Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Síða 9
Mig langar ekki að umgangast forsnobbað lið Ertu klnversk? „Nei, helmingurinn af mér er fil- ippseyskur en hinn íslenskur. Dökki liturinn ræöur yflr þeim ljósa og þess vegna lít ég frekar út fyrir að vera filippseysk en íslensk. Samt er ég hærri en flestir Filippseyingar og íslenska hlutanum líkar betur hér i kuldanum heldur en í óbærilegum hitanum úti.“ Ætlar þú alltaf að búa hér á Fróni? „Reyndar ekki. Draumurinn er að rappa með strákunum í útlöndum og geta lifað af því. Svo langar mig líka að opna almennilegan hipp- hopp skemmtistað úti þar sem spil- uð yrði alvörutónlist. Svoleiðis staði vantar alveg hér heima.“ Og geturðu þá hvergi farið út að skemmta þér? „Nei, eiginlega ekki. Síðan skemmtistaðurinn Tetris hvarf hef- ur bara ekki verið neinn staður fyr- ir ungt fólk héma. Skemmtistaðim- ir eru fullir af forsnobbuðu fólki sem mig langar ekkert að umgang- ast. Eins var ég að komast að því um daginn að ég á ekkert auðvelt með að dansa við eitthvað annað en rapp. Þannig að ég lendi alltaf i því að vera eins og hálfviti á dansgólf- inu með fáránlegar hreyfingar sem passa ekki við tónlistina." Hvað er málið meö þetta rapp? Þú virðist heltekin af því? „Já, ég er rappari af lífi og sál. Það er ekki hægt annað. Ég elska þessa tegund tónlistar og allt snýst um hana. Svo fylgir rappinu ákveð- in klæðatíska, víð fót og stór og ég kann rosaleg vel við mig í slíku.“ Hvemig stóð á því að þú fórst að rappa? „Þetta byrjaði í Hólabrekkuskóla þegar vinur minn ýtti mér upp á svið á litlum tónleikum þar sem verið var að rappa. Ég var alveg brjáluð út í hann fyrir að gera þetta en innst inni langaði mig og lét því til leiðast. Svo varð Maggi (Magnús Jónsson) bara hrifmn af því sem ég gerði. Hann vildi að við hittumst og á endanum urðum við ofsa góðir vinir." Var það hann sem uppgötvaði þig? „Það má kannski segja það. Svo varð hljómsveitin bara til smám saman eftir að við höfðum fiktað og leikið okkur með rappið." Áttu bara karlkyns vini? en ég hef alltaf átt marga stráka að vinum. Ég á líka fullt af vinkonum." Eru þær líka rapparar? „Ónei. Ég er sú eina í víðum fotum. Ég hef alltaf verið að- eins öðruvísi og þegar ég var lítil sagði mamma alltaf að ég væri eins og strákur. Við vinkonumar náum samt ofsalega vel saman og það er það sem skiptir öllu máli. Reyndar deilum við alltaf um hvaða tónlist eigi að spila í partíum. Það er það eina.“ Hvað með kærasta? „Ég á einn slíkan. Hann heitir Ámi Kristinn Gunnarsson og er jafngamall mér. Það var hann sem varð fyrst hrifinn af mér og fór að sýna mér rapptímarit og svona af því að hann vissi um rappáhuga minn. Reyndar veit hann miklu meira um rapp en ég. Hann er sér- fræðingur á þessu sviði. Ég er mjög fegin því að hann skuli hafa sama áhugamál og ég, annars gengi þetta ekki. Hann styður mig í einu og öllu, virðir það að ég þarf frið þegar ég skrifa texta og bíður þolinmóður á meðan við spilum á tónleikum." Semur þú textana sjálf? „Já, það er ekki hægt annað. Rapparar fjalla um það sem þeim fmnst sjálfum en ekki skoðanir ann- arra.