Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Side 6
m a t u r
Argentína ★★★
Barónsstíg lla, s. 551 9555.
„Bæjarins besta steikhús hefur dalaö. Dýr-
ustu og enn þá bestu nautasteikur landsins,
en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og
áöur.“ Op/'ð 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
Einar Ben ★★
Veltusundi 1. 5115090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar
Ben. býður yfirleitt ekki upp á vondan mat og
verður því seint jafnvinsæll og Fashion Café
eða Planet Flollywood." Op/'ð 18-22.
Café Ópera ★
Lækjargötu 2, s. 522 9499
„Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu
og þar virðist vera takmarkaður áhugi á mat-
reiðslu." Op/'ð frá 17.30 til 23.30.
Fiðlarinn á þakinu ★★★
Sklpagötu 14, Akureyrl, s. 462 7100
„Matreiðslan stóð ekki undir háu verði en hún
hefur batnað. Þjónustan var alltaf góð en nú
er of mikið treyst á lærlinga." Op/'ð 12.30-14
og 18-22.
Hard Rock Café ★★
Kringlunnl, s. 568 9888
„Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir annað
en skyndibita og vill ekki annað en skyndibita;
fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða ham-
borgara og daufa fmynd þess að vera úti að
borða." Op/'ð 11.30-23.30.
Hótel Holt ★★★★★
Bergstaðastrætl 37, s. 552 5700.
„Listasafnið á Hótel Holti berf matargerðarlist
af öðrum veitingastofum landsins. Þar fara
saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerir jafnvel baunir að Ijúfmeti."
Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 v.d., 12-14.30
og 18-22 fd. og Id.
Hótel Óðinsvé ★★
v/Óðinstorg, s. 552 5224.
„Stundum góður matur og stundum ekki, jafn-
vel f einni og sömu máltfð." Op/'ð 12-15 og
18-23 v.d., 12-15 og 18-23.30 fd. og Id.
★★
Italía
Laugavegl 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldið er ítalskt, kokkarnir eru ítalskir
og gæðaþjónustan er hálfítölsk. Það, sem
tæpast hangir í ítölskunni, er matreiðslan."
Op/'ð 11:30-11:30.
Játvarður ★★★
Strandgötu 13, Akureyrl, 461 3050
„Skemmtilega hannaður staður með ffnlegri
matreiðslu, ef sneitt er hjá fiski, svo og elsku-
legri þjónustu sem getur svarað spurningum
um matinn." Op/'ð 11.30-14 og 18-22.
Lauga-ás ★★★★
Laugarásvegl 1, s. 553 1620.
„Franskt bistró að íslenskum hætti sem dreg-
ur til sfn hverfisbúa, sem nenna ekki að elda
i kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og ferða-
menn utan af landi og frá útlöndum. Hér koma
hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Op/'ð
11-22 og 11-21 um helgar.
Lækjarbrekka ★★
Bankastræti 2, s. 551 4430.
„Matreiðslan rambar út og suður, góð, fram-
bærileg eða vond eftir atvikum, Með annarri
hendinni eru gerðar forvitnilegar tilraunir en
með hinni er farið eftir verstu hefðum." Op/'ð
md.-mid. 11-23.30, fid.-sd. 11-0.30.
Mirabelle ★★★
Smlðjustíg 6., s. 552 2333.
„Gamal-frönsk matreiðsla alla leið yfir í
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er
komin á gott skrið." Op/'ð 18-22.30.
Pasta Basta ★★★
Klapparstíg 38, s. 561 3131
„Ljúfir hrfsgrjónaréttir og óteijandi tilbrigði af
góðum pöstum en lítt skólað og of uppá-
þrengiandi þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23
virka daga og 11.30-24 um helgar. Barinn er
opinn til 1 virka daga og til 3 um helgar.
Rauðará ★
Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús. Nautasteikin getur verið
góð, en hún getur líka verið óæt. Yfirþjónninn
er svo önnum kafinn við að vera kammó aö
hann tekur ekki alvarlega ábendingar um aö
nautakjöt sé skemmt." Op/'ð frá kl. 18 og fram
eftir kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn.
