Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Síða 8
Aö undanförnu hefur borið á nýju trendi í bænum. í stórum stíl hefur fólk snúið baki við hinu hefð- bundna næturlífi höfuðborgarinnar og stundar nú það sem kallað er: Morgunlíf. Morgunlífið er um margt svipað næturlífinu því markmiðið er í raun það sama: Að komast yfir kvenmann eða karlmann NæturWí? Nei. MorgunWí Morgunlífiö fer að mestu fram á útivistarsvæðum borgarinnar, í Ell- iðaárdal, Laugardal, útí Gróttu og við Skúlagötuströnd. Undirritaður fórnaði í liðinni viku einu föstudags- kvöldi á barnum, reif sig upp klukk- an sjö og fór á vettvang: Á nýju skokk/göngu-brautina meðfram Sæ- braut. Uppúr klukkan átta á laugar- dagsmorgni var talsverður fjöldi fólks þar á skokki/gangi, sumir á hjólum og nokkrir á morgunlifsrúnt- inum með gemsa við eyrað, aðrir með hundinum sínum, ein kona reyndar með „hlaupakött" í bandi, eins og hún kallaði gæludýrið sitt. Veðrið var með allra besta móti síðastliöinn laugardag, logn og sól- skin og Esjan á sínu e-i handan fló- ans. Til móts við Höfða gekk blaða- maður fram á þrjá drengi um þrítugt sem komu skokkandi á hægunni en voru þó fúsir til viðtals. „Já, maöur var orðinn þreyttur á þessu næturlífi, búinn að stunda þetta frá því elstu bömin manns muna, Bíóbar, Glaumbar, Skugga- bar... þetta var alltaf það sama og við félagamir ákváðum að tími væri kominn á að tékka á morgunlífinu í staðinn. Mér leist nú ekkert á þetta fyrst, en hann héma (þeir báðust undan nafnbirtingu) sagði að þetta væri málið og það kom á óvart hvað þetta virkar massa vel. Ég er búinn að fara heim með fleiri stelpum í siunar á morgunlífmu heldur en tvö siðustu ár á næturlífinu. Stelpur er kannski samt ekki rétta orðið, ég segi það ekki, þetta em meira svona konur sem maður hittir hérna. Með- alaldurinn er hærri. Maður er héma meira á rólinu þrítugt, fertugt." Hinir tveir taka undir með okkar manni og segja þetta „alvöru konur" og „konur sem kunna þetta“. Enn fremur sé allt mun þægilegra í kringum þetta; engir timburmenn, enginn leigubílakostnaður (“þær em flestar á bilum") og engar leiðinlegar kveðjustundir snemma morguns. „Það er það besta við þetta. Maður þarf ekkert að sofa hjá þeim. Maður fer bara heim þegar þetta er búið. Maður er yfirleitt kominn heim um hádegi, rétt fyrir enska boltann. Þannig að þannig séð er maður á sama tíma heim og þegar maður var á næturlífinu, nema maður er ekki þunnur." En hvernig gerast þessi kaup hér á „eyrinni"? „Maður hleypur þær yfirleitt uppi. Það gengur oftast best meö þær sem eru að skokka. Og ef hún er með hund, þá ertu nokkuð viss um að eitthvað gerist. Þá ertu átómatískt kominn meö einhverja útgangslínu, pikk-öpp-línu, eitthvað til að tala um.“ „Já. Hundurinn þýöir yfirleitt bara eitt,“ tekur vinur hans undir. í þeim töluðum orðum skokkar framhjá ljóshærð kona á fertugs- aldri, með hressilegan Golden Retri- ever sér við hlið. Strákamir fella talið og semja sín á milli með ör- skots-augnaráðum og einn þeirra kveður snögglega og hleypur á eftir henni. „The Golden Retriever..." djóka vinir hans senj eftir standa, „við erum famir að kalla hann það.