Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1998, Page 21
Vígalegir geimfarar og olíuleitarmenn, tilbúnlr að bjarga mannkyninu. Hin fokdýra Armageddon frumsýnd í dag: LOFTSTEINARNIR KOMA (aftur) í dag er frumsýnd í nokkrum kvikmyndahúsum sumarsmellur- inn Armageddon þar sem reynt er að bjarga mannkyninu frá gríðar- stórum loftsteini sem stefnir á jörðina og mun eyða öllu lífi nái hann að komast í gegnum and- rúmsloftið. Armageddon er önnur tveggja mynda í sumar sem fjalla um þetta sama efni. í Deep Impact var það að vísu halastjarna sem ógnaði öllu lífi en afleiðingarnar hefðu orðið þær sömu. Þá vill svo til að í báðum myndunum er það New York sem er miöpunktur hamfaranna eins og í Godzilla sem enn hefur ekki verið sýnd hér á landi. Miklu fé hefur verið fómað til að gera Armageddon sem raunverulegasta og voru kvikmyndagerðarmenn í nánu samstarfi við NASA, geimferða- stofnun Bandarikjanna, við gerð nokkurra atriða. Armageddon sem frumsýnd var í Bandaríkjunum um síðustu helgi er hefðbundin stórmynd þar sem mikilli orku og fjármunum er eytt í myndræn áhrif. í byrjun fylgjumst við með þegar loftsteinn lendir á geimfari og sprengir það í loft upp. í framhaldi falla loft- steinar á jörðina af miklu afli og valda miklu tjóni á mönnum og mannvirkjum. Þetta er þó bara lognið á undan storminum. Loft- steinn á stærð við Texas er á leið til okkar og eina vömin gegn honum, að mati visindamanna, er að bora holu í hann miðjan og koma þar fyrir kjamorkusprengju sem muni skipta honum í tvennt. Þar sem allir þjálfaðir geimfarar vita lítið um borholur er fenginn hópur olíubormanna til að taka að sér verkið. Bruce Willis er fremstur í hópi traustra leikara á borð við Billy Bob Thorton, Steve Buscemi, Will Patton og Peter Stormare. Til að krydda myndina fyrir ung- lingana eru ungstirnin Liv Tyler og Ben Affleck einnig til staðar. Leikstjóri Armageddon er Mich- ael Bay sem á að baki tvær vin- sælar kvikmyndir, Bad Boys og The Rock. Frami Bays var snögg- ur eftir að hann réð sig til Propag- anda Films þegar Sigurjón Sig- hvatsson var þar enn við stjórn- völinn. Vann hann til margra verðlaun fyrir auglýsinga- og tón- listarmynd og hann uppskar það að verða valinn auglýsingaleik- stjóri ársins árið 1995. Stórir loftsteinar hafa lent á jörðinni í orðabókum er loftsteinum lýst sem smáum, óreglulegum hlutum sem ganga á braut umhverfis sól- ina. Þeir gætu verið leifar af plánetu sem einhvern tímann í fyrndinni hefur splundrast eða leifar af halastjörnum. Talið er að þúsundir loftsteina lendi á jörð- inni en yfirleitt eyðast þeir þegar þeir koma inn í andrúmsloftið. Þeir sem ná alla leið eru það smá- ir að þeir valda engu tjóni. Stórir loftsteinar hafa lent á jörðinni og er frægasta dæmið, það er að segja ef tilgáta vísindamanna er rétt, þegar loftsteinn féll fyrir 65 milljónum ára og eyddi 40% af öllu lífi á jörðinni, þar á meðal risaeðlunum. Vitað er með vissu að fyrir tveimur milljónum ára féll stór loftsteinn á suðurheim- skautið og er talið að höggið sem varð af þessu hafl haft sprengi- kraft á við 100 milljarða tonna af TNT. Loftsteinn þessi, sem var nokkrir kílómetrar að flatarmáli, gerði það að verkum að ógnarleg- ar flóðöldur skullu að ströndum Suður-Afríku. Loftsteinar