Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 1 J~\7' Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVIK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: httpJ/www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Vinir Keikós bera ábyrgðina Málum Keikós veröur að haga þannig, að íslandi eða íslendingum verði ekki kennt um mistök, til dæmis í staðsetningu sjókvíarinnar. Ekki má verða hægt að segja, að allt hafi verið í lagi, meðan hann var fyrir vest- an, en síðan hafi allt farið úrskeiðis hér á landi. Þessi mál eru þannig vaxin, að málefni hafa jafnan og munu áfram víkja fyrir tiifinningum. Sem veiðimanna- þjóð höfum við jafnan og munum áfram vanmeta ofsa- fengnar tilfmningar almennings, einkum vestan hafs, í garð hvers konar hvala, stórra og smárra. Þótt við séum meira eða minna ekkert nema áhorf- endur að sjónarspili íslandsferðar háhyrningsins, getur reiði almennngs í útlöndum vegna ótímabærs dauða hans hæglega beinzt gegn landinu, sem tók við honum og sem þekkt er að hvalveiðistefnu. Þess vegna er nauðsynlegt að ganga rækilega frá öll- um forsendum. Láta verður aðstandendur Keikós undir- rita gögn um, að þeir einir taki alla ábyrgð á ákvörðun- um, sem þeir einir hafa tekið, þar á meðal þeirri, að koma háhyrningnum fyrir í Klettsvík. Óhætt er að segja, að fyrirhuguð staðsetning sjókvíar- innar við innsiglinguna í Vestmannaeyjahöfn hafi kom- ið kunnugum á óvart. Menn óttast, að stórbrotið um- hverfi Klettsvíkur hafi ráðið því, að skyndilega skiptu vinir Keikós um skoðun og hættu við Eskifjörð. Tugir skipa sigla um innsiglinguna á hverjum sólar- hring, nótt sem nýtan dag. Af því leiðir hávaða og meng- unarhættu, auk þess sem árekstarhætta verður, ef ein- hverjir vinir Keikós frá útlöndum eru að spóka sig við víkina á kajökum, gúmbátum eða jullum. Mengun getur einnig stafað frá skipum og öðru at- hafnalífi hafnarinnar í Eyjum, svo og frá skolpi bæjar- ins, sem rennur því miður óhreinsað í sjó. íslendingum verður kennt um, ef einhver mengun af slíku tagi gerir frægasta háhyrningi heimsins lífið leitt. Nauðsynlegt er, að íslenzkir málsaðilar í Stjórnarráð- inu og bæjarstjórninni dragi saman upplýsingar um efa- semdir af þessu tagi og ýmsar fleiri, svo sem hættuna á fárviðri á þessu svæði, og láti aðstandendur Keikós skrifa undir, að þeir hafi kynnt sér þær. Engin ástæða er til að efast um, að vinir Keikós séu af heilum hug að reyna að búa honum bærilegar að- stæður. Enginn veit hins vegar, hvað upp á kann að koma, ef illa fer og hver reynir að bjarga sér sem bezt hann getur frá reiði fáfróðs almenningsálits. Við þurfum líka að gæta okkar á, að eitt skref leiði ekki til annars á þann hátt, að niðurstaðan verði önnur en reiknað var með í upphafi. Sitjum við ef til vill uppi með áhorfendapalla upp eftir öllum Heimakletti, áður en við vitum, hvaðan á okkur stendur veðrið? Allt mál Keikós er samofin flækja heitra tilfinninga og kaldrifjaðrar peningahyggju. Margir fá glýju í augun, ef þeir sjá sér færi á að taka þátt í að græða á hræsn- inni, sem jafnan fylgir slíkum þverstæðum. Glýjan sú getur villt mönnum sýn og rænt þá ráði. Að flestu leyti hafa íslenzkir málsaðilar brugðizt rétt við hugmyndinni um heimflutning hins víðförla há- hyrnings. Sjálfsagt er og eðlilegt að reyna að greiða fyr- ir málinu eins og hægt er að gera innan ramma laga og heilbrigðrar skynsemi. Það hefur verið gert. Við þurfum bara að hafa skjalfest á hreinu, að þeir, sem einir taka lykilákvarðanir