Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1998, Qupperneq 19
myndlist 4 Árni Dani'el Júlíusson, fyrrum pönkari og nýorðinn doktor í sagnfræði, segir að flótti landnámsmannanna til íslands hafi verið flótti frá snobbinu í Evrópu, konungsvaldinu og borgarmenningunni. Þegar íslendingar gengust undir þetta tvennt og létu í ofanálag svokallaðar þjóðhetjur troða upp á sig þeirri evrópsku uppfinningu, þjóðríkinu, var stríðið tapað. Evrópa sigrar gamla íslenska flóttamenn Maður er nefndur Jesse L. Byock. Hann er prófessor I norræn- um fræðum við UCLA, Háskóla Kaliforníu í Los Angeles. Að hans sögn gripu menn tækifæriö þegar þeir höfðu numið ísland og losuðu sig við allt það óþarfa umstang sem fylgir ríkisvaldi og öðrum evrópsk- um stofnunum. Menn vildu vera frjálsir og töldu að allar þær stofn- anir sem siðmenning Evrópu hafði skapað hindruðu þær fyrirætlanir. Það skapaði hina sérstæðu, íslensku þjóðmenningu þjóðveldisaldar, sem var svo sérstæð að við íslendingar höfum aldrei beðið þess bætur. Sam- kvæmt Byock voru íslendingar því að flýja Evrópu og evrópska menn- ingu, rétt eins og Ameríkanar nokk- ur hundruð árum síðar. Ameríkaníseraðir 800 árum á undan Könum. Sé grannt skoðað skapa hinar áhugaverðu hugmyndir Byocks al- veg nýjan grundvöll fyrir Evrópum- umræðuna. Ef íslendingar voru að flýja Evrópu í leit að frelsi, eins og innflytjendur til Bandaríkjanna síðar, má túlka íslandssöguna síð- an þá, að minnsta kosti lengst af, sem tilraun til að Evrópuvæða ís- land. Eiginlega eigum við íslendingar miklu meira sameiginlegt með Am- eríkönum en Evrópubúum, sé það skoðað að Evrópa haföi verið byggð Evrópubúum í marga tugi þúsunda ára þegar ísland fannst og byggðist frá Evrópu en ekki leið nema til- tölulega skammur tími á þeim mælikvarða þar til Ameríka fannst og var byggð Evrópubúum. í þeim skilningi eigum við miklu meira sameiginlegt með Ameríku en Evr- ópu og unnt er að færa að því rök að íslendingar hafi orðið ansi amer- íkaníseraðir strax við landnám hér - 800 árum á undan Könum. sem þeir héldu að væru framsækn- ustu hugmyndir upplýsingarinnar á 18. öld og stofnuðu lýðveldi sem í rauninni var ekkert annað en evr- ópskt konungsveldi íklætt dulbún- ingi lýðveldis. Flest vandamál í stjómkerfi Bandaríkjanna má rekja til þess að þeir hafa enn ekki gert al- mennilega upp við arfinn frá ein- veldinu. Þá er betra að gera eins og íslendingar gerðu: Þykjast vera kon- ungssinnar en fara sínu fram. Ekki er nóg með að íslendingar vildu ekkert konungsvald heldur vora þeir á móti öllu sem hét borg- armenning. í Noregi voru stofnaðar borgir að framkvæði konungs, til dæmis Bergen, og lét konungsvaldið flytja þangað biskupssetur og stuðl- aði á annan hátt að vexti borga. Hér vildu menn ekkert með slíkt hafa og héldu sig við að hafa biskupssetur eins langt inni í landi og mögulegt var með góðu móti, á Hólum og í Skálholti. Þetta var meðvituð (eða ómeðvituð, það skiptir ekki höfuð- máli) and-Evrópustefna þeirrar tíð- ar. Þannig fóru tvær merkustu upp- finningar hins evrópska hámiðalda- samfélags nær algjörlega fram hjá íslendingum: Efling konungs- og rík- isvalds og stofnun borga. Banda- ríkjamönnum feilaði algjörlega á þessu, þeir stofnuðu hverja borgina á fætur annarri og stældu þannig evrópska menningu, líka á þessu sviði, með misjöfnum árangri eins og þekkt er. Af þessu má draga þá ályktun að flóttinn frá Evrópu hafi tekist á ís- landi, að þar hafi mönnum