“ Gerirðu ekkert annað en að rappa? „Jú, jú. Ég horfi á vídeó með kærastanum og fer í bió eða keilu. Stundum er ég líka með vinkonun- um en þær eru líka margar komnar með kærasta eða eru í það minnsta að fikta í einhverjum gæjurn." Hverrar trúar ertu? „Ég er kaþólsk. Ég er samt ekkert á kafi í trúarbrögðum og geri til dæmis ekki mikið að því að skrifta. Ég gerði það fyrst þegar ég var sjö ára. Ég grenjaði mig vitlausa af þvi að ég vildi ekki segja prestinum frá öllu þessu vonda sem ég hafði gert af mér. Ég skriftaði síðast þegar ég fermdist og þá þótti mér enn svolít- Rapphljómsveitin Subterranian státar af stúlku sem kölluð er Cell 7. Hún er átján ára og heitir réttu nafni Ragna Krist- jánsdóttir. Sjaldn- ast eru það stelp- ur sem rappa en Cell 7 kærir sig kollótta um það. Hún þekkir sín takmórk og veit hvað hún vill. Lífsstíll Rögnu er rapp. ið erfitt að segja prestinum frá þessum hlutum en mér leið betur á eftir. Ég veit að hann segir engum en ég veit líka hvað hann veit og þegar ég hitti hann finnst mér eins og hann hljóti að rifja það upp. Það finnst mér óþægileg til- hugsun." Hvað með íþróttir? „Eftir að hafa prófað nokkrar íþróttagreinar með vinkonum mín- um komst ég að því að ég þyrfti að komast í eitthvað allt annað en fót- bolta, tennis eða badminton. Mér finnst sjálfsvamar- íþróttir sniðugar og þess vegna ákvað ég að byrja að æfa karate. Nú er ég komin með annað brúna beltið. Það styttist í það svarta." Gerirðu aldrei neitt eins og all- ir hinir? „Nei. Ég virðist ekki finna mér neitt við hæfi nema gera hlutina ein. Ef ég ætti alltaf að gera eins og hinir hefði ég aldrei byijað að rappa og ég hefði aldrei farið í karate. Ég veit best af öllum hvað það er sem ég vil.“ -ILK Andinn í Portúgal Tveir rithöfundar af yngri kynlóðinni sitja nú vió skriftir í Portúgal. Huldar BrelðQörö er á Albufeira að berja saman sína fyrstu bðk en Huldar er líklega best þekkti óút- gefni íslenski rithöfundurinn. Frá því hann vann gull, silfur og brons í smásagnasam- keppni Stúdentablaðsins f fyrra hefur ver- iö beðið eftir bók frá honum en hún látið á sér standa. í þorpi stutt frá Albufeira er Mlkael Torfason aö ganga frá bök sem kemur út um næstu jól en Mikael vakti nokkra athygli fyrir Falskan fugl á síðustu vertíð. Hagkaupsaurarnir ekki í Borgina Við sölu á Hagkaupi til Kaupþings og fiár- festingarbanka atvinnulífsins losaði Hag- kaups-fjölskyldan til sín ógrynni af pening- um. Ætla má að hvert systkinanna hafi fengið í sinn hlut 750 til 1.000 milljónir. Skiljanlega hefur fólk víða um bæinn haft áhyggiur fyrir hönd systkinanna af að þessum peningum verði vel varið. Helst hafa menn í kaffitímum haft áhyggjur af að tengdasynirnir gerðust frekir til fjárins. Baltasar Kormákur á mörg fjárfrek fyrir- tæki, Loftkastalann, kvikmyndafyrirtækið 101 og ýmislegt annaö og Tómas Á. Tóm- asson rekur Borgina og Kaffibrennsluna. Ef það kann að róa velunnara Hagkaups- fjölskyldunnar þá upplýsist það hér að Inglbjörg Pálmadóttlr og Tommi á Borg- inni eru skilin og þeir þurfa þv! ekki að hafa áhyggjur af að Hagkaups-auöurinn hverfi inn í rekstur Hótei Borgar. Miðaldra atgervi á flótta Þegar talab hefur verið um atgervisflótta frá íslandi sér fólk vanalega fýrir sér ungt og kraftmikiö fólk og helst! tölvubransan- um eða ! poppinu. En það er ekki bara unga fólkið sem vill reyna fyrir sér erlend- is. Þannig eru tveir af vinsælustu lista- mönnum þjóðarinnar, Ingólfur Margelrs- son, margfaldur metsöluhöfundur, og Þrá- Inn Bertelsson, vinsælasti kvikmyndaleik- stjóri íslendinga, báðir að flýja land. Þráinn er að flytja til Manchester þar sem hann mun vinna fýrir Atlanta-flugfélagið. Ingólfur er á leiö til London þar sem hann mun veröa læknisfrú að aðalstarfi. Ingó mun ekki kveðja landann meö miklum söknuöi enda er hann kalinn á hjarta eftir að hafa verið dæmdur meðsekur vegna brota Esra Péturssonar á læknalögum í Sálumessu syndara. 10. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.