Dagblaðið Vísir - DV - 24.08.1998, Page 32
40
MÁNUDAGUR 24. ÁGÚST 1998
Sigurvegar-
ar á Króks-
móti:
6. flokkur, C-lið:
1. sæti: BÍ
2. sæti: Tindastóll
3. sæti: Leiftur
6. flokkur, B-lið:
1. sæti: Tindastóll
2. sæti: KS
3. sæti: Höttur
6. flokkur, A-lið
1. sæti: Tindastóll
2. sæti: KS
3. sæti: Völsungur
5. flokkur, C-lið:
1. sæti: Tindastóll
2. sæti: Dalvík
3. sæti: BÍ
5. flokkur, B-lið:
1. sæti: Dalvík
2. sæti: BÍ
3. sæti: Grundarfj.
5. flokkur, A-lið:
1. sæti: BÍ
2. sæti: Dalvík
3. sæti: Tindastóll
Allir leikirnir fóru
fram á Sauðárkróki á
grasvöllum félagsins.
Iþróttir unglinga i>v
Lið BÍ frá ísafirði sigraði glæsilega í 5. fiokki A-liða á Króksmótinu. BÍ lagði Dalvík naumlega í úrslitaleik, 1-0.
Króksmótið í knattspyrnu fór fram fyrir stuttu:
Góðir heimamenn
- leikgleðin var í fyrirrúmi á stærsta Króksmótinu til þessa
Sjötíu og átta liö frá sautján félög-
um mættu til leiks á tólfta Króks-
mótið í knattspymu sem fram fór á
Suðárkróki 15. og 16. ágúst. Þetta er
mesta þátttaka í mótinu til þessa en
keppnin var eingöngu fyrir fímmta,
sjötta og sjöimda flokk, sem eru
yngstu iðkendumir í knattspymu.
Um 1300 manns á Króknum
Alls vora leiknir um 260 leikir i
mótinu á níu keppnisvöllum. Kepp-
endur vom um 750 og þeim fylgdi
fömneyti sem kunnugir giskuðu á
að teldi um 600 manns.
Heimamenn í Tindastóli vom sig-
ursælir á mótinu og áttu sigurveg-
ara í sex flokkum af níu og hirtu
auk þess tvívegis annað sætið. BÍ
frá ísafirði sigraði í tveimur flokk-
um og Dalvík í einum en bæði þessi
lið sendu stóra hópa keppenda til
mótsins. Heimamenn áttu eina liðið
í mótinu sem eingöngu var skipað
stelpum en hins vegar vora mörg
lið með eina til þrjár stelpur i hóp-
um sínum og virtust þær ekkert
gefa strákunum eftir.
Þrátt fyrir fremur óhagstætt veð-
ur, kulda og rigningarsudda, tókst
að halda timasetningum í mótinu.
Leikgleðin í fyrirrúmi
Má segja að leikgleðin hjá hinu
unga íþróttafólki hafi verið í fyrir-
rúmi á mótinu. Auk fótboltans var
öllum á mótssvæðinu boðið til grill-
veislu eftir keppni á laugardag og
síðan til kvöldvöku í íþróttahúsinu.
Ómar Bragi Stefánsson mótsstjóri
sagði í samtali við DV að þeir sem
stæðu aö mótinu væra ánægðir.
Mót með þessum þátttakendafjölda
er heilmikið fyrirtæki í framkvæmd
sem sést af því að starfsmenn vora
250-300 manns. Ómar gat þess að
þeir mótshaldarar væru sérlega
ánægðir með umgengni og fram-
komu aökomufólks meðan það
dvaldi í bænum. En flestir fengu
inni í skólahúsnæði í bænum.
Valtýr var heiðursgestur
Styrktaraðili Króksmótsins var
Fiskiðjan Skagfirðingur hf. en heiö-
ursgestur var Valtýr Bjöm Valtýs-
son íþróttafréttamaður og vakti
hann mikla lukku meðal keppenda.
Við mótsslit fengu allir keppend-
ur verðlaunapening og einnig fengu
lið í þremur efstu sætum í hverjum
flokki bikar að launum fyrir
frammistöðuna.
Tindastóll sigraði í 7. flokki í hópi A-liða.
C-lið Tindastóll var skipað stúlkum og gáfu þær piltunum
ekkert eftir og höfnuðu í fyrsta sæti í 5. flokki C.
Lið BÍ sigraði í 6. flokki í hópi C-liða. Liðið vakti athygli fyrir
góða liðsheild og mikla samvinnu á vellinum.
Króksmótið:
Krakkarnir
hlakka til
allt sumarið
„Þetta er þriðja árið í röð sem
ég kem hingað á Króksmótið
meö 7. flokki. Krakkamir hlakka
til svona móts allt sumarið. Að
fá að spila svona marga leiki á
tveimur dögum og fá nýja mót-
herja er það sem þau vilja,“
sagði Guðmundur Kristjánsson,
umsjónarmaður 7. flokks í hópi
B-liða hjá Dalvíkingum.
Guðmundur sagðist vera mjög
ánægður með framkvæmdina á
Króksmótinu og þá aðstöðu sem
boðið væri upp á. Hann sagði að
það væri mjög öflugt unglinga-
starf hjá Dalvíkingum um þessar
mundir og þeir væru nánast með
lið í öllum flokkum. Keppendur
frá Dalvík vora 75-80 og einnig
fylgdi fjöldi foreldra með þannig
að hópurinn í heild taldi um 110
manns. Guömundur sagöi að það
væri regla hjá Dalvíkingum að í
minnsta lagi annað foreldrið
færi með krökkunum í 7. flokki
þegar þau kepptu utan heima-
byggðar og svo færa alltaf ein-
hverjir með eldri flokkunum.
„Ég er búinn að vera viðloö-
andi fótboltann í nokkur ár og
verð það áreiðanlega áfram því
nú á ég krakka sem famir eru að
keppa í þessu af fullum krafti,"
sagði Guðmundur hress í bragði
að lokum við blaðamann DV.
Króksmótið:
Markmiðiö
íhöfn
„Við erum búnir að stefna að
þessum sigri í allt sumar og það
tókst. Úrslitaleikurinn var þó
erfiður því þeir börðust vel í
vöminni en við sóttum meira.
Ég var farinn að kvíða því að
þetta færi í framlengingu en þá
kom markið," sagði Birkir Hall-
dór Sverrisson, fyrirliði 5. flokks
BÍ eftir að þeir lögðu Dalvíkinga
að velli í úrslitaleik, 1-0. Þar með
tryggðu þeir sér sigur í 5. flokki
í hópi A-liða. Birkir sagði að
þeim ísafjarðarstrákum hefði
gengið vel í sumar, unnið alla
sína leiki að einum undanskild-
um sem varð jafntefli. Hann
sagði að þeir æfðu yfirleitt
tvisvar á dag og svo væra leikir
á sunnudögum. BÍ-strákamir
vora að vonum ánægðir með sig-
urinn og þökkuðu að hluta til
góðum þjálfara sinum.
Umsjón
írís B. Eysteinsdóttir
Sigurvegarar á
Króksmóti:
7. flokkur, C-llð:
1. sæti: Tindastóll (1)
2. sæti: Tindastóll (4)
3. sæti: Tindastóll (2)
7. ffokkur, B-lið:
1. sæti: Tindastóll
2. sæti: Leiftur
3. sæti: KS
7. flokkur, A-lið:
1. sæti: Tindastóll
2. sæti: Völsungur
3. sæti: Dalvík
Texti og myndir
Öm Þórarinsson