Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Page 10
popp CAFÉ ROMANCE. Pínanóleikarinn og söngvarinn Glen Valentlne sendir frá sér flauelsmjúkar ballöður og breiöir yfir sal- inn öll kvöld vikunnar. Því miður á maður- inn aldrei frí. GULLÖLDIN. Svensen & Hallfunkel stel- ast úr sumarfrii og skemmta föstudags- og laugardagskvöld. Þetta eru spaugsam- ir popparar - eða poppaðir spaugarar. INGÓLFSCAFÉ. Skítamórall mætir í kvöld og keyrir í gegn sveitaballaprógrammið sitt. Rnt fyrir þá sem eiga ekki bíl og kom- ast ekki á sveitaball í sumar. KAFFI REYKJAVÍK. Bubbl heldur áfram að rifja sjálfan sig upp á mánudags- og mið- vikudagskvöldið. Það er furða hvað sá maður man þrátt fyrir allt ruglið. Önnur kvöld spila miklu minni spámenn. ASTRÓ. Páll Óskar og hljómsveitin Casino verða á Playboykvöldi í kvöld og íslensku fyrirsæturnar munu taka á móti gestum undir stjórn Berglindar Ólafsdóttur. FEITI DVERGURINN. Elnar Jónsson tryllir lýðinn þar í kvöld og annað kvöld. ÁLAFOSS FÖT BEZT. Föstudags- og laug- ardagskvöld leikur hljómsveitin Blál flðr- Ingurlnn rokktónlist með blúsívafi. FJARAN. Jón Möller leikur rómantíska píanótónlist matargestum til yndisauka. KRINGLUKRÁIN. Tónlístarmennirnir Arl Jónsson og Úlfar Slgmarsson verða alla helgina í aðalsalnum - brjálað að gera hjá þeim - en í Leikstofunni skemmtir Vlðar Jónsson. HÓTEL SAGA. Þar verður hann Hllmar Sverrlsson í kvöld og annað kvöld. GRAND HÓTEL. Gunnar Páll leikur og syngur af lífi og sál fyrir gesti þessa stað- ar bæði kvöldin. GAUKUR Á STÖNG. Hljómsveitin Spur ætlar að halda uppi stuðinu í kvöld, sem og annað kvöld, en þar er söngkonan Telma Ágústsfi Ríó Tríójdóttlr fremst í flokki. FÓGETINN. Gleðigjafarnir André Bach- mann og Kjartan Baldursson troða upp í kvöld og annað kvöld. NÆTURGALINN. Lúdó sextettlnn er langt þvi frá að leggja upp laupana og að sjálf- sögðu er Stefán með í för bæði kvöldin. KAFFI THOMSEN. Alfreð More (Gus Gus) og Martln Brew (Strangebrew, Jay Walk) á sunnudagskvöldið. Sjá annars staöar í blaðinu. NAUSTKJALLARINN. Skugga-Baldur sér um að hressa þá sem það þurfa í kvöld og annað kvöld. Á fimmtudaginn næsta verð- ur hins vegar línudanskvöld fyrir þá sem það vilja. NORRÆNA HÚSIÐ. Tryggvi Hansen, ása- trúarmaður og torfhleðslumeistari, er lika músikant og verður með tónleika á laugar- daginn klukkan fjögur. DeeJay Punk-Roc \ Hermaður í hipp-hoppi Sveitaböll SJALLINN, Akureyri. Sálin spilar á föstu- daginn - og ætlar að sýna það og sanna aö hún er hvergi af baki dottinn. Til að hressa upp á móralinn munu fjöllista- mennirnir Ben og Gúrion hafa ofan af fyrir gestum í pásum. MIÐGARÐUR. Stuðmenn mæta i Miðgarð í kvöld og trylla æskulýð sem heldri menn og konur. Stuðmenn eru tyrir löngu orðnir - eins og Egill Ólafsson segir - tákn um gæði. BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi. Á föstudag- inn spila Ruth Reglnalds og Blrglr Jóhann en á sunnudaginn mætir Ómar Dlðriksson og kynnir efni á nýútkomnum diski. CAFÉ KEFLAVÍK. Hljómsveitin Buttercup spilar laugardagskvöld. NJÁLSBÚÐ. Skítamórall sér um laugar- daginn. Áður en þeir kappar mæta á sviö- ið geta gestir nartað í hljómsveitina Stæn- er sem hitar upp. VALASKJÁLF, Egilsstöðum. Hinir húsvisku Grelfar munu rifja upp árin með sítt að aft- an í Valaskjálf á morgun. ÞÓRSVER Á ÞÓRSHÖFN. í þessu fína fé- lagsheimili mun hljómsveitin Sóldögg spila í kvöld en svo heldur hún ferð sinni áfram og annað kvöld veröur hún komin i Félagsheimilið Kllf í Ólafsvik. Veitingastaðurinn MUNAÐARNES. Þotu- llðlð ætlar að leika þar um helgina. SKOTHÚSIÐ í Keflavík. Slxties-hljómsveit- in sívinsæla verður þar á morgun. VÍKURRÖST Á DALVÍK. Hljómsveltln 8- vlllt verður þar annað kvöld. einnig á www.visir.is Fyrstu plötu DeeJay Punk- Roc hefur verið lýst sem „OK Computer" sem hægt er að breik- dansa við. Innhverf leiðindi eru þó hverfandi og á ellefu lögum flettir Punk-Roc í gegnum djassaða og fönkaða hipp-hopp-electro-big-beat- spjaldskrá en lætur pönkið alveg í friði þrátt fyrir nafnið. Hann flassar feitri partíplötu sem ætti að óma um efra og neðra Breiðholt og önnur úthverfi. DeeJay Punk-Roc fæddist í Brooklyn 1971 og ólst upp við tón- listaráhuga föður síns sem kynnti honum Barry White og The Isley Brothers. Stráksi hætti í skóla 16 Quarrymen á kortið John Lennon og Paul McCart- ney kynntust í hljómsveitinni The Quarrymen í Liverpool fyr- ir 40 árum. Nú hafa meðlimir Quarrymen komið saman aftur (án Lennons og McCartneys!) og ætla á tónleikatúr um Bandaríkin. Rod Davis, talsmaður sveitarinn- ar, er ekkert að skafa utan af hlutunum: „Við erum bara fimm gamlir karlar sem þekktum menn sem urðu frægir!