Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Blaðsíða 12
r + uíiteic Gaukurinn ★★ Gaukurinn er vél sem gengur og hefur gengiö æöi lengi. Þar hefur veriö stanslaust tónleikapró- gramm síöan tæplega miöaldra muna. En þrátt fyrir þessa áhersiu á tónleika þá rekst fólk ekki á neinar stjörnur þar aö sumbli. Þetta er bar rótaranna. Gaukurinn býöur upp á stysta og breiðasta dyravörö bæjarins. Kaffi Amsterdam O Staður sem lifir á nágrönnum sín- um. Þegar mikiö er aö gera á Gauknum og Glaumbar þá tekur Kaffi Amsterdam viö því sem flýt- ur yfir af biörööunum. Þegar minna er að gera hjá nágrönnun- um er ekkert aö gera á Amster- dam. Staöurinn lifir því nokkurs konar sníkjulifí. Glaumbar ★★ Þótt staöurinn sé fyrst og fremst sóttur af fólki sem er einhvern veginn of venjulegt til aö passa inn í nokkurn ákveöinn hóp þá rís hann alltaf upp í kringum stórmót í fótbolta. Glaumbar er eini sport- pöbbinn í miöbænum og fótbolti og bjór fara einhvern veginn ótrú- lega vel saman. BBÍMk. ~i V I liHLijiJiiiá [1 Píanóbarinn ★★ Bar eins og búast mætti viö í far- þegaskipi sem er í síðustu sigl- ingu áöur en því veröur lagt. En út- lendingarnir í Reykjavík og kanarn- ir af Vellinum fíla þetta andrúms- loft. Reykvíkingar geta litiö viö og fyllst stolti yfir aö borgin þeirra sé svo mikil heimsborg aö hún rúmi útlendingabar. Dubliners ★★ Krá fýrir fólk sem kíkir aöeins endrum og sinnum í bæinn. Hér er allt eins og það á aö vera; bar- þjónar sem tala meö útlendum hreim, gítargutl í einu horninu, risastór borö svo gestirnir neyöast til aö hristast saman. Staður fyrir þá sem eru óvanir því aö skemmta sér sjálfir. Hafnarkráin ★★★★ Hafnarkráin er búlla á heimsmæli- kvaröa og mundi sóma sér vel í hvaöa hafnarhverfi sem er hvar sem er í veröldinni. Geiri vert er stór og flottur og stjórnar sínu fólki. Hafnarkráin er ekki fýrir áhugamenn I drykkjunni - þangaö á enginn erindi nema meö í þaö minnsta þrjár mislukkaðar meö- feröir aö baki. Þetta er sóöabúlla par exelans. Kaffi Thomsen ★★★★ Nýtt kaffihús sem hefur komið sterkt inn. Að hluta til hefur þaö erft þá sem uröu heimilislausir þegar Café Au Lait lokaöi. En Thomsen er mun virkari, djarfari og háværari og hefur dregiö aö sér mun breiöari hóp en þá þröngu klíku sem hékk á Café Au Lait. Thomsen er ungur enn og ómótaöur - og þannig eru bestu sumarstaðirnir. Ingólfskaffi O Staöur sem dó og viröist ekki eiga neinn að sem vill blása í hann lífi. Þess f staö var Skítamórall látinn sjá um útförina. Fólkiö sem slæö- ist inn erflest nýflutt í bæinn utan af landi og er að leita aö sveita- ballinu sem fær þaö til aö líða eins og heima hjá sér. Sólon íslandus ★★★ Ef til vill er það staösetningin og húsakynnin en Sólon mun líklega alltaf halda einhverjum dampi. Eft- ir frekar daufa tíð náöi hann flugi í vetur og er nú þéttsetinn af há- skólanemum og helst þeim sem hafa meiri áhuga á pólitík en reifi, snobbar frekar fyrir bókmenntum en tísku. Góöur týrir sitt fólk. Sir Oliver O Bar á barmi taugaáfalls. Þótt Laddi sé fýndinn þegar einhver skrifar handritiö fýrir hann þá nær hann engum tökum á barnum þótt aörir bruggi fyrir hann öliö. Sir Oli- ver hefur drukkiö frá sér hæfileik- ana og er oröinn sjabbí, miöaldra og pirraöur - eitthvað sem minnir á Mímisbar á sínum mesta niöur- lægingartíma. Þióðleikhús- kjallarinn ★★★ Þessi fýrrum endurvinnsla vakn- aði til lífsins fýrir fáum vikum og naut þar niðursveiflu Ingólfskaffis og Tunglsins. Skyndilega er kjallar- inn fullur af ungu fólki sem lætur sér ekki nægja eldhúsfyllerfis- stemninguna á hörunum og vill eitthvaö líkara dansiballi. > I Skipperinn ★ Lítil búlla fýrir þá sem hafa gefist upp fýrir drykkjunni og drekka einn dag í einu. Þaö er mest aö gera þegar Tryggingastofnun borgar út. Þótt staöurinn sé náttúrlega fyrst og