Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Side 12
12
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Spurningin
Finnst þér að skemmtistaðir
eigi að vera opnir allan
sólarhringinn?
Linda Björk Árnadóttir: Nei, það
er algjör óþarfi.
Tristan E. Gribbin: Engin spurn-
ing.
Sigurður Þorsteinsson slökkvi-
liðsmaður: Nei, ekki allan sólar-
hringinn.
Karl Erlingur Oddason: Já, alveg
100 prósent.
Davíð Sigurðsson: Já, hvað á fólk
annað að gera?
Lesendur
Hvers virði eru
Fögruhverir?
Högni Hansson, forstöðumaður
umhverfls- og hollustuvemdar í
Landskrona í Svíþjóð, skrifar:
Er hægt að meta gildi Fögruhvera
i gígavattstundum? Hve margra ál-
vera virði er Gullfoss? - Þessar
spurningar vakna vegna þeirrar
umræðu sem staðið hefur seinasta
mánuðinn um Hágöngumiðlun. For-
maður þeirrar nefndar á Alþingi
sem á að standa vörð um náttúru
landsins sagði i útvarpsviðtali að of
seint og óábyrgt væri að mótmæla
núna enda kom það fram i viðtalinu
að formanninum finnst Hágöngu-
miðlun vera besti og ódýrasti virkj-
unarkosturinn, hún skilaði 200 milj-
ónum króna í tekjum á ári.
Eyðilegging Fögruhvera er ekki
afleiðing af hamförum náttúrunnar
heldur mannanna verk.
Hvers virði eru Fögruhverir?
Hvers virði er arnarstofninn á ís-
landi? Hvers virði er Flateyjarbók
og Njála? Hvers virði er Næturvakt
Rembrandts eða níunda sinfónía
Beethovens? Voru málverk van
Goghs, sem nú seljast á hærra verði
en nokkur önnur málverk, einskis
virði meðan hann var á lífi? Hvers
viröi voru Rauðhólar þegar þeir
voru notaðir sem byggingarefni? Er
afgangurinn af Rauðhólum einhvers
virði núna eftir friðlýsingu þeirra?
Er gildi Bæjarstaðaskógar eingöngu
hægt að mæla í vattstundum?
í augum þeirra sem notuðu ís-
lensk skinnhandrit til að bæta skó
voru handritin ekki meira virði en
hver önnur skinnpjatla. Við eigum
núna erfitt með að skilja hvernig
nokkrum datt í hug að sóa skinni
sem á voru ritaðar heimsbókmennt-
ir til skammtíma þarfa. Skammsýni
forfeðra okkar getum við bara skýrt
með fátækt eða skilningsleysi þeirra.
Hvernig skýrum við skammsýn-
ina í dag? Tæplega er fátækt skýr-
ingin í landi sem státar sig af ein-
hverjum hæstu þjóðartekjum á
mann sem þekkjast. Græðgi er lík-
legri skýring hjá þjóð sem í öörum
alþjóölegum samanburöi er talin
skilja stærri spor eftir sig í náttúr-
unni en nokkur önnur þjóð. Vist-
fræðilegt fótspor íslendinga sýnir
að rányrkja á náttúrunni er miklu
meiri en það sem náttúran þolir.
Kannski er Guðmundur Páll
Ólafsson Árni Magnússon okkar
daga. En hvað um hina, skammsýn-
ismennina, skóbótamennina og ál-
bræðslumennina? Það skiptir
kannski engu máli því ef gildi
þeirra er mælt á þeirra eigin mæli-
kvarða verða þeir ekki einu sinni
einnar vattstundar virði þegar fram
líða stundir.
