Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 27.08.1998, Side 23
4 FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1998 27 Fréttir Stykkishólmur: Danskir dagar vinsælir DV, Stykkishólmi: Mikið íjölmenni var í Stykkis- hólmi dagana 14.-16. ágúst á Dönsk- um dögum. Veður var gott og vel skipulögð og fjölbreytt dagskrá var í boði fyrir alla. Hátíðin var nú hald- in í fimmta sinn og hefur öðlast sinn fasta sess i lífi bæjarins. Götumar iðuðu af mannlífi alveg frá þvi hátíðin var sett á fóstudegi og þar til henni lauk á sunnudegi og fór allt hið besta fram. -B.B Sandgerði: Skrúðgangan skrautlega. DV-mynd Birgitta Húsnæði óskast keypt Höldur hf. leitar eftir 3-4 herbergja húsnæði til kaups fyrir starfsmann. ÓskaS er eftir raðhúsi, parhúsi eða hæÖ með sérinngangi. Ajlar upplýsingar gefa: Baldur Agústsson í síma, 568 6915 Steinar Birgisson í síma7 461 3000 Niðurfelling opinberra gjalda DV, Suðurnesjum: Sýslumaðurinnn í Keflavik sendi bréf nýlega til bæjarráðs Sandgerð- isbæjar um beiðni til heimildar til afskriftar útsvarshluta opinberra gjalda. Afskriftarnefnd fjármála- ráðuneytisins og Ríkisendurskoðun- ar hefur fallist á að fella niður opin- berar kröfur hjá fjórum einstakling- um og einu fyrirtæki í Sandgerði. Sandgerðisbær verður fyrir tekjumissi en útsvarshluti einstak- linganna eru rúmar 555 þúsund og útsvarshluti fyrirtækisins er rúmar 208 þúsund. Bæjarráðið samþykkti niðurfellinguna. -ÆMK DV, Þórshöfn: Birkir Yngvason með hluta af net- inu. DV-mynd Halldór Net yfir Keikó Netagerðin Ingólfur á Þórshöfn framleiddi á dögunum net sem stengt er fyrir Klettsvíkina, framtíð- arheimili Keikós í Vestmannaeyj- um. Netið verður 275 metra langt og 13,5 metra djúpt Að sögn Birkis Yngvasonar, framkvæmdastjóra netagerðarinnar, tekur verkið um viku. -HAH Á heimleið úr Smugunni: Minni þrýstingur á samninga - segir Kristján Ragnarsson Meirihluti þeirra skipa sem héldu til veiða í Smugunni á dögunum er á leið heim með lítinn afla. Hafa veiðarnar gengið illa. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, segir þessa stöðu geta haft áhrif á samn- ingsstöðu okkar við Norðmenn um Smuguna. „Smugumálið biður eins og er. Veiðamar ganga ekki vel nú og gengu heldur ekki vel í fyrra. Þorskstofninn í Barentshafi er veikari og Norðmenn hafa ekki vilj- að gera neitt i því. Ef ekki semst um veiðar þama bíður okkar réttur. En það er ljóst að þrýstingur á málið minnkar þegar minni sókn er á mið- in,“ sagði Kristján við DV. -hlh -• '* Viðtal við Möggu Stínu Alda slær íslandsmet Bjarkar - árangur íslendinga á breska lístanum Hvers konar fólk erum við að tæla til íslands Dómar um íslenskar spennumyndir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.