“ f Ó k U S 10. júlí 1998 ára og skráði sig í bandaríska her- inn. Það reyndist vel: „Ég var í vondum málum eins og fleiri en slapp þó alltaf undan laganna vörðum,“ segir hann. „Herinn kippti mér af götunni og þar kynntist ég aga sem gerir mér kleift að gera það sem ég er að gera í dag. Ég var sendur til Japans, Þýskalands og Englands og á ferða- laginu öðlaðist ég víðsýni." Hann hætti í hernum fyrir fimm árum og hefur verið að slappa af, hlusta á og búa til tónlist síðan. Hann er mikill tónlistaráhugamað- ur og á einar 15.000 plötur í fórum sínum. Helstu hetjumar era Parli- plötudómar ament, Grandmaster Flash og Sug- ar Hill Gang. Einnig er honum um- hugað um vaxtarrækt og er stór og stæðilegur. Fyrstu lög DeeJay Punk-Roc urðu til fyrir fjórum árum. Vinur hans var með lítið hljóðver þar sem þeir kokkuðu upp takta og tónlist. Það var engin áætlun í gangi, bara hrein og klár tilrauna- starfsemi og skemmtun. Punk-Roc hefur líka plötusnúðast í gegnum árin og fór að halda partíkvöld á skólalóðum. Með laginu My Beatbox vakti hann athygli Airdog-útgáfunnar sem vildi ólm gera plötu með hon- um. Sú kom út nýlega og heitir ChickenEye. Eftir að Punk-Roc gerði samning við ensku útgáfuna Indipendiente flutti hann til Liver- pool og gerir út þaðan í dag. Charlie, eins og kappinn heitir, segir tónlist sína sambland af því sem hann hefur heyrt um dagana: „Ég hef aldrei stefnt í eina átt held- ur er tónlist mín bara eins og stór pottur sem ég hendi öllu í og vona að útkoman verði góð.“ Mallið hef- ur tekist vel því hann hefur fengið fína dóma fyrir byrjandaverkið og sjálfur segir hann að hann sé bara rétt að byrja. -glh For Ya Mind: Ýmsir: ★★i Veljum fslenskt Það er alltaf gaman þegar ein- hverjir íslendingar taka sig til og gefa út almennilega tónlist. FYM er gott dæmi um slíkt framtak. Á disknum er að finna Subter- ranean, Bounce Brothers, Real Flavaz og svo Dj Rampage & Mr. Bix featuring Cell 7. Þessi diskur er greinilega gerð- ur til þess að kynna íslenska hip hop-menningu fyrir útlendingum en jafnframt á hann að sýna heim- inum hvað OZ séu klárir á tölv- urnar sínar. Diskurinn er nefni- lega „enhanced CD“ en það þýðir að þú getur sett diskinn í PC-tölv- una þína (ekki Mac) og fengið að sjá myndbúta um ýmislegt sem viðkemur flytjendunum, svo sem kynningar á þeim, og eftir að hafa horft á það er hægt að færa viss rök fyrir því að hugsanlega búi blökkumaður í öllum. Allar þess- ar tölvuupplýsingar taka svipað pláss á disknum og tónlistin, sem ætti í raun að vera aðalatriðið. En það er tónlistin sem skiptir mig mestu máli og það er ekkert nema gott um hana að segja. Mr. Bix kann vel að pródúsera hip hop og kom lagið hans með Dj Rampage og Cell 7 sérstaklega vel út en það er flottur dark filingur. Það vantar heldur ekkert á texta- smíðar flytjenda því þeir semja á ensku eins og hún væri þeirra móðurmál og ég fíla það bara hea- vy vel. Af hverju fólk er að bögg- ast út i enska texta? En það er ekki bara hip hop á þessum diski heldur er þar líka real flava R&B og þótt ég sé ekki hardcore R&B aðdáandi þá heyrðist mér þær stúlkur í Real Flavaz gera þetta bara vel. En þótt þessi diskur sé almennt góður þá var eitt lag sem ég hef ýmislegt við að athuga en það er Ariella þar sem Aría syngur hið frábæra lag „Sveitin milli sanda“ (e. Magnús Blöndal Jóhanns- son) á milli þess sem Subterrane- an rappa. Það sem er að: barbí + neðanjarðar-hiphop, ég held ekki. En svona til að ljúka þessu, velj- um íslenskt og FYM, gefið okkur meiri tónlist og minna OZ-virtual Guðmundur Halldór Guðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.