Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1998, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1998
Fréttir
Mikil fjörumengun viö Húnaflóa:
Olíðandi sóða-
skapur skipshafna
- segir Elínborg Oddsdóttir - kálhöfuð og ílát undan mjólkurvörum meðal rekans
DV, Hólmavik:
„Við sem búum hér höf-
um nú ýmsu kynnst um
dagana og marga óvenju-
lega sendinguna fengið hér
á fjörurnar, en að fá heilu
kálhöfuöin og ílát undan
mjólkurvörum og vatni frá
löndum í Suður-Evrópu er
með því sjaldgæfara sem
rekið hefur á fjörur hér,“
segir Elínborg Oddsdóttir,
húsfreyja á Grund í Kirkju-
bólshreppi, en í hafáttinni
sem verið hefur viðvarandi
hér um slóðir í um tvo mán-
uði hefur talsverður reki
verið. Timbrið bæöi stórt og
smátt er það sem venjuleg-
ast er að straumar og hafátt
beri upp að ströndinni og er
alltaf vel þegið, öðru máli
gegnir um það sem áhafnir
skipa fleygja í hafið, eins og
veiðarfæri og plastefni
margs konar.
Heimilisfólk á Grund hef-
ur í áratugi tekið allt tii
handagagns sem á fjörumar
hefur komið og hefur aldrei
látið við sitja að hirða að-
eins um það nýtilega, voru
þau langt á undan öðrum í
þeim efnum. Elinborg segir
að nokkuð hafi dregið úr
Alls kyns drasl frá skipum rekur á fjörur Strandamanna. Elínborg með sýnishorn.
DV-mynd Guðfinnur
sóðaskapnum á fjörunum
fyrir nokkrum árum, á
meðan mest var talað um
bætta umgengni við hafið
og skipshafhir voru hvatt-
ar til að koma með allt
rusl til hafnar, en á allra
síðustu misserum hefur
allt verið að fara á sama
veg og áður, sóðaskapur
og kæruleysi sjófarenda er
komið í fyrra horf.
Óneitanlega liggi áhafii-
ir erlendra skipa undir
grun þegar mikið berst af
umbúðum með útlendum
merkingum eins og gerst
hafi í sumar í ríkara mæli
en fyrr. Elínborg segir lík-
legt að erfitt eða ógerlegt
sé að hafa uppi á þeim sem
spjöllunum Vcddi því óvíða
sé auðveldara fýrir hina
óábyrgu að fela sig í ann-
arra skjóli en óneitanlega
eigi þeir, sem annt er um
að hreinlega sé gengið
bæði um land og haf, ým-
islegt ósagt við hina kæru-
lausu sjófarendur „því
sóðaskapurinn er að verða
alveg ólíðandi meö öllu,“
segir Elínborg Oddsdóttir
á Grund í Kirkjubóls-
hreppi.
-Guðfhuiur
íslensk erfðagreining nýtir sér almannatengslafyrirtæki í Bandaríkjunum:
Á að tryggja jákvæða fjölmiðlaumfjöllun
- ekki ljóst hvort bandaríska fyrirtækið hefur starfað á íslandi
„Ég get persónulega ekki svarað
því hvort við höfum séð um al-
mannatengsl fyrir deCode á Islandi.
Það fer eftir aðstæðum hverju sinni
hvort við sjáum um almannatengsl í
heimalandi fyrirtækja eða einunigs
í Bandaríkjunum," sagði Emie
Kniwitz, starfsmaður bandaríska al-
mannatengslafyrirtækisins Noon-
an/Russo Communications, sem
undanfarið hefúr séð um almanna-
tengsl fyrir deCode og íslenska
erfðagreiningu ehf. Kniwitz kvaðst
aðspurður um málið ekki vera þess
fullviss hversu lengi fyrirtækið
hefði haft umsjón með almanna-
tengslum fyrir deCode en taldi hins
vegar aö þaö væri um það bil ár.
