Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Fréttir
Framtíð gagnagrunns er ekki tryggð þótt frumvarpið fari í gegn:
Læknar geta
hafnað samvinnu
- andstaða lækna og sjúklinga gæti stöðvað gerð grunnsins
Þó gagnagrunnsfrumvarpið nái fram að ganga er óvíst að þar með þar með
sé hagur einkaleyfishafa tryggður. Læknar og sjúklingar geta hafnað að
samvinnu og þar með væri gerð gagnagrunnsins stöðvuð. Myndin er tekin
á rannsóknastofu íslenskrar erfðagreiningar.
Eitt þeirra fjölmörgu álitaeftia sem
vaknað hafa í tengslum við hið svo-
nefnda gagnagrunnsfrumvarp er hvort
einhver geti talist eigandi þeirra
heilsufarsupplýsinga sem til stendur
að færa í gagnagrunninn. Ýmsir hafa
lýst þeirri skoðun að verðmæti þeirra
upplýsinga sem færa á í gagnagrunn-
inn sé hugsanlega tugmilljarða virði
en það verðmæti er líklega fremur
bundið við á hvaða formi þær eru. Til
dæmis eru sjúkraskrár heilbrigðis-
stofnana lítils virði einar sér á því
formi sem þær eru núna. Færsla upp-
lýsinganna í gagnagrunn sem opnar
nýja og óþekkta möguleika á því að
vinna úr þeim getur hins vegar búið
til umtalsverð verðmæti. Ef niðurstað-
an er sú að heilsufarsupplýsingar séu
háðar eignarrétti þá gæti það gert rík-
inu mjög erfitt fyrir að setja reglur um
þær sem með einhveijum hætti tak-
marka forræði eigenda þeirra.
Hverjir eiga sjúkraskrár?
Samkvæmt eldri lögum áttu læknar
og heilbrigðisstofnanir allar þær
sjúkraskrár sem færðar voru. Þessu
hefur hins vegar verið breytt með setn-
ingu laga um réttindi sjúklinga. Ástæð-
an fyrir því að sú breyting verður varla
talin ganga gegn eignarréttarvemdinni
var sú að skerðingin náði til allra
sjúkraskráa og bitnaði jafnt á öllum
læknum. Ríkisvaldinu hefur yfirleitt
verið kleift að setja almennar takmark-
anir eignarréttar á borð við þessa, sem
dæmi um slíkt má nefha ýmsar friðun-
araðgerðir stjómvalda eins þegar veiði-
réttur bænda í löndum sínum er tak-
markaður með banni við veiði dýra.
Með lögunum um réttindi sjúklinga
er lögð rík skylda á sjúkrahús og
lækna að varðveita sjúkraskrár.
Strangar reglur gilda um meðferö
sjúkraskrár og upplýsinga sem í þeim
era og að sögn Jóhannesar Pálmason-
ar, forstjóra Sjúkrahúss Reykjavíkur,
er þessum reglum fylgt fast eftir. Eng-
in sjúkragögn fara til dæmis út af
stofnuninni nema aflað sé sérstaks
samþykkis yfirstjómar þess.
Þrátt fyrir að heilbrigðisstofnanir
og læknar eigi ekki lengur sjúkra-
skrár er þó tæpast hægt að segja að
sjúklingur geti í raun talist eigandi
sjúkraskrár í venjulegri merkingu þar
sem hann getur hvorki
krafist þess að honum
verði afhent sjúkra-
skráin né að hún
verði eyðilögð, eins
og menn geta almennt
með eigur sínar. Það
er hins vegar skýlaus
réttur einstaklings að
fá aðgang að sjúkraskrá sinni
hverju sinni og að hindra að óviðkom-
andi aðilar fái aðgang aö henni. Þá get-
ur einstaklingur fengið upplýsingar í
sjúkraskrá leiðréttar ef þær reynast
rangar. Eigi að síður virðist meginnið-
urstaðan um eignarrétt að sjúkraskrám
vera sú að þær eigi enginn.
Tengsl Mývatns og sjúkraskráa
Víða á Vesturlöndum er það megin-
regla að það sem enginn á falli til ríkis-
ins. Sú regla hefur þó ekki verið talin
gilda á íslandi. í frægum málaferlum
sem Mývetningar áttu í við íslenska
ríkið þar sem deilt var um hver ætti
botninn í Mývatni komst Hæstiréttur
að þeirri merkilegu niðurstöðu að
hvoragur ætti þau verðmæti sem um
væri deilt. Aftur á
móti gæti ríkið í
krafti löggjafarvalds
síns sett reglur um
meðferð og nýt-
ingu þeirra verð-
mæta sem um var
deilt í málinu. Sama
ár féll dómur í máli
þar sem bændur deildu við ríkið
um eignarrétt að Landmannaafrétti
og varð niðurstaða Hæstaréttar á sömu
leið.