fremst sorglegur þá á hann besta slagorö allra bara: Sigldir menn og sjóaðar konur. Og þaö segir allt. Naustkjallarinn O Þessi staöur er á jaörinum. Hann er einhvern veginn ekki hluti af miöbænum en er á jaörinum. Og hann hefur ekki alveg náð inn - fólk gleymir aö hann er til. Þeir sem mæta eru miöaldra og fá sér stundum asna - eöa eitthvaö sem barþjónar þurfa aö kafa nokkra áratugi aftur í tímann til aö muna eftir. Fógetinn ★★ Sviplaus bar meö fólki á ýmsu reki og úr ýmsum áttum - þó helst úr úthverfunum og fólk nýflutt í bæ- inn. Þar fær þetta fólk stundum aö heyra í Megasi, Súkkat, KK og fleirum og fyrir það verður Fóget- inn að teljast bjóöa upp á skástu trúbadorana. Kaffi List ★★ Tekin aö þreytast á síöari tímum. Orðinn of óhamingiusamur í hjóna- bandinu eöa of fráskilinn, of mislukkaður í vinnunni og of von- svikinn til aö teljast til skemmti- staöa. Samtölin eru mest tuö og nöldur. Staöur fýrir þá sem telja sig hafa átt aö fá meira út úr lífinu en þeir fengu. iw.tini Kaffi Reykjavík O Á Kaffi Reykjavík er þverskurður nýskilda fólksins og þeirra sem aldrei tolla í neinum samböndum en eru sífellt aö reyna. Og þótt þverskuröur sé eftirsóknarveröur I skoöanakönnunum þá getur hann breytt öllum skemmtistööum I stórmarkaði. Og Kaffi Reykjavík er stór kjötmarkaöur - þótt sumt kjötiö fari aö nálgast síöasta neysludag. Kaffi Austurstræti O Einn af þeim börum sem vita ekki hvaö þeir ætla aö veröa. Dregur helst aö þá sem vilja sitja f friöi yfir sínum bjór og tala við barþjón- inn. Þeir leita því á þá staöi þar sem barþjónninn hefur lítiö aö gera. PwHWHI Café París ★ Helst góöur fýrir þurra alka sem mæta á svæöiö upp úr tíu þegar AA-fundunum lýkur. Ekki beint liöiö sem maöur vill hafa í kringum sig á fýllerii. Skuggabarinn ★★★ Skuggabarinn hefur haldiö sínu furöu lengi enda hefur hann ákveöna sérstööu. Upp úr miö- nætti tekur hann viö þeim sem vilja eitthvaö dekkra og skugga- legra en barina. Sama fólk og á brennslunni, Kaffibarnum og Thomsen. >ðal ★ Staður fyrir túrista - og ekki bara fýrir hvaöa túrista sem er, heldur gifta menn sem sendir eru hingað á ráðstefnur á kostnaö fýrirtækis- ins. Þannig menn líta á þaö sem ómissandi þátt í utanlandsferðinni að reka nefiö inn á nektarbúllu og helst eitthvaö inn I meyjarnar sjálf- ar. Þetta er staður fýrir þá sem vilja vera óþekkir þegar mamma sér ekki til. Kaffibrennslan ★★★ Velheppnaöur innflutningur frá New York hjá Tomma. Góöar inn- réttingar, flottur bar, gott and- rúmsloft og þetta hefur skilaö góö- um kúnnum eins og fyrirmyndin. Liöiö er samsett af Kaffiharsfólki en með viöbótum úr ýmsum áttum sem gerir hópinn breiöari. Kaffi Frank ★ Einn af mörgum stööum án nokk- urs svipmóts. Frank er því ágætur fyrir þá sem vilja kíkja í kollu en síöur fýrir þá sem ætla út aö skemmta sér. Wunderbar ★★ Staöur sem veit ekki alveg hvaö hann vill, fyrir fólk sem veit ekki al- veg hvaö þaö vill og sest niöur f einn bjór til aö ákveöa sig. Astró ★ Astró hefur veriö kaffært í alls kyns kynningum, afmælum, uppá- komum og giggum. Út af öllu þessu hafarii hefur staöurinn ekki náð að veröa hann sjálfur. Mis- munandi boösgestir kvöld eftir kvöld hafa sett losaralegan blæ á staöinn og gert hann karakter- lausan. Astró má muna sinn fífil fegri. Litli Ijóti andarunginn ★ Staður fýrir miöaldra sem hætta sér ekki dýpra inn í bæinn og sætta sig viö aö fá sinn bjór en ekkert umfram þaö. Ekki fyrir þá sem vilja sýna sig og sjá aöra - hins vegar ágætur fýrir þá sem vilja fela sig. Casablanca O Dautt. Ekki bara f óeiginlegri merk- ingu heldur lokaö og læst. Frá Jazzbarnum hefur ekkert náö aö lifa f þessu húsnæöi. -VAióB'í'vS- Café Romance ★★★★ Rándýr og þröngur bar sem ein- hverra hluta vegna hefur tekist aö halda f þaö fólk sem heldur að þaö sé eftirsóknarvert T3ö