Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Blaðsíða 19
18 íþróttir Fimm fulltrúar eru frá íslandi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst í dag í Búdapest í Ungverjalandi. DV hefur fengið Jón Þorvald Heiðarsson til að segja álit sitt á möguleikum íslendinganna sem keppa á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Búdapest. Jón Arnar Magnússon, Tindastól, í tugþraut: Jón Amar er 29 ára og á íslandsmetið í tugþraut, 8.573 stig, og í sjöþraut, 6.170 stig. Jón er fjórði á Evrópulistanum en hann varð í 12. sæti á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 en vann brons á EM innanhúss 1996 og HM innanhúss 1997. „Jón Amar hefur sjóast mikið síðustu ár og hefur jafnframt tekið ör- uggum framfórum. Það heyrir nú til undantekninga að hann klúðri þraut þó slíkt geti alltaf hent tugþrautarmenn. Jón er nú alveg við topp- inn i greininni og er til alls líklegur. Ef hann fer i þriðja sinn á árinu yfir 8500 stig þá hefur hann unnið afrek sem aðeins þeir bestu státa af. Þýskir spekúlantar spá því að Erki Nool sigri og Jón Arnar verði í 4.-5. sæti og tel ég það raunhæft mat. Líkumar á verðlaunasæti em þó tölu- verðar og möguleikar á Evrópumeistaratign eru til staðar. Ég spái Jóni 3.-5. sæti og hann fái 8500 stig.“ Jón Amar hefur keppni á miðvikudag. Vala Flosadóttir, ÍR, í stangarstökki: Vala Flosadóttir er 20 ára og setti tvisvar sinnum heimsmet innanhúss í vetur. Hún hefur stokkið 4,36 metra í sumar og er það bæði íslandsmet og Norðurlandamet en Vala er fjórða á Evrópulistanum. Hún varð Evrópumeistari innahúss 1996 og fékk brons á EM innanhúss í vetur. „Vala stökk 4,36 m fyrripart sumars og hefur verið að stökkva oft um 4,20 m það sem af er sumri. Hún hefur ekki getað beitt sér mikið síðustu daga og vikur vegna þursabits í baki. Líklegt er að hún verði þó tilbúin í slaginn á EM. Auk þess að vera ein af bestu stangarstökkvurum kvenna í heiminum er Vala mikil keppnismanneskja og stendur sig jatnan vel þegar mikið liggur við. Hins vegar em margar stúlkur að stökkva svip- aðar hæðir og Vala og samkeppnin því hörð. Ég spái Völu 3.-5. sæti og hún stökkvi 4,25 eða 4,30.“ Vala hefur keppni í undankeppni í dag. Guörún Arnardóttir, Ármanni, í 400 m grindahlaupi Guðrún Amardóttir er 27 ára gömul og á hún íslandsmet í 400 metra grindahlaupi. Hún hefur best hlaupið á 55,60 sekúndum í sumar sem kemur henni í 8. sætið á Evrópulistanum. „Ég er nokkuð bjartsýnn á gengi Guðrúnar í Búdapest. Hún var að vísu í smá meiðslavandræðum í vor, fékk i hásinamar eins og tvær aðr- ar íslenskar stúlkur sem æfa á sama vellinum í Georgíu (nú er verið að gera völlinn upp). Guðrún er nú samt öll að koma til og er búin að keppa á nokkram mótum með bærilegum árangri. Mér finnst allt eins líklegt að hún bæti Islandsmet sitt sem er 54,79 sek. Hún ætti altént að komast í úrslitahlaupið og þar spái ég henni 4.-6. sæti og tímanum 54,70 sek.“ Þórey Edda Elísdóttir, FH, í stangarstökki: Þórey Edda Elísdóttir er 21 árs gömul og á best 4,21 metra í stangarstökki. Hún varð Norðurlandameistari unglinga í sumar en er í 13. sæti á Evrópulistanum. „Þórey hefúr tekið gríðarlegt stökk upp heimsafrekalistann í sumar og er nú komin í fremstu röð í heiminum. Hún hefur bætt sig jafnt og þétt í sumar og er nú komin í 4,21 m og ekki kæmi mér á óvart þótt hún bætti sig enn frekar í Búdapest. Hins vegar er nokkuð nýtt fyrir Þóreyju að keppa á svo stóru móti og því fróðlegt að sjá hvemig til tekst. Ég ætla samt að leyfa mér að vera svo bjartsýnn að spá því að hún komist í úr- slitakeppnina og verði þar í 6.