Skólabrú ★★★
Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt,
en dálítið frosiri. Þjónustan er kurteis og hóf-
söm." Op/'ð frá kl. 18 alla daga.
Smiðjan ★★★
Hafnarstræti 92, Akureyrl, s. 462 1818
„Smiðjan hefur árum og sennilega árum sam-
an verið eini staðurinn á Akureyri þar sem er
þorandi að borða fisk." Op/'ð 18.00-22.00.
meira a.
www.visir.is
Fyrr í vikunni ræddi háhyrningsþjálfarinn Brad Kingsmauer við Keikó
með aðstoð þýðingartölvu og var viðtalið sent út á Netinu.
Hér að neðan eru birtir valdir kaflar úr viðtalinu þar
sem Keikó ræðir um íslandsför sína, æsku-
minningar og vanda þess að vera hvalur.
„Vér hvalir erum
yfirborðskenndar
skepnur
Nú er aðeins tæp vika þar til há-
hymingurinn Keikó flýgur til lands-
ins. Mikið hefur verið flallað um
flutninginn í fjölmiðlum, umstangið
í kringum hann, viðbúnað í Eyjum
og viðskilnað í Oregon. Hér birtist
hins vegar fyrsta viðtalið við Keikó
í langan tíma, eða frá því fyrri FREE
WlLLY-myndin var frumsýnd í
Bandaríkjunum og hin þekkta sjón-
varpskona Oprah Winfrey ræddi við
hvalinn í beinni útsendingu eins og
frægt varð, með hjálp hins fræga
sjávarlíffræðings Joshua heitins
Browns sem einn fárra manna í
heiminum hefur numið hvalamál.
Viðtalið sem hér birtist var tekið
aðfaranótt miðvikudagsins 2. sept-
ember og sent út á Intemetinu. Þjálf-
ari Keikós, Brad Kingsmauer, tók
viðtalið, sem unnið var með hjálp
nýrrar þýðingartölvu þar sem notast
var við forrit Browns en hann lést
úr lungnakrabba fyrir rúmu ári síð-
an. Einnig gafst netverjum kostur á
að spyrja Keikó nokkurra spurn-
inga.
brad: Keikó. Hvernig hefur þú það?
keikó: Vér höfum það gott.
BRAD: Gæti ég fengið að spyrja þig
nokkurra spurninga?
keikó: Svara munum vér þeim með
ánægju, Brad.
BRAD: Keikó. Þú veist að þú ert
bráðum á föram héðan frá okkur?
KEIKÓ: Vér erum svangir.
BRAD: Þú veist það, Keikó, að þú
færð að borða strax eftir viðtalið.
keikó: Vér erum svangir.
BRAD: Ekki vondur strákur núna,
Keikó!
keikó: Vér erum svangir.
BRAD: Ókei, ég gef þér þrjár síldar
núna ef þú lofar að svara spurning-
unum eins og maðm-?
keikÓ: Sjaldan þiggjum vér hvalir
hvíld./kœtumst lítt viö þvaöur./En
gefir þú oss salta síld/ vér svörum
eins og maður.
BRAD: Vá! Keikó! Þetta var fallegt!
veitingahús
Hér kemur síldin! Ertu kátur núna?
KEIKÓ: Vart erum vér svangir, en
siður þó saddir.
BRAD: Hvernig leggst það í þig að
fara með flugvél til íslands?
keikó: Vér spyrjum: Hvað er flug-
vél?
BRAD: Flugvél er stór kvi sem getur
flogið, í loftinu. Eins og fugl!
KEIKÓ: Sannlega munum vér segja
yður: Þá sökkva í hafíð skýin grá
og fjöll í djúpin falla niður
er flýgur sjór um loftin blá.
BRAD: Keikó? Er ekki allt í lagi?
Hvaðan hefur þú þetta?
keikó: Maöur kœr viö myrka
strönd./Þú mœlir allt viö smáa
hönd./Djúpin eru þér ókunn lönd/og
undur mjó þín sjónarrönd.
BRAD: Ókei. Segðu okkur þá frá
þeim, djúpunum.
keikó: Slíkt mun alkunna: Vér
hvalir erum yfirborðskenndar
skepnur.
