Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Page 4
rn.m-’s r r
Fyrstu tónleikar Tríós Reykjavíkur í Hafnar-
borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjaró-
ar, á þessu starfsári veröa á sunnudaginn kl.
20. Aö þessu sinni verða eingöngu flutt verk
fyrir píanótríó eftir Mozart, Beethoven og
Mendelsohn.
Slnfóníuhljómsveit Islands leikur undir kvik-
myndinni Borgarljósum eftir Charlie Chaplin I
Háskólablói kl. 17 á morgun. Rn skemmtun
fýrir þá sem eru á menningarskokki seinni-
partinn á laugardaginn og vilja prufa eitthvað
annaö en þetta vanalega.Gott að taka börnin
meö. Leyfa þeim aö hlæja aö Chaplin á með-
an klassískri tónlist er lumaö ofan í þau.
Léttsvelt Kvennakórs Reykjavíkur leggur land
undir fót og heimsækir Kvennakór Bolungar-
víkur. Mun þá koma í Ijós hvort eitthvaö sé
hæft f hinu fornkveöna að kvennakórar séu
kvennakórum verstir. Haldnir verða tvennir
tónleikar, fyrri tónleikarnir í ísafjaröarkirkju í
dag kl. 20.30 en seinni tónleikarnir í íþrótta-
húsl Bolungarvíkur á morgun kl. 17.
Hluti tillögu
nefndar SUS um
frelsi einstaklinga
Hugtakið frelsi felur í sér frelsi
til að fara sér að voða. Tvenns kon-
ar rök eru fyrir að einstaklingar
eigi að njóta frelsis til að stunda
það sem nefnist hættulegt athæfi
eða óhollt líferni. I fyrsta lagi eru
það sjálfsögð réttindi þeirra, svo
lengi sem þeir stefna ekki öðrum í
hættu. í öðru lagi ber þessi við-
leitni í flestum tilfellum tilætlaðan
árangur. Hugtakið frelsi felur
einnig i sér frelsi einstaklingsins
tO að stunda líferni og athæfi sem
öðrum kann að þykja óskynsam-
legt og jafnvel siðlaust, svo lengi
sem það felur ekki í sér nauðung af
neinu tagi. Þá eiga menn að vera
frjálsir að því að fara með fé sitt á
þann hátt sem þeir kjósa sjálfir,
jafnt vel sem illa.
Endanleg ályktun
um sama efni
Stjórnmálamenn mega aldrei
gerast dómendur um það hvaða
hegðun mannsins er honum sjáif-
vun fyrir bestu. Einstaklingurinn
er fulifær um að dæma um það
sjáifur. Það verða aldrei til nein al-
gild sannindi um hvað veitir ein-
staklingnum hamingju og er hon-
um fyrir bestu. Hann vegur það
sjálfur og metur. Vera má að
stundum takist ríkisvaldinu með
boðum og bönnum að forða ein-
staklingum frá því að fara sér að
voða. Það breytir því hins vegar
ekki að ríkið getur aldrei sagt fyr-
ir um það fyrir fram að ákvarðan-
ir manna um eigin hag séu rangar.
Bæði vegna þess að í flestum til-
vikum eru afleiðingamar óþekktar
auk þess sem skilgreiningin á því
hvað sé gott og heillavænlegt og
hvað ekki hlýtur ávallt að tilheyra
dómgreind hvers einstaklings fyrir
sig.
Glúmur Jón Björnsson, efnafræðingur
og ritstjóri Vefþjóðviljans,
er hér ínnanbúðar í apóteki ásamt
Gunnlaugi Jónssyni nema.
Hví ekki að selja þar fíkniefni -
kókaín, heróín og hass? spyrja þeir
í byrjun mánaðaríns
samþykkti Samband
ungra sjálfstæðis-
manna ályktun um
frelsi einstaklingsins
sem lesa má sem
hvatningu í þá átt að
fíkniefni verði lög-
leidd hér á landi.
Fókus rannsakaði r’
rökin og tvo unga
menn sem halda
þeim fram.
Lögleiðum fíkniefni og
seljum þau í apótekum
„Þetta var nú orðað beinna og
síðan breytt til að ná samhljóm um
málið,“ segir Gunnlaugur Jóns-
son háskólanemi um samþykkt
sem SUS sendi frá sér á síðasta
þingi. En Gunnlaugur var einmitt í
málefnahópi sem skilaði áliti til
þinggesta þriðja og fjórða október
síðastliðinn.
Innan SUS hefur myndast hópur
sem telur að bann á sölu flkniefna
sé ekki í samræmi við þá baráttu
SUS að auka frelsi einstaklingsins.
Rökin fela í sér þá fuUyrðingu að
bannið ali af sér glæpi. Þeir sem
eru í eiturlyfjum brjóta lögin og
fremja ofbeldisverk. Glæpirnir
tengjast oftar en ekki því að við-
komandi eru að verja hagsmuni
sína rétt eins og glæpamenn gerðu
á bannárunum í Bandaríkjunum.
Það sýndi sig þar að þegar banninu
var aflétt fækkaði morðum gífur-
lega.
