Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Síða 6
m a t u r
ARGENTÍNA ★★★ Barónsstíg lla, s. 551
9555. „Bæjarins besta steikhús hefur dalað.
Dýrustu og enn þá bestu nautasteikur landsins,
en ekki alveg eins innanfeitar og safaríkar og
áður.“ Opiö 18-23.30 v.d., 18-3 um helgar.
CAFÉÓPERA ★ Lækjargötu 2, s. 522 9499.
„Undarlegir stælar einkenna þetta Café Óperu
og þar viröist vera takmarkaöur áhugi á mat-
reiöslu." Opiö frá 17.30 til 23.30.
CARPE DIEM ★ Rauóarárstíg 18, s. 552
4555. „Hátt verðlag hæfir ekki tilviljanakenndri
og brokkgengri matreiðslu staðarins." Opiö kl.
18-20 virka daga, 18-23 um helgar.
EINAR BEN ★★ Veltusundl 1. 5115 090.
„Fremur þemahús en veitingahús og leggur
meiri áherslu á umbúðir en innihald. Einar Ben.
býður yfirleitt ekki uþþ á vondan mat og verður
því seint jafnvinsæll og Fashion Café eða Planet
Hollywood." Opiö 18-22.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Krlnglunnl, s. 568
Jónas og Hrannar, fulltrúar hinnar nafntoguðu hljómsveitar
Ummhmm, hittu Dr. Gunna í þynnkunni á laugardaginn var
og trúðu honum fyrir dásamleik eigin verka, að íslendingar væru
í raun amerískir Grænlendingar og að góðæríð værí
allt tekið út á raðgreiðslum.
|
■
I
■
og þá hringdi hvað-djöfullir
okkur að spila á SÁÁ-tói
sem var mikill heiður
9888. „Staðurinn hæfir fólki, sem ekki þekkir
annaö en skyndibita og vill ekki annað en
skyndibita; fólki, sem þolir tvöfalt verð fyrir góða
hamborgara og daufa ímynd þess að vera úti aö
borða. Þjónustan jafn alúðleg og ágæt og fýrr."
Opiö 11.30-23.30.
HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastræti 37,
s. 552 5700. „Listasafnið á Hótel Holti ber í mat-
argerðarlist af öðrum veitingastofum landsins.
Þar fara saman frumlegir réttir og nærfærin mat-
reiðsla, sem gerirjafnvel baunir að Ijúfmeti." Opiö
12-14.30 og 19-22.30 virka daga, 12-14.30 og
18-22 fóstu- og laugardaga.
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðlnstorg, s. 552
5224. „Stundum góður matur og stundum ekki,
jafnvel í einni og sömu máltíð." Opiö 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu-
og laugardaga.
IÐNÓ ★★★ Vonarstræti 3, s. 562 9700. „Öll
umgjörð Iðnó er vönduð og stílhrein. Henni fýlg-
ir traust og góð þjónusta og matreiðsla, sem
stundum fer sínar eigin slóðir, en nær sjaldan
hæstu hæðum. Enginn réttur var að neinu leyti
mishepþnaður, en fáir minnisstæðir." Opiö frá
12-14.30 og 18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegl 11, s. 552 4630.
„Eignarhaldið er italskt, kokkarnir eru ítalskir og
gæðaþjónustan er háifítölsk. Það, sem tæpast
hangir í ítölskunni, er matreiöslan." Opiö
11.30-11.30.
KÍNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Margt er þaö, sem dregur, matreiðsla,
verðlag og andrúmsloft, sem samanlagt gera
Kínahúsið að einni af helztu matarvinjum miö-
bæjarins." Opiö 11.30-14.00 og 17.30-22.00
virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á
sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★ Laugavegi 126, s. 562
2258 „Kínamúrinn er notaieg matarhola, eitt
fárra frambærilegra veitingahúsa hér á landi,
sem kenna sig við austræna matreiðslu." Opiö
11.30 til 22.30 alla daga nema sunnudaga frá
17.00 til 22.30.
LAUGA-ÁS ★★★★ Laugarásvegl 1, s. 553
1620. „Franskt bistró að íslenskum hætti sem i
dregur til sín hverfisbúa, sem nenna ekki að
elda í kvöld, barnafjölskyldur utan úr bæ og
feröamenn utan af landi og frá útlöndum. Hér
koma hvorki uppar né ímyndarfræðingar." Opiö
11-22 og 11-21 um helgar.
LÆKJARBREKKA ★★ Bankastrætl 2, s. 551
4430. „Matreiðslan rambar út og suður, góð,
frambærileg eða vond eftir atvikum. Með
annarri hendinni eru gerðar forvitniiegar tilraun-
ir en með hinni er farið eftír verstu hefðum."
Opiö mánudaga-miövikudaga 11-23.30,
fimmtudaga-sunnudaga 11-0.30.
MIRABELLE ★★★ Smlðjustíg 6., s. 552
2333. „Gamal-frönsk matreiösla alla leið yfir í
profiteroles og créme brulée. Mirabelle er kom-
in á gott skrið." Opiö 18-22.30.
