjam. Þama er þetta lið búið að leika sinn hundleiðinlega fótbolta í áttatíu mínútur gegn vesalings Brössunum sem vom löngu famir að hugsa um eitthvað annað úr því að mótaðilinn virtist ekki ætla að bera það við að iðka knattspymu og þá þarf endilega að Guðmundur Andri Thorsson hafa verið sóttur dómari til Bandaríkjanna þar sem ekkert skynbragð er borið á svo margslungna íþrótt sem fótboltinn er - og þessi dómari sem augljóslega áttaði sig engan veginn á því hvort liðið var að leika knattspymu og hvort var að leika ragby dæmir vítaspymu þegar stór og digur norsararamur lætur sig detta á óvenju tilgerðarlegan w dagurílífi Sunnudagur í lífi Sverris Hermannssonar: Fuglaskoðun og húslestur „Það er sunnudagurinn 21. júní. Ég hafði verið fjarvistum alla síðustu viku og var þess vegna vaknaður í bæli minu löngu fyrir dag að velta fyrir mér afgreiöslu á ótal erindum, sem hlaðizt höfðu upp. í tilefni af þessu orðalagi skulum við lofa Vil- mundi Jónssyni landlækni að eiga inngangsorð þessa pistils, en hann segir á einum stað frá Magnúsi Jóns- syni, Aðalvíkurklerki vestra á fyrri hluta aldarinnar. Vilmundur hitti sr. Magnús í Norðurtanganum á ísa- firði, þar sem Magnús var að koma norðan úr Aðalvík. Þá mælti sr. Magnús á þessa leið (tilvitnun eftir minni): „Allt verður þeim til góðs sem guð elska. Ég var vaknaður í bæli mínu löngu fyrir dag. Þá datt mér i hug helvítis biskupinn og um leið bær í sókn minni þar sem ég hafði ekki húsvitjað í 15 ár. Ég af stað í húsvitjunina, en þegar ég var kominn knappan þriðjung leiðar sá ég bát skammt frá landi á vesturleið. Þá gaf ég andskotanum alla húsvitj- un, veifaði bátnum og hér er ég kom- inn sem þú mátt sjá.“ Greinarhöfundur settist við bréfa- skriftir mjög árla, enda mikilvæg samskipti lögfræðilegs eðlis í húfi. Klukkan 9 byrjaði síminn að hringja og ekkert smáræði sem þar hafði hlaðizt upp í heila viku. Það á ekki erindi í þennan greinarstúf að segja nánar frá þeim aragrúa fólks, sem haft hefir símasamband til að tjá sig og stuðning sinn við byltingu i fram- kvæmd fiskveiða á íslandi. Kl. 10.30 stakk ég af i gönguferð út á Seltjarnarnes. Hátt á annan áratug hefi ég haft þann sið að taka mér heilsubótargöngu dag hvem, oftast út á Valhúsahæð, eða út í Gróttu, út í Örfirisey eða suður í Skerjafjörð, að ógleymdri Heiðmörk. Fleira er stundað á ferðum þessum en heilsugæzla. Fuglaskoðun og hús- lestur eru aðaláhugamál, en það mun hafa veriö hjá Þórbergi sem undirrit- aður rakst á það orðfæri: að lesa hús. Að ganga götur og stíga þvers og kruss og líta í kringum sig, á bygg- ingar sérstaklega, kallaði Þórbergur að lesa hús. Ég er sérstaklega vel les- inn í húsum Seltjamamess. Þau era flest ný og vel úr garði gerð og bera merki velmegunar. Þennan sunnudagsmorgun er ferð- inni heitið út nesið norðanvert, út í Gróttu, því mikið útfiri er á hádegi þennan dag, svo ganga má þurrum fótum út í Gróttu. Seltirningar hafa lagt göngubraut með sjónum norðan og sunnan á nesinu, sem er til fyrir- myndar. Með æðarkollum Það vakti athygli mína hversu margar æðarkollur vora við landið með unga sína. Miklu fleiri en ég hefi áður séö og þannig var það raun- ar hringinn í kringum nesið. Þegar ég nálgaðist Gróttu sá ég að lokunar- skilti voru uppi og óðar í bili var mættur á staðinn Guðjón Gróttu- vörður, vinur og fuglafræðingur. Hann upplýsti