Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.10.1998, Síða 19
ISftir 57 tíma langt ferðalag að heiman er íslenska ólympíuliðið í skák nú komið á mótsstað í rúss- neska sjálfstjómarlýðveldinu þar sem allt kapp er lagt á að klára skákhöllina svo mótið geti hafist. Hefur íslenska skáksveitin, ásamt öðrum sveitum á ólympíumótinu, hlaupið undir bagga með kalmýsk- mn verkamönnum og mun starfa við naglhreinsun alla helgina. Sem kunnugt er hefur gengið á ýmsu á ólympíuskákmótinu sem nú fer fram í Elista, höfuðborg rússneska sjálfstjómarlýðveldisins Kalmykíu. Mótið er haldið að til- stuðlan hins 37 ára gamla Kirsan Iljúmzhínhov, forseta lýðveldis- ins, en hann er jafnframt formaður Alþjóða skáksambandsins FIFA. Það hefur vakið deilur á Vestur- löndum að til þess að halda ólymp- íumótið hafi forsetinn eytt dýr- mætum tekjum þjóðar sinnar, sem almennt býr við hungurmörk, til þess að reisa svokallaða skákborg sem reyndar var ekki að fullu fok- held í upphafi móts síðastliðinn mánudag. Að auki er forsetinn ungi sakaður um tengsl við rúss- nesku mafiuna og hafi fyrir nokkru látið myrða blaðakonu fyr- ir skrif gegn sér. Skákmótið fari því fram í skugga grófra mannrétt- indabrota. íslenska skáksveitin flaug utan um síðustu helgi og náði til Elista á mánudag eftir langt og erfitt ferðalag. Fókus náði tali af Þóri Berg, fararstjóra íslensku skákmann- anna. „Það má segja það að óheppnin hafi elt okkur alla leið að heiman, ef óheppni skyldi kalla. Skipulagn- ingu hjá Rússunum er nokkuð ábótavant. Við flugum frá Keflavík til Kaupmannahafnar á laugardag og þar vorum við skyldaðir til að taka aukafarangur sem okkur var sagt að væru danskar skákklukkur sem nota ætti á mótinu. Við leit á Kastrup kom hins vegar í ljós að hér var um að ræða úraníum ætl- að til gerðar kjamavopna. Okkur gekk mjög erfiðlega að leiðrétta þennan misskilning og vorum kyrrsettir á flugvellinum í sjö klukkustundir vegna þessa sem varð til þess að við misstum af fluginu til Moskvu. Að lokum fékkst þó lausn á málinu fyrir milligöngu íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn. Einn af liðs- mönnum okkar varð þó eftir í Dan- mörku, var settur í tveggja sólar- hringa sóttkví vegna geislavirkni, en hann hafði tekið að sér töskuna með efninu í handfarangur." Erótískur dans í vélinni „Við komum síðan til Moskvu seint á sunnudeginum og vorum þá orðnir nokkuð slæptir, höfðum líka verið matarlausir alla leíðina, en okkur var tjáð að kokkarnir hjá Aeroflot væru nú í því að kokka fyrir herinn eftir að nýja stjórnin tók við. í Moskvu tók lítið betra við, því rúblan hafði þá fallið fyrr um daginn og allar verslanir á flugvellinum voru lokaðar. Það er furðulegt að segja það en við vor- um nánast orðnir hungurmorða þama, því seinkun varð á vélinni til Elista, hún fór ekki í loftið fyrr en tíu klukkustundum síðar. Að lokum tókst okkur að ná sambandi við sendiráðið og bílstjóri þess kom út á völl með hálfa peking- önd og dós af styrjuhrognum, leif- ar frá móttöku fyrr um daginn. Flugferðin frá Moskvu niður til Kalmykíu var síðan kapítuli út af fyrir sig. Skömmu eftir flugtak voru tveir farþegar myrtir. Til allrar hamingju sátu þeir aftast í vélinni þannig að við sluppum við að horfa upp á þetta, sáum ekki heldur hver það var sem skaut þá. Hinir farþegarnir virtust ekki kippa sér mikið upp við þetta, manni skilst að þetta sé daglegt brauð í innanlandsflugi í Rúss- landi. Flugið hélt sínu striki en dróst hins vegar mjög á langinn. Vélin lenti ekki fyrr en eftir 12 tíma flug og maður skilur hrein- lega ekki hvemig þeir höfðu elds- neyti í það. Að vísu komu tvær herflugvélar upp að vélinni á leið- inni svo það getur verið að hún hafi tekið eldsneyti í lofti. í tvo klukkutíma var flogið í miklu lág- flugi yfir stöðuvatni, á meðan ein af flugfreyjunum sýndi erótískan dans. Þetta var vægast sagt allt mjög furðulegt. Spænska skák- sveitin sem var samferða okkur sagðist hafa séö eitthvað losað úr vélinni í vatnið en við sáum það nú ekki.