Fylgjendur þess að lögleiða skuli
fíkniefni benda einnig á að lyfin
séu hættulegri sem bannvara. Þá
er enginn neytendavernd og sölu-
menn þekktir fyrir að drýgja efnin
með ahs konar viðbjóði sem getur
drepið kúnnana. En ef til dæmis
lyfjafyrirtækin sæju um að fram-
leiða fíkniefnin og koma þeim á
markað er líklegra að þau myndu
þjónusta kúnnana vel og varan
væri miklu hreinni og betri. Og í
ofanálag kemur bannið í veg fyrir
vöruþróun fíkniefna. Dóp ætti að
geta verið undir sömu lögmálum
og kók og aðrir drykkir. Sumir
drykkir eru hollari en aðrir og fyr-
irtækin hafa stundað það að þróa
vörurnar og koma heilsusamlegri
vörum á markað því það er það
sem neytandinn krefst. En bannið
á fíkniefnum gefur ekkert svigrúm
til að þróa vöruna til hins betra
fyrir neytandann sem notar hana
hvort eð er.
Glúmur Jón Björnsson efna-
fræðingur er ritstjóri Vefþjóðvilj-
ans sem þekktur er fyrir að berjast
fyrir frelsi einstaklingsins. Að-
spurður um afstöðu sína til
fíknefnabannsins svarar Glúmur:
„Ég held að skilningur á því að
bannið við fíkniefnum veldur
meiri skaða en efnin sjálf hafí vax-
ið mjög á undanförnum árum.
Enda tala ýmsir stjómmálamenn
nú opinskátt um að aflétta banninu
og sums staðar er verið að aflétta
því að hluta. Margir þessara stjórn-
málamanna hafa sjálfir tekið þátt I
að reyna að viðhalda banninu og
séð hve vonlaust og skaðlegt það
er. Má þar nefna George Shultz,
fyrrverandi utanrikisráðherra
Bandaríkjanna, og Emmu Bonino,
ráðherra hjá Evrópusambandinu.
Þess vegna er það ekkert mál að
tala fyrir þessum sjónarmiðum í
dag. Þeir einu sem vilja ekki heyra
minnst á að aflétta banninu eru
fíkniefnalögreglan og lýðurinn sem
selur efnin á götuhomunum i dag.
Enda myndu bæði þessir fíkniefna-
salar og fíkniefnalögreglan missa
vinnuna ef banninu yrði aflétt!"
Aðspurður um hvernig það sé að
halda einhverju í líkingu við þetta
fram segir Gunnlaugur Jónsson að
það sé mjög skrýtið. „En það eru
margir sem em fylgjandi þessari
skoðun og til að vera fylgjandi
henni þarf maður að sætta sig við
að vera á réttri en ekki vinsælli
skoðun.“
En það hljóta líka margir aó vera
á móti þessari skoðun?
„Já,“ svarar Gunnlaugur. „Ungir
sjálfstæðismenn vilja til dæmis
ekki halda henni fram vegna þess
að þeir hræðast að halda sannleik-
anum fram. Svo virðist bara sem
fólk hafi þetta bann við eiturlyfjum
sem frumforsendu í heilanum. Það
em líka svo miklar tilfinningar
tengdar þessu máli og erfitt fyrir
fólk að sjá út fyrir þær.“
Þau rök sem notuð era gegn lög-
leiðingu fíkniefna em oft að fólk
telur að fíklar muni flykkjast hing-
að eins og gerðist að nokkru leyti í
Holllandi þegar þeir lögleiddu
fíkniefni og vændi. En það verður
þó að taka tillit til þess að Holland
er betur staðsett en ísland. Engu að
síður er möguleikinn fyrir hendi.
„Þó við höldum þessari skoðun
fram þá verður þetta ekkert að
veruleika á næstunni," heldur
Gunnlaugur áfram. „Bæði vegna
þess aö þetta fær ekki breiðan
hljómgrunn hjá fólki og svo hafa
stjómmálamenn nóg að gera með
að koma á frelsi í þjóðfélaginu. Það
eru til dæmis imíflutningshöft á
ýmsar aðrar vörur og margt fleira
sem þarf að koma i lagið. Og það
væri hvort eð er sniðugast að lög-
leiða fikniefni um svipað leyti og
önnur lönd í Evrópu."
Hefur einhverjum tekist aö
banna fikniefni alveg?
„Jafnvel ekki strangtrúuðum
einræðisríkjum þar sem bann við
fíkniefnum nýtur mikils stuðn-
ings meðal almennings," svarar
Glúmur. „Okkur mun því ekki
takast það hér. Fíkniefni hverfa
meira að segja úr vörslu lögregl-
unnar og þeim er smyglað inn í
fangelsi hér sem annars staðar.
Við getum því vart búist við því
að takist að stöðva flutning þess-
ara efna til landsins."
En ef af lögleiöingu yröi, hvar
œtti aó selja fikniefnin?
„Það væri fín málamiðlun, póli-
tískt séð, að efnin væru seld í ap-
ótekum til að byrja með,“ segir
Gunnlaugur. „En ég sé engin rök
gegn því að seinna yrði bara farið
með þessa vöm í búðir eins og tó-
bak, sem er nú mjög ávanabind-
andi fíkniefni."
Ertu sammála því, Glúmur?
„Já, lyfjafræðingarnir geta
tryggt neytendum gæði og hrein-
læti en í dag eru menn að kaupa
þessi efni á götuhornum og hafa
enga tryggingu fyrir því hvort
þeir em að kaupa rottueitur eða
amfetamín. Menguð efni og skort-
ur á hreinlæti við neyslu þeirra
veldur mörgum neytendum
heilsutjóni og dauða. Það er því
meðal annars af umhyggju fyrir
þeim sem eru svo ólánsamir að
ánetjast þessum efhum sem ég tel
rétt að reyna aðrar leiðir."
-MT