Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
Fréttir
Lýðræðisflokkur Sverris boðar stefnu í öllum helstu málaflokkum:
Munum stjórna
með handafli
- segir Sverrir Hermannsson um sjávarútvegsstefnuna
Sverrir Hermannsson er ómyrkur í máli þegar kemur að skattgreiðslum út-
gerðarfyrirtækja. Fjandinn þakki þeim að greiða skatta, segir hann.
„Við munum móta stefnu í öllum
höfuðþáttum stjórnmála. Þar fyrir
framan kemur gjörbreyting á fisk-
veiðistjórnuninni," segir Sverrir
Hermannsson, leiðtogi hins nýja
Lýðræðisflokks sem formlega verð-
ur stofnaður á haustdögum.
Eins og DV skýrði frá eru margir
tilnefndir til ábyrgðarstarfa fyrir
hinn nýja flokk. Meðal þeirra sem
taldir eru upp eru þjóðþekktir ein-
staklingar á borð við Eggert Hauk-
dal, Hrafnkel A. Jónsson, Guðjón A.
Kristjánsson og Matthías Bjama-
son. Það sem vekur upp flestar
spurningar við Lýðræðisflokk
Sverris er það hver stefna flokksins
í sjávarútvegsmálum verður. Kvóta-
kerfið og meint ranglæti af völdum
þess var tilefni þess að Sverrir tók
höndum saman viö Samtök um
þjóðareign um að efna til framboðs.
Samtökin voru á sínum tima stofn-
uð vegna óánægju með kvótakerfið
en forystumönnum þess hefur allar
götur síðan verið legið á hálsi fyrir
að boða ekkert í staðinn en vilja að-
eins afnema kerfið. Sverrir segir
flokk sinn hafa sett saman stofn-
samþykkt sem hafi að geyma grunn-
stefnuna. Hann hafnar alfarið auð-
lindaskatti.
„Fiskveiðistjómunin er á oddin-
um en mig varðar ekkert um auð-
lindaskatt sem er útrætt mál. Við
viljum fá arð af eigninni okkar,
þjóðin en auðlindaskattur er ekki
mitt prógramm. Arðurinn kemur í
gegnum fyrirtækin," segir Sverrir.
Stjórnað með handafli
Aðspurður um það hver raun-
veruleg stefna samtaka hans í sjáv-
arútvegsmálum sé segir Sverrir að
beita verði handafli við stjóm fisk-
veiða fyrst eftir afnám kvótakerfis-
ins.
„Það er enginn vafi á því að við
verðum að beita handafli í þessum
málum fyrst og handstýra um all-
mörg ár. Við verðum að leyfa þorp-
unum að njóta aðstöðu sinnar með
aðgangi að hefbundnum fiskimið-
um. Það verður að hindra brottkast
á flski og raunar úrgangi. Við þurf-
um auðvitað að takmarka sókn. t.d.
togaranna, á því hvert þeir mega
sækja,“ segir Sverrir.
Hann segir nauðsynlegt að efla
rannsóknir og gefur í skyn að stefn-
an undanfarin ár hafi leitt sjávarút-
veginn í ógöngur.
„Ég er að taka saman upplýsingar
um hvert vemdarstefnan hefur leitt
okkur. Afrakstur af miðum okkar er
slíkt smáræði sem var meðan sókn
var óheft að það hlýtur að vera
meira en lítið tortyggilegt. Árið 1970
eða 1971 lýstu fiskifræðingar því
yfir að ef farið yrði að ráðum þeirra
gætum við sótt jafnstöðuafla sem
nemur 500 þúsund tonnum á ári. Nú
er verið að fagna stórum seiðastofni
en það skyldi þó ekki vera að hann
verði fæða fyrir stórþorskana sem
fylla hvern vog og hverja vík?Það er
alveg ótrúlegt að horfa yfir þetta
svið. Þetta er eins og Bismarck
sagði: „Þetta er verra en glæpur.
Þetta er heimska," spyr Sverrir.
Ríkið láni ábyrgðir
Hann segir ljóst að semja verði
um þá stefnu sem tekin verði upp í
stað kvótakerfisins. Þannig verði
sest niður og samið við viðkomandi
aðila strax og ákvörðun um breyt-
ingar hafi verið tekin. Aðspurður
um það hvort ekki þurfi að bæta
þeim skaðann sem keypt hafi veiði-
heimildir og efnt þannig til mikilla
skulda segir hann það ekki vera
óleysanlegt vandamál þar sem ríkið
eigi stærstan hlut i Landsbankan-
um þar sem flest útgerðarfélög eigi
viðskipti sín.