sem hér um ræðir eru samt smásmíði þess loftsteins sem ógnar í Armageddon. Ef slík- ur loftsteinn skylli á jörðinni mundi allt líf eyðast. Sá sem skrifaði fyrsta handritið að Armageddon, Jonathan Hens- leight, fékk hugmyndina þegar þær fréttir bárust árið 1994 að stærðar loftsteinn, sem kallaður hafði verið Shoemaker-Levy, stefndi á yfirborð Júpíters. Vegna þéttleika andrúmsloftsins um- hverfis plánetuna brotnaði hann í marga hluta sem skullu síðan á henni af miklu afli. Var fylgst vel með þessum atburðum á jörðinni. Síðasta véfréttin um loftstein kom svo 12. mars síðastliðinn þegar stjörnufræðingur sendi frá sér skýrslu um það að stór loft- steinn væri á leið til jarðar á 17.000 mílna hraða á klukkustund og von væri á honum mjög ná- lægt jörðinni 26. október 2028. Sem betur fer kom leiðrétting á þessu þar sem sagði að hann mundi fara í 600.000 mílna fjar- lægð frá jörðu. -HK Titanic ★★★< Stórbrotin og ákaflega gefandi kvikmynd. Af miklum fitonskrafti tókst James Camer- on aó koma heilli í höfn dýrustu kvikmynd sem gerð hefur verið. Fullkomnunarárátta Camerons skilar sér I eðlilegri sviðsetn- '- ingu sem hefur á sér mikinn raunsæis- blæ. Leonardo DiCaprio og Kate Winslet eru eftirminnileg í hlutverkum elskend- anna. -HK Mouse Hunt ★★★ Músaveiðimynd sem segir frá vitgrönnu bræðrunum Smuntz sem erfa snæraverk- smiðju og niðurnítt hús (með mús) eftir föður sinn. Sjálf músin er aðalhetja mynd- arinnar þar sem hún klífur og stekkur og sveiflar sér af mikilli fimi og hugrekki um húsið, sigrast bæði á banvænum ketti og meindýraeyði og hvomsar í sig kíló af osti án þess svo mikið sem gildna um miðbik- ið. -úd 4 Twilight ★★★ Gamaldags gæðakrimmi þar sem Paul Newman leikur gamla og þreytta einka- löggu sem fær vandamálin á færibandi þegar hann reynir að hjálpa gömlum vini. Twilight er mynd leikaranna og auk Newmans, sem sýnir gamla takta, eru Susan Sarandon, Gene Hackman og James Garner í fínu formi. -HK Mad City ★★★ Sterk kvikmynd um það hvernig fjölmiðlar búa til stórfrétt. Þótt deila megi um að gislatakan í myndinni geti staðiö yfir í þrjá sólarhringa kemur það ekki að sök. Costa- Gavras hefur styrka stjórn á því sem hann er að fjalla um og hefur ekki gert betri kvikmynd í mörg ár. Dustin Hoffman og John Travolta eru öryggið uppmálað í aðal- hlutverkunum. -HK K Piparkökukallinn ★★★ Frá Robert Altman koma alltaf athyglisverðar kvikmyndir og þótt Piparkökukallinn sé ekki meistaraverk á borö viö MASH, Nashville, The Player og Short Cut þá er hér um afar at- hyglisverða sakamálamynd að ræða sem hefur áhugaverðan söguþráð og góðan leik- arahóp sem stendur vel fyrir sínu. -HK Scream 2 ★★★ Þó Scream 2 nái ekki þeirri snilld sem 1 átti þá held ég að ég geti ekki annað en kallað þetta þriggja stjörnu hrollvekju- skemmtun. Eftir magnaða byrjun fór Scream 2 of hægt af stað en síðan tók , hún kipp og brunaði af stað og hélt uppi þessari líka fínu spennu án þess aö slaka á drepfyndnum hroll-vísununum og skildi við áhorfandann ánægjulega hrylltan. -úd Six Days, Six Nights ★★★ Fremur hugmyndasnauð en þó skemmti- leg rómantfsk gamanmynd sem gerist í fal- legu umhverfi á eyjum f Kyrrahafinu. Myndinni er haldið uppi af góðum leik að- alleikaranna Harrisons Fords og Anne