tekist það sem þeir ætluðu sér samkvæmt Byock, að minnsta kosti um skeið, en ekki í Ameríku. Danakóngurákveðurað gera eitthvað í málinu En sagan er ekki öll sögð. Þar kom nefnilega að Evrópa náði í Jón Sigurðsson, Jónas Hallgrímsson og Jón Baldvin Hannibalsson. J-in fjögur í liði Evrópu gegn íslensku tilrauninni til að losna undan áhrifum meginlandsins. Engan kóng og engar borgir Islendingar tóku sína ameríkanís- eringu ansi alvarlega, eiginlega miklu alvarlegar en Kanar sjálfir gerðu nokkum tíma. Þeir höfnuðu því algerlega til að byija meö að taka upp þá evrópsku uppfinningu konungsvald sem þá var nýjasta nýtt í evrópskri menningu. Það var kúl að hafa kóng en íslendingum fannst það ekki. Að lokum neyddust þeir til að leyfa norska kónginum að þykjast hafa völd hér á landi en í rauninni breyttist fátt eða ekkert. Konungsvaldið réð litlu sem engu, það var bara þægilegra að láta sem svo væri gagnvart snobbuðum Evr- ópumönnum. Bandaríkjamenn fóra öðravisi að þessu, þeir stældu það skottið á Islendingum. Það gerðist þegar Danakonungur komst að því að hann bar formlega ábyrgð á þess- um flóttamönnum og hafði sú ábyrgð hafnað á skrifborði hans við að Noregsveldi hrundi og Danakon- ungur varð líka Noregskonungur. Danakonungur ákvað að gera eitt- hvað í málinu. Byrjað var á því að kenna Islend- ingum að bera virðingu fyrir kon- ungsvaldinu. Tækifærið var notað í siðaskiptunum og Jón Arason og synir hans hálshöggnir og þorðu menn eftir það ekki að draga vald Danakongs í efa. I þessu fólst ýmis- legt annað en bara virðing fyrir kon- ungsvaldinu því þetta var upphafið á því að íslendingar kynntust því evrópska fyrirbæri sem heitir sið- menning. Það komst sem sagt úr tísku að menn gætu drepið mann og annan og hagað sér eins og þeir vildu svo lengi sem þeir áttu eitt- hvað undir sér. Tillitssemi og kurt- eisi varð allt i einu in en þó aðeins í hófi. Hin séríslenska útgáfa af evr- ópskri siðmenningu fól í sér (og fel- ur enn þá) að siðmenningin var not- uð sem skálkaskjól, ýmis ytri form hennar voru tekin upp til að róa herraþjóðina. Ekki er vist að hún hafi náð mjög djúpt. Guðhræðsla, konungshollusta og annað slíkt snobb hefur aldrei verið hin sterka hlið Islendinga. Borg búin til Næsta skref í langtímaáætlun Dana var að stofna borg á íslandi. Það kemur raunar á óvart að sá framkvæmdaóði Kristján 4. sem stofnaði borgir um allt ríkið og byggði Rósenborgarhöll, Börsen og aðrar þjóðargersemar Dana skyldi ekki láta byggja borg á íslandi upp úr 1600 en líklega hefur borgarastétt Kaupmannahafnar átt eitthvað inni hjá honum. Hún fékk nefnilega einkarétt á því að versla á íslandi eins og allir þekkja. íslendingar fengu enga borg í það sinnið. Það gerðist síðar og Danir studdu Skúla Magnússon með ráðum og dáð í þeirri framkvæmd. Reykjavík var valin sem tilraunaverkefni á þessu sviði og á tímabilinu 1785-1800 voru mikilvægustu stofn- anir landsins á þeim tíma, biskups- stólarnir, sameinaðir og jarðir þeirra seldar. Sá eini biskupsstóO sem eftir var hafði aðsetur í Reykja- vík. Þar sátu líka stiftamtmaðurinn og aðrir háembættismenn. I raun- inni gerðist ekki annað lengi vel: Embættismenn og yfirvöld fluttu í þurrabúðarhverfið á Seltjaraamesi sem þar hafði verið við lýði frá ómunatíð. Það var hin séríslenska útgáfa af því evrópska fyrirbæri borg. Dönum hafði loks tekist um 1800 að koma á fót eins konar eftirherm- um af tveimur af þeim stofnunum sem gerðu Evrópu að því