mig um að öll umferð út í Gróttu væri bönnuð til 1. júlí vegna varps fugla í eynni. Þvi gegndi ég auðvitað en ég hafði ætlað mér út að Gróttuvita og ganga þar þrjá hringi um vitann réttsælis og biðja fyrir sæfarendum, sem venja min er. Einnig hafði hvarflað að mér að senda kvótaeigendum hugskeyti að augu þeirra mættu ljúkast upp hið fyrsta svo þeir þyrftu ekki að vakna upp við enn verri draum síðar. En það varð að bíða betri tíma. Guðjón sagði mér að 11 tegundir fugla verptu á Gróttu, þ. á m. maríu- erla og þúfutittlingur. Æðurin er þar stærsti hópurinn og gekk varp mjög vel að þessu sinni. Ég kvaddi Guðjón með virktum og hann bauð mig vel- kominn 1. júlí nk. Ofögur sjón Þá lá leið mín fyrir enda Bakkatjamar og þar blasti við ófógur sjón. Álftapar var þar með þrjá unga sína og hafði steggurinn nýlokið við að ganga frá tveimur kolluungum dauðum, sem svartbakurinn hirti síðan og át með lyst. Ég var á gangi á þessum sama stað fyrir rúmri viku og var Bakkatjöm þá morandi af kollum með unga sína og ótrúlegur fjöldi með hverri. Nú var þetta svipur hjá sjón. Vonandi heflr eitthvað sloppið til sjávar, en ég óttast að svartbakurinn sé sökudólg- urinn. Ég vil nú beina því til réttra yfirvalda að bægja illfygli þessu frá. Það þarf ekki miklu til að kosta. Við suðurbakka tjarnarinnar voru tveir skrifarar í óðaönn að rissa á vatnsflötinn, öðru nafni óðinshanar, sem gamalt fólk nefndi líka torfgraf- arálft og enn fleiri nöfnum. Þaö er einhver prýðilegasti sumarfugl ís- lands. hæð. Heim er svo komið um hádegi og æflngar hafnar með priki og lóð- um. Hádegisverður er þunnur þrett- ándi, tvö lítil epli. Ég gleymdi að geta þess að morg- unverðurinn var ein appelsína og lýsi. Nú er af sem áður var að étinn var hafragrautur með súru slátri á hverjum morgni, áratugum saman. Að því búnu salt- aði ég og pipraði lambahrygg, sem ég hafði til kvöldverð- ar með steiktum nýjum sveppum, bökuðum kartöflum, salatgumsi og súrsætum pikles. Bláber og jarðar- ber með rjóma (litlum) í eftirmat. Kl. l.:00 settist ég inn í stofu með Newsweek, hvers forsíða var skreytt með „VIAGRA", náttúruleysislyfmu sem tröliríður karlmönnum heims og hinu kyninu sjálfsagt í framhaldi af því. Held með Brasilíu Annars fjallaði blaðið mest um efnahagsstorminn sem geisar í Asíu: Japan að sökkva og dregur Asíu á eftir sér, segir þar. Svo settist ég niður við að hripa á blaö fyrrihluta þessa greinastúfs. Ég ætlaði að vitna í Vilmund landlækni en allar mínar bækur eru í fjallháum Sverrir Hermannsson hefur það fyrir sið á hverjum degi aö fá sér heilsubótargöngu á Seltjarnarnesi. Hér nær hann áttum viö útsýnisskífuna á Valhúsa- DV-mynd ÞÖK bókakassastöflum svo ég verð að vitna eftir minni, sem er afleitt en fyrirgefanlegt eins og á stendur. Ég horfði ekki á knattspymu- keppnina í sjónvarpinu af því að ég mátti ekki vera að því. Hefi annars nokkuð gaman af því og held með Brasilíu af eldgömlum vana. Eftir kvöldverð hlustaði ég og horfði líka af gömlum vana á fréttir í öllum þremur fjölmiðlunum og man ekki eftir neinu, enda öll banka- hneyksli um götur gengin að kalla. Og svo var það síminn allan dag- inn, þetta blessaða tæki sem gengið gettrn harkalega í skrokk á mönnum. Fór í háttinn kl. 9.30 og las „Fagurt mannlíf ‘ Þórbergs og sr. Árna Þórar- inssonar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.