Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 11
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998 11 Fréttir Alli ríki kaup- ir kvótaskip DV, Esldfirði: Enn styrkir Hraðfrystihús Eskiíjarðar stoðir undir fjölbreyttum og traustum rekstri því nú hefur fyrirtækið keypt Út- gerðarfélagið Tríton ehf. á Djúpavogi. Kaupsamningur hefúr verið undirritaður og samþykktur og tekur fyrirtæki Aðal- steins Jónssonar við rekstrinum frá og með 31. ágúst. Útgerðarfélagið Tríton rekur Gest SU 160 og fylgdi aflahlutdeild skipsins með í kaup- unum eins og hún leggur sig - meðal ann- ars síldarkvóti. Vátryggingarverð Gests er 146 miiljónir króna. Skipið mun fyrst og fremst veiða rækju fyrir rækjuverksmiðju Hraðfrystihúss Eski- fjarðar en fyrirtækið mun senn taka í notk- im nýja og fúílkomna rækjuverksmiðju sem mun fullnægja ströngustu kröfúm erlendra kaupenda. Eftir skipakaupin á Hraðfrystihús Eski- fjarðar sex skip. Auk Gests eru það tveir ís- fiskstogarar og þijú nýuppgerð loðnuveiði- skip. Verður því ekki annað sagt en að bú- sældarlegt sé í gróskumiklum rekstri húss- ins enda eru atvinnumálin óvíða í eins góðu lagi og hjá fyrirtæki hins mikla athafna- manns, Aðalsteins Jónssonar. Aðalsteinn Jónsson. Regina TálknaQörður: Minnisvarði um baráttumann DV, Tálknafirði: Afhjúpaður var minnisvarði nú í ágúst í skógræktinni á Tálknafirði um Guðmund B. Sveinsson sem var frumkvöðull í skógræktarmálum í Vestur-Barðastrandarsýslu. Hann var stofnandi bama- stúkunnar Geisla, Tálknafirði, enda var hann mikill baráttumaður fyrir bindindi á áfengi og tóbaki. Þá vann hann að slysavamamálum og var áhugamaður um ljósmyndun en fyrst og fremst er hans minnst fyrir mikið og fómfúst starf að skóg- rækarmálum í Tálknafirði og víðar. Það var Guðríður Bima Jónsdótt- ir frá Sveinseyri sem hafði forgöngu um stofnun minningarsjóðs til að reisa minnisvarðann. 100 ár vora frá fæðingu Guðmundar þann 3. ágúst sl. en hann lést 23.09.1969. Ávörp vom flutt og séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur fór með bæn. Aðalheiður Guðmundsdóttir afhjúpaði minnismerkið en hún er systurdóttir Aðalheiöar, eiginkonu Guðmundar, sem lést ung. Að afhjúpuninni lokinni hauð skógræktarfélagið í Tálknafírði við- stöddum upp á kafEi og kleinur í til- efiii dagsins. -K.A. Aðalheiður Guðmundsdóttir afhjúpar minnisvarðann. DV-mynd Kristjana fRæðshnniðsböð Rejijavíkur Skólastarf í grunnskólum Reykjavíkur hefst þrlðjudaginn 1. september. Nemendur mæti í skólann þann dag sem hér seglr. 10. bekkur (nem. f. 1983) kL 9.00 9. bekkur (nem. f. 1984) kl. 10.00 8. bekkur (nem. f. 1985) kL 11.00 7. bekkur (nem. f. 1986) kL 13.00 6. bekkur (nem. f. 1987) kL 13.30 5. bekkur (nem. f. 1988) kl. 14.00 4. bekkur (nem. f. 1989) kL 14.30 3. bekkur (nem. f. 1990) kL 15.00 2. bekkur (nem. f. 1991) kL 15.30 Nemendur 1. bekkjar,börn faedd 1992, hefja skólagöngu samkvæmt stundatöflu fimmtudaginn 3- september en verða áður boðaðir til viðtals með foreldrum, hver í sinn skóla. Skólastarf í Borgarskóla hefst mánudaginn 7. september. Nánari upplýsingar um skólabyrjun þar verða sendar foreldrum í þessari viku. Ert þú búinn að taka þátt á uiunu.visir.is? ®TOYOTA www.visirJs # Verslunarskóli íslands íþróttahús Nokkrum,tímum óráöstafað í íþróttasal VÍ, aðallega um helgar. Upplýsingar eru veittar fyrir hádegi á skrifstofu skólans í síma 568 8400 Paö er bæöi sáraeinfalt og ótrúlega hagstætt aö gerast sinn eigin víngarösbóndi! Frábært tveggja vikna tilboð í Plútó! Þú getur fengiö 90 flöskur afþínu eigin víni úr ekta vínþrúgum, rauövín, hvítvín eða rósavín fyrir aðeins 9.990 kr.I Líttu við í verslunum okkar og láttu okkur leiðbeina þér. P L Ú T Ó Plútó • Suöurlandsbraut 22, Reykjavík, Sfml 553 1080 • Sunnuhlíö 12, Akureyri , Síml 461 3707 • Baldursgötu 14, Keflavík, Síml 421 1432 afft tll vlngoröar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.