Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1998, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 27. JÚNÍ1998
Mblgarviðtalið
37
ilvægu mál sem hverju sinni liggja
fyrir Alþingi.
Flestir málefnalegir
Aðspurður segir Hjálmar það al-
mennt vera gott að starfa með þing-
mönnum stjórnarandstöðunnar.
Flestir séu málefnalegir og oft sé
hægt að ná samkomulagi í nefnda-
vinnunni. Þannig sé það a.m.k. í
þeim þremur nefndum sem hann sitji
í; fjárlaga-, landbúnaðar- og allsheij-
arnefnd.
Hvort afstaða þingmanna breytist
frá því mál fari frá nefndum og inn í
þingsal segir Hjálmar svo oft vera.
„Það er nú líkast til,“ segir hann og
brosir út í annað.
„Ef horft er til þeirra mála sem
hvaö mest var tekist á um á vorþing-
inu, þar sem klögumálin gengu á víxl
eins og í Landsbankamálinu, þá vil
ég segja að ef menn ætla að taka að
sér að þvo blettina af þjóðfélaginu þá
verða menn að vera hreinir um hend-
umar. Ég hef alltaf fyrirvara á þegar
menn era að nota sér til framdráttar
í pólitík persónulegar ávirðingar
annarra," segir Hjálmar og minnir í
þessu sambandi á McCarthy-ismann
í Bandaríkjunum þar sem menn voru
hundeltir fyrir skoðanir sínar, jafn-
vel meintar skoðanir. Hér sé verið að
leita að því að hugsanlega hafi ein-
hverjir gert eitthvað af sér einhvern
tímann.
Gerviheilagleiki
„Það er alltaf hægt að fmna flísar í
augum náungans. Þessi hræsnisfulla
vandlæting og gerviheilagleiki kem-
ur alltaf upp í pólitík. Það færi betur
ef menn hefðu þennan umbótavilja
jafnari. Rykju ekki upp með stórmál
stöku sinnum og svo er allt óbreytt,"
segir þingmaðurinn og er nokkuð
niðri fyrir. „Menn vita að lunginn af
tímabilinu í flestum laxveiðiám
landsins er ekki greiddur af einstak-
lingum heldur fyrirtækjum. Vissu-
lega er tímabært að taka á ýmsu í
þjóðfélaginu en það er ekki tímabært
að hengja fáeina menn þegar margir
eru samsekir. Horfa þarf á heildar-
myndina. Skýrari starfsreglur vantar
í opinberu starfi. Það er ekki hægt að
byggja allt á mannkostunum einum
saman. Vönduðustu menn geta kom-
ist í vandræði ef þeir hafa ekki skýr-
ar reglur til að vinna eftir.“
Hann segir þá þingmenn sem hæst
létu á vorþingi lengi hafa tekið þátt í
stjórnkerfmu, samanber Jóhönnu Sig-
urðardóttur, fyrrum félagsmálaráð-
herra. „Jóhanna er í krossferð og vill
eflaust sjá breytta tíma. Ég hefði gjarn-
an viljað að hún hefði byrjað fyrr. Hún
var ráðherra í sjö ár. Hún er góður
þingmaður en með framgöngu sinni í
Landsbankamálinu olli hún mér von-
brigðum," segir Hjálmar.
Honum líst ekki sérlega vel á þá til-
lögu stjórnarandstöðunnar að setja á
fót sérstaka rannsóknarnefnd á vegum
þingsins til að kafa ofan í mál eins og
t.d. er varða Landsbankann. Þarna séu
amerísk áhrif á ferðinni. Einnig þar
sem verið er að leita að persónulegum
ávirðingum annarra sér til framdrátt-
ar.
Davíð kann að hlusta
Hjálmar segist hafa átt gott sam-
starf við formann flokksins, Davíð
Oddsson. Mikilvægt sé fyrir hvern
flokk að leiðtoginn sé mikill foringi.
„Hann er fljótur að meta aðstæður
og bregðast við þeim. Fljótur að
sækja sér upplýsingar og kanna við-
horf áður en hann úrskurðar í mál-
um. Innan þingflokksins er góður
starfsandi og öll mál eru rædd. Davíð
kann að hlusta, sem er mikilvægur
kostur stjórnmálaforingja, og tekur
tillit til skoðana annarra. Menn eiga
alltaf kost á því að koma fram með
sín sjónarmið. Þar fyrir utan er Dav-
íð góður félagi og eitt það skemmti-
legasta er að ræða við hann um heim-
speki, siðfræði og trúmál."
Hvort einhver þori að andmæla
formanni flokksins segist Hjálmar
ekki vita til þess að Davíð vilji að
menn séu jábræður hans.
„Hafi ég meiningar um mál sem
eru aðrar en hans þá læt ég það koma
fram í þingflokknum og fyrst við
hann sjálfan. Mál taka oft talsverðum
breytingum í þingflokknum. Stjórn-
andi verður svo að stjórna og taka af
skarið þegar það á við.“
Tölur og lifandi fólk
Hjálmar hefur langa reynslu af
prestsskap og störfum innan kirkj-
unnar. Að mörgu leyti má líkja starfi
prestsins og þingmannsins saman.