“ Svo demba þeir sér i nokkuð djúp- sæja teoríu um það hvemig hver hundategund gefi fyrirheit um það sem í vændum sé. „Hann fór einu sinni heim með einni sem átti Dalmatíu-hund,“ segir annar þeirra um hinn og þeir fara samstundis að hlæja. „Það var víst rosalegt. Eins og hún væri með 600 g-bletti.“ Klukkan er að nálgast níu og blaðamaður röltir áleiðis að mið- bænum. Fjórar endur koma úr kafi skammt undan landi, hver á fætur annarri, og hrista af sér sjávar- seltuna, baða út vængjum án þess að taka á loft. Þær minna á fjórar vin- konur sem koma út af reykmettuðu kaffihúsi og laga kápurnar sínar um leið. Við gijótgarðinn stendur nokkuð þybbin og sveitt kona um þrítugt og hefur annan fótinn á garðinum, teyg- ir úr sér morgunskokkið. Glereygð- ur og borgaralega búinn maður á sextugsaldri kemur gangandi og hægir á sér, stöðvar lymskulega nokkra metra frá henni. Blaðamaður vill ekki trufla duflið sem í vændum er og gengur fram hjá þeim, á móts við sjoppuna handan Sæbrautarinn- ar og getur ekki annað en snúið út úr nafni hennar. „Aktu, taktu mig.“ Það er laust fyrir klukkan tíu sem skokkmóðir morgunlífsmenn og konur fara síðan að safnast saman á hálftorginu við „Sólfarið", högg- mynd Jóns Gunnars. Hér sitja og standa á að giska þrjátíu manns, margir á jogging-göUum og striga- skóm en einnig aðrir snyrtilegir til fara. Blaðamaður telur fjóra hunda í hópnum. Fólk röltir hikandi í kring- um skúlptúrinn eða situr á stein- bekkjunum í litlum hópum. Flaska er látin ganga. Blátoppur. Enginn reykir. Heilbrigðisbyltingin er loks- ins komin hingað alla leið frá Kali- fomíu. Samt sem áður verður því ekki neitað að stemningin minnir um margt á stemninguna fyrir utan skemmtistað eftir lokun. Sú líking er vandlega staðfest þegar heyrist af bekknum: „Vitið þið um parti?“ Því verður þó ekki neitað að morgunlífið hefur mun rólegra yfir- bragð en næturlífið. Allt er hér með mjög kurteislegum hætti. Hér heyr- ast engar blammeringar, hér sjást engin slagsmál. Hér er talað um veðrið. Undirritaður hefur setið nokkra stund á einum bekknum þeg- ar grannvaxin kona á þröngum síð- um buxum úr hjólabuxnaefni kemur aðvifandi og spyr hvort plássið við hliðina sé laust. „Má ég tylla mér?“ Auðsótt mál. Hún er móð og dreg- ur andann djúpt. Það rennur sviti undan sléttum hártoppi. „Æ, hvað þetta var gott,“ segir hún og vill greinilega tala. Blaða- maöur reynir að fitja upp á einhveij- um hentugum frasa en þar sem hann er enn óvanur morgunlífinu grípur hann til nokkuð úldinnar lummu úr næturlífinu: „Kemur þú oft hingað?" Allur ótti um að slíkt bar-tal sé óviðeigandi hér i sólinni við morg- unblíðan sjóinn reynist hinsvegar ástæðulaus. Konan er óðar komin af stað í dásömun á morgunlífinu sem nýlega er orðinn fastur punktur í til- veru hennar og það fer um mig und- arlegur fiðringur þegar hvítur ís- lenskur hundur kemur hlaupandi i fang hennar. Hvað á maður nú í vændum? Upprúllað skott? Hvað merkir það? Eftir nokkuð almennar samræður og dásömun á veðri blandar sér í umræðuna roskin hvíthærð kona á blá-fjólubláum jogginggalla og spyr hvort við viljum ekki þiggja boð um kaffisopa heima hjá sér?, þau séu nokkur á leiðinni þangað í „cappuccino og kleinur" og lætur fylgja fróöleik um nýja tegund af kaffivél sem dóttir hennar hafi ný- verið gefið sér. „Eftirpartýið" er í bjartri blokkar- íbúð