“ Gistu í gufubaði „Nú, við lentum svo loksins í Elista klukkan þrjú á mánudegin- um, 57 tímum eftir að við lögðum af stað frá Leifsstöð. Þá var okkur tilkynnt að mótinu hefði verið frestað, eins og komið hefur fram í fréttum. Það var okkur reyndar léttir þar sem einn stórmeistarinn okkar var enn fastur í Kaupmanna- höfn. Þar sem við mættum of seint var hótelið frátekið fyrir aðra og urðum við að eyða tveimur fyrstu nóttunum í gufubaði einkasveitar forsetans. Við sváfum nú reyndar ekki í baðinu sjálfu heldur sérstök- um slökunarherbergjum inn af því, ágæt aðstaða en dáldið svona ein- kennileg svo ekki sé meira sagt. Strákarnir voru nú reyndar að gantast með það að betra hefði ver- ið að sofa í böðunum þar sem við höfðum einungis þunn teppi yfir okkur og mjög kalt þarna á nótt- inni. Þá var okkur lítið svefnsamt aðra nóttina þar sem lisðmenn úr einkasveitinni birtust ásamt fylgd- arkonum síðla nætur og fóru í guf- una. Þeir voru nú ósköp vinalegir greyin og spurðu mikið um ísland, en daginn eftir vorum við þó ákveðnir í því að koma okkur inn i betra húsnæði, sem tókst því nú höfum við hérna heila íbúð til um- ráða í úthverfi borgarinnar, deil- um henni með þriggja manna fjöl- skyldu sem hefur verið okkur mjög hjálpleg í alla staði. Eini gallinn við þetta er staðsetningin en al- menningssamgöngur eru mjög stopular hér og það tekur okkur um tvo klukkutíma að komast í skákborgina." Manngangurinn eða mannréttindi „Af mótinu er það að frétta að keppni er enn ekki hafm þar sem mótshöllin er enn í byggingu. Ætl- unin var að henni yrði lokið í gær en af því varð ekki og í kjölfarið var ákveðið að skáksveitir land- anna tækju höndum saman og hjálpuðu við frágang. Það var reynt að haga þessu þannig að hver þjóð tæki að sér þau verk sem henni stæðu næst. Þannig tóku Danirnir að sér að leggja parketið í keppnis- salnum, þýska sveitin sér um raf- lagnir, sú japanska um sjónvarps- kerfið og HoUendingarnir hafa ver- ið í frágangi á blómabeðum. ís- lenska sveitin hefur staðið í nagl- hreinsun í allan dag, strákarnir hafa lagt hart að sér, eins og reynd- ar allir hér í Elista. Menn eru ákveðnir í því að ólympíumótið fari fram eins og til stóð. Við gerum ráð fyrir að geta skilað af okkur okkar verki um helgina, ekki síst í ljósi þess að stórmeistarinn okkar sem nú er kominn til Moskvu er vænt- anlegur hingað í fyrramálið. Verk- lokin velta reyndar á því hvort við verðum settir í að taka niður still- ansa utan af anddyri hallarinnar. Það á eftir að koma í ljós, erfitt að reikna með neinu hér. Það hljóp snurða á þráðinn hér fyrr í kvöld þegar einn liðsmaður armensku skáksveitarinnar var skotinn til bana á herbergi sínu. Á þessari stundu er ekki ljóst hver framdi glæpinn, enginn sem lýst hefur ábyrgð á hendur sér, þó vissulega hafi grunsemdir vaknað með mönnum eftir að í ljós kom að hinn látni hafði neitað að leggja sitt af mörkum í múrverkinu sem kom í hlut Armenanna. Þetta atvik hvetur okkur auðvitað til þess að leggja hart að okkur við nagl- hreinsunina en við teljum öryggi okkar þó alls ekki ógnað hér, því vel vopnuð og fiölmenn einkasveit forsetans gætir svæðisins mjög vel. Þá má segja að við íslendingamir séum ekki illa liðnir í þeim hópi eftir að þeir heimsóttu okkur í guf- una. Það eru þó margir sem furða sig á þvi að menn forsetans taki engan þátt í byggingarvinnunni. Þetta eru þó einna helst blaöa- mennirnir sem fylgja sveitunum, þeir sömu sem hafa talað um að ólympíumótið sé haldið í skugga mannréttindabrota, en þeim hefur þó farið fækkandi síðustu daga. Það ber til dæmis lítið núna á sjón- varpstökuliðum sem voru allnokk- ur hér fyrstu dagana. í mínum huga erum við fyrst og fremst hingað komnir til þess að tefla og vera landi okkar og þjóð til sóma. Við teljum okkur ekki vera nein peð í pólitísku tafli eins og margir vilja vera láta. Við viljum halda þessu aðskildu, pólitík og íþrótt- um. Eða eins og Kirsan forseti orð- aði það i ræðu á vinnusvæðinu í morgun: Manngangurinn er eitt og mannréttindi annað.“ Hallgrímur Helgason 2. október 1998 -f ó k U S 19

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.