Þar sem ólíklegt er að fallist verði á
að einhver eigi eignarrétt að sjúkra-
skrám, hvort sem það era læknar eða
sjúklingar, þá getur ríkið sett ýmsar
reglur um meðferð og nýtingu sjúkra-
skráa. Hafa verður þó í huga að valdið
til að setja þessar reglur takmarkast af
því að sjúkraskrár innihalda við-
kvæmar persónuupplýsingar og
ákvæði stjómarskrár um friðhelgi
einkalífsins setja ríkinu vissar skorð-
ur hvað þetta varðar.
Neitunarvaldið
Þó að eignarréttur að sjúkraskrám
standi almennt ekki í vegi fyrir því að
ríkið geti sett lög um meðferð og nýt-
ingu sjúkraskráa þá fela ákvæði gagna-
grunnsframvarpsins bæði heilbrigðis-
stofnunum og læknum, sem og sjúk-
lingum, ákveðið valfrelsi um hvort
upplýsingar úr sjúkraskrám fara inn í
gagnagrunninn. Til dæmis er ekki gert
ráð fyrir því að heilsufarsupplýsingar
fari inn í gagnagrunninn öðravísi en
að fengnu samþykki þeirra lækna og
heilbrigðisstofnana sem í hlut eiga.
Heilbrigðisráðherra hefúr bent á af-
stöðu þessara aðila sem eitt af óvissu-
atriðunum um þennan grunn þar sem
ekki sé ljóst hver samningsvilji þeirra
gagnvart leyfishafa gagnagrunnsins
verður. Þá geta sjúklingar enn fremur
neitað að upplýsingar um þá fari í
grunninn þó að samþykki heilbrigðis-
stofnana liggi fyrir.
„Ég get í sjálfú sér ekki fúllyrt um
hvort læknar muni neita í stórum stíl
að afhenda upplýsingar í þennan gagna-
grunn,“ segir Guðmundur Bjömsson,
formaður Læknafélags íslands. „Það er
hins vegar alveg ljóst að ef ekki verður
gengið frá þessum málum í sátt við
starfsfólk í heilbrigðisþjónustu þá er
gagnagrunnurinn gagnslaust verkfæri
sem mun ekki skapa annað en deilur og
illindi næstu áratugi."
Það er því engan veginn ljóst hvort
það fyrirtæki sem fær einkarétt á
rekstri gagnagrunns, eins og íslensk
erfðagreining til dæmis, getur fengið
upplýsingar úr sjúkraskrám afhentar
nema með samþykki viðkomandi
heilbrigðisstofnana og lækna - jafti-
vel þótt gagnagrannsfrumvarpið
verði samþykkt sem lög frá Alþingi.
Svo virðist sem stjórnir heilbrigðis-
stofhana sem og læknar hafi í hönd-
um vopn til að þvinga rekstrarleyfis-
hafa gagnagrunnsins til að semja um
greiðslur fyrir afnot af heilsufarsupp-
lýsingum.
Fré
w — —
Oþarfír framsóknarmenn
Dagfari
Það er gaman að
gegna hárri stöðu,
hafa völd og áhrif.
Það vita stjómmál-
menn allra manna
best enda sækjasf
þeir öðrum fremur
eftir vegtyllunum. Sú
dýrð er þó ekki enda-
laus. Máltækið segir
að maður komi í
manns stað. Það er þó
ekki endilega víst,
a.m.k. ef framsóknar-
menn eiga í hlut. Það
er svo að sjá að valda-
miklir framsóknar-
menn í kerfínu hafi
verið óþarfir.
Það sést best af stööu Guðmundar Bjamasonar.
Hann hefur undanfarin ár gegnt tveimur ráðherra-
embættum, landbúnaðar- og umhverfismála. Allir
héldu að þetta væri einn valdamesti maður landsins.
Annað kom þó í ljós þegar ráðherrann ákvað að
skipta um starfsvettvang. Þá sást að hann hafði nán-
ast verið óþarfur. Þótt allir framsóknarþingmennim-
ir gangi með það í maganum að fá þessa ráðherra-
stóla era mestar líkur á því að gömlu brýnin, Páll á
Höllustöðum og Halldór flokksformaður, geri sér lít-
ið fýrir og skipti þessu lítilræði Guðmundar á milli
sín.
Umhverfismálin hafa alla tíð verið hálfgert oln-
bogabarn í ríkisstjómum. Á því verður engin breyt-
ing þótt Guðmundur láti af því embætti. Austfjarða-
goðinn, flokksformaðurinn og utanríkisráðherrann,
tekur það með vinstri. Utanríkisráðherrann er alltaf
á ferð og flugi í krafti stöðu sinnar. Hann gæti því
sinnt umhverfismálunum meðan hann situr í flugvél
milli landa og sent ákvarðanir sínar með rafþósti
heim.
