Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1998næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2829301234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.1998, Blaðsíða 12
popp plötudómar The Big Lebowski ★★★ Með góðan smekk Café Amsterdam. Borgnesing- arnir úr hljómsveitinni Úlrik skemmta. Feiti dvergurinn. Sjálfur Herbert Guðmundsson tryllir dverginn bæöi föstudags- og laugardags- kvöld. Fógetinn. Mannakorn syngja og spila úr söngbók Magga Eiríks í kvöld og annað kvöld. Hitt húsið. Canada, 200.000 Naglbítar og Stjörnukisi spila í dag á síödegistónleikum Hins hússins. Tónleikarnir fara fram á Ingólfstorgi og byrja klukkan 17. Hótel Saga. Páll Óskar og Casino halda sína fyrstu tónleika í Súlnasal Hótel Sögu laugardag- inn 4. júlí. Tónleikarnir bera yfir- skriftina Spariball - og vei þeim sem ekki tekur mark á því. For- sala aðgöngumiða verður á Mímisbar Hótel Sögu samdæg- urs frá kl. 13.00. Ingólfscafé. Sálin í kvöld. Kaffileikhúsið. Örtónleikar með Möggu verða annað kvöld. Kaffi Reykjavík. Hljómsveitin Sixties I kvöld. Á laugardags- kvöld tekur Stuðbandið við og reynir að standa undir nafni. Rut Reginalds verður með come- back á sunnudagskvöldið. Á mánudagskvöldið heldur Bubbi áfram að rifja sjálfan sig upp frá hálftlu en Rut Reginalds tekur við seinna um kvöldið. Gulltenór- inn Grétar Örvars og flauels-bar- ítoninn Bjarni Ara syngja kven- nasmelli á þriðjudagskvöldið. Bubbi heldur áfram á miöviku- daginn. Kringlukráin. Léttir Sprettir spila t aðalsal en Rúnar Guð- mundsson leikur í Leikjastofu fyr- ir þá sem eru að spila póker í kvöld og annað kvöld. Léttir Sprettir mæta aftur á sunnu- dagskvöldið. Lundinn. Hljómsveitin B.P. (áður B.P. og þegiðu Ingibjörg) verður á Lundanum í kvöld og annað kvöld. Miðgarður, Skagafirði. Hljóm- sveitin Skítamórall á föstudags- kvöldið. Dansleikurinn er hluti af lítilli hátíð sem heitir Andrés ‘98 og má ekki rugla því saman við Andrésarleikana. Ekki mæta í skíðagallanum. Ýdalir. Sálin leikur á laugardags- kvöld. Með í för verða að vanda fjöllistamennirnir Ben og Gúrion en þeir fremja hljóð- og sjón- galdra. Sjallinn. Sóldögg leikur í Sjallan- um á ísafirði föstudags- og laug- ardagskvöld. Valaskjálf. Á laugardagskvöld mæta hinir óþreytandi Stuð- menn. Valhöll. Skítamórall spilar á laugardag. Dansleikurinn er fyrir 16 ára og eldri. Það er ekki langt í hugmyndir þýska krautrokksins í þessum flæðilögum. Mest af tónlistinni er ósungið en þegar raddir eru með eru þær (r)afskræmdar. Sveitin á sér marga aðdáendur í bransan- um. Jarvis Cocker er t.d. mikill aðdáandi og sést iðulega hoppa um á tónleikum sveitarinnar. Tónleikamir eru alræmdir um alla Lundúnaborg fyrir að vera nánast óbærilega háværir. „Fólk kemur til okkar eftir á og segir að það sé orðið heyrnarlaust en samt hafi verið frábært," segir Ann, „eða það kemur og hellir bjór yfir okkur. Það er allt eða ekkert." Barry tekur í sama streng: „Tónlistin hefur líkamleg áhrif á fólk. Einn gaur þurfti að yfirgefa tónleika því hann hélt að maginn á sér væri að springa. Aðrir þurfa að æla og stundum fer að blæða úr eyrunum á fólki. Við erum hættuleg en spennandi!“ Rafmagnið er undirstaða sveit- arinnar. „Rafmagn er guð,“ full- yrðir Barry, „það býr til te fyrir þig en á næstu mínútu geturðu fengið rafstuð og dottið dauður niður.