sem hún var: Ríkisvaldi og borgarmenningu. Það verkefni að afameríkanísera ís- lendinga og gera þá að Evrópubúum á ný hvað varðaði þessi tvö grund- vallaratriði var nú tiltölulega vel á vegi statt. Evrópusinnar undir merkjum þjóðernis Þriðji liðurinn og úrslitaþáttur- inn í þessari áætlun var að sann- færa íslendinga um að þeir byggju á jaðri veraldar og ættu allt sitt undir því að taka upp sem allra mest af evrópskri menningu. Annars myndu þeir farast. íslendingar þurftu á framfórum að halda, var sagt. Bent var á hungursneyðir og eldgos 18. aldar og sagt: Sjá, ef þið gerið ekki eins og við segjum (sögðu íslenskir evrópusinnar þess tíma, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðs- son og aðrar „þjóðhetjur", sem í raun gerðu ekki annað en að lepja upp hráar kenningar Herders og annarra þýskra menntamanna um þjóðemisstefnu, eins óislenskar og mest mátti vera) ferst þjóðin, hún verður flutt á Jótlandsheiðar eða eitthvað enn verra. Og nú var fjand- inn laus: Undir merkjum „þjóðemis- stefnu" var íslendingum att út í að líkja sem mest eftir einhverri mis- heppnuðustu stofnun sem fundin hefur verið upp í Evrópu, þjóðrík- inu. Fundinn var upp þjóðfáni, bú- inn til þjóðsöngur og loks var stofn- að lýðveldi með höfuðborg. Að sögn var verið að endurvekja foma reisn íslenska þjóðveldisins en ekkert get- ur verið fiær sanni. Undir merkjum „þjóðernisstefnunnar" hafði tekist að gera íslendinga evrópskari en nokkurn tímann áður. Það markmið að flýja Evrópu og snobbið þar var endanlega gleymt. íslendingar fóru að trúa því sjálfir, i raun og veru, að stofnanir eins og ríkisvald, borgir og framfarir væru til góðs, í stað þess að nota heilbrigða skynsemi og játa þeim með vörunum en vera trú- ir íslendingseðlinu í hjarta sínu. Að vísu voru til einstaka heil- brigðir íslendingar, eins og Jónas frá Hriflu, sem af eðlisávísun höfn- uðu evrópskum áhrifum, en hann var fljótlega úthrópaður og minning hans svert. Allt er tapað Nú er ekkert eftir nema að taka lokaskrefið, sameinast Evrópu. Það er allt tapað. Það eina sem hægt er að gera er að taka því sem að hönd- um ber með stóískri ró. Það eru ör- lög okkar að snúa á ný aftur til upp- runans. Ein efnilegasta tilraun til að öðlast frelsi frá Evrópu er á enda. Þeir sem nú berjast hetjulega gegn inngöngu í Evrópu eiga lof skilið fyrir baráttu sína en hún er von- laus: Allar stoðir íslendingseðlisins eru löngu hrundar og komnar í glatkistuna. Hetjuskapur þeirra sem höfðu kjark til að yfirgefa Evrópu og skapa nýja og frumlega menningu á grundvelli frelsis er að engu orðinn, eins og bylting sem kveðin hefur verið niður. Leiðin liggur óhjá- kvæmilega til Evrópu. Ljóst er af þessu að Evrópuvanda- málið á sér mun dýpri rætur en al- mennt er taliö. íslendingar geta að- eins verið samkvæmir sjálfum sér, trúir upprana sínum, með því að leggja niður borgir, ríkisvald og þjóðríki. Svokallaðar framfarir 19. og 20. aldar eru ekkert annað en hömlulaus Evrópuvæðing. Spurn- ingin um að ganga í Evrópubanda- lagið eða ekki verður hjóm eitt hjá þessum grundvallaratriðum. Árni Daníel Júlíusson Opnanir Gerðuberg menn- ingarmiðstöö Á morgun, 5. septem- ber kl. 11, hefst Sjónþlng Kristlns G. Harðarsonar. Spyrlar eru Aðal- steinn Ingólfsson og Ingólfur Arnars- son. Ferill Kristins er svo litrikur aö þetta gætl orðiö mesta fjör. Sama dag verða opn- aðar sýningar á verkum hans í Gallerii Sæv- ars Karls og Gerðubergi. Sýningin í Gerðu- bergi stendur til 24. október, opið mán.