PASTA BASTA ★★★ Klapparstíg 38, s. 561
3131. „Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi til-
brigði af góðum pöstum en lítt skólað og of upp-
áþrengjandi þjónustufólk." Opiö 11.30-23 virka
daga og 11.30-24 um heigar. Barinn eropinn til
1 virka daga og til 3 um helgar.
LA PRIMAVERA ★★★★ Austurstrætl 9, s.
5618555. „Sjálfstraust hússins er gott og næg
innistæða fyrir því." Opiö 12.00-14.30 og
18.00-22.30 virka daga og um helgar frá
18.00-23.30.
RAUÐARÁ ★ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
„Túrista-steikhús." Opiö frá kl. 18 og fram eftir
kvöldi. Hversu lengi fer eftir aösókn.
SKÓLABRÚ ★★★ Skólabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiöslan er fögur og fín, vönduð og létt, en
dálítið frosin. Þjónustan er kurteis og hófsöm."
Opiö frá kl. 18 alla daga.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★ Templarasundl 3, s.
5518666. „Nú virðist Tjömin endanlega hafa gef-
ið forystuna eftir og raunar annað sætið líka, ger-
ir oftast vel, en ekki alltaf og mistekst raunar
stundum." Opiö 12-23.
ÞRlR FRAKKAR ★★★★ Baldursgötu 14, s.
552 3939. „Þetta er einn af homsteinum íslenskr-
ar matargerðarlistar og fiskhús landsins númer
eitt." Opiö 12-14.30 og 18-20 virka daga og
18-22 um helgar en til 23 föstu- og laugardag.
Jónas Björgvinsson og Hrann-
ar Hauksson eru fulltrúar nýrrar
hljómsveitar, Ummhmm, sem er að
gefa út sína fyrstu plötu. Útgáfu-
tónleikarnir verða í Þjóðleikhús-
kjallaranum þann 29. okt. Við sitj-
umst inn á Sólón íslandus og
Hrannar æsir sig við gengilbein-
una því hún getur ekki fært hon-
um rúgbrauð með hangikjöti.
„Djöfuls útlendingasnobb alls stað-
ar á þessum kaffihúsum,“ segir
hann og fussar yfir matseðlinum.
Það er laugardagsmorgunn og
strákamir eru þokkalega krumpað-
ir í framan, hafa greinilega
skemmt sér vel í gær. Þeir eru
klæddir eins og erfiðismenn, eru
ekkert að klæða sig upp í
tískutuskur eins og flestir poppar-
ar. Jónas er stjómandi Ummhmm,
semur öll lög og texta, er frá Akra-
nesi og vinnur sem vélvirki við
stórframkvæmdir þegar hann er
ekki að poppa. Bandið er annars
sex manna, fimm strákar og stelpa
sem syngur flest lögin á plötunni.
„Þetta byrjaði þannig að ég
samdi lögin og hafði verið að
vinna þau með henni Tótu, Þór-
unni Jónsdóttur, í tvö ár,“ segir
Jónas. „Við sendum eitt lag í spil-
un í vor, „Plastkortablús", og
þá hringdi hvað-djöfull-
inn-heitir-hann frá
SÁÁ og bauð okk-
ur að spila á
SÁÁ-tónleikun-
um í Borgar-
1 e i k h ú s i n u
sem var
m i k i 11
heiður fyrir okkur. Þá vfu" rakað
saman í þessa grúppu. Við ákváð-
um svo að fara út til Danmerkur í
stúdíó sem Orri Harðarson rekur
þar.“
Hvernig tónlist er þetta?
„Þetta er tónlist sem hefur vant-
að í íslenskt tónlistarlif í tuttugu
ár,“ segir Jónas, viss í sinni sök,
„þegar Bjóla, Spilverkið og þetta
var í gangi. Og náttúrlega blús í
bland."
„Já, og Maggi Eiríks líka, það
verður að viðurkennast," bætir
Hrannar við.
„Þessi plata verður seint þýdd
yfir á ensku," segir Jónas og rekur
upp skellihlátur. „Við erum jafnís-
lensk og slátur."
„Lifi lifrarpylsan!" hrópar
Hrannar.
Ekkert nærbuxnavæl
Platan heitir „Haust“ af því hún
kemur út um haust og er fyrir fólk
sem er komið að hausti í lífinu.
„Svo markaðssetjum við plötuna
eins og vin,“ segir Jónas. „Haust-
uppskera er meira þroskuð og sæt-
ari.“
Eruó þió fyllibyttur?
„Ha, ha, já, við erum blaut-
menni. Ég held að við íslendingar
stefnum í sömu átt og Grænlend-
ingar, frekar en að hér sé að skap-
ast einhver vínmenning."
Þannig aö Nýkaup fer aó selja
riffla eftir nokkur úr?
„LMega, já, íslendingar eru svo
öfgafullir. Við erum amerískir
Grænlendingar. Það er kannski
einhver menningarrembingur
hérna í bænum en þegar þú kemur
út á land er'ða bara vodki, kók og
blindafyllirí.
