Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Qupperneq 18
18 FMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 Fréttir Fjarkennarar 1 framhaldsskólum: Mikil einhliða launaskerðing Uggur er meðal kennara sem stunda fjarkennslu við Verkmennta- skólann á Akureyri vegna fyrirhug- aðra breytinga menntamálaráðu- neytisins á launum þeirra Kennarar telja að breytingamar muni fela í sér um 30% launaskerðingu. I mennta- málaráðuneytinu líta menn ekki á breytingamar sem launaskerðingu heldur sem kennslubreytingar og er þeim tilmælum m.a. beint til kenn- ara að þeir minnki persónulega þjón- ustu við nemendur. Hingað til hafa greiðslur fyrir fjar- kennslu tekið mið af því að um til- rauna- og þróunarverkefni var að ræða og tímanotkun og álag á kenn- ara því meira en ella. Nú gerir menntamálaráðuneytið hins vegar ráð fyrir því að laun íjarkennara taki mið af launum fyrir hefðbundna kennslu þar sem fjarkennslan sé ekki lengur á tilraunastigi. Snæfellsnes: Allt blátt og svart af berjum DV, Vesturlandi: „Ég fór suður fyrir flugvöll- inn, út fyrir Gufuskála, þar sem heitir Gufuskálamóða. Ég fór upp með ánni og þar er gífurlega mikið af berjum alveg suður úr. Ég hef aldrei séð eins mikið af berjum síðan ég kom hingað og oft hefur berjaspretta þó verið mikil á þessum slóðum. Mér skilst að það sé mikið af berjum hér um allt Snæfellsnes. Mikið af aðalbláberjum er viö Amar- stapa, upp við Öxl, auk þess er mikið af krækiberjum I hraun- inu í kringum Arnarstapa," sagði Pétur S. Jóhannesson í Ólafsvík í samtali við DV. -DVÓ HÍK og KÍ fella sig hins vegar ekki við þessi rök og segja aö um einhliða launaskerðingu sé að ræða. „Kjarn- inn í þessu máli er að laun kennara eru ákvörðuð samkvæmt kjarasamn- ingi og svona einhliða breytingar eru algjörlega óásættanlegar. Einnig eru vinnubrögðin og tímasetningin viö þessa ákvörðun óásættanleg því kennurum er tilkynnt um þessa ákvörðun nítján dögum eftir að nýtt skólaár hefst,“ segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður HÍK. -GLM Hafnarhúsið við Tryggvagötu, sem nú hýsir Listasafn Reykjavíkur, er óðum að breyta um svip. Undanfariö hefur verið unnið að þvi' að brjóta niður glugga hússins en til stendur að stækka þá um helming. Framkvæmdirnar hafa að sögn gengið vel og styttist í að húsið verði komið í endanlegt form. DV-mynd S ^ Takið þátt í \ krakkapakkaleik Kjörís og DV! Klippiö út Tígra og límið á þátttökuseðil sem fæst á næsta sölustað Kjörís krakkapakka. Sendið svo inn ásamt strikamerkjum af krakkapökkum. Nöfn vinningshafa birtast í DV á miðvikudögum. KLIPPTU ÚT' Þingvellir skarta sínu fegursta yfir sumartímann. Þessi mynd var tekin um síð- ustu helgi þegar fjöldinn allur af fólki kom í þjóðgarðinn í góða veðrinu. Fleiri og fleiri koma til Þingvalla ár hvert og f sumar hafa nokkrir notað tækifærið til að baða sig naktir í Öxará til að kæla sig í hitanum. DV-mynd Þorleifur Piltur í klandri: Númeraplöturnar pössuðu ekki Eftir að lögreglan hafði veitt 18 ára ökumanni eftirfór í Reykjavík í nótt kom í ljós að númeraplötur á bíl sem hann ók áttu alls ekki við viðkomandi ökutæki. Einnig kom í ljós að pilturinn hafði ekki ökurétt- indi og var auk þess grunaður um ölvun við akstur. Til að bæta gráu ofan á svart hafði pilturinn ekki sinnt stöðvunarmerkjum lögregl- unnar og endaði hann fór sína á steyptum stólpa við Laugaveginn. Málið verður rannsakað í dag. -Ótt íslenska járnblendifélagið: Hagnaour 217 milljónir króna DV Akranesi: Hagnaður íslenska jámblendifé- lagsins hf. varð 217 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Sölu- tekjur á fyrri helmingi ársins námu 2.056 milljónum króna, samanborið við 2.197 milljónir króna á sama tímabili i fyrra. Hagnaður fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins er 441 milljón króna en 424 milljónir króna að frá- dregnum eignarskatti. Heildareign- ir félagsins námu 4.512 milljónum króna í lok júní en voru um áramót 4.331 milljón króna. Eiginfjárhlut- fall er 88,9% en var 82,8% i lok síð- asta árs. íslenska jámblendifélagið fær endurgreiðslu frá Landsvirkjun vegna lokauppgjörs á raforku á ár- unum 1993 til 1997 að upphæð 207 milljónir króna. Að endurgreiðsl- unni frátalinni nemur hagnaður fé- lagsins 217 milljónum króna á fyrri helmingi ársins, samanborið við 260 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. -DVÓ Langur laugardagur í miðborg Reylcjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið Auglýsing Næsti langi laugardagur er 5. september. Þeim sem vilja tryggja sér plóss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 4. september er bent á áb hafa samband við Sigurð Hannesson sem fyrst i síma 550 5728.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.