„Ríkið á Landsbankann sem á 65
prósent af þessu öllu saman. Ríkið
verður bara að lána sínar ábyrgðir
á meðan breytingin nær fram að
ganga og það er ekki nokkur vandi.
Allt tal um gjaldþrot banka er rugl í
mönnum sem ekki vita ekki hvem-
ig þeir eiga að bregðast við þegar
þeir finna að það er að skriðna und-
an fótunum á þeim,“ segir Sverrir.
Hann segir áriðandi að skapa sátt
um fiskveiðistjórnunina í þjóðfélag-
inu áður en allt fari á annan end-
ann: „Ef við ekki leysum þetta mál
með samningum verður uppreisn í
þjóðfélaginu og ég er dauðhræddur
við tal sumra manna vegna þess að
eitt vil ég ekki hugsa til enda og það
er að menn fari að brjóta lög. Ef það
brestur á að trillumenn, sem eiga að
fá að róa í 9 daga, hefji óheftar veið-
ar þá veit ég ekki hvað menn ætla
að gera. Ætla þeir að fylla fangelsin
af þeim?“ spyr Sverrir.
Fjandinn þakki þeim
Hann segist hafa hrokkið við þeg-
ar Stöð 2 birti um það frétt á besta
útsendingartíma að eitt stærsta sjáv-
arútvegsfyrirtæki íslendinga myndi
líklega greiða skatta á næsta ári.
„Nú auglýsa menn upp að Sam-
herji ætli að fara að borga skatta.
Það er eins og það sé einhver sér-
stakur greiði við þjóðfélagið. Svo
segja þeir að næst muni miklu fleiri
borga. Það er einmitt það, segi ég
bara. Fiandinn þakki þeim að borga
skatta," segir Sverrir Hermannsson.
-rt
Fréttastofan sér um fréttirna
Enda þótt gúrkutíð
ríki í fréttum og fátt beri
til tíðinda hefur frétta-
stofa ríkissjónvarpsins
haft lag á því að fram-
leiða fréttir handa sjálfri
sér og öðrum fjölmiðlum
til uppfyllingar. Þar er
fremstur í flokki frétta-
stjórinn, Helgi H. Jóns-
son, sem verið hefur
fréttastjóri í afleysing-
um.
Helgi hefur starfað
lengi sem fréttamaður
sjónvarps og haft frekar
takmörkuð ráð til að
búa til fréttir af sjálfum
sér þar til hann leysti
Boga Ágústsson af sem
fréttastjóri. Þá hófst ball-
ið sem einkum er fólgið
í þvi að Helgi er sakaður
um hlutdrægni i aðdrag-
anda borgarstjórnar-
kosninganna og hélt maður um tíma að Sjálfstæðis-
ílokkurinn hefði tapað kosningunum í sjónvarpinu
en ekki í kjörklefanum, miðað við þær upphrópanir
sem flokksmenn þar á bæ höfðu um framlag Helga
til þeirrar kosningabaráttu.
Ekki veit Helgi H. hvaðan á sig stendur veðrið
enda illt undir því að sitja að hafa sigrað í borgar-
stjórnarkosningum án þess að hafa verið í framboði.
Þrátt fyrir margvíslegar rannsóknir, úttektir og
samantektir hefur Sjálfstæðisflokknum enn ekki
tekist að sanna að það hafi verið Helgi sem sigraði
í kosningunum en ekki Ingibjörg Sólrún og Ingi-
björg situr enn í borgarstjóm og Sjálfstæðisflokkur-
inn er þar enn í minnihluta og Helgi hefur fram til
þessa setið sem fastast sem fréttastjóri.
Nú hefur hins vegar dregið til þeirra tíðinda að
ungur maður, Sigurður Ragnarson að nafni, sem
starfað hefur á fréttastofunni, hefurfkært Helga til
útvarpsstjóra og sakað hann um sömu hlutdrægn-
ina og Sjálfstæðisflokkurinn gerði áður og snýst nú
málið um það að Helgi hafi beitt valdi sínu sem
fréttastjóri tO að þegja um meintan flknisefnasala
sem á að hafa selt skólabörnum fikniefni í skóla-
portum rétt fyrir kosningamar. Þetta telur Sigurð-
ur alvarlegt brot á fréttamennsku, hvernig svo sem
það nú tengist borgarstjórnarkosningunum.
Sigurður þessi er einn af umsækjendum um fasta
stöðu fréttamanns á þessari sömu fréttastofu og
kann það að vera liður í umsókn hans að vinna sig
í álit hjá Sjálfstæðisflokknum með þvi að klekkja á
Helga H. enda þótt það sé nokkur nýlunda í umsókn-
um um störf að rakka niður þá yfirmenn sem um-
sækjendur vilja starfa hjá.
