Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
37
| Viðey er vinsæll útivistarstaður
< Kvöldganga
í Viðey
í dag eru liðin tíu ár frá því
Viðeyjarstaður var opnaður al-
menningi. Engin hátíðahöld verða
í tilefni af þessu en tímamótanna
verður þó minnst með einhverjum
| hætti í Viðeyjarstofu um næstu
helgi. I kvöld verður gönguferð að
( hefðbundnum hætti. Farinn verð-
( ur annar áfangi raðgangnanna í
Viðey, en þær eru fímm, sem
hringinn mynda, og þetta er síð-
asti hringurinn á þessu sumri. í
kvöld verður brottfarartíma flýtt
um hálftíma vegna lækkandi sól-
argangs og farið með ferjunni úr
Sundahöfn kl. 20.
, Útivera
I Gengið verður að hlaða Viðeyj-
| arstofu, austur á Sundbakka. Þar
verður fyrst skoðuð ljósmynda-
sýningin í skólahúsinu en hún
gefur góða hugmynd um lífið í
þorpinu sem þama var fyrr á öld-
inni. Síðan verður Sundbakkinn
skoðaður og meðal annars litið
inn í tankinn, 150 tonna vatnstank
frá tímum Milljónafélagsins. Loks
verður gengið um Þórsnes, eftir
i suðurströndinni, heim að Stofu
I með viðkomu í Kvennagönguhóln-
um og báturinn tekinn í land.
’ þetta er um tveggja tíma ganga og
fólk er beðið að búa sig eftir veðri.
Ást, trú og
mannlegt eðli
í dag kl. 12.15 heldur Lára Magn-
l úsardóttir sagnfræðingur fyrirlest-
ur sem hún nefnir: Ást, trú og
mannlegt eðli. Fundurinn verður
( haldinn í Þjóðarbókhlöðu á 2. hæð
og er fyrirlesturinn hluti af fyrir-
lestraröð Sagnfræðingafélagsins
sem nefnd hefur verið Hvað er fé-
lagssagan? Fyrirlestur Láru er sá
sjötti í röðinni. Lára hefur unnið að
doktorsritgerð sinni í Sviss á síð-
ustu árum og mun meðal annars
ræða í þessum fyrirlestri þær að-
ferðir sem hún beitir í ritgerðinni.
Minningarathöfn
( vegna fósturláta
Árleg minningarathöfn vegna fóst-
urláta verður haldin í Fossvog-
skapellu í dag kl. 17. Athöfn af þessu
tagi var fyrst haldin 29. ágúst 1995.
Sjúkrahúsprestar og djákni á Ríkis-
spítölunum annast athöfnina í sam-
vinnu við Kirkjugarða. Eftir minn-
ingarathöfnina verður farið að
Minnisvarðanum um líf sem stendur
nálægt kirkjudyrum Fossvogskirkju.
Samkomur
Norræna
fjarlækningaþingið
Norræna fjarlækningaþingið
verður haldið að Hótel Loftleiðum
' 24.-25. ágúst. Fyrir hádegi báða ráð-
stefnudagana verður haldið mál-
þing um fjarlækningar á heim-
skautasvæöum og öðrum strjálum
( byggðum. Eftir hádegi verða flutt
önnur erindi þingsins ásamt um-
ræðum um efni þeirra. Frummæl-
endur á þinginu, sem er öflum opið,
eru frá Norðurlöndunum, Kanada
og Skotlandi.
Söngvaka
Söngvaka verður i Minjasafns-
kirkjunni á Akureyri kl. 21 í kvöld.
Hjörleifúr Hjartarson og Rósa Krist-
ín Baldursdóttir verða á sögulegri
söngferð um íslenskt tónlistarlíf.
Gerðarsafn:
Sönglög og óperuaríur
Sigríður Aðalsteinsdóttir, Hulda Björk Garðarsdóttir og Kristinn Örn Krist-
insson skemmta í Gerðarsafni í kvöld.
Söngkonurnar Sigríður Aðal-
steinsdóttir messósópran og Hulda
Björk Garðarsdóttir sópran halda
þrenna tónleika á þremur stöðum á
landinu nú í vikunni. Meðleikari á
tónleikunum er Kristinn Örn Krist-
insson. Fyrstu tónleikamir verða í
kvöld í Gerðarsafni í Kópavogi.
Næstu tónleikar verða á miðvikudag
í Reykholtskirkju og þeir síðustu í
Deiglunni á Akureyri á fóstudag. Á
tónleikunum verður flutt blönduð
dagskrá með þekktum íslenskum og
erlendum sönglögum og óperuaríum
eftir Pál ísólfsson, Sigvalda Kalda-
lóns, Schubert, Schumann, Brahms,
Mozart og Rossini.
