Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Síða 7
Sýningin -30 60+ þar sem ungir myndlistarmenn sem enn eru ekki komnir á fertugsaldurinn, sýna mec kollegum sínum sem eru á sjötugs- og áttræðisaldr verður opnuð á Kjarvalsstöðum á morgun. Af þessi tilefni hitti einn ungliðinn, Gabríela Friðriksdóttir, einn öldunganna, Magnús Pálsson, að máli oc spjallaði við hann um listina, tímann, æskuna og ellina n £ * || 6KKJ nara nei í efnahagslegri uppsveiflu eftir- stríðsáranna brenndu múraðir ís- lendingar peninga sér til skemmt- unar á meðan listamenn með óloðna lófa gerðu abstraktverk. Fyr- ir ekki allöngu glefsaði rússneskur listarakki í sænska gesti á opnun og ungum listamanni var hótað lifláti fyrir að brenna fimm hundruð krónur í listrænum tilgangi á Sól- oni íslandus í fyrra. í dag er sam- sýning á verkum myndlistarmanna að Kjarvalsstöðum sem ber hið tölu- lega heiti -30 +60 Þeir sem halda að um hitamælingar sé að ræða hafa ekki alrangt fyrir sér því einhveij- um er heitt þarna en öðrum kalt. En sannast er að annar helmingur- inn er undir þritugu en hinn yfir sextugu. Ég átti smáspjall við Magnús Pálsson í vikunni en við eigum bæði verk á sýningunni. Tónverkasprenging í hljóðhimnu Magnús er búsettur á Bretlandi en kemur heim til íslands helst fjór- um sinnum á ári til þess að næra rætur sínar og fylgjast með. Að- spurður er hann á því máli að við eyjarskeggjar séum ekkert svo voðalega heimsk heimaalin börn eins og við héldum heldur bara nokkuð mær hvað myndlist varðar og þakkar það skorti á framhalds- menntun hérlendis og tíðum náms- dvölum íslendinga erlendis af þeim sökum. Magnús nam leiklist og leik- myndagerð I Vín. 1956 kom hann heim, þá 27 ára, og hóf störf hjá Leikfélagi Reykjavíkur og vann þar nokkur ár. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að sjá á fjölum Þjóðleikhússins 1991 „Sprengda hljóðhimnu vinstra megin“, leikverk eftir hann sem hann leikstýrði ásamt öðrum. Þegar ég spyr Magnús hvemig hann hafi það í hljóðhimnunni segir hann hana alltaf jafnbilaða. Og vissulega var leikverk þetta „bilað“ en það var líka það sem gerði það mein- hollt, eins og raun bar vitni. Þetta var sannkölluð sáluhjálp þeim sem skaddaðir voru orðnir af realískri sviðsleikritaneyslu. Magnús er með tónverk i hlust- unum þessa dagana en bætir því hæversklega við að „alvöru" tónlist- armenn myndu líklega ekki vilja kannast við þennan verk og satt best að segja sé hann háifhræddur við hann sjálfur. Ómengað fluxusloft og yngisánægjan Þegar ég færi mig upp á skaftið og kref hann álits á yngislist sam- tímans og spyr hvort hann þekki eitthvað til listamannanna í -30 menginu á Kjarvalsstöðum nefnir hann Gjömingaklúbbinn sem tróð upp á Nýlistasafninu ásamt honum í fyrrasumar. Hann lætur vel af þeirri uppákomu og þó sérstaklega hafi verið gaman að sjá að þar var hópur að vinna saman en ekki ein- björn að metast við tvíbjöm eins og gjaman vill verða. Hvaö var í gangi í myndlist þegar hann var -30 ára? Jú, alveg rétt, það var abstraktið! Magnús segir þá stefnu hafa birst sér á björtu hlið- inni og sú hlið snúi enn þá upp. En vel uppalin börn lenda líka í úti- stöðum við foreldra sína og Magnús lenti þarna í bardaga við abstraktið með brjóstið, m.a þanið af fjörefna- ríku flúxuslofti. En hvað gerum við nú þegar risar eru vindmyllur og allt of fáir fjargviðrast út í listina og enginn kallar okkur geðtrufluð lengur? Verður ekki að fara í stríð? Magnús bendir á að sér