BRAD: Hvað meinaru?
keikó: Andann vér drögum úr yfir-
borði/þó undir niöri svömlum
vér./Hvalur mun því, í einu oröv./aö
nokkru leyti líkur þér.
BRAD: Keikó. Þú veist það að í okk-
ar augum eruð þið hvalirrnir mjög
gáfaðar skepnur. Og mér finnst þú
sanna það hvala best.
KeikÓ: Kveóum vér Ijóó í dimmu
djúpi/en drögum andann úr birtu
dags./Sárt er á lœgstum sjávar-
núpi/sól aö velja til fylgilags.
brad: Ég er ekki viss um að ég
fylgi þér héma Keikó. Gætir þú tal-
að skýrar? Viltu meiri síld?
keikó: Þurrt er þitt land og þurr
þinn brunnur./Þrýtur visku viö
fjörusand./Af heimsku mun um
heiminn kunnur/háhyrningur sem
gengur á land.
BRAD: Ókei, ókei. Keikó. Erum við
ekki orðnir dáldið góðir með okkur
hérna? Komdu þá með það. Þú
svaraðir mér ekki áðan. Hvað býr í
djúpinu?
„Eftirlætiskvikmynd Keikós er Rlamaöurinn. Vér höfum vissa samkennd
meö honum,“ segir kvikmyndastjarnan Keikó.
KEIKÓ: Fregnaö vér höfum um fisk í
kross/sem fer viö botn í sjávar-
ríki./Vitneskjan um hann viröist
oss/vera mjög í skötulíki. [Hér tekur
Keikó mjög háværa hlátursroku,
buslar og skvettir sporði] í skötu-
líki! Ha ha....í skötulíki! Náðir þú
þessu? í skötulíki!
BRAD: Keikó! Keikó! Rólegur! Róleg-
an æsing! Viltu síld! Viltu meiri
síld?
KEIKÓ: Síldin kemur og síldin fer
sildin fer í taugar á mér.
BRAD: Ókei. Við skulum þá taka við
spurningum frá aðdáendum:
TANJA, 10 ára, Orlando, Florida: Kæri
Keikó. Nú hefur þú leikið í kvik-
mynd. Mig langar að vita hver sé
uppáhalds kvikmyndin þín?
KEIKÓ: Eftirlætis kvikmynd Keikós
er Fílamaðurinn. Vér höfum vissa
samkennd með honum.
ÁSGEIR MÁNI, 12 ára, Þorlákshöfn: Kæri
Keikó. Hlakkar þú til að koma til
Vestmannaeyja?
keikó: Vér minnumst þess með
ljúfsárum trega er vér ungir kálfar
fylgdum móður vorri um Eyjafjalla-
djúp og Selvogsgrunn. Einkum voru
oss hugstæðar volgar vilpurnar í
hlíðum Surtseyjar. Afi vor sagði oss
sögur af eldsumbrotunum.
HEIÐAR, 20 ára, Húsavík: Kæri Keikó.
Ég hef farið í hvalaskoðun og séð
háhyrninga. Af hverju eruð þið
svona andfúlir?
keikó: Næsta spurning.
LISETTE, 7 ára, Hilversum, Danmörk: Kæri
Keikó. Ég er oft að hugsa um það
hvernig sé að vera hvalur. Hvernig
er að vera hvalur?
keikó: Hvalur spyr á móti: Hvernig
er að vera maður?
TANJA, 10 ára, Orlando, Florida: Kæri
Keikó. Hvar lærðir þú að yrkja
ljóð?
keikó: Úti fyrir íslandsströndum.
Vér bræður fórum snemma að lesa
nöfn báta og hlusta á útvarpssend-
ingar. Úti fyrir Fáskrúðsflrði liggur
víkingaskip frá söguöld. Þar gafst
oss kostur á að glugga í skinn-
handrit. Sjórinn i kringum Island
er fullur af skáldskap.
Hallgrímur Helgason
Primavera ★★★★
Maturinn bjargar deginum
A Primavera trufla góðir þjónar
ekki samræður gesta með spurning-
um um, hvemig smakkist maturinn.
