Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 1998
5
DV
Fréttir
Fékk hótun um lögsókn vegna bókakaupa fyrir sjö árum:
Var búin að greiða
- en kvittanir týndar- fólki ráðlagt að geyma kvittanir í sjö ár
„Ég fæ sent bréf frá lögfræðingi
upp á það að ég skuldi bækur síðan
1991sem ég var löngu búin að borga.
Svo hringi ég í lögfræðinginn sem
spyr hvort ég hafi einhverja kvittun
um það að ég hafi greitt fyrir bæk-
umar. Ég sagði að ég hefði flutt síð-
an þá og vissi ekkert um það. Þá var
mér bara sagt að ef ég hefði enga
kvittun þá yrði ég að borga þetta.“
Jóhanna Daðadóttir á Akureyri
fékk á dögunum sent innheimtubréf
frá lögfræðingi vegna sjö ára gam-
alla viðskipta við bókaforlagið Ið-
unni. Konan hafði keypt þrjár bæk-
ur af nágrannakonu sinni og greitt
fyrir þær annars vegar með pening-
um og hins vegar með skuldabréfi.
Taldi hún vitanlega að hún væri
laus allra mála að greiðslum lokn-
um og notaði bækurnar m.a. í gjafir
handa vinum og ættingjum. Nú, sjö
árum síðar, fær hún hins vegar inn-
heimtubréf frá lögfræðingi í Reykja-
vík þar sem hún er krafin um tæp-
lega 12.000 krónur. Konan hafði
samband við lögfræðiskrifstofuna
og stóð hörð á sínu, þ.e. að hún
hafði greitt fyrir bækurnar. Lög-
fræðiskrifstofan sagði aftur á móti
að hún yrði að sanna það með kvitt-
un, sjö árum eftir viðskiptin, að hún
hefði greitt fyrir þær.
I annað skipti
„Ég var búin að þrasa við hana í
nokkurn tíma þegar ég ákvað svo að
ég skyldi leita, þótt mér fyndist það
lyginni likast að maður fyndi eitt-
hvað eftir allan þennan tíma. Ég
leitaði og fann ekki neitt. Svo
hringdi ég í innheimtustjóra Iðunn-
ar sem sagðist ætla að athuga mál-
ið. Hann hringdi svo í mig og sagð-
ist treysta því sem ég hafði að segja.
Ég var auðvitað samt ekkert ánægð
með þetta allt saman og var ekkert
tilbúin að treysta því. Ég vissi ekk-
ert hvað gerðist næst.“ En þetta
endaði með því að Jóhanna fann
kvittunina eftir gríðarlega leit í hús-
inu og gat því sannað að hún hefði
greitt fyrir bækurnar. Fyrir nokkr-
um árum fékk Jóhanna einnig inn-
heimtubréf vegna bókaklúbbs sem
hún skráði börnin sín í. „Þá kom
maður og bankáði upp á hjá mér og
sagði að ég skuldaði út af þessum
bókaklúbbi. Ég bað hann um að
koma aftur daginn eftir vegna þess
að ég ætti kvittanir fyrir þessu öllu
saman. Sá lét aldrei sjá sig aftur,“
sagði Jóhanna.
„Geymiö kvittanir í sjö ár“
Margrét Ósk Guðmundsdóttir,
innheimtustjóri hjá lögfræðistof-
unni sem hafði mál Jóhönnu til
meðferðar, sagði í samtali við DV að
hún ráðlegði fólki yfirleitt að geyma
kvittanir í a.m.k. sjö ár. „Það fer nú
ekki mikið fyrir þessu ef fólk hefur
þetta t.d. niðri í kjallara. Þetta eru
kannski sjö möppur þá,“ sagði Mar-
grét. Hún sagði einnig að það kæmi
auðvitað fyrir að mistök sem þessi
ættu sér stað og því væri ráðlegt að
geyma ávallt kvittanir.
-hb
Jóhanna Daðadóttir á Akureyri með kvittanir fyrir bókakaupum sínum sl. ár.
Lögfræðiskrifstofan, sem hafði mál Jóhönnu til meðferðar, ráðleggur fólki
aö geyma kvittanir í möppum í sjö ár.
Kópavogur meö langmesta aukningu aðfluttra íbúa:
Heildarmyndin skiptir öllu máli
- segir Siguröur Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi
Utivistar-
fatnaður
■
** «« ’ rí v i
„Það hefur verið mjög hröð upp-
bygging í Kópavogi á undanförn-
um árum. Þetta hefur verið stig-
vaxandi. Nú er aukningin mun
meiri en imdanfarin ár. Árið 1997
var fjölgunin 360 íbúar og 1996 var
fjölgunin 130 íbúar. Að mínu mati
er ekki nóg að hafa bara lóðir, gott
byggingarsvæði og fallegt útsýni
sem við höfum hér í Kópavogi.