Fyrirtækið Noonan/Russo
Communications sérhæfir sig meðal
annars í því að tryggja viðskiptavin-
um sínum stöðuga og jákvæða fjöl-
miðlaumfjöllun, að því er fram kem-
ur í kynningu fyrirtækisins á þjón-
ustu sinni. Þar segir einnig að fyrir-
tækið sjái viðskiptavinum sínum
fyrir reglulegri umfjöllun í stórblöð-
um á borð við Newsweek, Wall
Street Joumal og Forbes, en allir
þessir fjölmiölar hafa fjallað um
starfsemi Islenskrar erfðagreining-
ar. -kjart
Forseti á biskupsstóli
Það hlaut að koma
að því að Ólafur Ragn-
ar Grímsson kæmi róti
á samfélagið af hinum
tigna stóli á Bessastöð-
um. Eftir því hafa
menn beðið allt frá því
að hann var kosinn í
hið virðulega embætti
fyrir tveimur áram.
Ólafur var nefnilega
enginn venjulegur póli-
tíkus áður en hann
klæddist þjóðhöfðingja-
kápunni heldur einn
kjaftforasti og bar-
dagaglaðasti þingmað-
urinn. Þar stóðu hon-
um helst jafnfætis Dav-
íð Oddsson og Jón
Baldvin Hannibalsson.
Jón Baldvin hefur
verið mýldur í Was-
hington og má ekkert segja. Sama héldu menn
um Ólaf Ragnar á Bessastöðum eftir þögn í þessi
tvö ár. Þá er ekki talið með þegar forsetinn gat
ekki orða bundist á óvegum Barðastrandarsýslu
þá er hann sótti Vestfirðinga heim. Vegurinn var
nánast ókeyrandi og aðeins mjúkri fjöörun for-
seta-Benzans að þakka að sæmilega fór um far-
þegana þá er ekið var yfir grjót og ruðninga.
Ýmsum fannst óviðeigandi að forsetinn væri að
skipta sér af vegagerð vestra en aðrir töldu orðin
tímabær, ekki síst Barðstendingar. Orð forseta
urðu enda til þess að bætt var úr ófremdarástand-
inu.
Þeir sem harðast studdu Ólaf Ragnar hafa leng-
ið beðið eftir því að hann tæki á alvörumáli á for-
setastóli i stað þess að halda embættinu stein-
geldu eins og það var orðið. Þeim hefur orðið að
ósk sinni. Ólafur Ragnar situr á sögufrægum stað
á Bessastöðum en nýtti sér annan og jafnvel enn
frægari stað í sögu okkar íslendinga, sjálft bisk-
upssetrið á Hólum í Hjaltadal, til þess að koma
boðskapnum á framfæri. Hinn vopnfimi forseti
valdi sér engan aukvisa í skylmingamar heldur
þann Islending sem mestum óróa hefur valdið í
samfélaginu undanfama mánuði, erfðafræðisér-
fræðinginn Kára Stefánsson.
Kári varð þjóðkunnur á því andartaki er hann
tilkynnti að hann ætlaði sér að selja úr okkur
genin fyrir milljarða. Hann fékk ekki minni
mann en forsætisráðherrann sjálfan til þess að
votta söluna til svissnesks lyfjarisa. Engum hcifði
fyrr dottið í hug að gera peninga úr ættfræði-
áhuga landans, hvað þá söfnun lífssýna svokall-
aðra. Það þurfti lika ævintýramann til þess að
láta sér detta í hug að selja ræktaöar vörtur geng-
inna forfeðra okkar. Vörtumar, og önnur lífs-
sýni, vom ekki talin fimm aura virði. Saklausum
sálum þótti þetta því þjóðráð og fógnuðu Kára
sem kraftaverkamanni.
En Adam var ekki lengi í paradís og fleiri
vildu Lilju kveðið hafa. Fleiri læknar vildu
græða en Kári Stefánsson og hyggjast því keppa
við hann um vörtumar og hin lífssýnin. Aðrir
óttast að upplýsingar um viðkvæma sjúkdóma og
leyndar syndir leki út. Kári á því orðið marga
andskota en lætur þó ekki sinn hlut. Hann má þó
taka á öllu sínu í viðureign sinni við þann
nýjasta, hinn vigfima forseta á Bessastöðum.
