Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Síða 21
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998
25
DV
Fréttir
Heimilisiðnaðarfélag íslands:
Ekki mosa-
vaxnar
prjónakonur
- segirÁsdís Birgisdóttir
Sjókettir í Reykjavíkurhöfn
Kraftmiklir sjókettir hafa vafalaust vakið athygli margra sem gengið hafa um
Reykjavíkurhöfnina að undanförnu. Um er að ræða tvo sjóketti en þeir komast
hæglega á 130 kflómetra hraða enda búnir 135 hestafla vélum. DV-mynd S
Stykkishólmur:
Stóraukinn ferða-
mannastraumur
DV, Vesturlandi:
Stóraukinn ferðamannastraumur
hefur verið til Stykkishólms í sumar,
að sögn Birgis Mikaelssonar, fram-
kvæmdastjóra Eflingar í Stykkishólmi.
„Við sjáum það hér hjá upplýsinga-
miðstöðinni að það eru greinilega mik-
ið fleiri ferðamenn sem sækja Stykkis-
hólm heim I sumar en undanfarin
sumur. Ég get nefht sem dæmi að um
helgina voru hér danskir dagar sem
tókust alveg frábærlega. Fyrir og eftir
þá hefur verið stöðug og mikil umferð
hér í bænum. Ástæðumar eru margar.
Fyrst get ég nefnt Hvalfjarðargöngin.
Fólk hefur ekið hingað vestur á Snæ-
fellsnes og svo hefur veðrið spilað inn
í. En aðalástæðuna tel ég þá að kynn-
ingin á Snæfellsnesi er farin að skila
sér. Hingað er margt að sækja. Ferða-
menn fara mikið í siglingar. Þeir fara
út í Flatey, vestur á Firði yfir Breiða-
fjörðinn og um Snæfellsnesið. Gistiað-
staða er ágæt hér í Stykkishólmi,"
sagði Birgir Mikaelsson við DV. -DVÓ
Frá þjóðbúningakynningu Heimilisiðnaðarfélagsins í júní. Námskeið Heimil-
isiðnaðarskólans í þjóðbúningagerð njóta sífellt vaxandi áhuga.
Frá 28. umdæmisþingi Kiwanisumdæmis islands og Færeyja þar sem sam-
þykkt var að verja söfnunarfé næsta K-dags til Geðhjálpar.
Umdæmisþing Kiwanisumdæmisins Ísland-Færeyjar:
Gjöf til Barnaspítala
Hringsins
Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyj-
ar hélt sitt 28. umdæmisþing dagana
21.-23. ágúst í Reykjavík. Um tvö
hundruð fulltrúar frá klúbbum um-
dæmisins sóttu þingið. Auk hefð-
bundinna þingstarfa voru Barnaspít-
ala Hringsins afhent fjögur fúllkom-
in sjónvarpstæki að gjöf frá félaginu.
Gjöfin er afrakstur söfnunar sem fé-
lagið stóð fyrir á síðasta starfsári
með framlögum frá Kiwanis-klúbb-
um og stuðningi frá Japis og Sam-
myndböndum. Á þinginu var m.a.
samþykkt að verja söfnunarfé næsta
K-dags, 10. október nk„ til Geðhjálp-
ar. Af því tilefni ávarpaði Ingólfur H.
Ingólfsson, framkvæmdastjóri Geð-
hjálpar, þingið og þakkaði Kiwanis
stuöninginn. Kiwanismenn hafa af-
hent söfiiunarfé frá K-dögum að upp-
hæð 150 milljónir á núvirði. Lokahóf
var svo haldið á Hótel Sögu þar sem
margt var um manninn og skemmt-
un hin besta. -hb
„Áhugi fyrir þjóðbúningagerð hef-
ur aukist gífurlega síðan þjóðhátíðar-
árið fyrir fiórum árum og vafalaust
eru margir farnir að huga að alda-
mótaárinu," segir Ásdis Birgisdóttir,
félagi í Heimilisiðnaðarfélaginu. Þjóð-
búninga íslenskra kvenna; upphlut og
peysufót, faldbúning, skautbúning og
kyrtil, er hvergi hægt að kaupa til-
búna og því verður fólk að leita til
saumakonu - eða leggjast sjálft í
saumaskap - vilji það koma sér upp
þjóðlegum hátíðarklæðnaði. Heimilis-
iðnaðarfélagið hefur staðið fyrir nám-
skeiðum í þjóðbúningagerð um
margra ára skeið en eins og fyrr seg-
ir hefur markverð uppsveifla orðið í
aðsókninni síðustu árin. „Það eru
bæði konur og karlar sem sækja nám-
skeiðin,“ segir Ásdís, og vinsælast er
að sauma upphlutinn og peysufótin."