-12. sæti og stökkvi 4,15 m.“ Þórey hefur keppni í dag. Pétur Guðmundsson, kúluvarpi: Pétur Guðmundsson er 36 ára gamall og á hann íslandsmetið í kúluvarpi sem er 21,26 metrar. Pétur á best 19,04 metra í ár sem kemur honum í 40. sætið á Evrópulistanum. „Pétur hefur ekki verið að stunda kúluna af sama krafti síðustu ár og þegar hann var upp á sitt besta og setti íslandsmet. Er hann nú að kasta um metra styttra en hann gerði þá. Hann náði samt settu EM-lágmarki, meira að segja á alþjóðlegu stigamóti. Það er meira en margir geta sagt sem sendir hafa verið til þátttöku á stórmót. Ég spái að Pétur kasti 18,60 m i undankeppninni og veröi nokkuð frá því að komast í úrslit." „Ég spái því að íslendingar komi með ein verðlaun og eitt íslandsmet frá Búdapest," sagði Jón að lokum. -JÞH/ÓÓJ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998 „Vafasamt" - Arnór rekinn af velli og Keflavík jafnaði, 2-2 Mikil dramatík átti sér stað í leik Keflvíkinga og Valsmanna í Keflavík í gærkvöld þegar liðin skildu jöfn, 2-2. Valsmenn voru með leikinn í hendi sér þegar þeir vora í stöðunni 1-2, allt þangað til á 67. mínútu, þá fær Arnór Guðjohnsen, besti maður vallarins, rautt spjald og er vikið af leikvelli fyr- ir grófan munnsöfnuð við Ara Þórðar- son aðstoðardómara, að sögn Braga Bergmann dómara eftir leikinn. Leikurinn snerist Keflvíkingum í hag sem réðu gangi leiksins það sem eftir var og 5. mínútum síðar jafna Keflvíkingar og hver annar en bjarg- vætturinn, Þórarinn Kristjánsson. Keflvíkingar reyndu að leggja allt kapp í sóknina og fengu hverja sókn á fætur annarri og tvívegis skall hurð nærri hælum við mark Valsmanna og í bæði skiptin var Ólafur Ingólfsson i aðal- hlutverki. Valsmenn voru greinilega orðnir þreyttir og máttu ekki við meiri hraða í leikinn og það einum manni færri og voru hvíldinni fegnastir þegar flautað var til leiksloka. Keflvíkingar misnotuðu vítaspymu í fyrri háflleik þegar Láras, markvörður Vals, varði frá Marco Tanasic. Valsmenn vora betri aðilinn í leiknum en leikurinn úti á velli var ekki rismikill hjá liðum en góð marktækifæri sáust og fjögur góð mörk en mörkin hefðu getað verið mun fleiri. Amór Gúðjohnsen mataði félaga sína með hverri stórsendingunni á fæt- ur annarri en félagar hans sáu um að klúðra þeim með tilþrifum. Bjarki, markvörður Keflvíkinga, stóð sig mjög vel. Þórarinn átti mjög góðan leik, skoraði eitt og lagði eitt upp. Hjá Valsmönnum var Arnór allt í öllu, Jón Þ. gerði nokkrum sinnum mikin usla við mark Keflavíkur með hraða sínum og Hörður Már var sprækur, sérstaklega í fyrri hálfleik. „Ég er mjög fúll yfir þessu, að ná ekki að knýja fram sigur. Við fengum á okkur mjög ódýr mörk. Við áttum að ná að skora fleiri mörk á móti þessu liði en við voru með mikla yfirburði þegar þeir urðu einum færri,“ sagði Kristinn Guðbrandsson, fyrirliði Kefla- víkur. „Við getum sjálfum okkur kennt en við vorum að skapa færin til að skora 3-5 mörk en við nýttum þau ekki. Síð- an misstum við mann út af við mjög vafasamar kringumstæður, eins og ég tel sjálfúr. Maður