Dagblaðið Vísir - DV - 22.07.1998, Page 28
S:-mÉÉrL‘É
FRETTASKOTIÐ
SÍMINNSEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ1998
Dæmi eru um að fólk hafi misskilið
merkingar við Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöngin:
Fór í hring
Nokkuö hefur borið á aö fólk hafl
misskilið óljósar merkingar við
Hvalfjarðargöng. Þannig er bæði
leiðin að göngunum og fyrir fjörð-
inn merktar „Reykjavík". Eini mun-
urinn er sá að lítil mynd af jarð-
göngum er á skiltinu sem vísar að
göngunum. Dæmi eru um að ókunn-
9 ugir hafi ekki gert sér grein fyrir
þessu og ekið fyrir fjörðinn í stað
þess að aka göngin.
Þannig hefur DV staðfest að kona
af Norðurlandi lagði leið sína suður
um heiðar og göng í heimsókn til
frænku sinnar. Hún hugðist stytta
sér leið með því að nota göngin og
spara þannig klukkutimaakstur.
Þessi áætlun gekk þó ekki upp því
sökun ókunnugleika yfirsást henni
gangamunninn að norðanverðu.
Hana var farið að lengja verulega
eftir göngunum þegar hún loksins
i». sá þau til mikils léttis. Hún stakk
sér ofan í göngin og i gegn en kann-
aðist við sig er í gegn kom. Hún
hafði ekið fyrir allan fjörðinn að
Kjalarnesi og svo norður, undir
fjörðinn. -sf
Álfatrú íslendinga:
Vekur áhuga
ferðamanna
- segir ferðamálastjóri
„Það er alveg ljóst að þau kort
sem gerð hafa verið um áifabyggðir
renna út eins og heitar lummur og
fólk virðist hafa áhuga á þessu,
bæði útlendingar og íslendingar,"
sagði Magnús Oddsson ferðamála-
stjóri í morgun.
DV spurði ferðamálastjóra að því
hvort sú staðreynd að meirihluti
þjóðarinncir trúir á álfa örvi sókn
erlendra ferðamanna til landsins.
Hann sagði að það hefði aldrei ver-
ið kannað og því væri ómögulegt að
segja hvort einhveijir erlendir
ferðamenn landsins kæmu beinlínis
til landsins til að kynnast þjóð sem
trúir á tilveru álfa. Ferðamálaráð
hefði ekki hingað til lagt neina
áherslu á beita álfatrúnni í land-
kynningarskyni að öðru leyti en því
að fyrrnefnd álfabyggðakort liggja
frammi á upplýsingastöðvum Ferða-
-— málaráðs. Nánar á bls. 2. -SÁ
Alþýðubandalagið í Reykjavík stóð fyrir fjölmennum fundi í gærkvöld þar sem rúmlega eitt hundrað manns hlýddi á framsögu Steingrímus J. Sigfússonar
og Jóhanns Geirdal. Umræðuefnið var hvort vinstra vor yrði á íslandi árið 1999. Fundurinn breytti engu um þann ágreining sem er meðal
alþýðubandalagsmanna. Svavar Gestsson heilsar hér Helga Hjörvar á fundinum og Steingrímur J. Sigfússon fylgist með. DV-mynd Teitur.
Fækkaði um tugi íbúa í Bolungarvík fyrstu 6 mánuði ársins:
Pólverjar hraktir burt
- brá þegar ég sá tölurnar, segir Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri
Mikil fólksfækkun varð í Bolung-
arvík fyrstu sex mánuði þessa árs.
76 íbúar fluttu búferlum úr bænum
en aðeins 34 fluttu til bæjarins.
Fólksfækkunin var því 42 íbúar
miðaö við búferlaflutningana. Hátt
á annan tug Pólverja hröktust frá
Bolungarvík eftir að þeim var sagt
upp störfúm í frystihúsinus og er
það stór skýring á fækkun íbúa að
mati Ólafs Kristjánssonar, bæjar-
stjóra í Bolungarvik.
„Mér brá nú töluvert þegar ég sá
þessar tölur. Ég hef verið að skoða
málið og í ljós kemur að aðalskýr-
ingin á þessari fækkun er sú að við
erum að missa talsvert af erlendu
vinnuafli. Við misstum þrjár stórar
pólskar ijölskyldur sem unnu hér og
voru skráðir Bolvíkingar. Á tíma-
bili í vetur var dregið saman í
frystihúsinu sem leiddi til uppsagn-
ar Pólverjanna. Þeir fóru margir til
starfa á Þingeyri," segir Ólafur bæj-
arstjóri í samtali við DV.
Ólafur segir að undanfarið hafi
rofað mikiö til í Bolungarvík og ver-
ið feikilega góð veiði þegar vel hafi
gefið.
„Það vantar fólk til starfa hér og
það er yfirfullt að gera. Það eru til-
búnar íbúðir og öll þjónusta er fyrir
hendi. Við þurfum að fá fleiri í bæ-
inn og ég er að vona að þetta lagist
aftur þegar fer að líða á árið. Það
má segja að nú nagi menn sig í
handarbökin að hafa sagt upp
fólki,“ segir Ólafur.
Fram kemur í tölum frá Hagstof-
unni að af þeim 76 sem flúðu frá
Bolungarvík fluttu 14 á aðra staði á
Vestfjörðum, 41 á milli landsvæða
og 21 til útlanda. Af þeim 34 sem
fluttu til Bolungarvíkur komu 5
annars staðar af Vestfjöröum, 18 frá
öðrum landsvæðum og 11 frá út-
löndum.
-RR
Styrkur Húsverndunarsjóös:
Afþakka styrkinn
„Ibúar hússins hafa vegna þeirrar
gagnrýni, sem fram hefur komið,
ákveðið að afþakka styrkinn,“ sagði
Margrét Hallgrímsdóttir borg-
arminjavörður í samtali við DV í
morgun. Húsvemdunarsjóður úthlut-
aði hússjóði Sigtúns 23, þar sem borg-
arminjavörður býr, alls 300.000 krón-
um í styrk. Vegna gagnrýni, sem
komið hefur fram í fjölmiðlum í kjöl-
far úthlutunarinnar, sá Margrét Hall-
grímsdóttir borgarminjavörður
ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu
um málið í gær. Þar segir að styrkur-
inn hafi verið ætlaður þremur eig-
endum hússins af fjómm og hafi það
aldrei staðið til að Margrét fengi
styrkinn heldur greiddi hún sinn hlut
að fullu. Aðspurð hvort ekki hefði
verið betra að tilkynna slíkt skriflega
áður í umsókn sagði Margrét að hún
hefði tekið það fram við nefndar-
mann í Húsvemdunarsjóði en eflaust
hefði verið heppilegra að láta það
koma fram skriflega. Helgi Hjörvar
sagði við DV að þetta mál hefði verið
afgreitt í tíð fyrri borgarstjómar. -hb
Veðrið á morgun:
Rigning
fyrir vestan
Á morgun verður norðvestan-
kaldi eða stinningskaldi og rign-
ing um vestanvert landið framan
af degi en annars fremur hæg
breytileg eða norðvestlæg átt og
skúrir á víð og dreif. Hiti veröur
á bilinu 5 til 15 stig yfír daginn.
Veðrið i dag er á bls. 45.
Margrét Hallgrímsdóttir.
Pantið í timal
_TH1______
9
dagar í Þjóðfjátíð
FLUGFÉLAG ÍSLANDS
Pantanir i síma 760 3030
íi)
'DS 2