Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 4
Þetta var bara egóflipp „Þetta var bara egóflipp. Mér leið eins og drottningu í myndatökunni þarsem ég var „wet naked“ i heitum potti með kertaljós og finerí í kringum mig og fjöld- inn aliur af fólki að stjana við mig,“ seg- ir Helga, sem er 26 ára Reykvíkingur og er ein þeirra 18 stúlkna sem sátu fyrir hjá Playboy-timaritinu. Hún vinnur hjá St. Jósepsspítala í sumarafleysingarstarfí og framtíðin er nokk óráðin. Hún hugs- aði sig ekki tvisvar um þegar henni var boðið að sitja fyrir hjá tímaritinu. „Vinur minn kom á fundi með mér og Jim Larsen sem stýrir myndatökunni. Um leið og Larsen sá mig gekk hann að mér, tók i hönd mina og sagði að sér yrði heiður gerður ef ég myndi sitja fyrir í blaðinu hjá honum. Ég sagði bara strax: ókei, frábært!" Enda lítið mál fyrir Helgu sem hefur oft áður setið fyrir hjá ljós- myndurum og er ekki kvalin af feimni yfir fallegum líkama sínum. Þegar hún hóf fyrirsætustörf árið 1995 byrjaði hún á því að sitja nakin í baði fyrir framan sjónvarpsvélarnar þegar upptökur fóru fram á Fiskur án reiðhjóls. En hún getur ekki hugsað sér að vinna við þetta alla ævi. „Þá verður maður að vera svo „self-orienated“, alltaf að spá í línurnar og andlitið o.s.frv., ég geri aftur á móti bara það sem mig langar til, fæ mér McDonalds og pitsur þegar ég vil.“ Hún kann að njóta lífsins með hæfilegri blöndu af líkamsátökum og dekri við sjálfa sig. Á milli skyndibita fer hún í fjallgöngur og stefnir á svarta beltið í Tang kwai do, þó að hlé hafi orðið á tíma- sókn hennar í vetur. „Sú íþrótt er ekki eitthvað „Spice girls power“-dæmi, held- ur er um miklu meiri hörku að ræða í Tang kwai do og það væri gaman að ná svarta beltinu í íþróttinni en ég veit ekki hvort af því verður með hliðsjón af þvi að ég tók mér hlé nú í vetur.“ En hún vill ekkert ræða um launin sem hún fékk fyrir þá fjóra tíma sem það tók að sitja kviknakin fyrir í nuddpotti á Planet Pulse sem er likamsræktarstöð á Suðurlandsbraut 2, auk nokkurra klukkutíma myndavélatöku við Hafnar- fjarðarbryggju, þar sem hún var kapp- klædd. „Ég get bara sagt þér að mér hef- ur brugðið að heyra einhverjar stelpur vera að segja að þær hafi getað keypt íbúð eða bíl fyrir launin og maður veltir fyrir sér hvort það hafi allt annar samn- ingur gilt hjá sumum eða hvort skýring- in sé önnur?“ „Annars var þetta svo lítið mál og bara reglulega gaman, allt starfsfólkið hjá Playboy var ljúft og yndislegt í fram- komu. Það hefur enginn í kringum mig deilt með mér efasemdum um þetta upp- átæki, þvert á móti. Það eina sem kær- asti minn sagði var að hann væri ekki viss um hvernig mamma hans tæki þessu. Mér fannst það skrítið og vildi þess vegna leysa úr því sem fyrst og við fórum til mömmu hans og ég sagði henni að ég hefði setið fyrir hjá Playboy. Já, já, sagði hún og svo var það búið.“ -BG TOHIEKTA BÍLGEISLI TENS4Í 4x25 IV • 4 x 25 watta magnari • Loudness n Kr.19.90I ai BBbBBbHhw ■■ fefr _ M ■■ 4* m SIE,UMÚLA i . . m f Ó k U S 10. júlí 1998 Playboy-heftið með íslensku stelpunum komið út og verður kynnt á Astró í kvöld. Ijóskuleit á íslandi í máli og mörgum myndum í kvöld, föstudaginn 10. júlí, verður haldin útgáfuhá- tíð vegna komu ágústheftis Playboy-tímaritsins þar sem blaðinu verður dreift og það kynnt. Daginn eftir mun heftið verða komið í versl- anir um land allt. Margar síður fara í umfjöllun um ísland og íslensku stúlk- urnar 18 sem sátu naktar fyrir hjá ljósmyndurum Playboy-heftisins. Þetta er í fyrsta skipti sem hið heimsfræga tímarit Play- boy veitir íslenskum stúlkum slíka athygli og hefur landinn tekið uppá- tækinu með nokkurri ró. Ekkert hefur enn borið á hneykslunargjömum hús- mæðrum eða öfundar- röddum, þvert á móti tek- ur fólk uppátækinu yfir- leitt vel. Ljósmyndarar Playboy-blaðsins eru vandaðir og myndimar mjög fallegar. Ólíkt smekklegri myndir en sjást oft í víðlesnum tímaritum hérlend- is. Umfjöllun um ísland og siði þjóðarinnar er þó nokkur og blaðamaður Playboy-tímarits- ins fjallar um leit sína að fmm- mynd ljóskunnar í langri grein. pi"" :°“rink’ Par‘y- chm, Picnic and-Of Course-Have Sex Hann lætur sögur heimamanna af tröllum ekki afvegaleiða sig, hann leit- ar að ljóskum. Hann finnur þær úti um alla Reykjavík og í uinfjöllun hans um friðan flokk íslenskra ljóskna ratar Vigdís Finnbogadóttir þó að hann kvarti yfir því að ekki sé hægt að bera nafn henn- ar fram. Greinin er skrifuð í sjálfum- glöðum stíl og er frekar asnaleg en slungin fyndnum punktum. Af stúlkunum 18 sem sátu fyrir hjá ljósmyndumm Play- boy verða 13 á Astró í kvöld. Flogið verð- ur sérstaklega með Berglindi Ólafsdóttur (sem er ein fyrirsæt- nanna) til íslands svo hún geti séð um veislustjórn um kvöldið. Páll Óskar og Casino munu skemmta og slides- myndum úr blaðinu verður varpað á veggi á skemmtistaðnum. Boðið verður upp á kampavín og smárétti og þjónar kvöldsins verða klæddir í kanínubúninga að hætti Playboy. Blaðið sjálft verður síðan komið í verslanir á laugardaginn. -BG I Það eru myndir af átján íslenskum stelpum í ágústhefti Piayboy og minnst á eina að auki — Vigdísi Rnnbogadótt- ur. Þaö er þó engin mynd af henni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.