Heimilisiðnaðarfélágið er áhuga-
mannafélag um íslenskt handverk
sem var stofiiað árið 1913. Félags-
menn eru um það bil eitt þúsund um
allt land og Ásdís segist ekki hafa upp-
lýsingar um kynjaskiptinguna á reið-
um höndum en karlkyns félagar séu
þó líklega „afar fáir.“ í lögum félags-
ins er meðal arrnars kveðið á um
varðveislu gamalla íslenskra vinnu-
bragða og er þá tekið til margra hluta
er lúta að handverki og heimilisiðn-
aði.
„Handverksáhuginn hefur vaxið
heilmikið síðustu ár,“ segir Ásdís.
Heimilisiðnaðarfélagið hefúr þó ekki
getað verið þátttakandi í þvi uppbygg-
ingarstarfi sem hefur verriö unnið
því fiárráð félagsins eru afar takmörk-
uð. „Félagið er rekið með félagsgjöld-
um en fær litla sem enga opinbera
styrki. Við höfum sóst eftir þeim en
mætum litlum skilningi. Það er
kannski ljótt að segja það en það er
eins og þeir sem styrkina veita séu
hrifnari af nýjum bólum. Nýjungam-
ar fá eftirtektina og styrkina en þetta
áttatíu ára gamla félag fellur i skugg-
ann.“
Heimilisiðnaðarfélagið hefur rekið
skóla í tæp tuttugu ár þar sem vinsæl-
ustu námskeiðin hafa verið í vefnaði,
útskurði, tóvinnu og þjóðbúninga-
saumi. Félagið rekur einnig litla
verslun í húsi félagsins við Laufásveg
þar sem selt er efni til þjóðbúninga-
gerðar og vefnaðar. Ásdís, sem er
verslunarstjóri þar, segir að það krefi-
ist töluverðrar sérkunnáttu að þjón-
usta þá sem leggi stund á þjóðbún-
ingagerð. „Það eru ýmsir aukahlutir
sem tilheyra þjóðbúningnum sem
þarf að hafa vit á og eins þarf oft sér-
stakt efni í búningana. Þessir hlutir,
ásamt þekkingu á þeim, verða að vera
til á einum stað.“
Ásdís, sem er virkur félagsmaður í
Heimilisiðnaðarfélaginu, lærði textíl í
myndlista- og handíða-
skólanum og er „á viss-
an hátt alin upp innan
banda félagsins. Ég hef
alla tíð haft mikinn
áhuga á því sem gam-
alt er; ætli það sé ekki
í blóðinu.“ Ásdís segir
að það sé engin fortíð-
arþrá sem ýti mönnum
út í þennan félagsskap
heldur virðing fyrir
hinu gamla. Hún segir
yngra fólk farið að
sýna félaginu meiri
áhuga á síðustu árum.
„í hugum margra era
það mosavaxnar
prjónakonur sem skipa
heimilisiðnaðarfélagið
en það er ekki rétt. Þó
nafnið sé kannski gam-
aldags er félagsskapur-
inn það ekki.“ Félagið
hefúr lagt áherslu á að
tengja gamlar íslensk-
ar aðferðir nýjum hug-
myndum og hefúr boð-
ið upp á ýmis nám-
skeið sem ekki tengjast
fornum íslenskum
vinnubrögðum. „Þetta
er auðvitað þjóðlegt í
bland en við látum
ekki stjórnast af neinni
þjóðemisrembu."
Aðalatriðið er áhugi
fyrir handverki. „Það
er viss nautn fólgin í
því að virða fyrir sér
fallega handgerða
hluti, hvað þá að
kunna að búa þá tiL“ Ásdís Birgisdóttir á upphlut. „Þetta er auðvitaö
þjóðlegt í bland en við látum ekki stjórnast af
neinni þjóðernisrembu." DV-mynd Teitur.