Tónleikar
Sigriður Aðalsteinsdóttir hélt til
Vínar tO ffamhaldsnáms í söng og
var fyrst við Tónlistarskóla Vínar-
borgar en frá haustmánuðum 1996
hefur hún stundað nám við óperu-
deOd tónlistarháskólans í Vín. I
haust mun Sigríður syngja hlutverk
Chembinos í Brúðkaupi Fígarós 1
uppfærslu háskólans í Vín.
Hulda Björk Garðarsdóttir hélt
haustið 1996 til Berlínar tO fram-
haldsnáms og var þar í eitt ár en
flutti sig síðan tO London tO náms
við Royal Academy of Music og lauk
prófi þaðan í vor. Næsta vor mun
Hulda Björk syngja hlutverk Danae í
Die Liebe der Danae eftir Richard
Strauss hjá Garsington Opera
Company.
Kristinn Örn Kristinsson píanó-
leikari hóf kennslu við Tónlistar-
skólann á Akureyri eftir að hafa lok-
ið framhaldsnámi í Bandaríkjunum
árið 1982, gegndi hann þar starfi yf-
irkennara síðari ár sín þar en
starfar nú við tónlistarskóla Suzuki-
sambandsins.
Veðríð í dag
Súld af og til
Um 400 km suðsuðaustur af
Hvarfi er 995 mb lægð sem hreyfist
austnorðaustur. Austur við Noreg
er 990 mb lægð sem þokast norður
og grynnist.
I dag verður fremur hæg suðaust-
læg átt. Skýjað og dálítfl súld af og
tfl um landið sunnan- og vestanvert
en skýjað að mestu á Norðurlandi í
dag. Austankaldi og rigning sunnan
tfl í kvöld. Austankaldi og rigning
um mestaflt land í nótt. Hiti yfirleitt
á bflinu 6 tfl 14 stig, kaldast við
norðausturströndina en hlýjast inn
tfl landsins síðdegis.
Á höfuðborgarsvæðinu er hæg
suðaustlæg átt og dálítfl súld af og
tfl, austankaldi og rigning í kvöld
og nótt. Hiti 10 tfl 13 stig.
Sólarlag í Reykjavík: 21.34
Sólarupprás á morgun: 05.27
Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.54
Árdegisflóð á morgxm: 04.25
Veðrið kl. 6
í morgun:
Akureyri þoka í grennd 5
Akurnes Bergsstaðir skýjað 7
Bolungarvík Egilsstaöir léttskýjaö 6
Kirkjubœjarkl. skýjað 8
Keflavíkurflugvöllur súld 10
Raufarhöfn skýjað 4
Reykjavík úrkoma í grennd 10
Stórhöfði súld 10
Bergen úrkoma í grennd 10
Helsinki rigning 14
Kaupmannahöfn léttskýjað 16
Osló léttskýjað 15
Stokkhólmur 16
Algarve heióskírt 20
Amsterdam súld á síð.kls. 18
Barcelona rigning 24
Dublin léttskýjaó 18
Halifax skúr 20
Frankfurt léttskýjaó 16
Hamborg rigning 16
Jan Mayen léttskýjað 7
London skýjaö 16
Luxemborg hálfskýjað 13
Mallorca skýjaó 25
Montreal skýjaó 24
New York skýjað 23
Nuuk alskýjaó 5
Orlando alskýjaó 26
París skýjaó 16
Róm þokumóóa 23
Vín léttskýjaö 20
Washington léttskýjað 21
Winnipeg heióskírt 16
Sunna eignast
bróður
Litli drengurinn á
myndinni, sem fengið hef-
ur nafniö Dagur, fæddist
á fæðingardefld Landspít-
alans 16. desember síðast-
Barn dagsins
liðinn kl. 9. Við fæðingu
var hann 3740 grömm að
þyngd og mældist 53
sentímetra langur. For-
eldrar hans eru Guðrún
Þorláksdóttir og Þórður
Ingþórsson. Sunna, sem
er með bróður sínum á
myndinni, er tólf ára.
Góð færð
Ástand vega
á þjóðvegum
Færð á landinu er yfirleitt góð. Hálendisvegir eru
aflir vel færir en þó eru flestir þeirra aðeins færir
fjallabflum. Á nokkrum stöðum eru vegavinnu-
flokkar að lagfæra vegi og ber bflstjórum að virða
merkingar áður en komið er að þeim köflum.