hefur heyrt ýmislegt flúka í gegnum tíðina. Menn verða að skilja það að leikurinn er mjög heitur og það sleppur oft ýmislegt út úr leik- mönnum og þjálfuram einnig í hita leiksins," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari Valsmanna. -ÆMK Þessir menn eru að eyðileggja leikinn íþróttir Bland í polca Gianluca Vialli, stjóri enska knatt- spymufélagsins Chelsea, hefur til- kynnt rúmenska landsliðsmanninum Dan Petrescu að ekki sé lengur ósk- að eftir hans kröftum hjá Lundúna- liðinu. Dwight Yorke lýsti þvi yfir í gær- kvöld að hann myndi leika áfram með Aston Villa í ensku knattspym- unni. Möguleiki Manchester United á að krækja i hann er því endanlega úr sögunni þrátt fyrir gimilegt tilboö. Georgi Kinkladze, Georgíumaður- inn snjalli hjá Manchester City, slas- aðist iúa í leik með liðinu mn helgina og spilar ekki meira á timabilinu. Likur voru á að hann yrði seldur til hollensku meistaranna Ajax. Matthew Le Tissier kemst ekki í byrjunarlið Southampton og David Jones framkvæmdastjóri segir að hann hafi verið slakur á undirbún- ingstímabilinu. Hann sé jafnframt til- búinn til að selja þennan vinsælasta leikmann félagsins. Arnar Gunnlaugsson og sjö aðrir leikmenn Bolton fengu 7 í einkunn hjá Bolton Evening News fyrir frammistöðu sina í leik liösins við Grimsby í 1. deild á laugardag. Hinir þrír i byrjunarliðinu, þar með talinn Guöni Bergsson, fengu einkunnina 6. Bolton vann, 2-0, og þykir sigim- stranglegasta lið deildarinnar. Eiöur Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik með varaliöi Bolton fyrir helgina. Hann skoraði eina mark liðs- ins í 2-1 tapi gegn Middlesbrough. Sagt var að hann væri óðum að kom- ast í form og færi eflaust fljótlega að banka á dyr aðafliðsins. Úrslitaleikur deildabikars karla í knattspyrnu, sem frestað var í vor, verður leikinn miðvikudaginn 26. ágúst á Laugardalsvellinum. Þar eig- ast við KR og Valur. / blaöinu i gœr var sagt að Golf- klúbbur Reykjavikur hefði orðið ís- landsmeistari i sveitakeppni kvenna í golfi en það er ekki rétt því Golf- klúbburinn Kjölur úr Mosfellsbæ vann glæsilegan sigur. í blaöinu i gœr var sagt að frjáls- íþróttamaðurinn Geir Sverrisson, sem náði svo glæsilegum árangri á heimsmeistaramóti fatlaðra, væri i Ármanni en það er ekki rétt því hann keppir nú fyrir Breiðablik. Geir keppti þó áður fyrir Ármann. Geir vann 2 gull og 1 brons og hefur þvi á 2 síðustu HM unnið 5 gull og 1 brons. Davíö Már Vilhjálmsson, GKj, sigr- aði á Top-Flite golfmótinu hjá Golf- klúbbnum Kili á sunnudag. Hann lék á 75 höggum en Kári Emilsson, GKj, kom næstur á 76. Brynjólfur Jóns- son, GR, sigraði í keppni með forgjöf. Víöavangshlaup UMSE fer fram á Dalvík á fimmtudag kl. 20. Mæting er við heilsugæslustöðina á Dalvík og skráning þar frá kl. 19.30. Keppt er í öllum aldursflokkum karla og kvenna, frá 10 ára og yngri til öld- ungaflokka. -ÓÓJ/VS [£¥) ÚRVALSD. KV. A-riðill: Fylkir-Grindavik . 3-3 Grótta-Selfoss . . . 4-1 Grótta 8 6 1 1 28-10 19 FH 7 4 1 2 16-10 13 Grindavík 7 3 2 2 19-14 11 Selfoss 7 1 1 5 9-18 4 Fylkir 7 1 1 5 11-31 4 B-riðill: Tindastóll-Hvöt . . 2-3 ÍBA 10 8 1 1 31-10 25 Hvöt 11 4 4 3 19-16 16 Leiftur/Dal. 10 2 4 4 15-20 10 Tindastóll 11 2 1 8 15-34 7 C-riðill: Leiknir F.