Hitt er svo sjálfgefið að Páll bóndi á Höllustöðum
taki við landbúnaðarmálunum að það þarf vart að
ræða. Páll náði því langþráða markmiði sínu að
hljóta ráðherraútnefningu þegar ljóst varð eftir síð-
ustu kosningar að Framsókn gengi í eina sæng með
íhaldinu. Þá gekk al-
þýða manna út frá því
sem geftiu að hann
yrði landbúnaðarráð-
herra. Annað væri
vart við hæfi. Hann
var sá eini sem haföi
einhverja reynslu af
málaflokknum. Það
kom því verulega á
óvart þegar Guð-
mundur Bjamason
var dubbaður upp í
starf landbúnaðarráð-
herra.
En Guðmundur
Bjamason er ekki
eini framsóknarmað-
urinn í hárri stöðu
sem reynist við betri skoðun hafa verið gersamlega
óþarfúr. Það sannaðist best þegar fyrrum flokksfor-
maður Framsóknarflokksins og forsætisráðherra,
sjálfur Steingrimur Hermannsson, lét af störfum
seðlabankastjóra fyrr í sumar. Eftir það brotthvarf
hefur engum dottið í hug að skipa bankastjóra í hans
stað.
Eftir þessa útreið þessara bestu sona Framsóknar
er von að það fari um minni spámenn flokksins. Þeir
munu þvi hanga á embættum sínum sem hundar á
roði. Ella standa þeir frammi fýrir þeim harða dómi
sögunnar að hafa verið skrauthúfur einar, óþarfir
með öllu. Dagfari
Stuttar fréttir dv
Ekið á hross
Ekið var á hross á Krýsuvíkur-
vegi við Hlíðardalsskóla í Ölfusi á
fostudagsnótt. Hvorki fólkið, sem
var í bílnum, né hesturinn slasað-
ist. Bilinn er hins vegar óökufær.
Ríkisútvarpið sagði frá.
Ráðning sögð í lagi
Samkvæmt fréttum Bylgjunnar
braut dómsmálaráðherra ekki
jafnréttislög
þegar hann
skipaöi Harald
Johannessen í
embætti ríkis-
lögreglustjóra
sl. vetur. Hjör-
dís Hákonar-
dóttir héraðs-
dómari taldi að gengið væri fram
hjá sér við ráðninguna og kærði
til kærunefndar jafnréttismála.
Meirihluti hennar hefúr komist
að þeirri niðurstöðu að ekkert
hafi verið athugavert við ráðn-
ingu Haralds.
Sviptur ökuleyfi
Lögreglan á Selfossi svipti öku-
mann ökuleyfi fyrir ofsaakstur á
föstudagskvöld. Maðurinn var
tekinn á meira en 150 kílómetra
hraða á klukkustund á Suður-
landsvegi í Flóa. Rikisútvarpið
sagði frá.
Slasast í bíiveitu
Hjón á miðjum aldri slösuðust
nokkuð þegar bifreið sem þau
voru í fór tvær veltur á ómalbik-
uðum vegarspotta á Mývatnsöræf-
um á fóstudagskvöld. Þau voru
flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri en þau eru ekki mikiö
meidd.
Háskólinn nýtur trausts
í nýrri könmm Gallups kemur
fram að
Háskóli
íslands
nýtur enn
sem fyrr
mests
trausts meðal almennings. Al-
þingi og dómstólamir vekja hins
vegar minnst traust hjá þeim sem
tóku þátt í könnuninni.
Um 40% segjast bera mikið
traust til Alþingis og er það tíu
prósentustigum hærra en í fyrra.
Einungis 35% segjast treysta
dómskerfinu en 60% treysta heil-
brigðiskerfinu. Könnunin var
gerð í gegnum síma og voru 1.200
í úrtaki hennar.
Spurt var: Hversu mikið traust
berð þú til tiltekinnar stofnunar.
Könnunin var gerð á tímabilinu
frá 17. júlí til 7. ágúst meðal ein-
staklinga á aldrinum 18-75 ára.
70% þeirra svöruðu spurningum.
Vafasöm listaverk
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið á málningarsýnum á meint-
um fólsuðum listaverkum styðja
grunsemdir um að tugir, ef ekki
hundruð, falsaðra listaverka hafi
verið seldir íslenskum kaupend-
um. í fréttum Ríkisútvarpsins
kom fram að í einföldum athug-
unum forvörsludeildar Ríkislista-
safnsins í Kaupmannahöfti hefðu
komið fram vísbendingar um að
15 eða 16 listaverk, sem sögð eru
eftir Svavar Guðnason, væru
fölsuð. Þessar athuganir sanna þó
ekki falsanir og ætlar danska lög-
reglan að rannsaka máliö enn
frekar.
Leggja Súdönum liö
Rauöi kross íslands hyggst
styrkja hjálparstarf í Suður-Súd-
an um tvær
milljónir
króna. Þar er líf
hundraða þús-
unda manna í
hættu vegna
hungursneyðar.
Þetta ákvað
stjórn samtak-
anna á fundi á föstudag. Ríkis-
stjómin hefúr einnig ákveöið aö
verja einni milljón króna til hjálp-
arstarfs í Súdans.
-SJ