Þau byggjast mikið á samskiptum við
fólk og að finna lausn á vandmálum
þess. Hjálmar segir hlutverkin um
margt vera talsvert lík.
„Prestar og þingmenn bera tals-
verða ábyrgð. Maður er að þjóna
hagsmunum heildar en um leið ein-
staklinga. í báðum hlutverkunum
finnst manni alltaf eitthvað ógert,
alltaf eitthvað sem bíður. í prests-
starfinu er maður nær fólki og til-
finningum þess bæði til sorgar og
gleði. Sú reynsla hefur nýst mér vel á
þingi. Þar sér maður tölur og laga-
greinar og áttar sig á því að bak við
hverja tölu og hverja lagagrein er lif-
andi fólk. Þegar maður áttar sig á því
er maður strax kominn í þetta sam-
band,“ segir Hjálmar. Hann segir
sömuleiðis margt vera líkt með Al-
þingi og þjóðkirkjunni sem stofnun.
Innan kirkjunnar hafi flokkadrættir
á síðustu misserum verið of miklir.
Það hafi valdið sárum og miklu tjóni.
„Flokkadrættir innan kirkjunnar
geta verið mjög persónulegir og harð-
ir. Á Alþingi eru þeir fyrst og fremst
málefnalegir. Þar höfum við, þrátt
fyrir allt, skýrari leikreglur. Þótt
Prestafélagið sé með siðareglur er
stundum auðveldara um mannleg
samskipti á Alþingi," segir Hjálmar
og telur að gera megi þjóðkirkjuna
sjálfstæðari án þess að skilja hana al-
gjörlega frá ríkinu. Hún á að vera
þjóðkirkja og það er hún í raun og
veru.
Hann segir prestana fyrst og
fremst bera ábyrgð á þeim þrenging-
um sem orðið hafa í kirkjunni á und-
anfómum árum. Menn hafí ekki sést
fyrir. „Mér sýnist innra uppbygging-
arstarf vera hafið í kirkjunni og nýir
tímar fram undan,“ segir Hjálmar
og bindur miklar vonir við nýjan
biskup, herra Karl Sigur-
björnsson, að öðrum ólöst-
uðum. Einnig nýjan for-
mann Prestafélags ís-
lands, séra Helgu m
Sofflu Konráðs- Æk
dóttur.
Yfir í póli-
tíkina á ný.
Enginn
fer út í
hana
að hafa metnað og væntingar. Metn-
að hefur Hjálmar ætíð haft, fyrir
sjálfan sig sem aðra, en hverjar
skyldu vera væntingar hans? Langar
hann t.d. að verða ráðherra?
„Maður fer ekki bara út í pólitík til
þess að verða ráðherra. Hins vegar
getur sú staða vel komið upp.“
Hjálmar vonast til þess að hlutur
Sjálfstæðisflokksins verði það góður í
næstu kosningum að eðlilegt þyki að
ráðherra komi úr röðum sjálfstæðis-
manna á Norðurlandi vestra. Að
sjálfsögðu verði hann tilbúinn að
taka sæti í ríkisstjórn ef það verði í
spilunum.
Hæfileikaríkur hópur
„Þó að það sé ekki æðsta takmark
hvers stjórnmálamanns að verða ráð-
herra þá er það auðvitað hluti af því
að vera í pólitík," segir Hjálm-
ar. Flokkurinn sé með breið-
an og hæfileikaríkan hóp
þingmanna.
„Allir fara í pólitík til að láta
til sín taka. Stjórnmál byggjast á
því að hafa hugsjón og vinna henni
framgang. Mínum hugsjónum deili
ég með kjósendum mínum. Hver
flokkur hefur sameiginlega hug-
sjón sem er lifandi og tekur því
breytingum eins og allt sem lifir.“
Hann segir að breyta þurfi
áherslum hvað varðar landsbyggð
og höfuðborg. Byggðastefnan hafi
lengi verið röng en nú sé þetta að
breytast „Þjóðfélagið er að færast
frá sértækum aðgerðum, þar sem
stjómmálamenn tóku ákvarðanir í
efnahagsmálum langt umfram það
sem þeir eiga aö gera. Ofstjóm varð
oft óstjórn með skyndilausnum. Lín-
urnar þurfa að vera skýrar, þjóðfélag-
ið gagnsætt og ákvarðanir stjómmála-
manna uppi á borðinu." Hann segir
atvinnumálin í kjördæminu vera
brýnasta verkefni framtiðarinn
ar. Atvinnuleysi hafi verið
alltof mikið og fyrirtækin
þurfi að geta staðið undir
hærri launum án þess að lág-
markslaun verði
lögbundin.
Laða þurfi at-
vinnu heim
í kjör-
dæmið.
