Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 5
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 5 I>V Kennsla í grunnskólum á landsbyggðinni: Misjafnlega gengur manna stöðurnar Fréttir Misjafhlega hefur gengið að fá fólk til kennslu í grunnskólum á lands- byggðinni. Á sumum svæðum er ástandið nokkuð gott, miðað við það sem verið hefur, en afar slæmt annars staðar, samkvæmt upplýsingum sem fengust á skólaskrifstofum sem DV ræddi við í gær. Það skal tekið fram að tölulegar upplýsingar um ráðning- ar kennara og leiðbeinenda liggja ekki fyrir á umræddum skrifstofum, þannig að um nákvæma stöðu mála er ekki að ræða. „í skólunum hér í kring hefur víðast gengið upp að fá mannskap,“ sagði Snorri Þorsteinsson á Skólaskrifstofu Vesturlands. „í mjög mörgum þeirra hef- ur máhð verið leyst með leiðbeinendum en annars staðar hefur verið hægt að manna með grunnskólakennurum.“ Pétur Bjamason á Skóla- skrifstofu Vestíjarða sagði að ástandið væri ekkert verra en verið hefði. í mörg- um skólum væri enn eftir að ráða í 1-2 stöður og menn væru að íhuga hvort þeir réðu leiðbeinendur eða leystu málið með meira vinnuálagi á þá kennara sem fyrir væru. Víðast virt- ist hægt að leysa þetta á annan hvom veginn. „Við höfum fengið gróft yfirlit yfir stöðu mála í gnmnskólunum á svæðinu og samkvæmt því virðast skólar vera mannaðir,“ sagði Einar Már Sigurðsson á Skólaskrifstofu Austur- Grunnskólarnir byrja í næstu viku en misjafnt er hvernig gengur að manna stöður kennara. í sumum landshlutum er ástandið slæmt en þó ekki verra en á síðasta ári. lands . „Svo virðist sem nú hafi gengið betur að manna þá en oft áður en það er auð- vitað gert að hluta til með leiðbeinendum. Ástandið virðist ívið betra en oft áður og kann skýringin að vera fólgin í þvi að menn hér hafa hafið ráðningar leiðbein- enda fyrr en gert var á sum- um öðrum stöðum." Jón Hjartarson á Skóla- skrifstofú Suðurlands kvaðst ekki hafa marktækar upp- lýsingar um ráðningar í grunnskólum þar. „Sums staðar er búið að ráða en annars staðar gengur afskap- lega illa að manna skólana. Mín tilfinning er sú, að ráðn- ingar gangi verr nú en oft áður, enda er kennaraskortur í landinu." „Ég hef ekkert nákvæmt yfirlit en mér heyrist að staðan sé svipuð og í fyrra, kannski ívið erfiðari sums stað- ar,“ sagði Jón Baldvin Hannesson, Skólaþjónustu Norðurlands eystra. „Sveiflumar eru meiri á litlu stöðun- um, kennarar fáir og það munar meira um hvern." Bergþóra Gísladóttir á Skólaskrif- stofu Húnvetninga sagði að skólamir á svæðinu stæðu mjög misjafnlega hvað mannaráðningar varðaði. Vel hefði gengið að manna grunnskólann á Blönduósi og á Húnavöllum hefðu ekki verið mikil umskipti á fólki í langan tíma. Hins vegar væri ástand- ið afar slæmt á Skagaströnd og Hvammstanga. -JSS SUZUKI SWIFT GERIR INNANBÆJARAKSTURINN SKEMMTILEGRI Rúmgóður, sparneytinn, nettur og lipur að keyra. Sestu inn og láttu fara vel um þig. 1 I ÓVENJU MIKILL STAÐALBÚNAÐUR FYRIR BÍL í ÞESSUM VERÐFLOKKI Vökvastýri • 2 loftpúðar • Þjófavörn • Samlæsingar Krumpusvæði að framan og aftan • Upphituð framsæti Rafmagn í rúðum og speglum • Samlitaðir stuðarar Hæðarstillanleg öryggisbelti • Hemlaljós í afturglugga Skolsprautur fyrir framljós • Styrktarbitar í hurðum >vo ef hann eins auðveldur í e ndur taklega sölul $ SUZUKI - SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla- og búvélasalan hf„ Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 5S5 15 50. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. Hvammstanga: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.