Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ VTsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Húnaþing og Austumki Reykvíkingar voru heppnir, að ömefndanefnd var ekki til, þegar nafn borgarinnar var valið á síðustu öld. Nafn hennar endar á „vík“, sem ekki er frambærileg end- ing á byggðamafni að mati nefndarinnar, sem hefur am- ast við ýmsum nöfnum á sameinuðum byggðum. Auk þess er Reykjavík stærri en sem nemur gamla ör- nefninu. Borgin hefur lengi náð til jarða á borð við Laug- ames og Korpúlfsstaði og nær nú einnig til jarða á borð við Brautarholt og Saurbæ á Kjalarnesi. Hún ætti eigin- lega að heita Reykjavíkurognágrennisborg. Svipuð er gæfa Kópavogsbúa og annarra, sem búa á stöðum, þar sem ömefndanefnd hefur ekki fengið að ráða nafngiftum. Verri er kostur Hvergerðinga, sem búa við vegpresta, sem vísa á „Hveragerðisbæ“, og annarra, sem hafa talið sig þurfa að hlíta sérvizku nefndarinnar. Engin ástæða er til að slengja endinginn á borð við sveit, bæ og borg aftan við heiti sameinaðra sveitarfélaga til að sýna fram á, að þau séu sveitarfélög, en ekki eitt- hvað annað. Engin ástæða er heldur til að gera harðar kröfur um nákvæmni í ömefnastöðu byggðanna. Reykjavíkurborg er sjaldséð samheiti á opinberum skrifstofum borgarinnar og Kópavogskaupstaður er enn sjaldgæfara samheiti á opinberum skrifstofum kaupstað- arins. Langyrði af slíku tagi festast yfirleitt ekki í sessi og víkja fyrir því, sem lipurt er að nota í tali. Ástæðulaust er fyrir þau sveitarfélög, sem sameinuð hafa verið undanfarm misseri, að taka athugasemdir ör- nefndanefndar bókstaflega. Það er fomleg sérvitringa- nefnd, sem er illa í stakk búin að veita leiðsögn um nöfn á nýjum fyrirbærum í byggðaþróun þjóðarinnar. Húnaþing er frábært nafn á sameinuðum hreppum Vestur-Húnavatnssýslu, sem örnefndanefnd hefur hafn- að. Ef Austur-Húnvetningar bera einhvern tíma gæfu til að sameinast, geta þeir kallað sig Húnabyggð. Vestur- Húnvetningar voru á undan og hafa fyrsta val. Austurríki er ekki síður frábært nafn á sameinuðu sveitarfélagi Norðfirðinga, Eskfirðinga og Reyðfirðinga. Því hefur skotið upp í daglegu tali, sem er jafnan góðs viti um langlífi ólöggiltra heita. Auk þess er kostur, að sveitarfélag skeri sig úr öðrum í vali á enda nafns. Árborg er frambærilegt nafn á sameinuðu sveitarfé- lagi Selfyssinga, Eyrbekkinga, Stokkseyringa og ná- granna, þótt Flói hefði sem gamalt heiti á svæðinu verið djarfara og styttra val. Það eru embættismenn, sem hafa talað um Árborgarsvæðið, þegar þeir meina Flóann. Ömefhdanefnd er komin í verri ógöngur en manna- nafnanefnd, sem þó hefur þrengra hlutverk, er felst í að gæta hagsmuna íslenzkrar tungu og hagsmima þolenda nafngifta. Vandi ömefnanefndar væri nægur, þótt hann takmarkaðist við þess konar atriði. Nöfn eins og Húnaþing, Austurríki og Árborg stríða hvorki gegn hagsmunum íslenzkrar tungu né hagsmun- um þolenda nafnanna, fólksins í byggðunum. Ekki er ástæða til að hafa sérstaka nefnd til að amast við öðrum ágreiningsefnum í nöfnum nýrra sveitarfélaga. Meðan lög og reglur gera ráð fyrir, að nöfn nýrra sveit- arfélaga séu borin undir