Skortur á frumkvöðlum
„Ég tel að okkur skorti fyrst og
fremst fleiri frumkvöðla. Ráðgjafar
eru góðir en stundum flnnst mér að
þeir nýttust betur ef þeir færu sjálfir
út í atvinnulífið beint og gerðu það
sem þeir boða. Hér áður fyrr voru
frumkvöðlarnir fleiri. Þeir voru
menntaðir heima fyrir og komu inn í
atvinnulífið sem trésmiðir, járnsmið-
ir, rafvirkjar og múrarar. Núna fara
svo margir burtu í framhaldsnám og
koma fæstir aftur,“ segir Hjálmar og
telur að efla þurfi Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra til mikilla muna.
Einnig þurfi að styðja Háskólann á
Akureyri enn frekar en gert hefur
verið. í því felist hluti byggðastefn-
unnar.
„Úti á landi reynir meira á frum-
kvöðulinn í hverjum manni heldur
en á höfuðborgarsvæðinu. Á lands-
byggðinni er einstaklingurinn mikil-
vægari. En blómaskeið hvers samfé-
lags er þegar frumkvöðlar láta að sér
kveða og fá til þess frelsi. Við þurfum
að hafa trú á framtíð byggðanna. Og
framtíð þeirra veltur mest á fram-
faravilja heimamanna. Stjórn-
málamenn flestir era blessunar-
lega hættir að fjarstýra samfé-
lögum, enda er það pólitík
gærdagsins. Stjórnmála-
menn geta leitað að
frumkvöðlum og stutt
þá með ráðum og
dáð sem koma af
stað nýjum fyrir-
tækjum og fitja
upp á nýjungum.
Við eigum að
skapa almenna
umhverfið,
gæta að því að ytri skilyrði séu eins
hagstæð og kostur er, en ekki að
stjóma fyrirtækjum, rúnt um lands-
ins púnkt, eins og Laxness hefði orð-
að það,“ segir Hjálmar og ekki laust
við að hitnað hafi í klerkinum!
Við „kælum" okkur eilítiö niður
með því að víkja talinu að heimkom-
unni á Krókinn í sumar. Hjálmar seg-
ir það hafa verið afskaplega gott að
koma „heim“. Hér á ég alltaf heima.
Auðvitað hafi ýmislegt breyst en sem
betur fer sé framvinda í samfélaginu.
„Það er gaman að horfa út að höfn-
inni og sjá að þar eru miklar fram-
kvæmdir, vitandi að maður á þátt í
þeim sem þingmaður. Það er líka
gaman að horfa á mannlifið og sjá
hvernig það hefur breyst. Það eru 18
ár síðan ég kom hingað og það er all-
nokkur hluti af starfsævi. Börn sem
mér finnst ég hafi verið að skíra fyr-
ir örfáum árum eru farin að vinna i
bæjarvinnunni. Þau sem ég fermdi
hér áður fyrr eru sum hver komin í
blaðamennsku, og það fyrir löngu
síðan,“ segir Hjálmar og fær ungan
blaðamanninn til að roðna!
I fótspor föðurins
Eins og kom fram í upphafi er dótt-
ir Hjálmars að feta í fótspor föðurins
með því að læra til prests í guðfræði-
deild háskólans. Sömuleiðis er hún
núna í lögreglunni í Reykjavík líkt og
Hjálmar gerði á námsárum sínum. Að-
spurður segist hann ekki hafa haft
nokkur áhrif á námsval dótturinnar.
„Hún hringdi bara í mig og sagðist
hafa skráð sig í guðfræðina. Ég efast
samt ekki um að áhrifin af uppeldinu
koma þarna til. Hún var mikiö í
kirkjustarfinu með mér,“ segir Hjálm-
ar og greinilegt að heyra að hann er
ánægður með að a.m.k. eitt bamanna
sé komið í guðfræðina.
„Annars skilur maður ekki hemp-
una við sig og prestinn í sjálfum sér.
En ég fór ekki í pólitík til þess að eiga
léttara líf. Ég trúi því að ég eigi þar er-
indi og vona að um það muni svo
lengi sem ég verð í stjórnmálum.
Síðan hætti ég. Þá kann vel að
vera að ég fari í hempuna aftur,“
segir Hjálmar og varla er hægt að
velja betri lokaorð á því ágæta
spjalli er við áttum við hann.
Hvort við eigum eftir að sjá
hann í prestshlutverkinu
aftur kemur ekki í ljós
fyrr en í fyrsta lagi
að loknu næsta
kjörtímabili,
árið 2003. En
það er nú
bara á næstu
öld... -bjb
I
an
þess
: : ,v , {iteA jr.j
m:.P M: 4-!
rcSÍálf' ;
r Jt 4 dJL. / yy • *
„FIokkndrætUL ínnart kirkjupnar
aetfí yorið mjög persónulegír og
narðir. A Alþinpi eru jjpir fvrÁÞOg
frernst mnlelnafeqif Par hdlum
vió, þratt fyrír alfi, skýran Ifeik-
reflUir. Folt Preslöfelpglö áé með
siöareqlur þá er íitundum auð-
veJtiarp um mannfeq jamskípti a
Aiþmqt, " seœr Mjafmar m.a i
viotafinu. sítur þiann tyru
traman Sauó.irkrokskirkiu q
sófnuölrtUfn hpíur hiinp^þfonít
si. lö ár, y
-i' '•" ; ■ / Ú \ ‘th : ■ J