Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Blaðsíða 13
9.30 SAM-bíóin, Álfabakka
10.00 Bankinn í Mjódd
10.15 Faxafen - 2 staðir
10.45 Bankinn á Kirkjusandi
11.00 Mogginn
11.30 Heim á Laugaveg
12.00 Vegamót - hádegismatur
13.30 íslenska óperan
14.00 Kringlan - að máta föt
14.30 Strandgata i Hafnarfirði - förðun
15.00 Myndataka í Hellisgerði
16.30 Aftur í SAM-bíóin
17.00 Tékka á graejum í Faxafeni
18.00 Líkamsrækt í Planet Pulse
19.30 Borðað á Aktu-Taktu (lúgan)
20.00 Amma í Bogahlíð. Hjálpa henni
að skrúfa saman rúm
Bjarni Haukur Þórsson - Hellisbúinn, Trainspotting,
Maria Callas og ýmis kynningarmál:
Tek ekki þátt í
innihaldslausu kjaftæði
21.00 Æfing í Skipholti á skemmtidagskrá
23.30 Heim á Laugaveg að horfa á vídeó og sofa.
Bjarni Haukur er lærður leikari
og leikstjóri og titlar sig eftir því.
Auk þess að leika og leikstýra kemur
hann stykkjunum á koppinn og sér
um framkvæmd þeirra. Hann er líka
að vasast í ýmsu öðru og hefur með-
al annars séð um kynningar- og
markaðsmál fyrir SAM-bíóin.
Þú hefur frekar mikiö aö gera?
„Já, það er alltaf brjálað að gera
hjá mér. Það fmnst mér svo gaman.
Ég fæ visst kikk út úr því.“
Heldurðu aö þú nennir þessu enda-
laust?
„Stundum nenni ég þessu alls ekki
en svo þegar ég er kominn af stað er
þetta alltaf jafngaman. Kannski verð-
ur maður þreyttur á þessu til lengd-
ar, þetta er ekkert lif. Nema þetta sé
einmitt að lifa lífinu?"
Hvaö stendur upp úr þegar litiö er
yflr feril þinn?
„Hellisbúinn. Hann er að slá í
gegn. Tíu þúsund manns hafa séð
hann og líklega sýnum við hann
átján sinnum nú í október."
Er eitthvaö sem gœti sett Hellisbú-
ann í annað sætiö hjá þér?
„Já, mig langar að skrifa, koma
einhverju frá mér á pappír."
Hefur þú verið aö fást viö ritstörf?
„Já, undanfarið ár hef ég verið að
skrifa handrit og þróa ákveðna hug-
mynd sem litur út fyrir að ég geri
eitthvað við. Það er að minnsta kosti
alveg öruggt að Hellisbúagengið, Sig-
urður Sigurjónsson, Hallgrímur
Helgason og ég eigum eftir að gera
eitthvað gott saman aftur.“
Hvaö myndir þú aldrei gera í þess-
um bransa?
„Ég myndi aldrei taka neitt að mér
sem væri ósiðsamlegt eða óvandað.
Ég tek ekki þátt í innihaldslausu
kjaftæði bara til að fá athygli. Ég vil
hafa eitthvað fram að færa, eitthvað
sem skilur eitthvað eftir sig. Ég neita
að blaðra um ekki neitt.“
Jóhannes Skúlason
]- Þjónn í súpunni, Rommí, Dagskrá vikunnar,
sjónvarpsstöð og Geðhjálp:
Maður getur
fengið allt
sem hann vill
Þaö er sem sagt von á barnabók
frá þér á nœstunni?
„Það getur meira en vel verið.“
Eríu lœröur maöur?
„Nei, ég er ólæs og óskrifandi.
Reyndar var ég einu sinni í rafeinda-
virkjun. Kennarinn minn sagði þá
við mig einn daginn: „Jóhannes, af
hverju ferð þú ekki í sjónvarpið eða
eitthvað svoleiðis í stað þess að búa
til straumbreyta?" Ég bar þessa hug-
mynd hans undir vin minn í hádeg-
inu. Hætti svo í skólanum og byrjaði
að vinna hjá ísfilm daginn eftir."
Þú ert líka í einhverjum sjónvarps-
hugleiöingum núna?
„Já, ég sé um auglýsinga- og mark-
aðsmál Dagskrár vikunnar en núna
er henni að vaxa fiskur um hrygg og
við erum að koma á fót dagskrár-
kynningar-sjónvarpsstöð."
Jóhannes framleiddi leikritið Þjón
í súpunni, sá um kynningarmál á
Rommí og hefur aðstoðað Geðhjálp
með markaðs- og kynningarmál.
Hyaö var þetta meö Geöhjálp?
„Ég tók þátt í ímyndarvinnu fyrir
samtökin í fyrra og það var frábært
verkefhi, skemmtilegt, lærdómsrikt
og gefandi."
ímyndarvinnu? Hvaö er nú þaó?
„Þetta fólst í að vinna að viðhorfi
almennings til geðsjúkra."
Áttu þér einhvern sérstakan
draum?
„Maður getur fengið allt sem
hann vill ef hann trúir nógu mikið
á það. Mig langar að... æ, ég get ekki
sagt það. Það er svo væmið.“
Jú, svona.
„Mig langar að geta skrifað
barnaefni. f því felast svo margir
möguleikar.“
Er eitthvaó sem kemur í veg fyrir
aö þú látir af því veróa?
„Akkúrat ekki neitt.“
8.45
9.30
10.30
12.00
12.30
13.00
13.30
14.00
15.30
16.00
16.30
17.00
17.30
18.00
18.30
19.00
10.00
1.00
á Vesturgötunni.
Dugguvogur 10. Dagskrá vikunnar.
Grensásvegur 7. Nýja sjónvarpsstöðin.
Höfóabakki. Prentsmiójan Oddi.
Hádegisveróarfundur í Iðnó.
Suðurlandsbraut. Auglýsingastofan
Komdu á morgun.
Kaffi List. Fundur.
Skoóa nýja skemmtistaóinn REX
í Austurstræti.
Dugguvogur. Fundur með eiganda
sjónvarpsstöövarinnar nýju.
islenska útvarpsfélagiö.
Suðurlandsbraut - auglýsingastofan aftur.
Grensásvegur - sjónvarpsstöðin.
Brautarholt - Markhúsiö.
Hornið á Túngötu og Garðastræti. Kíkti
á húsnæöi sem Geðhjálp er að fá.
Borðað á Subway í Austurstræti.
Dugguvogur. Gaf eigandanum Subway.
Grensásvegur. Tæknifundur vegna
sjónvarpsstöðvarinnar.
Dugguvogur aftur. Vinna.
Heim á Vesturgötuna.
Depeche Mode
Singles 86>98
Ný safnplata frá þessari
frábæru popphljómsveit
sem inniheldur m.a. nýja lagið
"Only when I lose myself"
og allar smáskífur þeirra
frá árinu 1986.
Þeir ílska sem róa. Þelr ílska sem róa Þelr íiska sem róa... Þeir
www.visir.is
FYRSTUR Mfcll FKÉrriRNAR