Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Síða 23
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Bakteríur notaðar til þess
að finna jarðsprengjur
Talið er að um tvö þús-
und manns farist eða
slasist alvarlega af völd-
um jarðsprengna út um
allan heim á hverju ári.
Margt af þessu fólki sem
slasast missir útlimi og
fyrir utan manntjónið er
mikið af góðu ræktar-
landi í mörgum fátækum
löndum ónothæft vegna
jarðsprengna sem lagðar
voru í styrjöldum sem
eru löngu útkljáðar.
Vandamálið er gríðar-
stórt, samkvæmt tölum
Rauða krossins eru um
120 milljónir virkra jarð-
sprengna enn grafnar í
yfir sjötíu löndum.
Unnið er að því að út-
rýma þessari ógn en eins
og lesendur geta senni-
lega gert sér í hugarlund
er hreinsun jarðsprengju-
svæða bæði hættulegt,
seinlegt og kostnaðar-
samt verk.
Menn hafa því reynt að
leita nýrra leiða við þessi
brýnu hreinsunarstörf.
Ein athyglisverðasta hug-
myndin um hvernig út-
rýma megi jarðsprengj-
um sem komið hefur
fram hin seinni ár er ætt-
uð frá Bandaríkjunum.
Þar vilja vísindamenn
nota bakteríur til þess að
sýna staðsetningu jarð-
sprengna á öruggan og
hagkvæman hátt. Til þess
vilja þeir nota sjálf-
lýsandi og meinlausar
bakteríur sem lifa í
jarðvegi og geta nærst á
TNT-gasi sem um níu af
hverjum tíu jarð-
sprengjum gefa frá sér.
Þessum bakterium yrði
blandað saman við vatn
og flugvélar notaðar til
þess að úða bakter-
íuseyðinu yfir svæði
þar sem talið er að jarð-
sprengjur séu í jörð.
Bakteríurnar myndu
safnast í jarðveginum
þar sem sprengjurnar
leynast og gnægð er af
TNT-gasi.
Þær yrði sjáanlegar
mönnum með nætur-
sjónauka og þannig yrði
mun auðveldara en ella
að finna sprengjurnar
og íjarlæga þær á örugg-
an hátt. Þegar sprengj-
urnar hverfa deyja
bakteríurnar.
Nú er verið að skoða
hundruð tegunda gerla í
rannsóknarstofum vest-
anhafs og er sérstaklega
litið til baktería sem lifa
i jarðvegi í löndum eins
og Angóla og Bangla-
desh þar sem jarð-
sprengjuplágan leikur
íbúana grátt. Búast má
við að tilraunir með
þessa nýstárlegu aðferð
hefjist í lok næsta árs.
-JHÞ
Vangaveltur um vatn á Mars
Mars-jeppinn svokallaði á yfirboði plánetunnar rauðu. Vísindamenn
deila nú um hvort ummerki sjáist um vatn þar.
Allar götur frá því að Mariner 9
geimfarið sendi fyrstu myndirnar
sem sáust frá yfirborði plánetunnar
Mars árið 1971 hafa sífellt fleiri vís-
bendingar komið fram sem benda
til þess að eitt sinn hafi vatn runn-
ið um yfirborðið.
Nú hringsólar geimfarið Mars
Global Surveyor í kringum Mars á
vegum NASA og myndar yfirborð
plánetunnar í grið og erg. Tilgang-
urinn er sá að kortleggja plánetuna
með nákvæmari hætti en gert hefur
verið til þessa.
Myndirnar og mælingar frá
Global Surveyor gefa einnig vís-
bendingar um fortíð Mars. Mæling-
ar sýna að á svæði sem er um fimm
hundruð kílómetrar í þvermál eru
miklar járnútfellingar. Þaö þykir
benda til þess að heitt vatn hafi eitt
sinn vætlað út um járnríkt berg.
Þegar vatnið hafi kólnað og síðan
horfið hafi grófar járnagnir setið
eftir.
Myndir frá Global Surveyor sýna
einnig stóran gíg þar sem engu lík-
ara er en að vatn hafi fossað niður
hlíðar hans ofan í gíginn. Einnig
telja sumir dökk svæði á botni hans
sandöldur sem séu leifar botnleðju,
lík þeirri sem er í botni stöðuvatna
jarðarinnar. Ef þetta er rétt væri
gigm-inn og aðrir slíkir ákjósanlegir
staðir fyrir geimför framtíðarinnar
sem leituðu að fornu lífi á Mars.
Þetta eru þó umdeilanlegt. Vís-
indamenn sem skoðað hafa myndir
frá Global Surveyor segja að aðrar
myndir frá geimfarinu sýni gíga
sem séu með svipuð dökk svæði en
þar séu engin ummerki um vatns-
farvegi í hlíðum þeirra. Því séu
dökku svæðin að öllum líkindum
löngu storknað hraun. -JHÞ
Náin kynni án brottnáms
Það kostar um 3.500 krónur að
senda DNA-sýni út í geiminn, auk
ljósmyndar og skilaboða til þeirra
sem hugsanlega leynast í óravídd-
um þar.
Kostaboðið er á vegum fyrirtæk-
isins Celestis. Áhugasamir kaupa
pakka sem í er sett hár, myndir og
skilaboð. Myndirnar og skilaboðin
eru sett á stafrænt form og komið
fyrir, ásamt hárinu, um borð í
Encounter 2001-geimfarinu. Ariene
5-eldflaug mun síðan skjóta því út í
geiminn árið 2001.
Pláss er fyrir hársýni, sem inni-
halda genaupplýsingar um hvem
og einn, ásamt skilaboðum og
myndum frá 4,5 milljónum manna.
Á myndinni til hægri sést Ariane 5-
eldflaug sem mun koma öllu til
skila. -JHÞ
Skólapakkinn
Taeknival býður þér kraftmikla
tölvu með mótaldi fyrir
Internetið ásamt öflugum Epson
litaprentara og myndskanna á
ótrúlegu verði.
Skólapakkinn er
sérstaklega
hannaður fyrir
allt skólafólk
og gerir
námið
fjölbreyttara
og skemmtilegra.
Hyundai tölva turn
233mhz örgjörvi
32mb sdram vinnsluminni
2.1GB harður diskur
4mb skjákort
24x geisladrif
Soundblaster 16 hljóðkort
80w hátalarar
33.6 baud modem
Epson prentari
Stylus Color 400
Litableksprautuprentari
30 bita borðskanni
m íi
lOV
fro kr
Tælcniwai
^ Allt þetta
o aðeins
ritgerðirnar enn
tri með litmyndum
Aflaðu þér fróðleiks á
Internetinu
Gefðu út skólablað
Búðu til þín eigin
boðskort og prentaðu
myndir á boli
• Kynntu þig á
Internetinu
• Lífgaðu upp á
fjölskyldumyndirnar