vera uppi og borga allt of mikiö fýrir drykkinn sinn. Og þeir eru svo vissir f sinni sök aö þeir láta ekki einu sinni innfluttu sólarstrandar- gaularana hrekja sig út meö sín- um eiturvæmnu ballöðum. Frekar sitja þeir þöglir og gráta ofan í glösin sín yfir öllum þeim tilfinn- ingum sem þeir gætu haft ef þeir væru ekki alltaf f vinnunni. Nelly's.cpfé ★ Nelly's^tti óvænftjpnkomu þegar þaö opnaöi og varö vlnsæll og kúl þrátt fyrir billegustu innréttingu og útlit sem sést hefur. Niö'urleiöin hófst sföastliöiö haust 'og þegar Vilhjálmur Svan gaf* ,'sig fram tveimur dögum of s'nemma og var stungiö inn^var útséö um aö Nelly's næöi sér á strik. En ekki afskrifa Villa. Hann þlómstrar á ný þegar hann sleppur út. Kofi Tómasar frænda ★ Sviplaust herbergi meö boröum og stólum og fólki sem ákvaö aö standa upp frá sjónvarpinu og kíkja í öl. Innan um eru stráka- og stelpuhópar sem þrá aö lenda I einhverju en hefur ekki kjark til aö teygja sig eftir þvf. Vegamót ★★★★ Nýr staöur f góöri uppsveiflu. Hörku-diskó eftir tólf um helgar. Og allt frá krökkum upp í vel miö- aldra, nafnleysingjar sem nafntog- aöir, á barnum. Hann er akkúrat á besta aldri og í besta ásigkomu- lagi, hefur ekki enn náö aö setlast og er þvf spennandi deigla. Einn heitasti staöurinn f sumar. ma 22 ★★★ Hommar og lesbíur hafa veriö 22 tryggar stoðir. Þótt diskótekiö á efri hæöinni detti stundum út f leiðindi þá jafnar þaö sig vanalega aftur. Á neöri hæöinni hefur tekist aö endurnýja liöiö reglulega þótt tryggar byttur eigi sín föstu sæti. Telst enn meöal hornsteina f ís- lenskri barmenningu. Heaven O Ef litiö yröi yfir síöustu átta ár þá á Tungiö (eöa hvaö þaö nú heitir hveiju sinni) líklega átta mánuöi góða en hundraö slæma. Það rfs eina, tvær helgar en hnígur svo aftur. Heaven sem opnaöi um síö- ustu helgi þyijaöi ekki vel en þaö er ástæðulaust að afskrifa þaö. Þaö er hins vegar óskrifað blað. Ari í Ögri ★ Staöur sem átti örstutt bióma- skeiö eitt sumarið vegna verand- arinnar fyrir utan. Sföan hefur ■ hann veriö líkastur hverfispöbb á íslandi þar sem hver drekkur í sfnu horni og vill helst sem minnst vita af nágrönnunum. Áhersla eig- endanna á eitursterka og eitur- vonda snafsa hefur gert staðinn heldur langdrukkinn. Bíóbarinn ★★ Eftir áralangt niðurlægingartfmabil hefur Bíóbarinn sýnt örlítiö Iffs- mark á undanförnum vikum. Fólk- ið sem hefur gefist upþ á hálfkák- inu á Kaffi List hefur fært sig niö- ur um þrettán skref og drekkur nú innan um og saman viö atvinnu- mennina sem áöur sátu einir aö drykkju. Þetta er þó enginn staöur fýrir hobþý-drykkjumenn. Grand Rock ★★ Subbuleg búlla sem náði flugi um tíma en ofmetnaðist og hefur dal- að stórum. Hrafn Jökulsson hætt- ur á barnum og farinn til Prag. Eft- ir sitja stífir drykkjumenn, sem margir hverjir hófu ferilinn í Tjarna- búö á sínum tfma. Sorgin leggst yfir upp úr tvö. Kaffibarinn ★★★★ Þetta er stofnun í fslensku nætur- lífi og þótt þarinn sé ef til vill ekki eins ferskur og þegar hann var upp á sitt besta er hann enn í fullu fjöri. Sætustu stelpurnar og flott- ustu gæjarnir, öll á barmi þess að meika það í einhverju tískufaginu - þótt þaö sé oröiö æöi óljóst hjá sumum hvaö þaö er. Ef Kaffibar- inn heldur sfnum sessi í tvö ár í viöbót veröur hann eilífur. Frá horni Kíapparstígs og Laugavegar og að Grófinni eru 35 barir. Þetta er miðbærinn í Reykjavík, svæðið sem er orðið heimsfrægt fyrir fyllerí. Um hverja helgi safnast þar saman um tuttugu þúsund manns, detta inn á barina og vafra á milli þeirra, drekka, daðra og djamma. Þetta er frumskógur Reykjavíkur. Ef einhvers staðar er þörf á góðu landakorti til að finna rétta staðina - og forðast þá röngu - þá er það hér. Landakort drykkiumannsins f Ó k U S 10. júlf 1998 10. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.