Ráðherraráðningar
Hreinn skrifar:
Er það ekki merkilegt að í hvert
skipti sem ráðherra hættir störfum,
nú eða alþingismaður, þá virðist
sem hið opinbera hafi skyldur til að
endurráða hann í nýja stöðu innan
ríkisbáknsins. Þannig var Sverrir
Hermannsson ráðinn í Landsbank-
ann. Hann hefur nú ekki reynst sín-
um flokki eða flokksmönnum ýkja
þakklátur fyrir greiðann. Nú er það
umhverfis- og landbúnaðarráðherra
sem hyggst hætta og þá er fyrirfram
talið að hann hafi allt á þurru með
endurráðningu. Hefur að vísu sótt
um starf forstjóra íbúðalánasjóðs
ásamt mörgum öðrum. En þeim
mun verða gefið langt nef og beðnir
vel að lifa. - Bara einhvers staðar
annars staðar.
Og svona er þetta um allt kerfíð,
það er uppfullt af ýmist uppgjafa
pólitíkusum eða „eftirlegukindum"
í hinum og þessum opinberu geir-
um, AðaUega þó úr Alþingi. Hvem-
ig var með Lánasjóð íslenskra
námsmanna? Einn þingmaðurinn
þar. Og s.frv., o.s.frv. SpiUingunni
ætlar aldrei að linna. Og ekkert er
þetta annað en spiUing, hve mjög
sem menn vUja breiða yfir
ósómann. - Er furða þótt almenn-
ingur sé ódæU?
Starfsævi íslendinga
Kjartan Kjartansson skrifar:
Samkvæmt áreiðanlegum heim-
Udum hef ég fyrir satt aö íslending-
ar starfi um það bU 5 og allt upp í 10
árum lengur á vinnumarkaði hér en
frændur okkar á hinum Norður-
löndunum. Þetta á víst að teljast
okkur tU tekna og sýna hve við ís-
lendingar erum nú vinnusamir.
Mér finnst þetta hins vegar benda
tU þess hve aumt tryggingakerfi
okkar er og jafnframt lífeyrissjóð-
irnir að fólk verður að harka af sér
og vinna og vinna fram í rauðan
dauðann. - Já, í þeirra orða fyllstu
merkingu.
Hér segja lifeyrissjóðirnir bein-
línis við okkur: Þú skalt vinna al-
veg fram i lengstu lög því þá færðu
„fuUt“ úr sjóðnum þínum. Þetta
þýðir í raun að aUir reyna að harka
þjónusta
allan sólarhringinn
Aðeins 39,90 mínútan
- eða hringið í síma
XL-'.-SSO 5000
milli kl. 14 og 16
íslendingar eru eftirbátar anarra þjóða hvað varðar starfslok og töku lífeyris
með hæstu réttindum, að mati bréfritara.
af sér fram tU 70 ára aldurs, það er
aldursmarkið hjá flestum lífeyris-
sjóðunum eftir að hafa hækkað ald-
ursmarkið ólöglega úr 67 árum.
Einn og einn sjóður hefur lækkað
lögaldur til eftirlaunatöku á hæstu
réttindum niður í 67 ár en það eru
undantekningar. Að vísu má fólk
hefja lífeyristöku við 65 ára aldur
en þá lækkar greiðslan um 6% á ári.
Það munar um minna.
AUar siðvæddar vestrænar þjóðir
miða að því að leyfa fólki að hætta
störfum sem fyrst á hámarkslífeyr-
isgreiðslum til að rýma til á vinnu-
markaðinum. í Frakklandi t.d. er
þetta sífellt að færast niður. í stétt-
arfélagi vörubifreiðastjóra þar er
t.d. lífeyrisaldur kominn í 50 ár (var
áður 55 ár). Og svona er þetta viöast
hvar nema hér á landi. Opinberir
starfsmenn er eina stéttin hér sem
býr við sæmileg kjör hvað lífeyris
greiðslur varðar. - Hafi stjómmála-
menn og launþegarekendur skömm
fyrir sitt slælega framlag til lífeyris-
mála og lok starfsævi íslenskra
launþega.