ömefndanefnd, er skynsamlegt að gera ráð fyrir, að um mistök sé að ræða, sem ástæðu- laust sé að taka alvarlega. Síðan ber að afnema afskipti ömefhdanefndar af nafngiftum nýrra sveitarfélaga. Hraklegast er þetta mál fyrir ömefnanefnd, sem er ágæt til síns brúks, en er eins og fiskur á þurru landi, þegar hún íjallar um Húnaþing og Austurríki. Jónas Kristjánsson Það er skaðlegt þegar reynt er að gera siðfræðileg álitamál að pólitískum deilumálum, segir Hjalti m.a. í grein sinni. Gagnagrunnur - pólitískt mál eða siðfræðilegt? og notað sér einum til framdráttar. Á hinn bóginn má spyrja: Verða öll póli- tísk mál að falla að hefðbundinni blokka- skiptingu stjórnmál- anna í „vinstri" og „hægri“ með öllum þeim stétta- og hags- munaátökum sem þeirri skiptingu fylgdu? Það væri heldur ekki viðunandi afmörkun á hinum pólitíska mála- flokki. Með þeim hætti væru e.t.v. um margt úreltar markalínur festar í sessi í stjóm- „Á hinn bóginn má spyrja: Verða öll pólitísk mál að falla að hefð- bundinni blokkaskiptingu stjórn- máianna í „vinstri“ og „hægri“ með öllum þeim stétta- og hags• munaátökum sem þeirri skipt- ingu fylgdu? Það væri heldur ekki viðunandi afmörkun á hinum pólitíska málaflokki“ Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor Hin árlega gúrku- tíð I fjölmiðlum landsins leið hjá í ár án teljandi lá- deyðu. Umræðan um íslenska erfða- greiningu og mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðissviði reyndist óþrjótandi umræðuefni. Karp- að var um málið frá flestum sjónarhom- um. Áhorfsmál er hins vegar hvort sú málefnalega um- ræða sem viðfangs- efnið krefst er enn hafin. Holi stjórnmál Hér skal aðeins staldrað við einn flöt þessa mikla máls. Á Hólahátíð gerði for- seti íslands gagna- grunna byggða á viðkvæmum per- sónulegum upplýs- ingum að umræðu- efhi og duldist fáum hvað klukkan sló. í kjölfarið létu ýmsir þá skoðun sína í ljós að forsetinn hefði farið langt út fyrir sitt afmarkaða svið ef ekki sam- kvæmt lögum þá a.m.k. eftir ríkj- andi hefð með því að tjá sig um pólitískt mál á viðkvæmu stigi. En er gagnagrunnsmálið fyrst og fremst pólitískt? Og hvað er það sem gerir málefni yfir höfuð póli- tísk? Nægir það t.d. að einhver flokk- ur, ráðherra eða ríkisstjórn ákveði að gera málið að sínu? Varla! Með þeim hætti gætu póli- tíkusar „stolið“ þjóðþrifamálum málunum. A því græða engir nema flokksmaskínurnar, og holl stjórnmál verða ekki rekin á for- sendum þeirra. Fyrst og síðast siðfræðilegt Ef til vill má halda þvi fram að pólitísk mál séu þau málefni sem hafa augljósa samfélagslega hlið eða víðtækar félagslegar afleiðing- ar og snerta stóran hóp lands- manna ef ekki þegnana alla. Undir slíka skilgreiningu má vel taka enda eru flest viðfangsefni Alþing- is einmitt af því tagi. Þó ber að gæta þess að fjölmörg mál sem þannig er ástatt um eru miklu fremur siðfræðilegs eðlis en póli- tísk I þröngum skilningi. Það er t.d. gríðarlegur munur á setningu fjárlaga og setningu laga um mið- lægan gagnagrunn á heilbrigðis- sviði. Fjárlög byggjast nær alfarið á pólitískum forsendum. Gagnagrunnsmálið er hins veg- ar fyrst og síðast siðfræðilegt. Auðvitað er