Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Qupperneq 19
1. Sumar ’86 Meðlimir detta úr Kuklinu sem hefur verið starfandi síðan 1983 og aðrir koma inn. Samhliða stofnun útgáfufyrirtækisins Smekkleysu er hljómsveit sett á laggimar til að spila léttari skemmtimúsík en Kuklið hafði fengist við. 2. Ágúst ’86 Nýja bandið spilar í fyrsta skipti í tjaldi í Vatnsmýrinni á N’Art-hátíð- inni undir nafninu Þukl. Meðal laga eru Drekinn, Köttur og Póló. Tónlist- in er beint úr bílskúmum, hrá og óslípuð, og viðtökurnar blendnar. 3. Haust ’86 Einar Öm er framkvæmdastjóri Stuðmanna og m.a. út á það fær hljómsveitin, sem nú hefur verið nefnd Sykurmolarnir, ódýra hljóð- verstíma í hljóðveri Stuðmanna, Grettisgati. Unnið hefur verið stíft að lagagerð um sumarið og megnið af lögunum úr Grettisgats-skorp- unni endar síðar á fyrstu skífu Molanna, eða á B-hliðum. 4. 21. nóvember ’86 Á 21. afmælisdegi Bjarkar, kem- ur út smáskífan „Einn mol’á mann“ með lögunum Ammæli og Köttur. Smáskífan er fjármögnuð með sölu póstkorta af Reagan og Gorbatsjov sem þáverandi gítar- leikari Molanna, Friðrik Erlings- son, hafði hannað í tilefni af leið- togafundinum. Smáskífan er press- uð í 500 eintökum en helmingur- inn kemur út eins og bárujárn í laginu sökum mistaka hjá íslensku plötupressunni. Umslagið er límt og litað af hljómsveitarmönnum sem dreifa plötunni einnig í plötu- verslanir. Platan selst sáralítiö og gagnrýnendur eru lítt hrifnir, nema Ámi Matthíasson hjá Morg- unblaðinu. 5. Vor ’87 Æfingar eru stopular en lögin slípuð til. Hljómsveitin spilar litið, þó einu sinni í Hlaðvarpanum, og tekur þar m.a. Velvet Under- ground-lagið Sweet Jane. Einar Öm er við nám í London en leyfir þó vini sínum úr pönkinu, Derek Birkett, að heyra lögin úr Grettis- gati. Derek ákveður að gefa Sykur- molana út á nýju merki sínu, One Little Indian, og lögin eru slípuð til í London. 6. 17. ágúst ’87 kemur Birthday út á smáskífu í Englandi við fádæma hrifningu þarlendra gagnrýnenda. í kjölfarið fer bandið út í viðtöl og myndatök- ur og að ljúka við lögin fyrir fyrstu stóm plötuna. 7. Veturinn ’87-’88 Önnur smáskífan, Cold Sweat, kemur út og Sykurmolar spila í London. Þegar kemur í ljós hve bandið er gott á sviði fyllast út- sendarar plötufyrirtækja áhuga og stór tilboð streyma inn, þó með ýmiss konar boðum og bönnum: stórfyrirtækin vilja vera með putt- ana í útliti, tónlist og liðsmanna- fjölda sveitarinnar. Sykurmolarn- ir fara því eigin leiðir, halda sig hjá OLI í Bretlandi, gera samning við Elektra í N-Ameríku og ýmsa aðila í öðrum heimshlutum. 8. Apríl ’88 Fyrsta stóra platan, „Life’s too Good“, kemur út. Meðlimir era ekki á eitt sáttir um litinn á um- slaginu svo Derek kemur með þá snilldarhugmynd að gefa plötuna út í 6 litum. Platan fær frábæra dóma (meira að segja á íslandi) og selst í yfir milljón eintökum um allan heim. 12. Vor ’90 Farin er löng tónleikarana um Bandaríkin og eftir það tónleika- ferð til Japans, Ástralíu og Nýja- Sjálands. Bandið er í góðu formi á nýjum slóðum en þegar komið er heim í maí er komin þreyta í mannskapinn. Sérstaklega vill Björk fara að prófa eitthvað nýtt, enda búin að spila með þessum kjarna í ein sjö ár. 13. Haust ’90 Sveitin hafði á upphafsárum sin- um verið eins konar húsband í Duus-húsi og þegar Jack Lang, for- sætisráðherra Frakklands, kemur í opinbera heimsókn og biður um tónleika - enda mikill Sykurmola- aðdáandi - er settur upp stofu- konsert þar. Francois Mitterrand og Vigdís Finnbogadóttir