Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Side 7
Hildur Óttarsdóttir er tuttugu og eins árs listdansari, nýkomin að utan og á samningi hjá íslenska dansflokkn um sem frumsýndi haustverkið í gærkvöld. "" '"'c- erum allar litlar stjörnur „Byrjaði sjö ára úti á Nesi hjá henni Guðbjörgu Björgvinsdótt- ur,“ segir Hildur Óttarsdóttir, eitt yngsta efni íslenska dans- flokksins. „í fyrstu var þetta bara leikur. Ég var bara að skemmta mér hjá henni Guðbjörgu í tvö ár. Þá fór ég í Listdanskóla íslands og þar var tekið aðeins strangara á hlut- unum. En þetta var samt gaman og ég skemmti mér vel.“ Hvenœr ákvaðstu að verða ball- erína? „Ég er listdansari en ákvað það nú ekkert fyrr en ég ákvað að fara út. En það mætti segja að þegar ég var þrettán ára hafi ég farið að taka dansinn alvarlegar. Æfði sex sinnum í viku en var í sjálfu sér ekkert að pæla i atvinnu- mennsku þótt það hafi eflaust verið fjarlægur draumur.“ Hvað œftröu mikió núna? „Alla virka daga, allan daginn.“ Fórstu út aö lœra? „Já, þegar ég var sautján ára fór ég til Stokkhólms í Svíþjóð og var þar í þrjú ár, útskrifaðist sum- arið '97 sem listdansari og tók einmitt stúdentsprófið þama úti. Nú er ég svo í MH að fylla upp í eyðumar sem myndast við að taka sænskt stúdentspróf en ég var einmitt eitt ár í MH áður en ég fór út.“ Af hverju eru engar ballett- stjörnur í íslenska dansflokkinum eins og er oft erlendis? „Nei, við erum allar litlar stjömur. Þessar stjörnur úti em líka allar í klassískum ballett sem stundar það að búa til stjömur. Hér heima stundum við nútima- ballett og þar fær hver einstak- j lingur að njóta sína meira en í klassískum ballett. Nútímaball- ett hentar íslendingum líka mjög vel því hann er svo lífleg- ur og fjölbreyttur. Það er því mjög misjafnt hver fær hvaða hlutverk og verkin em líka miklu nær okkur en verk- in í klassískum ballett sem byggjast á ævintýmm.“ Hildur er annars onn- H\\dut heW' * um kafin þessa dagana. í gær var haustsýning dans- flokksins fmmsýnd og mun hún ganga fram til 28. október. Sýningin samanstendur af þrem í verkum eftir mjög ólíka höfunda. Fyrsta verkið heitir Night og er eftir Jorma Uotineu sem er list- rænn stjórnandi Finnsku óper- unnar. Miðjuverkið er Stool Game eftir frægasta danshöfund í heimi, Jirí Kyllíán. Lokaverkið er svo La Cabina eftir þýska snill- inginn Jochen Ulrich. Þegar dansflokkurinn sýndi verkin á Vellinum hneyksluðust nokkrir siðprúðir kanar svo mjög að þeir gengu út af sýningunni eftir atriði þar sem dansarnir veltast um sviðið lítt klæddir. Er klám, blóð og einhver orgía í haustsýningunni? „Nei, það er ekkert klám í sýn- ingunni." Ertu ekki á skítalaunum? Er nokkurt vit í því aö vera dansari á i íslandi? „Auðvitað er ég á lágum laun- um miðað við vinnu og álag. Við erum líka með svo fáar sýningar |á ári og fáum þar af leiðandi lægri laim en til dæmis leikarar. En þetta fjallar ekkert um pen- |inga hjá mér. Ef ég væri að hugsa um peninga væri ég í ein- hverju allt öðru. Það er líka al- gjör draumur að fá að vinna við það sem maður hefur áhuga á. Æðislega gaman en rosalega mikil vinna sem fylgir þessu.“ -MT Harmónlkuleikar- inn Tatu Kantomaa heldur tónieika á laugardaginn í Mennlngarmlð- stöðlnnl Gerðu- bergl. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Tatu Kantomaa er harm- oníkuleikari Rússi- bananna sem tryllt hafa mjúka menn og meðvitaðar kon- ur I Hlaðvarpanum undanfarna mán- uði meö vönduðu poppi og poppaðri heldri músík. Á tónleikunum í Gerðubergi mun hann spila verk úr safni sínu sem er orðið nokkuð stórt enda hefur hann spilað á tónleikum svo gott sem úti um allan heim frá þvl hann var ell- efu ára undrabarn. i veitingasal Listaskálans i Hveragerðl á laug- ardaginn mun Matthías Johannessen lesa upp úr Ijóöum sínum og Karl Guðmundsson leikari lesa Ijóð eftir Jóhann HJálmarsson. Einnig mun Carl Möller leika ásamt djasstríói slnu. Dagskráin byrjar kl. 16. Elísabet Waage hörpuleikari og Peter Verdu- yn Lunel, flautuleikari frá Hollandi, halda tón- leika I Norræna húslnu I Reykjavlk næstkom- andi sunnudag, 4. október, og hefjast tónleik- arnir kl. 17. Þriöjudaginn 6. október verða gospeltónleikar til styrktar ABC- hjálparstarfi I Rladelfiu, Há- túni 2, Reykjavlk, og heflast þeir kl. 20.30. Aðgangs- i eyrir er 700 kr. en fyrir p börn yngri en 12 ára 400 kr. . * i-í www.visir.is MAR1 LVIM MAN5QNC)C)O mechanical animals INIý ögrandi plata frá rokkurunum umdeildu í Marilyn Manson. Inniheldur m.a. smáskífuna "The Deep Show".

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.