Því er nú verr og miður fyrir Sigurð aðHelgi mun
fljótlega láta af störfum sem fréttastjóri og Bogi taka
við aftur og mun því upphefð Sigurðar ekki geta
komið í staðinn fyrir útreið Helga. En auðvitað get-
ur útvarpsráð, útvarpstjóri og Sjálfstæðisflokkurinn
haldið bálför sinni að Helga H. Jónssyni áfram með-
an til erum ungir menn sem sækjast eftir störfum
hjá þessari stofnun og hafa geð í sér til að kæra
fréttastjóri, sjálfum sér til framdráttar. Ekki síst ef
þeir tilheyra Sjálfstæðisflokknum sem telur sig hafa
tapað kosningunum á fréttastofu sjónvarpsins.
Dagfari
Stuttar fréttir i>v
Islandsflug í Karíbahafi
íslandsflug
hf. hefur gert
samning við
Air Gudalupe
um útleigu á
Boeing 737-200
þotu með áhöfn
1 a.m.k. fjórtán
mánuði, frá 1.
des. Að sögn Ómars Bendedikts-
sonar, framkvæmdastjóra íslands-
flugs, tryggir samningurinn ís-
landsflugi 500 milljóna króna tekj-
ur. Viðskiptablaðið sagði frá
Enn slök skil
Aðeins um eitt þúsund af yfir
átta þúsund skilaskyldum félögum
hafa skilað ársreikningum sínum
til félagaskrár hjá Rikisskattstjóra.
Síðasti lögboðni frestur til þess
rann út í gær. Viðskiptavefúr Vís-
is sagði frá.
Undir útboðsgengi
Hlutabréf í íslenska jámblendi-
félaginu hf. voru seld á genginu
2,48 á Verðbréfaþingi Islands í
gær, eða undir útboðsgenginu 2,50
sem nýir hluthafar keyptu bréf á
af ríkinu í maí sl. Viðskiptavefúr
Vísis sagði frá.
Lánar meira
Veitt lán Byggðastofnunar
námu um 900 milljónum króna
fyrstu sex mánuði ársins og er það
nokkru meira en veriö hefúr á
sama tímabili á fyrri árum, að
sögn Guðmundar Malmquists, for-
stjóra stofnunarinnar við Við-
skiptablaðið.
Davíð heiðraður
Evrópusam-
tök ungra
hægri manna,
EYC, hafa
ákveðið að
heiðra Davíð
Oddsson for-
sætisráðherra á
sérstökum
frelsiskvöldverði í Reykjavik laug-
ardaginn 26. september. Morgun-
blaðið sagði frá
Vantar 130
Hjúkrunarfræðinga vantar í um
130 stöðugildi á stóru sjúkrahúsin
tvö í Reykjavík. Vegna þessa gæti
þurft að draga úr þjónustu. Tvær
af þremur læknastöðum í Norður-
Þingeyjarsýslu eru ómannaðar.
Heimamenn segja að neyðarástand
ríki. RÚV sagði frá.
Minni hagnaður
Hagnaðurinn fyrstu sex mánuð-
ina hjá félögum á aðallista Verð-
bréfaþings íslands var 2.984 millj-
ónir í ár en var 2.667 milljónir í
fyrra. Hann hefur því minnkað um
rúman hálfan mUJjarð. Viðskipta-
vefur Visis sagði frá.
Lægri bætur
Árið 1996 var fómarlömbum of-
beldisbrota greiddar tæplega 15,4
milljónir í bætur samanlagt í 43
málum. Á síðasta ári vora hins
vegar greiddar út tæplega 38 miUj-
ónir. Samanlagt hafa því verið
greiddar tæplega 53,3 milljónir
króna í bætur til fómarlamba of-
beldisverka. Þetta er minna en
áætlanir gerðu ráð fyrir. Sáralítið
af fénu innheimtist frá ofbeldis-
mönnunum.
Skelfilegt
Varaforseti
Free Willy sam-
takanna vonast
til þess að ís-
lendingar taki
hlýlega á móti
Keikó þegar
hann kemur til
landsins í
næstu viku. Halldór Ásgrímsson
utanríkisráðherra segir skelfilegt
til þess að vita að hluti heims-
byggðarinnar hafi meiri áhyggjur
af hvölum en fólki.
KEA í Mjöddina
Samkeppni á matvörumarkaðn-
um harðnar enn á höfuðborgar-
svæðinu í dag þegar Kaupfélag Ey-
firðinga, KEA, opnar nýja verslun
í Mjóddinni. KEA keypti fyrr á ár-
inu húsnæði verslunarinnar
Kaupgarðs í Mjódd. -SÁ