-Einheiji 0-1 KVA-Höttur 4-2 KVA 11 9 1 1 39-12 28 Einherji 11 8 0 3 45-9 24 Höttur 11 2 1 8 8-36 7 Leiknir F. 11 2 0 9 10-45 6 KVA tryggði sér sæti i úrslitunum með sigrinum á Hetti. Þar leika einnig Grótta og ÍBA, og síðan Grindavík eða FH, sem mætast i loka- umferð A-riðils. 0 \ * LANDSSÍMA '^j^'lDElLDIN o ÍBV 13 9 1 3 34-14 28 KR 13 6 6 1 19-6 24 ÍA 13 6 4 3 20-17 22 Leiftur 13 5 3 5 15-15 18 Keflavík 13 5 3 5 11-19 18 Fram 13 4 4 5 14-13 16 Valur 13 3 5 5 21-25 14 Grindavík 13 2 4 7 19-24 13 Þróttur R. 13 3 4 6 21-29 13 ÍR 13 3 2 8 14-25 11 „Mér finnst mjög harður dómur að fá rautt spjald fyrir að mótmæla dómi. Að maður mótmælir dómi út af innkasti og hann kallar á dómarann eftir á til að segja hvað ég hafi sagt við sig, finnst mér bamalegt. Það era vissir hlutir sagðir í hita leiksins og það eru miklu fleiri og verri hlutir sagðir við dómarann en ég sagði. Þessir menn eru að eyðileggja leik- inn og það þarf að taka á þessu. Þeir eiga aö skilja að fótbolti er leikur tilfmninganna meðal annars og menn era að gera sitt besta. Þessir menn fá allt of litla krítik," sagði Arnór Guöjohnsen. -ÆMK Kristján byrjar glæsilega - hefur unnið 15 leiki í röð í Bretlandi Kristján Helgason er á fljúgandi siglingu á fyrsta tímabili sínu sem at- vinnumaður í snóker. Hann er kominn í fiórðu um- ferð á fimm atvinnu- mótum sem fram fara samhliða í Bret- landi, og komist hann einni umferð lengra fer hann í hóp 64 bestu og fer að spila gegn þeim bestu í heiminum en þá mæta 32 þeir bestu til leiks. Kristján komst í vetur í hóp 192 atvinnumanna sem taka þátt í stærstu mótunum. Með frammistöðu sinni er hann kominn upp um ein 100 sæti og þó hann næði ekki lengra í ár hefur hann þegar tryggt sér rétt til að sleppa fyrstu umferðum mótanna á næsta ári. Hann hefur nú unnið 15 leiki í röð á mótunum. „Þetta er glæsileg frammistaða Kristjáns og vonum framar. Tak- ist honum að komast enn lengra er þetta frammistaða sem aöeins menn á borð við Ronnie O’Sullivan hafa sýnt á fyrsta ári sem atvinnu- menn,“ sagði Brynjar Valdimarsson, formaður Billiardsam- bands íslands, í samtali við DV í gær- kvöld. -VS Sigurður Ragnar ekki meira með Sigurður Ragnar Eyjólfsson, markahæsti leikmaður Skaga- manna í úrvalsdeildinni í knatt- spymu, spilar ekki meira með þeim á þessu tímabili. Sigurður Ragnar, sem hefur skorað 7 mörk í deildinni, fer til náms í Bandaríkjunum í dag. -VS Orgryte leitar hér á landi Sænska sjónvarpið sagði frá þvi í gærkvöld að menn frá liðinu Ör- gryte væru að leita aö leikmönnum á íslandi þessa dagana. Liðiö berst fyrir sæti sinu í deildinni og ætlar að styrkja sig fyrir lokaátökin. -EH/JKS Nýliðamet Gunnleifs Það vakti mikla athygli þegar Atli Eðvaldsson setti Gunnleif Gunnleifs- son í byrjunarlið KR eftir 1-3 skell gegn ÍBV í Eyjum. Þeirri ákvörðun hans hafa síðan fáir andmælt enda hefur þessi 23 ára markvörður haldið hreinu í Qóram leikjum í röð. Þetta gerir 360 minútur og met í 10 liða efstu deild þvi Gunnleifur er fyrsti markvörðurinn til að halda hreinu í fjórum fyrstu heilu efstu deild- arleikjum sínum. Láras Sigurðsson, núverandi markvörður Vals, átti áður metið en hann hélt hreinu í þremur fyrstu heilu leikjum sínum 1990-92. KR hefur nú haldið hreinu 365 mínútur og að auki í 356 mínútur á heimavelli. Þá era 480 mínútur síðan lið skoraði hjá KR utan af velli á KR-vellinum. Gunnleifur lék sinn fyrsta leik uppi á Skaga er hann kom