Að vafningalausum ítölskum hætti
er slíkt gefið mál, sem ekki er til
umræðu, nema gestir vilji endilega
ræða það að fyrra' bragði. Sjálfs-
traust hússins er gott og næg inn-
stæða fyrir því.
Matreiðslan á annarri hæð við
Austurstræti hefur farið batnandi
þrátt fyrir vaxandi vinsældir og tek-
ur nú flestu fram hér á landi. Bezt
og ódýrast er hún sem fyrr í hádeg-
inu, þegar þríréttuð veizla með
miklu úrvali rétta kostar ekki nema
1.350 krónur á mann.
Forréttir voru yfirleitt léttir og
nútímalegir. Góður var grillaður og
mjúkur maísgrautur, borinn fram
með tómötum og finni hráskinku,
afbragðs matur. Enn betri var hvít-
lauksristaður smokkfiskur, sem
bráðnaði næstum á tungu, með gul-
um baunum og tómötum. Bezti for-
rétturinn var undurmjúk og fínleg
spínatbaka með blaðsalati, sannkall-
að meistaraverk.
Hefðbundnari og þyngri mat-
reiðsla var í sumum aðalréttum,
ekki þó riffluðum pastarörum með
brokkáli og hvítlaukssósu, nákvæm-
lega rétt soðnum. Ekki heldur í
snöggbökuðum og ljúfum þorski
með kartöflustöppu, hvítlauk og
miklu af kapers. En dæmigerður var
ofnbakaður lambaskanki með kart-
öflustöppu, grænmeti og fínu rauð-
vinssoði, ljómandi ítalskur og
skemmtilega gamaldags.
Fínlegur og bragðgóður var
rommbúðingur með hindberjasósu
og kryddleginni appelsínu. Þurr og
góð var möndlukaka með þeyttum
rjóma. Að kvöldi voru eftirréttir
einnig góðir, einkum undurlétt
döðlu- og karamellukaka með sýrð-
um rjóma, sem hæfði vel. Góð var
einnig fínleg og lagskipt ostakaka
með kakóþaki.
Þótt matreiðslan sé líka góð á
kvöldin, reyndist mér hún meira
gamaldags, skör lægri og auðvitað
dýrari, um 3900 krónur þríréttað
með kaffi. Þorskakinnar voru of
þurrar og festust milli tanna, bomar
fram með góðum maísgraut og rauð-
vínssósu. Mild og einfóld var græn-
metisbaka með mozzarella-osti. Bezt-
ur forrétta var smjörsoðinn spergill
„Sjálfstraust hússins er gott og næg innstæða fyrir því.“
risaspegill gerir öllum kleift að sjá
alla og gefur staðnum snobbað uppa-
gildi, enda era hér viðskiptamáls-
verðir í röðum á kvöldi sem í há-
degi. Yfir staðnum vakir endur-
prentun Vorsins eftir Sandro Bott-
icelli.
Hvítt lín er á borðum í hádegi
sem að kvöldi, olífur, balsamsósa og
ilmandi volgt brauð. Og þetta líka
fina útsýni til embættis- og iðnaðar-
manna, sem skjótast í Ríkið handan
götunnar til að reyna að bjarga deg-
inum fyrir hom. Þeir vita ekki, hve
öfundsverð við erum innan við
gluggana á Primavera, sem höfum
þegar bjargað okkar degi.
Jónas Kristjánsson
grannur með mildu beikoni og
kapersblandaðri olífu- og ediksósu.
Að kvöldinu var bezti aðalréttur-
inn cannelloni pönnukaka vafin um
kjúklinga- og vfllisveppahakk, borin
fram með miklu blaðsalati. Góðir og
meyrir vora grillaðir sjávarréttir,
rækjur og smokkfiskur, á tréspjóti,
með óhóflega miklu af brenndu
raspi gestakokks frá Brescia. Gam-
aldags matreiðsla í raspi var einnig
á annars frambærilegri kálfasteik
með kapers og ansjósusósu í stil
millistríðsáranna.
Þetta er staður með stfl. Hátt er
til lofts, bjart og fagurt í matsalnum,
þægilegir armstólar við glugga og
fullbólstraðir stólar innar. Veggstór
f ÓktlS 4. september 1998