það svo að gagna- grunnsmálið hefur pólitíska hlið eins og flest opinber mál. Það er t.d. pólitískt álitamál hver eigi þær heilsufarsupplýsingar sem inn í grunninn fara og megi því skapa sér hagnað af þeim. Það er þó ekki þetta sem vefst fyrir okk- ur flestum heldur t.d. spumingar um það hversu víðtækar upplýs- ingar megi byggja upp um einstak- linga á einum stað, hverjum slíkar upplýsingai; megi vera aðgengileg- ar og hvernig megi nota þær. Álitamál af þessu tagi koma póli- tík í viðtekinni merkingu þess orðs ekkert við. Væri illt verk Það er skaðlegt þegar reynt er að gera siðfræðileg álitamál að pólitískum deilumálum. Með þeim hætti er umræða um þau felld í of þröngar skorður. Almenningur er dæmdur úr leik, málefnin fengin fámennum hópi pólitíkusa til umfjöllunar og hendur þeirra oft bundnar af flokkpólitiskum sjónarmiðum sem sjaldnast eru siðfræðileg. Það væri illt verk ef gagna- grunnsmálinu yrði steypt í þetta far á komandi hausti án þess að hin siðfræðilega hlið málsins hafi fengið viðunandi meðferð. Hjalti Hugason Skoðanir annarra Verðmætir viðskiptavinir „Flest fyrirtæki geyma miklar upplýsingar um hvern og einn viðskiptavin sinn - hins vegar er líklegt að þessar upplýsingar séu á mismunandi stöðum og á mis- munandi formi. Ef hægt væri að samtengja alla nauð- synlega upplýsingagrunna - í vöruhús gagna - þá væri verkið að hálfu leyti unnið ... Þannig mætti draga sam- an upplýsingar um viðskiptavini frá ólíkum stöðum og eins senda nýjar upplýsingar á rétta staði... Fyrirtæki geta á þennan hátt m.a. metið hverjir eru verðmætustu viðskiptavinir þeirra.“ Ólafur Ingþórsson í Viðskiptablaðinu 2. sept. Upplýsingaleki „Fyrir um 10 árum var viðvarandi upplýsingaleki frá æðstu stjómendum ríkisins svo mikill, að spurning var hvort væri verið að nota hann sem stjórntæki í valda- baráttu. Ekki verður séð að þrátt fyrir viðvarandi upp- lýsingaleka og ásakanir um trúnaðarbrot, að neinn op- inber starfsmaður hafi verið dæmdur samkvæmt þess- um lögum. Þessi mál hafa þó stórbatnað á síðustu 10 árum. Ég tel að málin horfi talsvert öðruvísi við um einkafyrirtæki, sem á heill sína undir því, að ekki sé um upplýsingaleka frá því að ræða. Einstaka trúnaðar- brot yrðu slíku fyrirtæki þung í skauti og ekki vænleg fyrir viðkomandi starfsmenn ... Fyrirtækið gæti farið á hausinn í framhaldi af því, eitthvað sem ríkisfyrirtæki eiga greinilega ekki á hættu.“ Sveinn Ólafsson í Mbl. 2. sept. Ekki ólga, heldur áreiti „Ég fór af fréttastofunni í frí og ákvaö að skipta mér ekki af þeim hlutum sem þar voru í gangi. Helgi er enn fréttastjóri og ég hvorki get né vil tjá mig um hluti sem ég þekki ekki til hlítar. Það eru þín orð að það sé ólga ríkjandi. Ég get ekki sagt annað um þetta að ég hef ekki reynt mannleg samskipti á fréttastofunni öðruvisi en í fullkomnu lagi. Ég á ekki von á því að það verði öðru- vísi þegar ég sest í fréttastjórastólinn á ný. Ég hef þó alltaf sagt að ég hafi aldrei álitið mig vera að fá þetta starf til lífstíðar. Þetta er erfitt starf og mikið áreiti i því..." Bogi Ágústsson í viðtali í Degi 2. sept.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.