inn á sem vara- maður og fékk þá á sig eitt mark en síðan hann byrjaði fyrst inni á hefur enginn fundiö leiðina fram hjá honum og KR-vörninni. -ÓÓJ Islenska landsliðið: Steinar inn fyrir Sigurð Ein breyting verður á leikmanna- hópnum í knattspyrnu sem Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari valdi fyrir helgina og mætir Lettum í vináttuleik á morgun á Laugardalsvelli. Sigurður Jónsson meiddist með Dundee United sl. laugardag gegn He- arts og í hans stað hefur Steinar Adolfs- son, ÍA, verið valinn. -JKS Enska úrvalsdeildin: Meistararnir lögðu nýliðana Arsenal lagði Nottingham Forest, 2-1, á Highbury í Lundúnum í gær- kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik færðist meira fjör í leikinn f siðari háfleik. Emmanuel Petit opnaði markareikn- inginn hjá Arsenal á þessu tímabili með marki á 58. mínútu. Gestirnir jöfn- uðu síðan á 77. mínútu og var Geoff Thomas þar að verki. Aðeins þremur mínútum síðar innsiglaði Hollending- urinn Marc Overmars sigurinn fyrir meistarana. -JKS Geir Sverrisson heiðraður fyrir góð afrek Geir Sverrisson var í gær heiöraöur fyrir frábæra frammistööu á heimsmeistaramóti fatlaöra sem lauk um helgina í Birmingham á Englandi. Það var félag Geirs, Breiöablik í Kópavogi, sem heiöraöi hann í sérstöku hófi í gær. Geir vann sigur í tveimur greinum á heimsmeistaramótinu, í 100 og 200 metra hlaupum, og aö auki náöi hann í bronsverðlaunum í 400 metra hlaupi. DV-mynd Sveinn Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs á Ólafsfirði: „Dýrkeypt mistök" „Eg held að það sjái hver heilvita maður að við Leiftursmenn eram ekki ánægðir með dómgæsluna í leiknum gegn KR-ingum sl. laugar- dag. Leikmenn og þjálfarar allra liða í deildinni eru metnaðarfullir að gera vel. Það er því ansi hart að verða fyrir þannig dómgæslu að kostar okkur stig og þetta er ekki í fyrsta sinn sem það gerist hjá okk- ur. Þegar atvikið er skoðað í sjón- varpi er ekkert athugavert við markið sem við skoraðum og er síð- an dæmt af. Síðar í leiknum skora síðan KR-ingar mark sem er ólög- legt því það kemur greini- lega í ljós að Guðmundur Benediktsson tekur boltann niður með hendinni," sagði Páll Guðlaugsson, þjálfari Leifturs, í samtali við DV í gærkvöld. Páll sagði að í tilvikinu þar sem markið er dæmt af bregðist aðstoð- ardómarinn algjörlega að sínu viti. „Ég legg mig allan framan í starf- inu tU að ná sem bestum árangri. Á sama tíma er grátlegt að þurfa að missa stig fyrir hrein og klár mis- tök. Þau eru dýrkeypt og geta vegið þungt þegar upp verður staðið í lok- in,“ sagði Páll. -JKS Pétur efstur í stigum - hjá Expressen sem telur hann einn besta leikmann deildarinnar DV, Sviþjóð: Pétur Marteinsson, landsliðsmað- ur í knattspymu, hefur leikiö mjög vel með Hammarby í sænsku úr- valsdeildinni í sumar. í sænska blaðinu Expressen er Pétur í efsta sæti í stigagjöf þegar frammistaða UMSK ekki með í bikarkeppninni - Skagfiröingar fá 1. deildar sætiö UMSK, lið Kjalnesinga, hefur hætt við þátttöku í 1. deild bikarkeppninnar í frjálsum íþróttum sem fram fer 29.