Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1998, Blaðsíða 36
gFRÉTTASKOTIÐ ®SÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ____________ _ , e m Fjöldi Vtnntngar vinningq Vinnin$6upphœð Qfr 6+ 2.5 3-5 at 6 4 a( 6 140 •3 Q( 5 + 434 Heudarvinnlngéupj 43.331.600 Á fálandl 85G D90 FIMMTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1998 Hlutabréfamarkaðir: Stöðugleiki Miklar sveiflurnafa verið á hlutabréfamörkuðum erlendis síð- ustu daga. Má rekja þær m.a. til um- — róts í Rússlandi. Eftir lækkanir síð- ustu daga hafa markaðir tekið við sér og hækkað á ný. DV ræddi í morgun við Aimar Guðmundsson, verðbréfamiðlara hja FBA. „Eftir töluverðar lækkanir erlendra hlutabréfavístalna fyrri hluta vikunnar, sem m.a. skiluðu sér í lækkun íslensku hlutabréfa- vísitölunnar, hafa flestir fjármála- markaðir rétt úr kútnum. Dow Jo- nes hlutabréfavísitalan i Bandaríkj- unum hækkaði í fyrradag og í kjöl- farið hækkuðu markaðir í Asíu og Evrópu. Hækkanirnar endurspegla aukna trú fjárfesta á stööugleika á fjármálamörkuðum en þróunin á bandariskum hlutabréfamarkaði í gær benti til þess að fjárfestar hefðu **■ enn áhyggjur af ótryggu efnahagsá- standi heimsins og sérstaklega Rússlands.Verð á hlutabréfum á evrópskum hlutabréfamörkuðum í morgun endurspeglar þetta.“ Sveiflur erlendis eru í fyrsta skipti að ná inn á íslenskan hluta- bréfamarkað. -JP ^ Flottustu gæjarnir í Fókusi sem fylgir DV á morgun er greint frá niðurstöðum óformlegrar könnunar á hvaða íslenskir karlmenn konum þykja flottastir, jafnt ungir og efnilegir piltar sem menn í manndóms- blóma og heldri töffarar. Hallgrímur Helgason skrifar upp viðtal við sjálfan Keikó og dr. Gunni ræðir við átrúnað- argoð sitt, Rúnar Júl., sem hann segir alltaf jafn kúl. Ámi Daníel Júlíusson, sagnfræðingur og pönkari, heldur þvi fram að tiiraun landnámsmannanna til að flýja Evrópu hafi verið eyðilögð, Guðni Elísson fjallar um skyldleika álfa og geimvera, Gabríela Friðriks- dóttir myndlistarmaður talar við afa konseptsins, Magnús Páisson, og Berg- Heifur Joensson, kokkur á Mirabelle, jaldrar fram þriggja rétta máltíð úr tómlegum ísskáp Magnúsar Geirs, O' 7T C (/) Á kjördæmisráðsfundi sjálfstæðismanna í Reykjaneskjördæmi í gærkvöldi tilkynnti Ólafur G. Einarsson að hann hefði ákveðið að draga sig í hlé frá stjórnmálum. Salome Þorkelsdóttir, fyrrum forseti Alþingis, býður hér Ólaf vel- kominn í hóp þeirra sem sestir eru á friðarstól. DV-mynd S Mikil óánægja póstmanna í Kópavogi vegna aukins vinnuálags: Fjöldauppsagn- ir bréfbera - 20 af 25 hætta í jólamánuðinum - Leysum málið, segir forstjóri íslandspósts Allt stefnir í óefni með póstburð í Kópavogi vegna fjöldauppsagna bréfbera. Alls hafa 20 af 25 bréfber- um hjá íslandspósti i Kópavogi sagt upp störfum. Uppsagnirnar eiga að taka gildi þann 1. desember nk. á mesta álagstíma; í jólamánuðinum. Ástæða uppsagnanna mun vera megn óánægja bréfbera með nýja skiptingu á hverfum en uppmæling hverfa var endurskoðuð nú í sumar eftir mörg ár. Samkvæmt heimild- um DV telja bréfberarnir að vinnu- álag muni aukast til muna og tala sumir um allt að 50%. DV hafði samband við nokkra bréfbera í gær og sögðu þeir aflir sömu sögu, vinnuálagið væri ásteyt- ingarsteinninn. Málið er viðkvæmt og enginn bréfberi treysti sér til að koma fram undir