Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ 1998 T^V a ^sþelkerínn Ingvar Sigurðssnn, grillmeistari á Argentínu, er knminn á fullt Uppáhald Sigrúnar Ingvar Sigurðsson, matreiðslu- meistari á Argentínu, er mikill grill- meistari. Þeir félagar, hann og Ósk- ar Finnsson, hafa líka staðið fyrir vinsælum grillnámskeiöum víða um land. Við fengum Ingvar til að gefa okkur einhverja góða uppskrift að gimilegum griÚrétti. Hann ákvað að gefa okkur uppskrift er hann nefnir Uppáhald Sigrúnar. Við erum að tala um bragðmiklar grísalundir með grilluðum rauðlauk og salati. Hér kemur uppskriftin sem er fyr- ir fjóra: 1,2 kg ferskar grisalundir Kryddlögurinn: 1 dl ólífuolía 1/2 dl tómatsósa 1 msk. BBQ-sósa 1/2 lítill laukur (saxaður) 2 hvítlauksgeirar (saxaðir) 1 msk. ferskur engifer (saxaður) 1 msk. rauðvínsedik 1 msk. púðursykur 2 msk. Teryaki-soya 1 tsk. svartur pipar (grófmulinn) 1 kiwi-ávöxtur (fint saxaður eða stappaðm-) nokkrir dropar af tabasco Blandið öllu saman nema olíunni, sem er sett varlega í síðast svo hún skilji sig ekki frá. Mikilvægt er að kjötið sé ferskt, þ.e. hafi aldrei fros- ið. Hreinsið sinamar af lundunum og skerið í ca. 100 g bita, setjið þá upp á endann og bankið létt með buffhamri í ca. 2 cm þykkt. Látið liggja í kryddleginum yfir nótt í kæli. Þerrið kryddlöginn af og grillið við meðalhita í ca. 3 mínútur á hvorri hlið. Ingvar minnir á að elda svínakjöt ekki í gegn, heldur skilja eftir bleikan kjama til að gæði kjötsins njóti sín sem best. Kryddið kjötið í eldun með salti og pipar úr kvöm. Kjötið þarf að pensla með olíu rétt áður en það fer á grilliö. Grillaðir rauðlaukar Þá er það rauðlaukurinn sem Ingvar segir ómissandi með grísa- lundunum. Uppskriftin, sem hér kemur, miðast einnig við fjóra: 4 rauðlaukar 2 msk. hunang 2 msk. balsamic-edik salt og pipar olía til penslunar Blandið saman hunanginu og ed- ikinu. Flysjið laukana og skerið hvem þeirra í fjóra hluta og þræðið upp á trépinna. Penslið með olíu og grillið við meðalhita í nokkrar mín- útur. Penslið hunangsblöndunni á laukinn síðustu mínúturnar og kryddið. Loks er það salatið sem er Ingvar Sigurösson á Argentínu er sannur grillmeistari. Hér setur hann rauðlaukana á grillið. DV-mynd ÞÖK lhaus Lambhaga- salat 4tómatar l/2rauð paprika lÆagúrka l/2glas fetaostur í olíu saxaður graslaukur eftir smekk 1/2 dl kalamata- ólifúr í hvítlauk 4 sólþurrkaðir tómatar l/2bakki baunaspírur Skerið salatið og rífið niður í skál. Skerið tómatana, gúrk- una og paprikuna í bita og bætið saman við. Saxið graslaukinn og setjiö út í ásamt ost- inum og smáolíu úr glasinu. Stein- hreinsið ólifurnar og skerið smátt ásamt sólþurrkuðu tómötunum. Blandið öllu vel saman. Ingvar segir það gott að kreista safa úr hálfri sítrónu yfir salatið rétt áöur en það er borið fram. Þá er bara að draga fram grillið, hvort sem það er með gasi eða kol- um, og skapa réttu sumarstemning- una. Munið svo aö fara eftir leið- beiningum Ingvars. Það borgar sig! -bjb með graslauki og fetaosti. Enn miðum uppskriftina við fjóra: Avaxta- eftirréttur í kvöldsólinni er gott að sitja með gestum úti á verönd og gefa þeim ferskan og ljúf- fengan ávaxtaeftirrétt. Við skulum endilega prófa þessa: I 2 epli 2 appelsínur 2 bananar 1 stór vínberjaklasi 2 kiwi 1 plata suðusúkkulaði 3 dl rjómi 2-3 msk. flórsykur vanillusykur Aðferðin: Skolið og skrælið ávextina og skerið þá í litla teninga. Skerið vínberin í helminga og takið steinana úr. Þeytið sam- an rjóma, flórsykur og vanillu- sykur. Saxið súkkulaðið eða setjið það í blandara. Haldið örlitlu eftir til skreytinga. Blandiö öllu saman og skreytið með súkkulaði og ferskum ávöxt- um eða berjum. -sm —whmba mm wmm matgæðingur vikunnar Bryndís Hilmarsdóttir er á heilnæmu nótunum: Hnetusteik við öll tækifæri „Þetta er góður réttur sem hent- ar við öll tækifæri, jafnt sem hátið- armatur meö brúnuðum kartöflum og sveppasósu eða út á salat með kaldri súrmjólkursósu. Honum hef- ur alltaf verið vel tekið, hvenær sem ég hef eldað hann,“ segir Bryn- dís Hilmarsdóttir, matgæðingur vikunnar, sem gefur okkur upp- skrift að hnetusteik. Hana fékk hún á sínum tíma frá vinkonu sinni, Hafdísi, og hefur notað margsinnis síðan. Meðal ann- ars þegar hún vann í Kaifileikhús- inu og á veitingastaðnum Grænt og gómsætt í Tæknigarði. Núna vinnur hún við framreiðslu