-30. ágúst. Lið Skagfirðinga, UMSS, tekur sæti UMSK en Skagfirðingar urðu neðstir í 1. deild í fyrra. Breiðablik og Afturelding, stærstu frjálsíþróttafélögin innan UMSK, munu í staðinn senda lið í 2. deildar keppnina sem fram fer í Kópavogi sömu helgi. Tímabært að Kópavogur ætti sérstakt lið „Viö töldum tímabært að Kópavogur, annað stærsta bæjarfélag landsins, ætti sérstakt lið í deildakeppninni. Það hefur líka orðið mikil aukning í þátttöku hjá okkur í Breiðabliki og aðstaðan á Kópavogsvelli er orðin glæsileg, þannig að við ákváðum að keppá undir eigin nafni,“ sagði Einar Sigurðsson, formaður frjáls- íþróttadeildar Breiðabliks, í samtali við DV. -VS leikmanna í deildinni er skoðuð. Blaðið gefur leikmanni 1 til 5 í ein- kunn fyrir hvem leik og hefúr Pét- ur að meðaltali feng- ið yfir þrjá í einkunn blaðsins. Fjölmiðlar eru samstiga í því að Pét- ur sé einn besti leik- maðurinn í deildinni en hann leikur stöðu miðvarðar hjá Hammarby. Pétur og félagar tróna í efsta sætinu en staðan í sænsku knattspymunni hefur ekki í langan tíma verið eins jöfti og spennandi. Gífurleg toppbarátta Aðeins tvö stiga skilja efsta liðið og það sem er í sjöunda sætinu. Hammarby er með 27 stig. Síðan koma Helsing- borg, Örebro, AIK og Frölunda, öll með 26 stig. Norrköping og Halmstad hafa 25 stig. -EH/JKS Enginn koss í Laugardalnum - Fabien Barthez meiddist um helgina Svo gæti farið að íslenskir knatt- spymuáhugamenn fái ekki að sjá hinn litríka markvörð heimsmeist- araliðs Frakka, Fabien Barthez, þeg- ar þeir leika á Laugardalsvellinuin 5. september. Þá verður væntanlega enginn koss á skalla hins skemmti- lega markvarðar í upphafi leiks líkt og á HM. Barthez fékk aðeins tvö mörk á sig í 7 leikjum Frakka á HM og þar af var annað úr víti. Barthez meiddist á nára um helg- ina í deildarleik með Mónakó og hinn nýi þjálfari, Roger Lemere, hefur þegar kallað til Bemard Lama sem mun spila æfingaleik gegn Austurríki í vikunni en svo er að sjá hvort Barthez nær sér í tíma fyr- ir leikinn gegn íslandi. -ÓÓJ Aöeins örlítiö í viöbót og þá hefst þaö, gæti Vala Flosadóttir veriö aö segja. DV-mynd Pjetur Keflavík (1) 2 Valur (2) 2 0-1 Ingólfur Ingólfsson (14.) með skalla frá markteig eftir sendingu frá Amóri Guðjohnsen. 0-2 Jón Þ. Stefánsson (33.) með góðu skoti rétt fyrir utan vítateig eft- ir sendingu frá Mark Ward. 1- 2 Snorri Már Jónsson (35.) með skalla frá markteigslínu eftir send- ingu frá Þórami Kristjánssyni. 2- 2 Þórarinn Kristjánsson (72.) meö skoti utarlega i teignum eftir sendingu frá Sasa Pavic Lið Keflavíkur: Bjarki Guö- mundsson @ - Snorri Már Jónsson, Kristinn Guðbrandsson @, Guð- mundur Oddsson (Vilberg Jónasson 87.), Karl Finnbogason - Georg Birg- isson, Gunnar Oddsson @, Eysteinn Hauksson (Ólafur Ingólfsson 77.), Marco Tanasic, Sasa Pavic - Þórar- inn Kristjánsson @@. Lið Vals: Lárus Sigurðsson - Bjarki Stefánsson @, Vilhjálmur Vil- hjálmsson @, Stefán Ómarsson, Guð- mundur Brynjólfsson - Jón Þ. Stef- ánsson @ (Tryggvi Valsson 82.), Mark Ward, Salih Heimir Porca, Ingólfur Ingólfsson (Grimur Garðars- son 69.), Hörður Már Magnússon @ - Amór Guðjhonsen @@. Markskot: Keflavik 11, Valur 15. Horn: Keflavík 2, Valur 10. Gul spjöld: Láms (V), Ingólfur (V). Rautt spjald: Amór (V). Dómari: Bragi Bergmann, ágætur en smámunasamur eftir að Amóri var vikið af leikvelli. Áhorfendur: Um 500. Skilyrði: Hægur andvari, milt og gott veöur. Völlurinn sæmilegur, en slæmur i markteiginn. Maður leiksins: Arnór Guöjohn- sen, Val. Átti góöan leik og ban- eitraðar sendingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.