finnist að ungt fólk sé ánægt í dag og hafi enga ástæðu til að nöldra. Ég nefni við hann að margir mér eldri listamenn haldi því fram að við þessir ungu höfum i raun ekk- ert að segja og að list okkar megi flokka undir skemmtiiðnaðarfram- leiðslu. Margir vilji meina að það vanti pólitík í unglist samtímans. Magnús bætir hér inn í að honum hafi nú aldrei fundist að pólitísk mótmæli eigi beint erindi inn í list en að list sé alltaf afar pólitísk í sjálfu sér, hvort sem um sé að ræða köld stríð eða ekki. Ef eitthvað sýð- ur í mönnum þá er það náttúrlega pólitískt. Víti til varnaðar og tepruskapur Er eitthvað sem myndlistarmenn þurfa að varast? „Galleríin eru hættuleg," segir Magnús, „og listastofnanir þegar þau ganga hinum myrku markaðs- öflum á hönd. Þessi öfl eru að vissu leyti góð þvi að fjárhagsleg gróska er aflgjafi fyrir list og hvað sem er en þetta er farið að stjórna og mæla fyrir hvemig list eigi að vera.“ „Finnurðu ekki fyrir þessu?" spyr hann. Ég reyni að fara undan flæmingi „Galleríin eru hættuleg og listastofnanir þegar þau ganga hin- um myrku markaðsöflum á hönd,“ segir Magnús Pálsson consept-afi í foðurlegum tón við Gabríelu Friðriksdóttur, sem er að feta sín fyrstu spor inn í myndlistarheiminn. og ber fyrir mig reynsluleysi en nefni þá við hann að tíðrætt hafi verið á undanförnum misserum hversu hræddir myndlistarmenn séu við peningastyrki í auglýsinga- formi og fyrir mér sé þetta í ætt við tepruskap. Af hverju ættu myndlist- armenn ekki að markaðssetja sig duglega og græða almennilega? Magnús segir hræðsluna kannski bara gamla rómantik, það að vera fátækur listamaður og og helst í ást- arsorg og avantgarde-hugmyndin að vera óháður öllu. Magnús bætir síð- an við að listamenn verði að vera vel á verði gagnvart öflum sem viija temja þá. Við erum orðin frekar þreytt á þessum orðum og viljrnn fara að gera eitthvað! Magnús að stjórna tíu manna tónsveit og ég að sauma minnisvarða. Þama upp í geimnum hljóta að svífa einhvers konar myndir, orð og gjörningar, tónar og draumar - hvað verður annars um þetta allt? Ef svörin felast í svart- holum verðum við að smíða tæki til þess að komast þangað inn, engin spurning! Gabríela Friðriksdóttir Á morgun kl. 21.00 ver&ur „Sorglegt kvöld“ í Kaffllelkhúslnu meö Ollver Manoury og góö- um gestum. Þeir byrja klukkan níu og eru örfá sæti laus. Bryndís Ásmundsdóttlr byrjuö aftur. Á sunnudaginn heflast djass- og blúskvöld með Bryndísi og félögum á veitingastaðnum Vega- mótum. Félagar hennar eru engir aðrir en Ást- valdur (planó), Blrgir Braga (kontrabassi) og Gu&mundur „Papa Jazz" Stelngrímsson (trymbill). Gu&rún Jóhanna Jónsdóttlr einsöngvari heldur sína fyrstu tónleika í Hafnarborg á mánudags- kvöldið kl. 20.30. Undirleikari verður Wllllam Hancox. Á efniskrá eru meðal annarra söngverk eftir Pál ísólfsson, Jón Ásgelrsson, Obradors, Brahms, Serrano, Cllea og Verdl. Þann 8. september verða tönleikar í Selfoss- kirkju. Þar verða Slgrún HJálmtýsdóttlr sópr- an og Anna Gu&ný Gu&mundsdóttlr, planó. Tónleikarnir byrja kl. 20.30 og eru innan við 50 mln langir. Aðgangur ókeypis. meira a. www visiris meyjar ath... lýkur um helgina INGHÓLL lokatónleikar á ROADWAY-----------1 að sér kveða að auki: + Spur+ DJ Rokkbitsj — er hafin --------landsmenn & sumarreisu Sálarinnar föstudagskvöld: ----laugardagskvöld: B óvæntir gestir láta Real Flavaz 1200 - forsala miða 4. september 1998 f ÓkllS 7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.