Það er heldur ekki nóg að vera
miðsvæðis. Við erum búin að vera
miðsvæðis í 40 ár. Það er heildar-
myndin sem skiptir öllu máli. Það
eru líka opnu svæðin, göngustíg-
arnir, aðstaða fyrir aldraða,
íþróttaaðstaðan og gott tónlistar-
Sigurður Geirdal,
bæjarstjóri í Kópavogi.
hús. Þetta kemur allt inn í heild-
armyndina," segir Sigurðm Geir-'
dal, bæjarstjóri í Kópavogi,
ánægður með hina miklu fjölgim
sem hefur orðið í Kópavogi fyrstu
sex mánuði ársins. AJls hefur íbú-
um í Kópavogi fjölgað um 528 mið-
að við búferlaflutninga á þessu
tímabili. „f Lindunum tel ég ekki
hafa verið skipulagt betra hverfl í
nokkurri byggð á íslandi. Kópa-
vogur er mjög spennandi dæmi
bæði fyrir unga jafnt sem aldraða.
Það gerir Kópavog vinsælan. Fólk
skoðar allar aðstæður eins og leik-
skóla en þeir eru alls 12 hér í bæ
og þrír alveg glænýir. Aðstaðan
fyrir aldraða er frábær í Kópa-
vogi. Svo sjá menn fram á að
hvergi er um eins auðugan garð
að gresja varðandi verslun og
aðra þjónustu eins og hér. Menn
sjá líka fram á að uppbygging í
verslun og þjónustu mun skapa
hér um tvö þúsund störf. Fyrir-
tæki eru svo tugum skiptir að
bíða eftir að komast inn á lóðir
hér í bænum. Höfuðborgarsvæðið
er eins og ein stór borg og Kópa-
vogur er í miðjunni, I hjarta þessa
svæðis. Það er því engin tilviljun
að Kópavogur er ört stækkandi og
það er að sjálfsögðu mjög gleði-
legt,“ segir Sigurðim. -RR
Allar vörur á
verði / Evrópu
Cortina Sport
Skólauörðustíg 20 - Sími 552 1555
B I LASALAN
BÍLDSHÖFÐA 3, SÍMI 567 0333.
LÖGGILD BÍLASALA. LÁNSKJÖR Vló ALLRA HÆFI.
I LAHOLLIIM
BILDSHÖFÐA 5
SÍMI 567 4949
LÖGGILD BÍLASALA.
LÁNSKJÖR VIA ALLRA HÆFI.
ÚTVEGUM BÍLALÁN.
Suzuki Sidekick '96, ek. 82 þús.
km, svartur, 6 g., 5 d.
Verð 1.650.000.
Toyota Carina st. '94, ek. 52 þús.
km, rauður, ssk., 5 d., álfelgur o.fl.
Verð 1.490.000.
Renault 19 RT '93, ek. 80 þús. km,
vínrauður, ssk., 4 d., leðursæti,
álfelgur, rafdr. rúður. Verð 890.000.
Toyota Corolla touring '90, ek. 164 Volvo 460 GLE '94, ek. 70 þús. km, Toyota Hilux SR5 '92, ek. 175 þús.
þús. km, blár, 5 g., 5 d., álfelgur, hvítur, 5 g., 4 d. Verð 1.100.000. km, grænn, 5 g., 4 d., lækkuð drif
topplúga. Verð 450.000 stgr. o.fl. Verð 1.280.000.
Ford Econoline 4x4 húsbfll '86, ek.
170 þús. km, blár, ssk., 4 d., vél ek.
30 þús. km. Topp bíll.
Verð 1.600.000.
MMC Lancer '91, ek. 110 þús. km,
silfurl., ssk., 5 d„ rafdr. rúður, sam-
læs. Verð 640.000.
Land Rover, langur, bensín '81,
ek. 120 þús. km, blár, 5 g„ 5 d.
Verð 420.000.
Opel Vectra 2,0 GU 95, ek. 69 þús.
km, dökkgrænn, 5 g„ 5 d„ samlæs.
rafdr. rúður, þjófavöm álfelgur, dráttar-
kúla Verð 1.250.000.
Subarn Legacy GL '96-07, ek. 21
þús. km, vínrauður, ssk„ 5 d„ rafdr.
rúður, samlæs., álfelgur.
Vérð 1890.000.
Dodge Caravan '93-04, ek. 125 þús.
km, ssk, 4 d„ rafdr. rúður, samlæs.,
hraðastillir.Verð 1.700.000.
Nissan Primera 2,0 SLX 97, ek 18
þús. km, blár, ssk, 5 d„ álfelgur, sam-
læs„ CD, þjófav. Verð 1.780.000.
Toyota Corolla 90, ek. 115 þús. km,
gullsans., beinsk, 3 d. Verð 500.000.
Nissan Primera SL '94, ek. 133 þús.
km, dökkblár, ssk., 5 d„ átfelgur, sam-
læs. rafdr. niður. Verð 1.090.000.
Mazda 323 F 96, ek 35 þús. km,
dökkblás., 5 g„ 5 d„ rafdr. rúður, sam-
læs„ álfelgur, spoiler.
Verð 1.350.000.
Daihatsu Charade SX 98, ek. 6 þús.
km, rauður, 5 g„ 5 d„ rafdr. rúður,
samlæs., vökvastýri. Verð 1.180.000.
Chrysler Cirrus 96, ek 9 þús. km,
grænsans., ssk, 4 d„ rafdr. rúður,
hraðastillir, álfelgur. Verð 2.150.000.