Gist frítt í
London
Eyvindui- hringdi:
Nú er komið í ljós að Búnaðar-
bankinn hefur gert mörgum heldur
betur greiða með því að lána afnot
af ibúð sinni i London þeim að
kostnaðarlausu. Auðvitað er ekkert
við þessu að segja nema að einu
leyti. Þeir opinberu starfsmenn,
stjómmálamen eða aðrir, sem þarna
gistu eiga að sjálfsögðu að hafa skil-
að inn þeim dagpeningum sem þeir
spöruðu ríkinu með hinni fríu gist-
ingu í Búnaðarbankaíbúðinni i
heimsborginni. Nema þeir hafi ekki
fengið þá dagpeninga með í ferðina
sem nam gistingunni í íbúðinni. -
Er nú ekki næsta verk fjölmiðla að
fara að kanna dagpeningamál hins
opinbera ofan í kjölinn?
Rofinn friður
um forseta?
Þóroddur hringdi:
Mér þykir miður að þurfa að
taka undir með Jóni Steinari Gunn-
laugssyni og þeim öðrum sem telja
að með ummælum forseta íslands, i
ræðu á Hólahátíð fyrir stuttu um
gagnagrunninn hafi forsetinn rofið
þann frið sem hann annars bjó við
í æðsta embætti þjóðarinnar. Úr þvi
sem komiö er hlýtur forseti að
halda áfram að tjá sig á öðrum svið-
um og um önnur mál sem hæst ber
hverju sinni. Hann getur ekki ein-
skorðað sig við erfðagrunninn ein-
an. Fróðlegt væri að heyra frá for-
seta um fiskveiðistjóm okkar,
skattamálin og ríkisfjármálin í það
heila tekið. Það á ekki að vera hægt
að leika á okkur, almenning. Við
hlustum þegar forseti þjóðarinnar
talar og tökum mark á orðum hans.
Það gera margir, kannski flestir
þinmenn líka.
Svakalegt
framboð ferða
Sonja hringdi:
Ég er undrandi á svakalegu
framboði á ferðum til útlanda á
þessum árstíma. Sannleikurinn er
sá að núna er vart farandi lengra
suður en tO Bretlands ef þá ekki er
sami hiti þar og á Suður-Spáni. Hit-
inn á þessum árstíma er ekki fyrir
alla og allra sist íslendinga. Maður
púar og þurrkar svitann daglangt
og hefur ekki mikla ánægju af frí-
inu. Á haustin og snemma á vorin
vil ég hins vegar vera í suðurlönd-
um, þá er þar sannkölluð paradís.
Svo finnst mér skrýtið að nærri
sama verð skuli gilda á ferðum til
Ameríku með 2 eða 3 nóttum á hót-
eli og í ferð til nágrannalanda eins
og Bretlands og Hollands.
Hvar er Svarta
ekkjan?
Þormóður skrifar:
Afskaplega fannst mér lélegur
fréttaflutningur af eitruðu köngu-
lónni, Svörtu ekkjunni, svokölluðu
í sjónvarpsfréttum. Ekkert getið
um hvar hún hefði sést eða fundist.
Ekki heldur hvemig hún hefði
borist til landsins. Það mmnsta
hefði þó verið að geta þess hvar
hún hefði fundist, í hvaða lands-
hluta, bæjarfélagi eða sveit. Ef hún
finnst aðeins á einum stað hlýtur
að vera hægt að útrýma henni
nokkuð fljótt. - Frekari upplýsing-
ar, takk.
Þingmönnum
úthýst á Degi
Alþingismaður hringdi:
Henni hlýtur að vera afar illa við
þingmenn, blaðakonunni á Degi
sem skrifaði pistil þar sem hún
lagði áherslu á að ritskoða okkur
þingmenn. Flesta þingmenn segir
hún ekki búa yfir slíkum gáfum að
geta skrifað og skrifi án þess að
geta það. Og umfram allt ættu þing-
menn að láta ógert að sóða út lítið
blað á við Dag með skrifum í blað-
ið. - Þetta var umbúðalaust. Líklega
munu margir okkar taka tillit til
þessara fyrirmæla blaðakonunnar.