nafni. „Við treystum okkur einfaldlega ekki til að standa undir þessum nýju kröfum. Þetta verður óvinnandi verk í vetur þegar slæm færð og vond veður fara einnig að há okkur. Það Einar stefnir í ómannlegt Þorsteinsson. álag,“ sagði bréf- beri í Kópavoginum í gær. Formaður Póstamannafélags ís- lands, Þuríður Einarsdóttir, sagði að sér væri kunnugt um uppsagn- irnar en tók skýrt fram aö hún hefði ekki hvatt til þeirra. „Ég hef brýnt fyrir fólki að ef uppsagnimar ganga eftir og þetta sama fólk snýr aftur þá hefur það misst öfl réttindi sín. Áður en Pósti og síma var breytt höfðu bréfberar réttindi opinberra starfsmanna sem fluttust með þeim til íslandspósts. Ef þeir ráða sig á ný þá eru þeir að byrja á núlli," sagði Þuríður Einarsdóttir. „Þetta er ákveðið vandamál sem tengist skiptingu á hverfi og fleiru í þeim dúr. Þetta snýr að okkar innra starfi og ég er þess fullviss að við finnum á þessu lausn," seg- ir Einar Þorsteinsson, forstjóri ís- landspósts, vegna uppsagna bréf- beranna. Aðspurður hvort víst væri að Kópavogsbúar fengju jólapóst sinn eftir hefðbundnum leiðum sagði Einar svo vera: „Ég er þess fullviss að þetta mál er ekki þess eðlis að ekki megi leysa það,“ segir Einar. -aþ/-rt Veðrið á morgun: Kólnar norð- anlands Á morgun, fóstudag, er búist við hægri suðlægri átt og að mestu skýjuðu veðri sunnan til en yflrleitt þurru. Norðan til verður viða léttskýjað. Veður fer heldur kólnandi, einkum norðan- lands. Veðrið í dag er á bls. 37. Slagur um toppsætið Það stefnir í harða prófkjörsbaráttu meðal sjálfstæðismaima í Reykjanes- kjördæmi eftir fund kjördæmisráðs flokksins í gærkvöldi. Á fundinum lýsti Ólafúr G. Einarsson því yfir að hann sæktist ekki eftir sæti á væntan- legum lista flokks- ins. DV ræddi við þingmenn flokksins í kjördæminu í morgun og spurði hvaða sæti þeir stefhdu á i prófkjör- inu sem framundan er og fara svör þeirra hér á eftir. „Ég steflii ákveð- ið á fyrsta sætið," sagði Árni M. Mathiesen, alþing- ismaður í Hafiiar- flrði, í samtali við DV. „Ég stefiii á eitt af efstu sætunum, ég hef ekki gefið neitt út um það hvort ég stefni bara á fyrsta sætið,“ sagði Kristján Páls- son, alþingismaður í Reykjanesbæ, í morgún. Kristján sagði að málin ættu eftir að skýrast þeg- ar ljóst yrði hveijir gæfii kost á sér í prófkjörinu framundan. „Ég stefni að því að styrkja mína stöðu. Ég er ekki al- veg búinn að átta mig á sæti ennþá en það á ýmislegt eftir að gerast," sagði Ámi R. Ámason alþingismaðm-. Ekki náðist í Sigríði Önnu Þórðar- dóttrn-, formann þingflokks sjálfstæð- ismanna, en fúllvíst má telja að hún blandi sér i slaginn um fyrsta sætið í kjördæminu. -SÁ/rt Sverrir Hermannsson: Ekki skilyrði um upptöku zetunnar „Ég mun halda áfram að skrifa zet- una sjálfur en ekki gera að flokkslegu skilyrði að hún verði tekin upp að nýju,“ segir Sverrir Hermannsson, að- spurður um það hvort hann hygðist beita sér fyrir því að stafúrinn zeta verði tekinn upp að nýju. Sverrir barð- ist á sínum tíma hatrammlega gegn því að zetan yrði afnumin en varð að lúta í lægra haldi. -rt MERKILEGA MERKIVELIN bíother pt (slenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm borðar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Nýbýlavegi 28 Slmi 554 4443 Veffanq: www.it.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.