mæta líka og hafa gaman af þótt þau þrauki bara fjögur lög. 14. Sumar ’91 Þriðja plata Sykurmolanna, „Stick Around for Joy“, er tekin upp í hljóðveri nálægt Woodstock í New York-ríki. Hún er tilbúin í ágúst en ekki gefm út fyrr en eft- ir áramótin. Fyrst kemur þó lagið Hit á smáskífu og fer hæst Sykur- molalaga á vinsældalistum, upp í 17. sætið í Englandi og jafnar gam- alt met sem Mezzoforte setti með Garden Party. Ekki er mikill áhugi innan Molanna á áframhaldandi samstarfi, sérstaklega er Björk orðin leið. Hún hefur hafið sam- starf við ensku danssveitina 808 State og er einnig að krukka í sóló- efni. Molaplötunni er fylgt eftir með örfáum tónleikum en famar því massífari viðtalaferðir, t.d. í skemmtiþátt Arsenio Hall sem sendur er út sama dag og Rodney King-óeirðimar brjótast út og hef- ur því lítil áhrif. 15. Haust ’92 Molamir eru í raun hættir þó þeir þrjóskist við að tilkynna and- látið og Björk er komin langt á leið með sína fyrstu sólóplötu. Nokkrum endurmixum er smalað á diskinn „It’s It“ (sem sumir með- limir kalla „It’s Shit“ sín á mUli) og kemur út um svipað leyti og U2 hefur samband og býður Molunum að hita upp fyrir sig á „Zooropa"- túmum í Bandaríkjunum. U2 býðst til að borga brúsann og Mol- arnir eru bomir i gullstóli á milli borga. Þegar heim er komið era all- ir orðnir þreyttir á samstarfmu og þar sem Sykurmolarnir gerðu enga bindandi samninga í upphafi getur hljómsveitin hætt án vand- kvæða. 16. Sumar ’98 Út kemur safnplatan „The Great Crossover Potential" með 14 „bestu/vinsælustu“ lögum sveitar- innar. Einar Öm og Sigtryggur eru að dunda sér við ýmislegt, m.a. saman í hljómsveitinni Grindverk. Þór Eldon er í Unun. Magga sem- ur kvikmynda- og auglýsingatón- list og snýst í ýmsu. Bragi er búinn að selja bassann sinn og skrifar í staðinn. Björk vinnur ekki í hann- yrðabúð. -glh 9. Sumar ’88 Til kynningar fer sveitin á tón- leikatúr um England. Einar, Björk og Þór fara í viðtalatúr til Banda- ríkjanna en illa gengur að fá at- vinnuleyfi svo sveitin fer ekki á tónleikatúr þar fyrr en um haustið. Túrað er stíft fram yfir áramót. 10. Júní ’89 Sykurmolar láta gabba sig út í að fara á hóptúr með New Order og Public Image Ltd, „Monsters of Altemative Rock“. Til stóð að Mol- ar og PIL skiptu með sér byrjunar- sætinu en þegar til kom vildi John Lydon aldrei hefja tónleikana og Sykurmolar fara því alltaf á svið fyrstir, eftir að hafa spilað Hauk Morthens af bandi. Tónleikaferð- in gengur vel og í kringum 20.000 manns koma á hvern konsert. 11. Október ’89 Önnur plata Molanna, „Here Today, Tomorrow Next Week“, eða „Illur arfur" á íslensku, kemur út. Vinnsla við plötuna hófst í lok árs ‘88 í hljóðverinu Sýrlandi og gengið hefur á ýmsu. Upp- tökumaðurinn Brian Pugsley gekk út í miðjum klíðum og Pétur Gíslason og Derek sitja yfir mixunum sem send era til hljómsveitarmanna hvar sem þeir eru staddir í heim- inum við tónleikahald. Plat- an fær afleita dóma, enda lögin of mörg og nokkur hálfköruð. Einnig hefur hljómsveitin hitt flesta í blaðamannabransanum og snýtt sér í þá, Einar Örn m.a.s. skallað einn þeirra, John White, sem hefnir sín í Melody Maker með því að leggja til að Einar verði skot- inn. Platan selst þó í 700 þúsund eintökum. SdODHEIT HM TILBOD Wjf* r i* j i 7. 3 . ~J 4---------------' / | ..................... • JXs í-~. J" 'J Jýu uks.i íh/J í)H iiii aí iíiLríajraiiiiii 2 iiira iúi JT ír/iilíur. J2* iiiaiijajriia 'SjíjÉQ/* 10. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.