Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Síða 8
fí ✓ )ld • á aní tcjja! Hringdu og pantaðu 16" pizzu m eð 5 áleggsteg. fyrir aðeins 1400 kr. Crfnt^iwcyi 10 • Rcykjavikurwcyi 60 Á milli Vegamóta og Bíla & listar er nú verið að opna glænýtt hönnunargallerí ætlað íslenskum fatahönnuðum. Guðrún Kristín Sveinbjörnsdóttir er önnur tveggja sem standa að þessu galleríi. Hún segir að þar verði sýndur og seldur hátískufatnaður enda þýði ekki að bjóða íslenskum konum neitt annað en það helsta og besta. Fatahönnuöurnir ráöa ráöum sfnum fyrir tískusýninguna á Vegamótum. sínum á framfæri. Hver hópur sýnir í einn mánuð í senn og þá tekur annar við. Guðrún hefur engar áhyggjur af að ekki verði nógur mannskapur til að sýna og selja í galleríinu. „Það hafa ótrúlega margir ís- lendingar lært fatahönnun. Þegar við vorum að fara af stað með galleríið bað ég um út- skrift hjá Lánasjóði ís- lenskra náms- manna yfir þá sem lagt hafa stund á þetta síðustu þrjú árin. Ég fékk langan lista og samt voru á honum nem- endur frá að- eins fjórum löndum. Engir frá ís- landi? „Nei, það er ekki hægt að læra fatahönn- un á íslandi. í Iðnskólanum er eitthvað hægt að læra að sauma en þvi miður ekkert meira. hvort þetta myndi ganga og höfðum opið í einn mánuð fyrir jólin. Við fengum góðar viðtökur og þess vegna er ég bjart- sýn á framhaldið hér á Vegamóta- stíg,“ segir hún. Nóg af fólki Hönnunargallerí- ið er hugsað sem vettvangur fyrir ís- lenska fatahönnuði til að koma verkum Mér finnst að það verði að gera eitt- hvað í þeim málum og sé til dæmis fyrir mér að það ætti að vera grundvöllur fyrir þetta í Listahá- skólanum nýstofnaða." Ætlunin er að það verði alltaf eitthvaö um að vera í hönnunar- galleríinu á Löngum laugardögum og klukkan fimm á morgun verður haldin þar tískusýning sem opin verður ölium. En er þetta ekki rándýr fatnaöur? „Nei, nei. En kannski ekki alveg jafnódýr og í næstu tískubúð. Við getum ekki keppt við Kina í þess- um efnum.“ -ILK Engi om Það var mikið. Nú hafa íslenskir fatahönn- uðir loksins fengið al- mennilegt tækifæri til að njóta sín. Guðrún Krist- ín Sveinbjörnsdóttir og Olga Gunnarsdóttir eru manneskjumar á bak við nýja hönnunargalleríið á Vegamótastíg. Þær segja löngu kominn tíma fyrir slíkt fyrirbæri hér á ís- landi. „íslenskar konur eru nýj- ungagjarnar og fljótar að grípa það helsta sem er að gerast í tískunni. Þær vilja ekki allar vera í eins fötum og ættu þvi að fagna tilkomu þessa gallerís þar sem allar flíkumar eru módelfatnaður, engar tvær nákvæmlega eins,“ segir Guðrún Kristín. Tískuföt og skrýtin föt Fatnaður eftir tíu konur er það sem hönnunargaller- íið byrjar með og eins og gera má ráð fyrir verður af ýmsu að taka. Guðrún Kristín segir að þama megi finna allt á milli himins og jarðar. Eru þessi föt þá skrýtin og framúrstefnuleg og ekki fyrir venjulegt fólk? „Þetta eru engin ömmu- föt. Það er kannski eitt- hvað sem þykir skrýtið og fríkað innan um en fata- hönnuðimir fylgjast allir vel með tískunni og þarna verður tískufatnaður eins og hann gerist bestur." Guðrún Kristín lauk ný- lega fatahönnunarnámi í Þýskalandi. Ásamt sex öðr- um hönnuðum setti hún upp svipað hönnunargallerí og hér um ræðir í tilrauna- skyni á neðri hæð verslun- arinnar Fríða & dýrið. „Okkur langaði bara til Ron Whitehead er ólíkur íslensku inniskóaskáldunum. Bítnikinn Whitehead flengriður Bandaríkjunum og messar Ijóðin sín yfir hausamót unum á hverjum sem verður á vegi hans. í næstu viku ætlar hann að vekja upp sófakommana á Súfistanum og menntskælingana í MH. ■ ■ I Oskrandi skáld „Ég hef löngum haft mætur á Ron Whitehead. Hann er brjálaðri en níu geðsjúklingar og ljóöin hans eru seiðandi blanda af alþýðuspeki og hreinni stærðfræði," segir Hunt- er S. Thomson, höfundur Fear and Loathing in Las Vegas, um skáldið Ron Whitehead sem er væntanlegur til landsins í næstu viku. Bókmenntaprófessorinn Ron Whitehead er aðalkauðinn í endur- vakningu Bítnikana. Hann er einn af þessum amerísku skáldum sem hafa tekið upp á því að messa yfir fólki að hætti gömlu meistaranna. Ron kemur fram sem samviska samfélagsins og lítur ekki á ljóðið sem dauðan staf á bók fyrir lesand- ann að blása lífi í. Hann ferðast um heiminn og predikar boðskapinn. Kærir sig ekki um að kristna þá kristnu heldur þrykkir eitruðum ljóðum inn um hlustimar á almúg- anum. Ljóðakóngurinn Allan Ginsberg lét hafa eftir sér að hann hefði sjald- an rekist á aðra eins ljóðaorku og í ljóðum Whiteheads og var Ginsberg sjálfur þó nógu öflugur. Þó Ron sé pottþétt ljóðskáld þá er hann ekki síður þekktur sem leiðtogi skálda. Hann hefur staðið fyrir vakningu meðal þeirra, efnt til ljóðamessna þar sem hvert skáldið af öðru lætur ljóðstafi dansa á hlustendum og gef- ið út ótal bækur og diska. íslensk ljóðskáld gætu eytt tímanum í verri hluti en að taka hann sér til fyrir- myndar. Ron Whitehead mun lesa upp í Súfistanum (kaffihús Máls og menningar) á fimmtudaginn ásamt því að árita bækur. En hann hefur gefiö út yfir tvö hundruð ljóðabæk- ur eftir sjálfan sig og aðra. Svo mun hann lesa upp í Norðurkjallara MH frá klukkan níu á föstudagskvöldið eftir viku. í MH verða með honum skáldin Frank Messina, Mike Pollock og fyrstu bóka höfundamir Auður Jónsdóttir og Guðrún Eva Mínervudóttir. En það er ekki eina ástæðan fyr- ir hingaðkomu Rons. Hann ætlar ekki bara að breiða út fagnaðarer- indið heldur ætlar hann í félagi við aðra að halda alþjóðlegt ljóða- og tónlistarfestival árið 2000. Einnig er hann að vinna að diski ásamt utan- garðsmönnunum Mike og Daniel Pollock og Birgittu Jónsdóttur. Þá er ótalið að Whitehead mun rit- stýra bók eftir Mike sem útgáfufyr- irtæki hans, The Litterary Rena- issance, mun gefa út á næsta ári. -MT Ljóöaspútnikinn Ron Whitehead ætlar aö hrella íslenska Ijóöaunnendur í næstu viku. f ÓkllS 2. október 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.