Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Síða 30
34
FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998
Aímæli_________________
Bjarni Guðnason
Dr. Bjami Guðnason, prófessor
við Háskóla íslands, Heiðargerði 46,
Reykjavík, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Bjami fæddist í Reykjavík og ólst
par upp. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1948, prófí í forspjallsvísind-
um frá HÍ 1949, meistaraprófi í ís-
lenskum fræðum frá HÍ1956, dr.
phil.-prófi frá HÍ 1963 og stundaði
enskunám við University College i
London 1949-50.
Bjarni var stundakennari við
Gagnfræðaskóla Vesturbæjar
1948-49, 1950-51 og 1953-55 Og við
Iðnskólann í Reykjavík 1951-52,
lektor í íslenskri tungu og bók-
menntum við Uppsalaháskóla í Sví-
þjóð 1956-62, kennari við MR
1962-63, stundakennari þar 1964-66
og hefur verið prófessor í íslenskum
bókmenntum fyrri alda við HÍ frá
1963. Þá var hann alþm. 1971-74..
Bjami var varaformaður Sam-
taka frjálslyndra og vinstri manna
frá stofnun til 1972, sat í ýmsum
nefndum og ráöum fyrir hönd sam-
takanna, var m.a. í utanríkismála-
nefnd og Norðurlandaráði 1971-72,
var frambjóðandi Alþýðuflokksins í
Austurlandskjördæmi 1978 og 1979,
var vþm. Alþýðuflokksins í Reykja-
vík 1983-87, forseti heimspekideild-
ar HÍ 1967-69 og 1975-77, var fyrsti
formaður Félags háskólakennara
1969-70, sat í stjóm Happdrættis Há-
skóla íslands 1971-74 og var ásamt
rektor fulltrúi HÍ í 500
ára afmæli Uppsalahá-
skóla 1977.
Bjami hefur flutt fyrir-
lestra í fræðigrein sinni
við marga erlenda há-
skóla og fræðistofhanir.
Doktorsritgerð Bjama
ber heitið Um Skjöld-
ungasögu, útg. 1963. ðnn-
ur rit eftir hann era
Fyrsta sagan, útg. 1978;
Danakonungasögur, útg.
1982, og skáldsagan Sól-
stafir, útg. 1987. Þá hafa birst eftir
hann greinar um ýmis efni í fræð-
um hans, bæði í erlendum og inn-
lendum ritum.
Bjami æfði og keppti með Knatt-
spymufélaginu Víkingi i knatt-
spymu og handknattleik á sínum
yngri árum. Hann lék með meist-
araflokkum félagsins og er fyrrv.
landsliðsmaður í knattspymu og
handknattleik. Þá er hann félagi í
Vísindafélagi íslendinga.
Fjölskylda
Bjami kvæntist 6.4. 1955 Önnu
Guðrúnu Tryggvadóttur, f. 14.6.
1927, kennara. Hún er dóttir
Tryggva Þórhallssonar, f. 9.2. 1889,
d. 31.7. 1935, forsætisráðherra, og
k.h., Önnu Guðrúnar Klemensdótt-
ur, f. 9.6. 1890, d. 27.1. 1987, húsmóð-
ur.
Böm Bjama og Önnu Guðrúnar
era Tryggvi, f. 5.10. 1955, lögfræð-
ingur í Reykjavík,
kvæntur Emu Eyjólfs-
dóttur húsmóður; Gerð-
ur, f. 3.5. 1958, kennari í
Reykjavík, gift Jóni
Valdimarssyni lögmanni;
Auður, f. 25.9.1961, deild-
arstjóri í Reykjavík;
Unnur, f. 1.7. 1963, full-
trúi í Reykjavík.
Alsystkini Bjama era
Gerður, f. 4.3. 1926, skrif-
stofumaður í Reykjavík;
Jón, f. 31.5. 1927, prófess-
or í Reykjavik; Þóra, f. 17.2. 1931,
móttökuritari í Reykjavík; Margrét,
f. 30.11. 1932, d. 13.5. 1952.
Hálfsystkini Bjama, samfeðra,
era Einar, f. 13.4. 1939, viðskipta-
fræðingur í Reykjavík; Bergur, f.
29.9.1941, lögfræðingur í Reykjavík;
Jónína Margrét, f. 17.3. 1946, rit-
stjóri í Reykjavík; Elín, f. 14.10.
1950.
Foreldrar Bjarna voru Guðni
Jónsson, f. 22.7. 1901, d. 12.3. 1974,
prófessor við HÍ, og f.k.h., Jónína
M. Pálsdóttir, f. 4.4. 1906, d. 2.11.
1936, húsmóðir.