vestarlega í Vesturbænum. Blómskrúð í hverjum glugga og batik-dúkur á borðstofuborði, leður- sófasett og miklar hannyrðir á veggj- um. Úr útvarpinu hljómar Rás Eitt: Þátturinn „í vikulokin“. Bryndis Hlöðversdóttir og Ámi Mathiesen takast fremur linkulega á um gagna- grunnsfrumvarpið. Við erum héma sjö talsins ásamt íslenskum hundi. Undirritaður, hundakona á hjóla- buxum, húsráðandi, gráhærður maður meö litla valbrá yfir hægra auga, hressileg gallabuxnadís úr ferðabransanum og tveir óvirkir alkóhólistar, annar þeirra feitlaginn, í Vals-peysu og gráum flís-buxum. Cappuccino og kleinur. Og upprúllað skott. Hallgrímur Helgason Veröldinni Vjjsí® með ÖU. MEÐFERÐ VlMDEFNA ERSHi ~' BÖNNDBl öivbðij HtABGANGDR TÓBAKSREYKING.AR MNNAftUt SÝNIB GÓÐ* DMGFNGNV sér fyrirfram fýrir að hafa hlýtt banninu. Sannir listamenn, hús- veröirnir, I meöförum valdsins. Og þar sem þeim hefur tekist aö ná biöskýlinu algjörlega á vald sitt og þangaö þorir varla nokkur maður aö koma lengur væri ekki úr vegi aö leyfa þeim aö víkka aðeins út valdsviö sitt og reyna aðferðir sín- ar á öörum sviöum. Skatturinn gæti til dæmis 1 ráöiö þá og at- ----------: hugað hvort þaö myndi ekki minnka skattsvik ef réttilega oröuö skilti yröu hengd upp um þæinn. REYKINGAR BANNAOAR Saga mannsins er saga • um vald, endalaus valdabarátta. Öll mannleg samskipti snúast um vald. Fólk reynir aö hafa maka sinn undir og móta hann eftir eigin þörf- um, reynir aö steypa börnin I heppi- leg mót og komast undan áhrifum foreldranna. Ríkið er vald, kirkjan er vald, fjölmiölarnir eru vald og meira aö segja diskótekiö er valda- stofnun þar sem vlö reynum að dansa annaö fólk undir valdasvið okkar. í raun nlöumst viö á öllum sem við get- um níöst á. Þeir sem sleppa eru þeir sem viö treystum okkur ekki í. Svona hefur þetta ver- iö og þannig mun þetta sjálfsagt alltaf veröa. Og aðferöirnar eru fjölPreytilegar, þær spanna nánast allt hegöunarmunstur manns- ins. Viö byrjum á aö væla okkur til valda, grenjum þar til foreldrarnir gera það sem viö ætlumst til af þeim. Siðan suðum viö og nuöum, förum í fýlu eða reiðumst - allt í von um að auka völd okkar. Og svo hengjum viö upp orðsendingar. Húsveröirnir á Hlemmi eru á því stiginu. Þeir trú á mátt orösendingarinnar. Af veggj- um biöskýlisins er gestum bent á aö þeir megi ekki reykja, aö gólfið geti veriö hált, aö þeír megi ekki standa í anddyrinu, aö þeir eigi aö halda sig utandyra ef þeir eru i'öí, að » umgengni lýsi • innri manni og svo framvegis og svo fram- vegis. Þaö er nánast ekkert það til sem venjulegum strætófarþega gæti dottið í hug að gera sem húsverðirnir hafa ekkl séð fýrir, samið um það reglu og neglt upp á vegg. hafa lært það af reynslunni að fólk er misjafnt. Sumum er best aö stjórna meö harðoröum til- skipunum en öörum rineð tilvísun- um til löngunar þeirra til aö gera sig aö betri mönn- um. Aörir taka ekki mark á neinu nema það komi fram í númeruö- um reglugerðum en sumir vilja helst láta þakka ÁFENGISNEYStA ER ÓHEIMIl í ÁNINGARSTAÐNOM ÖLVOÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR • * * VARÚÐ I GÓlFffi ER HÁLLT I BLEYTU VIÐ REYKJUM EKKI HER Þökkum tWitsscminal © f Ó k U S 21. ágúst 1998 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.