í máli þessu, taki líka einir á sig ábyrgðina af þeim lykilákvörðunum. Jónas Kristjánsson verskur námsmaður við mig núna í vikunni. Við stóð- um inni á bókasafni þar sem allar hiilur voru fullar af bókum um gamla og nýja sögu kínverska ríkisins. Ekki vil ég saka þennan unga brosmilda mann um að þekkja ekki sögu lands síns, en mig grunar að efhann heíði les- ið fleiri af þeim bókum sem þama voru hefði bros hans yflr byltingunni sem fram undan er í Kína lýst blendn- ari tilfinningum en þeirri tæru kæti sem greinilega ríkti í hjarta hans. Lexíur sögunnar Menn þurfa hvorki að vera svamir svartsýnismenn, né heldur áhuga- menn um framgang þeirrar undar- legu stjómmálastefnu sem enn er kennd við kommúnisma í Kína til að taka fréttum um nýjar umbótahreyf- ingar þar í landi með nokkrum fyrir- vara. það er nóg að muna nýlega sögu landsins. Fyrir rúmum fjöratíu árum fór af stað í Kína mikil umbóta- hreyftng sem kennd var við blómgun hundrað blóma og keppni hundrað hugmyndaskóla. Sú hreyfmgin reyndist lítið annað en árangursrik tiiraun valdhafa til þess að lokka um- bótasinna fram úr felum. Fyrir þrjá- tíu árum stóð svo menningarbylting- in sem hæst. Fyirr tuttugu árum varð stjómmálaumræða tiltölulega frjáls á meðan valdabarátta geisaði á milli Deng Xioping og arftaka Maos. Margir töldu þá að miklar umbætur væra ffarn undan í stjórnmálum en þegar Deng náði völdum var aftur lokað fyrir lýðræðislega umræðu. Efnahagsumbætur komu hins vegar af stað einni mestu lífskjarabyltingu mannkynssögunnar. Fyrir tíu árum börðust svo ungir Kínverjar gegn vaxandi spiilingu og fyrir auknu ffelsi í stjómmálum. Þetta endaði með morðunum á Torgi hins himneska friðar. Áhugaverðir tímar Saga Kína er nokkur þúsund árum lengri en þetta stutta yfirlit en hvort sem menn fara fáeinar aldir aftur í tímann eða tvö þúsund ár, þá flnna þeir sögu sem kennir mönnum að óttast mikil um- brot í þessu stærsta samfélagi á jörð- inni. Eins og margir sjálfsagt þekkja þá er það hin versta formæling í Kína að óska mönnum þess að þeir lifi áhugaverða tíma. það mundi hins vegar enginn maður kalla nú- tíðina í Kína annað en hina áhuga- verðustu tíma, og flestir mundu í leiðinni kalla þetta tiltölulega góða tíma. Hundrað milljóna manna hafa notið afúrða efnahagsbyltingarinnar og aðrir, sem einnig telja hundrað milljóna, era á faraldsfæti í leit að betra lífl. Menn hafa lengi spáð því að kínverski kommúnistaflokkur- inn, sem auðvitað hefur fyrir langa löngu hent kommúnisma fyrir róða, og herinn sem miklu máli skiptir í stjómmálum og efiiahagslífi Kína, muni tapa tökum sínum á stjóm landsins. Stjóm flokksins og hersins á Kína hefúr breyst og vald hefur dreifst mun víðar og meira en áður. Ríkið hefur líka orðið sífelltflóknara og sundurleitara í eftiahagslegu og félagslegu tilliti. það er ekki einung- is að gífurlegur munur sé á milli landshluta, heldur rikir í raun marg- falt ög flókið efhahagskerfi. Efna- hagserfiðleikar i Asíu hafa að und- anfórnu þrengt að kínverskum stjómvöldum og aukið líkur á ólgu fram undan. íKína Vinsæl harka Fram til þessa virðast tiltölulega hörkulegar efha- hagsráðstafanir ZhouRongji, forsætisráðherra Kína, ver- ið vinsælar meðal almennings í borgum Kína, en að- geröir hans hafa kostað tugi milljóna manna atvinnu hjá hallareknum ríkisfyrirtækjum. Zhou er talin laus við spillingu og nýtur mikillar virðingar og vinsælda sem umbótamaður í efnahagsmálum. Aðgerðir hans til þess að minnka skrifræði og fækka embættismönnum