-fim. kl. 9-21, fós. kl. 9-16, laug. og sun. 12-16. Sýningin í Galleríi Sævars Karls stendur til 30. september og er opin á versl- unartímum. n Gerðarsafn, Kópavogl. 5. september kl. 15 verð- v ^ 1' * málverkum Slgrúnar Eld- ' * e„,\ stendur til 27. septem- ™ ber. ^ Margrét Sveins- vestursal á sama tíma. Opið frá kl. 12-18 alla daga nema mánudaga. KJarvalsstaðir, v/nókagötu. Föstudaginn 4. september kl. 20 verður opnuð samsýning tveggja kynslóða: -30 / 60 +. Fjölmargir lista menn úr báðum aldurshópum taka þátt. Sér- kennilegt upplegg; gæti verið spennandi. Norræna húslð, anddyrl. Föstudaginn 4. september verður opnuð sýning á náttúrulífs- Ijósmyndum sem Andý Horner hefur tekið á Álandseyjum. Sýningin stendurtil 30. septem- ber og er opin kl. 9-18 alla daga, nema sunnudaga frá kl. 12-18. Ráöhúslð, TJarnarsalur. I gær var opnuð sýn- ing á Ijósmyndum eftir 5-6 ára bórn. Sýningin stendurtil 15. september og er opin kl. 8-19 virka daga og 10-18 um helgar. Síðustu forvöð Listasafn íslands Yfirlitssýningunni um ís- lenska myndllst, sem verið hefur í sumar, lýk- ur núna um helgina. Safnið er opið alla daga nema mánud. kl. 11-17. Perlan. Sýning Ríkeyjar hefur verið framlengd fram á sunnudag vegna mikilla vinsælda. Þetta er fjölbreytt sýning og eitthvað fýrir alla. Hún er opin frá hádegi og fram eftir kvöldi. Ketilhúsið, Akureyri. Sýning Arnars Þor- stelnssonar, sem ber yfirskriftina „Málmur I Atómstöð", er opin frá kl. 14-18 alla daga vikunnar til 8. september. Mokka, Skólavörðustíg. Sýningu Valgerðar Guðlaugsdóttur, „Þjóðgarðar", lýkur 9. sept- ember. Nýllstasafnlð, Vatnsstíg 3b. Daníel Þ. Magn- ússon, Juan Geuer, Hrafnhildur Arnardóttlr og Flnnur Arnar sýna verk sín til 6. september. Safnið er opið frá kl. 14-18 alla daga. Aðrar sýningar Árþúsundasafnlð, í rlsi Fálkahússlns, Hafnar- stræti 1. Sýning Grelpars Ægls er opin frá 9-19 alla virka daga og um helgar frá 10-19. Gallerí Geysir. Sýning Llstasmlðju Hlns Húss- Ins stendur til 13. september. Gallerí Hár og Llst. Brynja Árnadóttlr sýnir pennateikningar. Opið á virkum dögum frá kl. 9-18 en um helgar frá 14-18 til 17. septem- ber. ÉHafnarborg, menningar- og llstastofnun Hafnar- fjaröar. Við mörk mál- verksins, samsýning Jóns Óskars, Guöjóns Bjarnasonar og BJarna Sigurbjörnssonar. Hanna Kristín Gunnarsdóttlr Ijósmyndari með sýning- una Stefaníu í kaffistofu hússins. Sýningarn- ar standa til 14. september. Opiö alla daga nema þriðj. kl. 12-18. Llstahátíö í Reykjavík. Höggmyndlr. Sýningin er 6 km löng og nær frá Sörlaskjóli I vestri og inn í Fossvogsbotn. Sýningin stendur til 7. október. Ustasafn ASÍ. Ásmundarsalur: Slgriður Ólafsdótt- ir sýnir olíumálverk. Gryflan: Helena Guttorms- dóttlr sýnir olíumálverk. Opið frá 14-18 alla daga nema mán. Sýningin stendur til 13. september. Llsthúslð Laugardal, Engjatelgi 17. islensk náttúra, íslenskt landslag eftir Sjöfn Har. Opið virka daga kl. 12-18. Laugardaga kl. 11-14. Norræna húslð. Sýning á verkum Rojs Frl- bergs. Sýningin verður opin kl. 14-18 alla daga nema mán. til 27. september. Listasafnlö á Akureyrl. Skjáir veruleikans er sýn- ing á verkum 10 evr- ópskra listmálara; fulltrú- ar íslands eru Daði Guö- björnsson og Helgi Þor- glls Frlðjónsson. Hún stendur til 18. okt. og verður opin kl. 14-18 alla daga nema mán. xneiiira sl www.visir.is 4. september 1998 f Ókus 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.