Færð á vegum
Steinkast getur myndast þegar nýbúið er að leggja
slitlag á vegi og þvi hægar sem ekið er á slíkum
vegarspottum er minni hætta á að bíllinn
skemmist.
Skafrenningur
m Steinkast
15) Hálka
Q) Ófært
II Vegavinna-aftgát 0 Öxulþungatakmarkanir
13 Þungfært (£) Fært fjallabílum
Riggs og Murtaugh í enn einu
hættuspilinu. Mel Gibson og
Danny Glover í hlutverkum sínum.
Lethal Weapon 4
Sambíóin sýna um þessar
mundir Lethal Weapon 4. Hefur
þessi fiórða mynd í þessum vin-
sæla myndaflokki náð miklum
vinsældum eins og allar fyrri
myndimar. í fyrstu myndinni
voru það lögreglumennirnir tveir,
Martin Riggs (Mel Gibson) og
Roger Murtaugh (Danny Glover),
sem voru kynntir tO sögunnar. í
mynd númer tvö bættist við hinn
hraðmælti og varasami Leo Getz
(Joe Pesci) og í þriðju myndinni
hitti svo Riggs fyrir jafningja sinn
í glæfraleiknum, lögreglukonuna
Lornu Cole (Rene Russo). Þau eru
öll mætt tfl leiks aftur og fá lið-
styrk hjá nýliðanum Lee Butters
(Chris Rock) í baráttu sinni
gegn nútíma þræla- ,
sölum. /////////
Kvikmyndir
Sami leikstjórinn,
Richard Donner, hefur leikstýrt
öllum kvikmyndunum, sem er
sjaldgæft í gerð framhaldsmynda í
Hollywood: °Ég er mjög heppinn
að hafa Dick (Donner) sem leik-
stjóra,” segir Mel Gihson. "Við
höfum alltaf unnið vel saman og
hann er sá leikstjóri sem ég hef
lært mest af og á ég honum það að
þakka aö ég get leikstýrt farsæl-
lega mínum eigin myndurn."
Nýjar kvikmyndir:
Bíóhöllin: Lethal Weapon 4
Bíóborgin: City of Angels
Háskólabíó: Dark City
Kringlubíó: Armageddon
Laugarásbíó: Sliding Doors
Regnboginn: Göng timans
Stjörnubíó: He Got Game
Krossgátan
Lárétt: 1 fela, 6 hætta, 8 fjall, 9 sjór,
10 döpur, 11 seinkaði, 13 meiða, 15
egg, 16 forpokast, 18 áformi, 19 utan.
Lóðrétt: 1 fáks, 2 hleypa, 3 mOdra, 4
greftraði, 5 angur, 6 skömm, 7 tfl-
hneigingin, 12 spyrji, 14 kyn, 16 haf,
17 flas.
Lausn á síðustu krossgátu:
Lárétt: 1 dolk, 5 ufs, 8 úfinn, 9 ál, 10
aftann, 11 krap, 12 tak, 13 lið, 14
pari, 16 fitnar, 18 kæran, 19 fé.
Lóðrétt: 1 dúa, 2 oflri, 3 litaðir, 4
knappt, 5 unnt, 6 fánar, 7 slíkir, 11
klók, 15 ann, 16 fæ, 17 af.
Gengið
Almennt gengi LÍ18. 08. 1998 kl. 9.15
Eininq Kaup Sala Tollqenqi
Dollar 71,750 X72,110 71,490
Pund 115,880 116,480 118,050
Kan. dollar 46,940 47,240 47,570
Dönsk kr. 10,4820 10,5380 10,5130
Norsk kr 9,3420 9,3940 9,4840
Sænsk kr. 8,7900 8,8380 9,0520
Fi. mark 13,1180 13,1960 13,1790
Fra. franki 11,9030 11,9710 11,9500
Belg. franki 1,9347 1,9463 1,9434
Sviss. franki 47,5800 47,8400 47,6800
Holl. gyllini 35,3800 35,5800 35,5400
Þýskt mark 39,9100 40,1100 40,0600
ít. lira 0,040440 0,04070 0,040630
Aust. sch. 5,6710 5,7070 5,6960
Port. escudo 0,3904 0,3928 0,3917
Spá. peseti 0,4699 0,4729 0,4722
Jap. yen 0,492700 0,49570 0,503600
írskt pund 99,990 100,610 100,740
SDR 94,770000 95,34000 95,300000
ECU 78,6300 79,1100 79,1700
Símsvari vegna gengisskráningar 5623270