Ætt
Guðni var sonur Jóns, formanns
á Gamla-Hrauni á Eyrarbakka Guð-
mundssonar, formanns á Gamla-
Hrauni Þorkelssonar, formanns í
Mundakoti Einarssonar, spítala-
haldara í Kaldaðamesi Hannesson-
ar. Móðir Guðmundar var Guðrún
Magnúsdóttir, formanns í Munda-
koti Arasonar, b. í Neistakoti Jóns-
sonar, b. á Grjótlæk Bergssonar,
ættfoður Bergsættarinnar Stur-
laugssonar. Móðir Jóns á Gamla-
Hrauni var Þóra Símonardóttir, b. á
Gamla-Hrauni Þorkelssonar. Móðir
Símonar var Valgerður Aradóttir,
systir Magnúsar í Mundakoti. Móð-
ir Þóra var Sesselja Jónsdóttir, b. á
Ásgautsstöðum Símonarsonar og
Guðrúnar Snorradóttur. Móðir Guð-
rúnar var Þóra Bergsdóttir, systir
Jóns á Grjótlæk.
Jónína var dóttir Páls, formanns
í Nesi í Selvogi Grímssonar, b. í Ós-
eyramesi Gíslasonar. Móðir Gríms
var Sesselja Grímsdóttir, b. í Trað-
arholti Jónssonar, bróður Ara í
Neistakoti. Móðir Páls var Elín
Bjamadóttir, formanns í Óseyrar-
nesi Hannessonar. Móðir Bjarna
var Elín Jónsdóttir, b. á Stokkseyri
Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergs-
sonar, bróður Jóns á Grjótlæk. Móð-
ir Jónínu var Valgerður Hinriks-
dóttir, formanns í Ranakoti Jóns-
sonar. Móðir Hinriks var Ólöf Þor-
kelsdóttir, systir Símonar á Gamla-
Hrauni. Móðir Valgerðar var Guð-
ríður Adólfsdóttir, hreppstjóra í
Steinskoti Petersen og Sigríðar
Jónsdóttur, hreppstjóra í Vestri-Mó-
húsum Þórðarsonar. Móðir Jóns
var Guðlaug Jónsdóttir, systir Ara í
Neistakoti.
Bjarni Guðnason.
K.M. Edvard van der Linden
Karl Mactriel Edvard van der
Linden iðnfræðingur, Steinahlið 3
B, Akureyri, varð sextugur 4.8. sl.
Starfsferill
Edvard fæddist í Rotterdam í
Hollandi. Foreldrar hans skildu
1942 og var hann í fóstri í Hollandi
á stríðsáranum. Hann fór sjö ára til
Kaupmannahafnar á vegum dönsku
samtakanna Red barnet og var þar í
fóstri hjá frænku sinni, Vera van
der Linden, og vinkonu hennar,
Elsu Sigfúss söngkonu, var í fóstri
hjá Sylvester Andersen, bónda í
Strolille við Skævinge, í fóstri hhjá
hjónum í Rotterdam sem urðu upp-
vís að þvi að beita hann líkamlegu
ofbeldi daglega, fór tíu ára á upp-
tökuheimili fyrir munaðarlaus og
vandræðabörn og dvaldi þar til
þrettán ára aldurs er hann flutti til
foður síns sem þá hafði kvænst aft-
ur.
Edvard stundaði nám við Tækni-
skóla 1952-54, réöst til PTT í
Hollandi 1954 og var í kvöldskóla í
rafmagnsfræði 1954-56, stundaði
nám við Póst- og símaskólann í
Rotterdam 1955-58 er hann lauk þar
sveinsprófi, stundaði framhaldsnám
við Póst- og simaskólann 1958-62 er
hann lauk meistaraprófi í raftækja-
og iðnfræði. Á þeim tíma gegndi
hann herþjónustu þar sem hann
stundaði þriggja mánaða nám í upp-
setningu og viðhaldi á fjarskipta-
búnaði. Þá stundaði hann síðar nám
við Póst- og símaskólann í Reykja-
vik og hefúr auk þess sótt námskeið
á vegum skólans og víðar.
Edvard starfaði hjá PTT í
Hollandi til 1963, var flugrafeind-
virki hjá SAS í Kaupmannahöfn
1963-67, stcufaði hjá Pósti og síma
1965-67, var flugrafvirki hjá Sterling
Airways í Kaupmannahöfn 1967-72
og hefur starfað hjá Pósti og sima
frá 1972.
