Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 10
10
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
Fréttir
Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri um tónlistaruppeldi:
Börnin læra öguð vinnubrögð
„Tónlist er undirstaöa andlegs og
líkamlegs þroska barnsins," hefur
Jóhanna Thorsteinsson, leikskóla-
stjóri á Laufásborg, eftir Belganum
Edgar Willems. Willems þessi hefur
þróað kenningar um tónlistarupp-
eldi ungra barna en þær voru
grundvöllur þróunarverkefnis sem
Jóhanna stjómaði á leikskólanum
Kópasteini í Kópavogi árin 1991 til
1994. Á laugardaginn flutti Jóhanna
erindi um þróunarverkefnið á mál-
þingi Rannsóknarstofnunar Kenn-
araháskólans um þróun og ný-
breytni í skólum.
„Öll börn, þriggja ára og eldri,
tóku þátt í prógramminu sem bar
mjög góðan árangur," segir Jó-
hanna. „Við byrjuöum á því aö
þjálfa tóneyra með því að hlusta á
umhverfishljóð, líkamshljóð eins og
hjartslátt og meltingaróhljóð, og sið-
ast en ekki síst sígilda tónlist. Þá
spiluðum við helst barokktónlist
fyrir börnin en hún er taktföst og
náði vel til þeirra.“ Bömin voru
ekki eingöngu þjálfuð í að hlusta
heldur sungu þau líka mikið. „Við
æfðum taktvísi og rytma með
söngvum og dansi,“ segir Jóhanna.
„Böm em yfirleitt ekki gjaldgeng í
kóra fyrr en þau hafa lært að lesa
en bömin hafa ótrúlega gaman af
tónlist og gaman af því að geta flutt
tónlist. Þau em eldsnögg að læra
texta og með markvissu söngstarfi
tókst okkur að þjálfa prýðisgóðan
kór. Eftir tóneyraþjálfunina voru
börnin fljót að komast að því að það
er stór munur á hávaða og kór-
söng!“ segir Jóhanna. „Bömin hafa
óskaplega gaman af þessu og verða
kappsfull og átta sig á því að það er
miklu skemmtilegra og fallegra þeg-
ar allir syngja sama tóninn en ekki
bara hver í sínu homi.“ Jóhanna
segir að bömin hafi í tónlistarstarf-
inu lært öguð vinnubrögð og gengið
hraustlegar til annarrar vinnu eftir
að hafa fengið útrás í söng.
Jóhanna hefur farið á námskeið í
Frakklandi og Belgíu til þess að
læra um tónlistaruppeldi bama og
fer reglulega á námskeið í Lyon.
Hún segir þessar aðferðir hafa mjög
góð áhrif á böm. „Börnin lærðu að
tjá sig í söng, þau sungu ekki aðeins
í söngstundinni heldur í rólunum
og sandkassanum. Þegar við vomm
að útbúa jólapappír með því að
þrykkja á hann myndir varð úr
taktvís dans. Tónlistin hefur svo
sannarlega áhrif á allt líf bamanna.
Þá sögðu foreldrar okkur það að
börn sem höfðu sig hvað minnst í
frammi hjá okkur sungu oft hástöf-
um heima hjá sér fyrir fjölskyld-
una!“
PATROL
Framleiðum brettakanta, sólskyggni og boddýhluti á flestar
gerðir jeppa, einnig boddýhluti í vörubíla og vanbíla.
Sérsmíði og viðgerðir.
ALLT PLAST
IHl! Kænuvogi 17 • Sími 588 6740
Hægt er að fá Norm-X setlaugar í
mismunandi stærðum og litum.
Setlaugamar bjóða einnig upp á fjölbreytta
möguleika hvað varðar
uppsetningu, umhverfi og búnað sem setja
má í og við laugina.
Jóhanna Thorsteinsson leikskólastjóri: „Tónlistin hefur svo sannarlega áhrif á allt líf barnanna."
DV-mynd S
Hafið samband og fáið
sendan bækfing með fit-
myndum og tæknilegum
upplýsingum.
Verð frá kr. 59-500.
Skeiðarás við Amarvog 210 Garðabæ Stmi 565 8822
Fax 565 8777 Netfang: normi@íslandia.is
H-síða: www.islandia.is/ -normi
Sandra Eaton, kennari við Enskuskólann, telur krakka læra svolitla ensku fyrir framan tölvuna:
Skipað fyrir á ensku
„Krakkar kunna miklu meira í
ensku núna heldur en fyrir
nokkrum árum siðan", segir Sandra
Eaton, kennari við Enskuskólann.
„Fimm og sex ára krakkar tala ótrú-
lega góða ensku.“ Eftir nokkra um-
hugsun bætir hún því við aö réttara
sé líklega að segja að þau skilji ótrú-
lega mikla ensku en þurfi á skólun
að halda til þess að læra að tala. „Þó
eru sumir með ótrúlega sterkan am-
erískan framburö eftir að hafa horft
á margar amerískar kvikmyndir og
aðrir meö óskilgreinanlegan fram-
burð, kannski ættaðan frá einhverri
teiknimyndafígúranna sem tala oft
mjög undarlega." Það er misjafnt
hversu fljótir krakkar eru til en
Sandra segir ótrúlega marga krakka
sem aldrei hafí farið út fyrir land-
steinana tala eins og þeir hafí dval-
ið langdvölum erlendis. „Þetta er
auðvitað sjónvarpið og líklega
tölvunotkunin líka því krakkamir
kunna greinilega ýmsar fyrirskip-
anir á ensku. Ég held aö litlir
krakkar geri jafnvel ekki greinar-
mun á málunum tveimur og hugsi á
ensku þegar þau eru fyrir framan
tölvuna."
Viðbyggingin brátt fokheld.
DV-mynd Þórarinn
NYR SENDIBILL
Neskaupstaður:
Kennt á fjórum stöðum
aðeins kr.
1.185.500,
Ármúla 13- Sími 575 1220 - 575 1200 ■ Fax 568 3818
HYunom
- til framtidar
DV, Eskifirði:
Nú stendur yfir viöbygging við
gamla skólann okkar
sem var löngu orðin timabær. Á
meðan hún stendur yfir veröur kennt
á fjórum stöðum í Norðfirði. í skóla-
húsinu á Kirkjumel, sem er inni í
sveit, safhaöarheimilinu og í verk-
menntaskólanum, auk Nesskóla,"
sagði Einar Sveinn Ámason, skóla-
stjóri í Nesskóla, í samtali við DV.
Ástæðuna fyrir þessum vanda segir Ein-
ar vera að hluta til snjóflóðamat sem
lagt var fram síðastliðið vor og varð til
þess að verkinu seinkaði til muna -
verður ekki tilbúið fyrr en um áramót.
Guðmundur Sigfússon, bæjartækni-
fræðingur í Neskaupstað, segir verkið
allt að 25 % dýrara þar sem styrkja
þurfti gler og veggi. Auk þess þurfti að
endurhanna bygginguna. Viðbygging-
in er fyrri áfangi af tveimur til að
mögulegt veröi að einsetja skólann.
Einar segir að þegar verkinu verði lok-
ið, það er báðum áfóngunum, verði
skólinn einsetinn. Reynt veröur að
koma fyrir í nýja húsnæði sem flestu
sem þurft hefur að vera annars staðar.
Má þar nefha tónskóla og mynd- og
handmenntaskóla. Auk þess batnar að-
staða kennaratil mikiUa muna. -ÞH