á veit- ingastaðnum Við Tjömina. Bryndís segist elda grænmetis- og kjötrétti jöfnum höndum. Hún sé í rauninni alæta á allt sem vel bragðist. Fyrst lítum við á hráefnið en það er eftirfarandi: 2 bollar hýðishrísgrjón (soðin) 2 bollcir krydduð brauömylsna 3 egg y3 bolli ólífuolía 14-1 laukur (fint skorinn) ferskir sveppir (niðurskomir) steinselja 1 bolli heslihnetur 1 bolli vatn 1 msk. smjör 1 msk. jurtakraftur Aðferðin Þá er það aðferðin. Fyrst er að blanda saman í skál soðnu hrísgrjónunum, brauðmylsnunni, eggjunum og ólífuolíunni. Síðan em lauk- urinn og sveppimir léttsteiktir á pönnu og bætt saman við. Magn sveppanna má miðast við eina dós af niðursoðnum. Loks er saxaðri steinselju og hnetunum blandað saman í skálinni. Bryn- dís segir aö nota megi fleiri teg- undir af grænmeti í réttinn, bara eftir því sem til er í ískápnum. Þá er vatnið hitað í potti með smjöri og jurtakrafti og því síðan hrært saman viö blönduna í skál- inni. Að því loknu er blandan tekin úr skálinni og þrýst í eldfast mót. Bryndís mælir með því að geyma örlítiö af brauðmylsnunni til að dreifa ofan á hnetusteikina, áður en hún fer í ofninn við 180 gráður á Celsíus. Steikin er í ofhin- um þar til hún er orðin eilítið brún að ofan. Að því loknu má bera steik- ina fram, ým- ist sem hátíð- arrétt eins og Bryndís sagði, eða með salati og kaldri súr- mjólkursósu. Þá blandar hún saman AB-mjólk, súrmjólk, sinnepi, hunangi og ein- hverju góðu kryddi. Hvítlauksostabrauð Bryndís ákvað að gefa okkur að lokum uppskrift að gómsætu hvít- lauksostabrauði sem hún bakar gjaman sjálf. Uppskriftin samsvar- ar tveimur brauðum eða svo. 1 kg hveiti 1 msk. sykur 50 g þurrger örlitið salt saxaður hvitlaukur 1/2 - 1 rifinn brauðostur 1/2 1 volgt vatn 100 g olía Hveiti, sykur, ger, salti, hvítlauk og osti er fyrst hrært saman í skál og vatn og olía sett út í. Þá er deig- ið hnoðað og látið hefast í einn tíma. Hnoðað aftur og mótað, lát- ið hefast um stund á ný og loks bakað í ofhi við 200°C. Bryndís skorar á Mar- gréti Bjarman sem næsta matgæðing helgarblaðsins. -bjb Bryndís Hilm- arsdóttir hnoöar í hvít- lauksostabrauöiö sem hentar viö ýmis tækifæri. DV-mynd Pjetur (talskt ólífu- focaccia Þetta ítalskættaða brauð er sérstaklega ljúffengt nýkomið úr ofninum þegar bökunarlyktin er enn í eldhúsinu. Brauðið er til- valið með ýmiss konar pastarétt- um. 15 g þurrger. 230 ml volgt vatn. 350 g hveiti. 5 msk. ólífuolía. 100 g svartar ólífur, sneiddar. 1 tsk. salt. Örlítið maísmjöl (ekki bráðnauðsynlegt en betra). Aðferðin: Leysið gerið upp í volgu vatni í stórri skál. Leyfiö því að standa í 10 mínútur á hlýjum staö þang- að til gerið hefur leyst upp. Hrærið 250 g af hveiti út í. Hrærið þangað til deigiö er farið að klístrast og er mjúkt og með- færilegt. Bætið afganginum af hveitinu út í. Þegar deigið er orð- ið viðráðanlegt er það sett á borð og hnoðaö þangað til það klístr- ast ekki lengur. Setjiö deigið í olíuboma skál og setjið plastfilmu yfir. Leyfið deiginu að hefast á hlýjum stað í klukkustund. Sláið deigið sam- an, bætið við 4 msk. af ólífuolíu, ólífunum og salti. Hnoðiö deigið aftur á hveitist- ráðum fleti þangaö til þaö verður mjúkt. Smyrjið bökunarplötu vel og stráið maísmjöli yfir, Setjið deigið síðan á plötuna. Mótið deigið þannig að það verði hring- laga og um 25-30 cm að þvermáli. Penslið deigið með því sem eft- ir er af ólífuolíunni og látið deig- ið hefast í klukkustund á hlýjum stað. Eftir það ætti það að hafa tvöfaldast að rúmmáli. Deigið breiðir nokkuð úr sér þegar það hefast þannig að gott er að setja það í breitt form svo það flæði ekki út um allt. Bakið við 200° í 30 mínútur eða þangað til á brauðið slær gullnum bjarma. Leyfið brauð- inu að kólna á grind í að minnsta kosti 5 mínútur áður en það er skorið. Focaccia með osti, tómötum og pestósósu Það er alveg tilvalið að búa til heila máltlð úr brauðinu hér að ofan á einfaldan hátt. 4 langar sneiðar af focaccia- brauöi, smurt báðum megin. Pestósósa. 10-12 sólþurrkaðir tómatar, geymdir í ólífuolíu. 100 g mozzarellaostur, sneiddur. Aðferðin: Smyrjið smápestósósu á aðra hliðina á brauðinu. Leggið sól- þurrkuðu tómatana ofan á og setjið ostsneiðarnar ofan á. Bakið viö 190° í 10 mínútur. Berið brauðið fram beint úr ofninum. -sm I—Ii»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.