um margar milljónir hafa líka notið hylli meðal almennings og fólks í at- vinnulífinu. Versnandi samkeppnis- staða vegna gengisfeflinga og erfið- leika í nálægum löndum gætu hins vegar krafist enn hörkulegri ráðstafan- ir sem reynt gætu á vinsældir forsæt- isráðherrans. Lýðræði? Opnun á stjómmálaumræðu á síðustu áratugum hefur afltaf reynst tíma- bundin. Það er enginn vafi á því held- ur að fyrir flesta Kinveija er mikilvæg- ara að landið verði að efhahagslegu stórveldi en að lýðræði komist þar á með skjótum hætti. Síðustu ár hafa hins vegar ýmsar umbætur greitt götu varanlegra breytinga á stjórnar- háttum. Eitt dæmi um breytingar era raunverulegar kosningar til sveitar- stjóma í mörgum af hinum milljón þorpum og bæjum Kína. Kina er líka að verða of flókið ríki tfl þess að því verði haldið saman með valdsstjóm einni saman. Ým- islegt bendir til þess að nokkrir af valdamestu mönnum Kína og þar á meðal forsetinn sjálfúr, Jiang Zemin, hafi gert sér ljóst að eina leiðin til þess að stjóma Kina og forðast upplausn í landinu sé að innleiða opnari stjóm- arhætti og eitthvert form af lýðræði. Þrátt fyrir krepp- una í Asíu og augljós efnahagsleg og pólitísk vandræði fram undan í Kína virðist ekki óhugsandi að Kína nái því á næstu áratugum að verða stærsta hagkerfi jarðar og um leið að verða ríki þar sem eitthvert form af lýð- ræði fær að ríkja. Sagan er hins vegar drjúg náma fyr- ir svartsýnismenn. Hundruð milljóna manna hafa notiö afurða efnahagsbyltingarinnar, segir Jón Ormur m.a. í pistli sínum. Hér fagnar kínversk æska dóttur Clintons í Kínaheimsókn forsetans í vikunni. Símamynd Reuter Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson skoðanir annarra Fangi í Kína „Li Hai, fyrrverandi kennari í læknaskóla, afþlánar nú 9 ára fangelsisdóm í Liangxiang-fangelsinu í Pek- ing. Hann hlaut fangelsisdóminn fyrir aö skrá á lista fólk sem handtekiö var fyrir þátttöku í mótmælunum á Torgi hins himneska friðar 1989. Hann skráöi yfir 700 Pekingbúa. Af þeim fengu 158 yfir 9 ára fangelsi. Sjálfur var Li Hai fundinn sekur um að hafa snuðrað um og safhað ríkisleyndarmálum. Okkur datt Li Hai í hug þegar við lásum skýringu Bifls Clintons forseta í Newsweek á hvers vegna hann færi til Peking. Clinton skrifaði um hinar „raunverulegu framfarir, sem þó væra ekki nógar“, sem orðið hefðu í mannréttindamál- um í Kina síðastliðiö ár.“ Úr forystugrein Washington Post 24. júní. Fíkniefnafaraldur „Miöaö við hrikalegar tölur er auðvelt að slá því fostu að fikniefnafaraldur geisar í Ósló. Það er ekki al- veg jafnauðvelt að finna leið til að vinna bug á honum og ná samkomulagi um hversu miklu fé á aö verja til baráttunnar. Þaö er neyðarúrræði að heilbrigðisstarfs- menn skuli nú kenna fíkniefnaneytendum að veita fé- lögum sínum skyndihjálp. Það má fullyrða að það sé að byrja á öfugum enda. En það sem er að gerast er afleiðing þess að við höfum færst undan því að byrja á réttum enda.“ Úr forystugrein Aftenposten 25. júní. Stækkun Jerúsalems „Mikill ágreiningur er innan stjómar Netanyahus um hvört taka eigi næstu skref í átt að friði. Með því að skapa nýja spennu um Jerúsalem kann hann að vera að skipta um umtalsefni. Ef sú er raunin getur hann aðeins vænst hlés til bráðabirgða. Flestir ísraelsmenn era fylgjandi friðarsamkomulagi viö Palestínumenn. Þeir búast því við því að stjóm þeirra geri ráðstafanir til að ná því takmarki." Úr forystugrein New York Tlmes 25. júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.