“ Framtíðaráform Add N to X eru ekkert slor því auk þess að gera fleiri plötur ætla hljóm- sveitin að spila úr loftfari yfir Lundúnum um aldamótin og halda risatónleika með 1000 manna hljóðgervlasveit. Það er því ekki annað að sjá en Add N to X verði fyrsta stórsveit næstu aldar. -glh „Það er engin fortíðarþrá í tón- list okkar og við erum ekki að reyna að búa til tónlist fyrir framtíðina. Tónlist okkar er bara það sem gerist þegar við stingum græjunum í samband." Hér talar einn meðlimur tríós- ins Add N to X. Græjurnar eru gamlir hljóðgervlar sem þau hafa fundið á flóamörkuðum og ýmis- leg rafmagnstól. Þau nota þessi tæki auk hefðbundinna hljóðfæra á stöku stað til að framleiða veru- lega spennandi raftónlist sem minnir á frumkvöðla tölvu- og raftónlistarpoppsins - Suicide, Kraftwerk og Cabaret Voltaire - en er þó ekki „retro“ nema á yfir- borðinu því lagasmíðamar em góðar. Ann, Stephen og Barry, sem skipa tríóið, höfðu lítið gert sér frægðar nema að vera á bótum áður en þau stofnuðu Add N to X fyrir fjóram árum. Fyrsta platan kom út 1996 og hét Vero Elect- ronics og var lítið annað en sam- felldur rafvæddur hávaðaveggur, en á plötunni On the Nerves of Our Wires, sem kom út í vor, era bæði nokkur stutt lög, þar er greinilega verið að semja popp með avant garde-legum áhersl- um (sveitin kallar tónlist sína Avant Hard), og löng og flæðandi rafverk sem flóa um hóla og hæð- ir í töfrandi rafbylgjum eins og upp á eigin spýtur og fyrir duttl- unga tólanna. í Big Lebowski er farin sú leið í tónlistarvali sem Tarantino bless- aður hefur markað með myndum sínum, þ.e.a.s. að velja saman lög sem mynda heildstæða umgjörð um myndina og gefa henni ákveð- inn blæ. Kvikmynd Coen-bræðra er að mínu viti langbesta mynd ársins og tónhstin er valin eins og hún geti hafa komið úr plötu- safni aðalsöguhetjunnar, hins miðaldra Dude, auk laga sem undirstrika atburðarásina. Dúd- inn er ekta miðaldra táfylublús- ari, latur hasshaus og fílar leti- legt blúsað rokk sem við fáum hér frá Bob Dylan, Captain Beefheart og Elvis Costello í þremur sallafínum lögum sem „hefa“ plötuna. Nú tekur við eðal- fín ósungin tónlist, með Henry Mancini og liði sem ég þeki ekki; Piero Piccioni og Moondog, sem miðað við sýnishomin hér er þess virði að tékka betur á. Perúska galdrakonan Yma Sumac á hér ógnþrungið verk og Meredith Monk reynir einig á raddsviðið með sínu lagi. Hið klassíska lag Kennys Rogers & The First Edition, Just Dropped in (To See What Condition My Condition Was in) er hér og var notað skemmtilega í mynd- inni við draumasenu. Mörg önnur skemmti- leg lög era á þessari plötu, en Hotel Cali- fornia í flutningi Gipsy Kings er kannski veikasti blettur hljóðrásarinnar. Cart- er Burwell sér um aukatónlist og semur líka lagið Technopop. Það er fyndin stæling á þýsku tölvupoppi áttunda áratug- arins enda klaufalegir erkiþijót- arnir í myndinni einmitt fyrram meðlimir tölvusveitarinnar Autobahn. Þetta er skemmtileg- asta bíóplata ársins og gaman til þess að vita að Coen-bræður era með góðan tónlistarsmekk í við- bót við aðra snilligáfu. Gunnar Lárus Hjálmarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Fókus (03.07.1998)
https://timarit.is/issue/198167

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Fókus (03.07.1998)

Aðgerðir: