Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1998, Blaðsíða 13
Ung, atvinnulaus og einstæð móðir á íslandi sem keppist við að halda sér frá ruglinu á ekki margt sameiginlegt með snoppufríðri og ofdekraðri amerískri klappstýru í menntaskóla. Nanna Kristín Magnúsdóttir er líklega það eina sem tengir þær saman. Þá ungu og einstæðu leikur hún í kvikmyndinni Sporlaust sem frumsýnd verður síðar í þessum mánuði og í söngleiknum Grease fer hún með hlutverk þeirrar ofdekruðu. Lífsgæðakapphlaupið Hér er tvímælalaust á ferðinni ein efnilegasta leikkonan á íslandi núna og á hún þó enn eftir eitt ár i Leiklistarskóla islands. Nanna Kristín Magnús- dóttir er þar í bekk sem virðist hafa fengið leiklist- argyðjuna í lið með sér þar sem nokkrir þeirra hafa þegar slegið í gegn. Má þar nefna Rúnar Frey Gísla- son sem fer með aðalhlut- verkið í Grease, Jóhönnu Vigdísi Amardóttur sem leikur Rizzo í sama söng- leik og Stefán Karl Stef- ánsson sem leikur í Þjóni í súpunni og er að sögn margra einn alfyndnasti maður sinnar kynslóðar. „Þetta er flottur bekkur, það er alveg rétt. Nokkur okkar hafa verið svo hepp- in að fá tækifæri til að sanna sig og það hefur gengið vel. Eins eru allir í bekknum orðnir svo góðir vinir og við erum líka ofsa- lega skemmtileg," segir Nanna Kristín brosandi og bætir við að aldrei hafi annað komið til greina en að fara og læra leiklist. Hún tók stúdentspróf úr Menntaskólanum í Reykja- vik og lék þar í Herranótt í þrjú ár. Þá lá leiðin beint í Leiklistarskólann sem tók við henni í fyrstu tiiraun. Stríðsdans við sjóinn Eins og þekkt er þykir erfitt að komast inn í Leiklistarskóla íslands og skal því engan undra að Nanna Kristín hafi stigið gleiðidans þegar henni var ljóst að hún hefði komist inn. „Ég var orðin ofsalega spennt eft- ir að hafa náð svo langt í inntöku- prófunum. Svo fékk ég bréf sent heim frá skólanum, gekk niður að sjó og opnaði það þar. Ég varð svo rosalega kát að ég réði ekkert við mig og sté þarna stríðsdans eins og brjálæðingur. Fósturfaðir minn vinnur með konu sem býr rétt hjá þessum stað og sú sagði honum dag- inn eftir að hún hefði séð einkenni- lega sjón við sjóinn. Ung kona hafi dansað þar eins og vitlaus væri og honum fannst þetta ferlega fyndið." Ástarguðinn Amor Nanna Kristín býr með unnusta sínum, Ólafi Darra Ólafssyni, sem einnig er á kafi í leiklist. „Hann var búinn að vera besti vinur minn í sex ár þegar eitthvað small allt i einu saman,“ segir Nanna Kristín og kann engar skýr- ingar á þessari skyndilegu breyt- ingu á sambandi þeirra. Nú er liðið eitt ár síðan Amor ákvað að hefla skothríð á þessa vini. Nanna Kristín segir að það sé mikill kostur að hafa verið svo góð vinkona hans áður en þau urðu ást- fangin. „Við þekktum hvort annað auð- vitað út og inn strax í upphafi sam- bandsins og ég held að það hafi líka auðveldað okkur að vera fullkom- lega hreinskilin. Hann er enn besti vinur minn.“ Áhættusöm tækifæri Kvikmyndin Sporlaust er spennumynd sem fjallar um ungt fólk á íslandi sem lendir 1 furðulegum aðstæðum. Nanna Kristín er að sjálf- sögðu farin að hlakka til að sjá hana á hvíta tjaldinu en er um leið svekkt yfir að komast ekki á frumsýning- una þar sem hún leikur í Grease sama kvöld. Það er nóg um að vera hjá Nönnu. „Reyndar var myndin tekin upp í fyrra en Grease er vinnan mín í sumar. Þaö er frábært að hafa fengið þessi tækifæri til að sanna sig í leiklistinni og ég hef öðlast mikla og dýrmæta reynslu. Það er samt líka viss áhætta að taka að sér hlutverk eins og þessi áður en maður útskrifast úr Leiklistarskólanum. Ef verkin mistakast er það ekki góð kynning fyrir leik- ara svo snemma á ferlin- um,“ segir hún. Trúin og reiðin Nanna Kristín er rík af hálfsystkinum. Eitt missti hún þó fyrir nokkrum árum þegar þriggja ára systir hennar dó úr sjaldgæfum efnaskiptasjúkdómi. „Þá var ég í Bandaríkjun- um sem skiptinemi og rétt ókomin heim. Um leið og ég var fegin að kvalir hennar væru loks á enda varð ég líka reið Guði. Af hverju er að hann að senda okkur lít- il börn ef hann ætlar að taka þau svo strax frá okkur aftur?“ segir Nanna Kristín og játar jafnframt að trúin sé eitthvað sem fái hana til að láta hugann reika. „Ég var mjög trúuð þegar ég var lítil og enn í dag bið ég bænirnar mínar. Mér líður vel eftir að hafa beðist fyrir og það er einmitt málið. Ég vil að mér líði vel og það skiptir mig mestu að geta verið hamingju- söm og ástfangin. Þá er ég rík, lífs- gæðakapphlaupið getur átt sig. Enda verð ég líklega seint auðug á leikaralaunum." -ilk Kammertónleikar veröa á Klrkjubæjarklaustrl um helgina. 1 kvöld kl. 21 verður fluttur dúó fyrir fiölu og víólu eftir Mozart, 5 Ijóö úr Möri- ke - Ijóöum eftir Hugo Wolf, sónata fýrir fiðlu og píanó eftir Janacek og Ameríski strengja- kvartettinn eftir Dovrak. Á laugardagskvöldið kl. 21 veröur m.a. flutt píanótrió í B-dúr eftir Schubert, slavenskir dansar fyrir fiölu og pí- anó eftir Dvorak og 6 Ijóðasöngvar eftir Rak- hmanínov. Á tónleikum sunnudagsins, sem hefjast kl. 17, verða m.a. 4 Ijóðasöngvar eftir Pál ísólfsson og 4 Ijóðasöngvar eftir Karl Ó. Runólfsson, þá verður sónata fyrir selló og pí- anó eftir Debussy og þeim lýkur með planó kvintett eftir César Franck. Sjöundu tónleikar í tónleikaröðinni Sumar- kvöld vlð orgellð verða í Hallgrímskirkju sunnudaginn 23. ágúst kl. 20.30. / í Hallgrímskirkju er leikið á orgel- ið í hádeginu á fimmtudögum og laugardögum í ágúst. Laugar- daginn 22. ágúst kl. 12 leik- ur Douglas A. Brotchle, annar organisti Hall- grímskirkju, I hálftíma. Tónleikar Krlstjönu Helgadóttur og Darlos Macaluso hefjast kl. 20.30 á morgun í Deigl- unni og leika þau m.a. verk eftir Þorkel Slgur- björnsson, svítu eftir J.S. Bach, gítartónlist eftir 19. aldar skáldið Mauro Glullanl og Astor Plazzolla. í kvöld kl. 20.30 verða tónleikar Huldar BJark- ar Garðarsdóttur sópran og Sigríðar Aðal- stelnsdóttur messósópran I Deiglunni. Undir- leikari er Krlstlnn Örn Krlstlnsson. Kvennaband Harmonlkufélags Reykjavikur þenur nikkurnar kl. 23 annað kvöld í Kaffllelk- húslnu og verður aðgangur ókeypis. 8* ZH6 X JT 3l 3l www.visir.is Myrkrahöfðinginn tekinn upp í ár ÍFókus fyrir viku var fjallað um skatta og tekjur listamanna. Meðal annars var sagt að Hrafn Gunnlaugsson hefði tekið kvikmyndina Myrkrahöfðingjann upp á síðasta ári og hlotið til þess hæsta styrk úr Kvikmyndasjóði. Hið rétta er að í fyrra var veitt vilyrði fyrri styrknum en þar sem Myrkrahöfðinginn var ekki tekinn upp fyrr en á þessu ári var ekkert fé greitt til myndarinnar fyrr en árið 1998. Það er því ekki rétt að tengja upptöku þessarar myndar tekjum Hrafns á síðasta ári eins og gert var í Fókus. Láttu sjá þig!!! Sendum í póstkröfu Opið 21.08/98 föstudag kl. 11-18 22.08/98 laugardag kl. 11-18 sunnudag kl. 11-18 Sölusýning í Loftkastalanum verður haldin um næstu helgi á uppblásnum plasthúsgögnum. Það heitasta frá New York Fantasía • heildverslun Brautarholti 8,105 Reykjavík, sími 5611344, 897 1333 Takmarkaðar birgðir, 21. ágúst 1998 f Ó k U S 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.