Edvar æfði og keppti í knatt-
spymu með Vulcion/Zwahsen og
með Sportklub Rotterdam SCR í
Hollandi. Hann situr í stjóm knatt-
spymudeildar Þórs á Akureyri frá
1991 og er ritari deildarinnar frá
1993, var umsjónarmaður meistar-
flokks Þórs 1995-97, er stofnfélagi í
stuðningsmannaklúbbi West Ham
United á íslandi, sat í kjaranefnd
Iðnffæðingafélagsins og var fulltrúi
þess á Akureyri.
Edvard og kona hans aðstoðuðu
sendiráðsprestinn í Kaupmanna-
höfn, Jónas Gíslason, í því starfi
hans er laut að íslendingum sem
leituðu sér læknishjálpar í Dan-
mörku.
Fjölskylda
Edvard kvæntist 5.1. 1965 Herdísi
Guðrúnu van der Linden
Jónsdóttur, f. 15.5. 1938,
hjúkrunarfræðingi. Hún
er dóttir Jóns Þórarins-
sonar, starfsmanns hjá
Akureyrarbæ, og Hólm-
fríðar Guðnadóttur hús-
móður.
Böm Edvards og Her-
dísar era Ómar Þór Ed-
vardsson, f. 23.6. 1965,
flugvirki og iðnfræðing-
ur, búsettur í Reykjavík,
kvæntur Bára Einars-
dóttur, sjúkraliða og
markaðs- og auglýsingafræðingi og
er sonur þeirra Tómas Tjörvi, f.
13.5. 1992; Amar Christian van der
Linden Edvardsson, f. 30.1. 1967,
stúdent og matreiðslumaður í
Reykjavík, í sambúð með Elvu Dís
Adolfsdóttur skrifstofumanni og er
sonur hennar Elvar Þór Elvuson, f.
21.4. 1991; Jón Örvar van der
Linden, f. 1.9.1970, stúdent og versl-
unarmaður í Reykjavík, í sambúð
með Ásu V. Þórsteinsdóttur, stúdent
og leikskólastarfsmanni, og er dótt-
ir þeirra Herdís Lind, f. 13.4. 1994;
Pálmar Gústaf van der Linden Ed-
vardsson, f. 3.10. 1972, stúdent, bú-
settur á Akureyri, í sambúð með
Ölmu Sif Stígsdóttur húsmóður og
era böm þeirra Hildur Mist van der
Linden Pálmarsdóttir, f. 27.6. 1992
og Anton Darri van der
Linden Pálmarsson, f.
26.4. 1996.
Systir Edvards er Cathar-
ina Anna van der Linden,
f. 23.11. 1940, póstmeistari
i Rotelle í Ástralíu.
Hálfbróðir Edvards, sam-
feðra, er Gösta van der
Linden, f. 14.12. 1951,
stúdent, búsettur í Rotter-
dam.
Stjúpbróðir Edvards er
Roelof van der Kamp, dr.
í hagfræði og starfsmaður
hollenska flugfélagsins KLM.
Foreldrar Edvards vora Carl
Christian Hein van der Linden, f.
19.5. 1912, d. 22.6. 1984, skrifstofú-
stjóri bæjarfélagsins í Rotterdam og
blaðamaður, og Anna Maria van Ev-
erdink, f. 20.5. 1920, d. 4.5. 1986, hús-
móðir, lengst af í Rotterdam.
Ætt
Carl var sonur Mactriel sem bjó í
Svíþjóð, og k.h., Karen Marie
Christensen frá Danmörku. Mactri-
el var sonur Hein Jóhannesar, son-
ar Mactriel van der Linden, er var
sonur Vilhjálms II, konungs Belgíu,
Lúxemborgar og Hollands 1840-49.
Karl Mactriel Edvard
van der Linden.
Gréta Jónsdóttir
Gréta Jónsdóttir starfs-
stúlka, Heiðarhrauni 30
A, Grindavík, er sextug í
dag.
Starfsferill
Gréta fæddist á Akur-
eyri og ólst þar upp. Hún
flutti til Reykjavíkur 1952
og lauk gagnfræðaprófi
frá Gagnfræðaskóla Vest-
urbæjar.
Gréta var búsett í
Reykjavík og stundaði þar
ýmis verslunarstörf til 1977. Þá
fluttu þau hjónin til Krísuvíkur þar
sem þau starfræktu svínabú og bif-
reiðaverkstæði. Þau
fluttu síðan til Grinda-
víkur 1979 þar sem Gréta
hefur búið síðan.
í Grindavik stundaði
Gréta verslunarstörf og
var síðan matráðskona í
Þorbiminum í sjö ár.
Hún hóf síðan störf hjá
Sjómannastofunni Vör í
Grindavík 1981 og starfar
þar nú.