Heche sem ná einstaklega vel saman. Aðrir leikarar standa sig ágætlega en hverfa f skuggann af gneistandi samleik Fords og Heche. -HK Grease ★★★ Oft hafði ég á tilfinningunni að það eina sem bjargaði þessu 20 ára afmæli Grease væri að hún hefði með árunum tekið á sig „kamp"-ímynd Rocky Horror Picture Show. Þannig gengur hún upp fyrir i’ mér. Að þessu sögðu má sfðan bæta við að lögin standa enn fyrir sínu og dansat- riðin eru skemmtileg. -GE bíódómar Armageddon: ★★ Miklar umbúðir - lltið innihald Nýlegar bandarískar framtíð- ar- og stórslysamyndir hafa tekið á sig form sem gerir út á það að ná sem mestum myndrænum áhrifum á kostnað innihaldsins. Ekkert er til sparað til að gera sem flest myndskeið svo tilkomu- mikil að áhorfandinn gleymi sér í rússibanaferð um tíma og rúm þar sem í raun enginn ætti að halda lífi léngur en í þrjár mínút- ur. Armageddon er engin undan- tekning frá þessu. í henni er keyrt á fullu í gegnum tækniund- ur kvikmyndaiðnaðarins í tvo og hálfan klukkutíma, oft og tíðum á áhrifamikinn hátt, á meðan per- sónur eru meira og minna að öskra hver á aðra. í myndinni fer Bruce Willis fyrir hópi olíubor- manna. Þetta eru kaldir kallar og enginn kaldari en Bruce sem í hlutverki Harrys S. Stampers sýnir, svo ekki verður um villst, að hann er mesti töffarinn í kvik- myndum í dag. Vísindamenn í Houston komast að því að eina leiðin til að koma í veg fyr- ir heimsendi, sem er óum- flýjanlegur ef loftsteinn á stærð við Texas fær að halda óhindrað áfram ferð sinni og lenda á jörðinni, er að senda sveit vaskra ol- íubormanna í geimferð, lenda með þá á loftsteinin- um, láta þá bora holu og setja kjarnorkusprengju í hana. Sprengingin mun síðar gera það að verkum að steinninn klofnar og hlutimir stefna hver í sína átt frá jörðu. Þetta verður verkefni sveitarinnar gal- vösku sem tekst að sjálfsögðu á við verkið af æðruleysi og þeim vígamóði sem hetjur einar búa yf- ir. Það verður að segjast eins og er að Armageddon er ekki mjög að- gengileg kvikmynd. Það er verið að mata áhorfandann á þremur skömmtum af spennu á móti ein- um skammti af tilfinningum. Um tilfinningasemina sér dóttir Harrys að mestu en hún er einnig kærasta nánasta samstarfsmanns hans (Liv Tyler afleit í hlutverk- inu). Einstaka leikarar ná að skína í gegnum alla vitleysuna. Má þar nefna Steve Buscemi í hlutverki nn stærðfræðisnillings sem hefur villst af leið og er orð- inn olíuleitarmaður. Hann á nokkur snjöll tilsvör sem skapa ágætan húmor. Peter Storm- are leikur rússneskan geimfara sem hefur greinilega verið of lengi í geimnum. Það * er annars umhugsun- arefni af hverju eini „útlendingurinn” i myndinni er gerður að hálfgerðu fifli. Hvað um það, Storemare gerir honum góð skil. Um frammistöðu leik- stjórans, Michaels Bays, er það að segja að hann gerir greinilega rétt allt það sem honum hefur verið sagt að gera og á því enn bjarta fram- tíð fyrir sér í Hollywood. Leikstjóri: Michael Bay. Handrit: Jonathan Henslelght og J.J. Abrams. Kvikmyndataka: John Schwartzman. Tónlist: Trevor Rabln. Aðalhlutverk: Bruce Wlllis, Bllly Bob Thornt- on, Ben Afflect, Llv Tyler, Will Patton og Steve Buscemi. Hilmar Karlsson k 10. júlí 1998 f Ó k U S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.