Á kannski eftir að reyna á neitunarvald forset-
ans? Dagfari.
Stuttar fréttir i>v
Hækkandi gengi
Gengi á hlutabréfum Opinna
kerfa hf. hækkaði enn á Verðbréfa-
þingi íslands í viðskiptum í morgun
úr 58,50 í 60. Gengi bréfanna var
33,70 í ársbyijun, að teknu tilliti til
jöfnunar. Álls námu viðskipti með
bréfin í morgun á níundu milljón
króna. Viðskiptavefúr Vísis greindi
frá.
Japanir aft veiðum
Fimm japönsk túnfiskveiðiskip
eru nú að veiðum djúpt suður af
landinu rétt innan við 200 mílna
fiskveiðilögsöguna, samkvæmt
heimildum íslenskra stjómvalda við
netfréttir Morgunblaðsins.
Fjöldauppsagnir
Formaður
Sambands ís-
lenskra banka-
manna, Friðbert
Traustason, ótt-
ast að um tvö
hundruð starfs-
menn íslands-
banka og Búnaö-
arbanka missi vinnuna verði bank-
amir sameinaðir. Hann minnir á að
frá 1990 hafi bankamönnum fækkað
um 700. Bylgjan sagði frá.
Neyðarþjónustu hætt
Þýsk eftirhtsskip hafa hætt allri
neyðarþjónustu við fiskiskip. Þessa
þjónustu veittu þau árum saman út-
gerðarfyrirtækjunum að kostnaðar-
lausu. Bylgjan sagöi frá.
Þingforseti kominn
Toomas Savi, forseti eistneska
þingsins, kom í opinbera heimsókn
til Islands í gær í boði Ólafs G. Ein-
arssonar, forseta Alþingis. Toomas
Savi og eiginkona hans dvelja hér til
21. ágúst.
Tal fær leyfi
Póst- og fjar-
skiptastofhun gaf
í gær út rekstrar-
leyfi til Tals hf.
Samkvæmt því
hefur fyrirtækið
leyfi til að starf-
rækja GSM 1800
símaþjónustu.
Fyrir hafði Tal leyfi til að reka GSM
900 símkerfi. Forsijóri Tals er
Þórólfúr Ámason.
Fullur á rútu
Lögreglan á Húsavík tók á
laugardag sl. ökumann hópferðabíls
grunaðan um ölvun við akstur.
Henni höfðu borist ábendingar um
að maðurinn hefði verið að staupa
sig og stöðvaði bílinn í Kelduhverfi.
Öndunarsýni leiddi í ljós að áfengis-
magn í blóði mannsins var talsvert
yfir leyfilegum mörkum. 12 franskir
ferðamenn vom í hópferðabílnum
og sá lögreglan um að koma þeim í
náttstað. RÚV sagði frá,
Frakki flýtti sér
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
franskan ökumann í fyrrinótt á Suð-
urlandsvegi. Hann ók á 150 km
hraða og fær ekki að aka meira í
bráö. RÚV sagði frá.
Valiö um trú
Karl Sigm--
bjömsson, biskup
íslands, segir ís-
lendinga nú í
fyrsta sinn í þús-
und ár standa
frammi fyrir
raunverulegu
vali mihi heiðni
og kristinnar trúar. RÚV sagði frá.
Valhöll í vanda
Heilbrigðiseftirlit Suðurlands
ákveður í dag hvort Hótel Valhöh á
Þingvöhum fær mánaðarfrest tU að
gera úrbætur i frárennslismálum
eða hvort hótelinu verður lokað.
RÚV sagði frá.
Hæöarmælingar
Unnið hefur verið að því að hæð-
armæla landið undanfarin ár í sam-
starfi Vegageröar, Landmælinga,
Orkustofnunar og Landsvirkjunar.
Markmiðið er að koma á fót sam-
ræmdu landshæðarkerfi. Hið nýja
samræmda kerfi tryggir að aUir þeir
sem þurfa á hæöarmælingu að
halda vegna mannvirkjagerðar, brú-
arsmíði, vegalagningar og annars
geta gengið að fostum hæðarpunkt-
um visum. „sÁ