Gréta Jónsdóttir.
Fjölskylda
Eiginmaður Grétu var Hallgrim-
ur Jónsson, f. 30.9.1929, d. 27.9.1984,
bílasmiður og vélstjóri. Hann var
sonur Jóns Hákonarsonar, hótel-
stjóra á Hótel Bjarkalundi í Reyk-
hólasveit, og Hjálmfriðar Eyjólfs-
dóttur.
Böm Grétu era Elísabet Krist-
jánsdóttir, f. 7.3. 1958, húsmóðir í
Reykjavík og á hún fjögur böm og
eitt bamabam; Jón Þór Hallgríms-
son, f. 24.5. 1963, starfsmaður SÍF í
Kanada, kvæntur Þóra Loftsdóttur
og eiga þau þrjú böm; Hjálmar Hall-
grímsson, f. 2.7. 1966, lögregluþjónn
i Grindavík, kvæntur Ágústu Hildi
Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm;
Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson, f.
14.12. 1971, þjónn, og á hann tvö
böm en unnusta hans er Sesselja
Bogadóttir.
Systkini Grétu: Jónína Guðný
Guðjónsdóttir, f. 26.8. 1931, d. 14.7.
1973; Guðbjörg Jónsdóttir, f. 19.3.
1940, lyfjatæknir í Reykjavík; Bogi
Brynjar Jónsson, f. 13.3.1943, starfs-
maður hjá Stálsmiðjunni, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Grétu eru Jón Krist-
jánsson, f. 1.1.1903, verkstjóri, og El-
ísabet Bogadóttir, f. 5.10. 1909, hús-
móðir. Þau bjuggu á Akureyri til
1952, vora síðan búsett í Reykjavík
en era nú búsett í Grindavík.
Gréta dvelur í Kanada hjá syni
sínum og tengdadóttur á afmælis-
daginn.
DV
Hl hamingju
með afmælið
3. september
90 ára
Sigurmundur Jörundsson,
Dalbraut 4, Bíldudal.
85 ára
Gyða Hjálmarsdóttlr,
Faxabraut 13, Keflavík.
Haukur Kristjánsson,
Krammahólum 6, Reykjavík.
Símonía Ásgeirsdóttir,
Hlíðarvegi 16, ísafirði.
80 ára
Magnús Kristófersson,
Hjallaseli 55, Reykjavik.
75 ára
Elínborg Pálsdóttir,
Ránarslóð 6, Höfn.
Inga Ámadóttir,
Þingholtsstræti 12, Reykjavík.
70 ára
Aðalbjörg Baldursdóttir,
Grandavegi 47, Reykjavik.
60 ára
Jón Andrés
Jónsson,
forstjóri
Víkurverks ehf,
Stuðlaseli 30,
Reykjavík.
Hann tekur á móti gestum að
heimili sínu, Stuðlaseli 30,
Reykjavík, laugardaginn 5.9.
milli kl. 17.00 og 20.00.
Ágúst Guðmundsson,
Hraunbraut 12, Kópavogi.
Gunnar Þór ísleifsson,
Njarðvíkurbraut 25, Njarðvík.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir,
Bjarkarbraut 9, Dalvík.
50 ára
Skuli Margeir
Óskarsson
næturvörður,
Amarsmára 24,
Kópavogi.
Eiginkona hans
er Svanhvít
Hrönn
Ingibergsdóttir
sem verður
fimmtug þann
16.9. nk.
Þau verða að heiman báða
afmælisdagana.
Ásta Björg Bjömsdóttir,
Fagrahjalla 5, Vopnafirði.
Eiríkur Ágústsson,
Mímisvegi 7, Dalvík.
Gerður Þórðardóttir,
Torfúfelli 23, Reykjavík.
Gunnar Þór
Sveinbjörnsson,
Vatnsnesvegi 23, Keflavík.
Ragnheiður Hauksdóttir,
Efstahjalla 15, Kópavogi.
Sigurþór Óskarsson,
Grundarstíg 10, Flateyri.
Þórarinn ðlafsson,
Fifuseli 37, Reykjavik.
40 ára
Áki Áskelsson,
Spónsgerði 3, Akureyri.
Hávar Sigurjónsson,
Brekkubæ 15, Reykjavík.
Hilmar HaUdórsson,
Glaðheimum 20, Reykjavík.
Jón Magnús Magnússon,
Neðstaleiti 4, Reykjavík.
Sigríður Ásgeirsdóttir,
Hraunbæ 102 C, Reykjavík.
Sædís Gunnsteinsdóttir,
Kolbeinsgötu 60, Vopnafirði.