Þannig að textarnir eru um
þetta?
„Jú, og það er oft ádeila í þeim.
Eins og „Pfastkortablúsinn" sem er
ádeila á íslenskt samfélag og sjálf-
an mig líka. Þetta er ekk-
ert nærbuxnavæl eins
og flest af flórunni
héma er.“
; Björgvinsson 01
„Við sendum eitt
„Nú ertu farin...“ syngur Hrann-
ar, máli Jónasar til stuðnings.
„Við erum að syngja um okkur
sjálf, bara, þjóðina, en sumt annað
er sprottið upp úr mínum hugar-
heimi,“ segir Jónas.
„Sprettur þetta ekki yfirleitt upp
þegar þú kemur heim ofurölvi og
sest á klósettið?" spyr Hrannar.
„Jú, ég samdi eitt á klósettinu.
Það heitir „Skjárinn" og er ádeila á
sjónvarpsgláp íslendinga. Það er
kannski mesta kómedían á plöt-
unni af því að ég syng það sjálfur.
Ég bjóst ekki við að það myndi
enda á plötu en vegna fjölda áskor-
ana fór það með.“
Góðæri á raðgreiðslum
Eruö þió úr verkalýösstétt?
„Ég er úr verkalýðsstétt, já“,
svarar Jónas en Hrannar neitar
sakargiftum. „Ég er iðnaðarmaður
en hann er skrifstofublók," segir
Jónas og bendir á vin sinn.
Er meiri stéttaskipting hérna en
veriö hefur?
Hrannar: „Það er stéttaskipting,
nnar Hauksson í Ummhmm:
spilun í vor, „Plastkortablús“,
llinn-heitir-hann frá SÁÁ og bauð
-tónleikunum í Borgarleikhúsinu
fyrir okkur.“
meira a.
www.visir.is
Það kemur spánskt fyrir sjónir,
að Spánarvín skuli vera kjölfesta
vínlistans á veitingahúsi, sem kall-
ar sig „ristorante" og „í ítölsku
umhverfi". Og ekki er mikill ítaliu-
svipur á að bjóða þunnt kafii úr
sjálfsala og kalla það espresso.
Gervimúrsteinn og gervi-
marmari, gervisúlur og gervibitar,
vafnir gerviblómahafi, og dauflega
kertalýst myrkur um miðjan dag
eiga að höfða til ástarævintýra
með contessum við hrundar hallir
á hæðunum við Flórens, en virka
í raun eins og leiksvið.
Þegar kjörþyngdarfólk hefur
troðið sér í bakháa bekki og hinir
hafa setzt í stólana fyrir framan,
kemur i ljós, að þetta er notaleg og
næstum rómantísk veitingastofa
með góðri þjónustu og frambæri-
legum Ítalíumat fyrir lægsta verð,
sem þekkist hér á landi.
Hér borga menn í hádeginu 785
krónur fyrir súpu og pöstu og 885
fyrir súpu og fiskrétt. Annars
kosta níu tomma pítsur 950 krón-
ur, pöstur 1050 krónur, alvörurétt-
Madonna
'J3ÍÚ j
já, en ekkert meira en hefur verið.
Maður tók bara ekki eftir þessu
fyrr en manni fór að langa í pen-
ing. Ég er ekki einn af þeim sem er
í biðröð eftir bíl; frekar aö maður
bíði í biðröð á stoppistöðinni. Ég
tel mig hafa ágætis tekjur en mað-
ur hefur engan veginn efni á að
taka þátt i góðærinu."
Jónas: „Eru ekki bara allir á ís-
landi í því að láta líta út fyrir að
þeir séu eitthvað annað en þeir
eru. Þú ert með Visakort í vasan-
um, ný fót, gsm á borðinu, nýjan
bíl á sjö ára raðgreiðslum, ferð á
kaffihús á hverjum degi með flott-
an hatt og vinnur svo sem pitsa-
sendill á kvöldin. Svona er ís-
lenskt þjóðfélag."
„Góðærið er á raðgreiðslum,"
botnai- Hrannar.
-glh
Notaleg og rómantísk
ir 1590 krónur og þríréttað með
kafíl 3100 krónur. Þetta verð er til
fyrirmyndar.
Gengið er þröngan gang inn að
þröngum skenk með reyksal til
hægri og reyklausan til vinstri, þar
sem öflugar loftviftur halda góðu
lofti. Lágvær óperutónlist hefur í
seinni tíð vikið fyrir lágværu jarmi
í Eurovision-stíl, sem hverfur í
kliðinn við borðin, þar sem jafnan
er setinn bekkurinn.
Rjómuð og rauðleit humarsúpa,
þakin þeyttum rjóma, var meyr og
matarmikil, borin fram með hvít-
lauksbrauði, sem fylgir mörgum
réttum staðarins. ítalskt salat með
ólífum, pepperoni, skinku, túnfiski
og rækjum reyndist vera heil mál-
tíð. Gott var ferskt og fjölbreytt
grænmetissalat með ostasósu.
Meira spennandi forréttir voru
hvítlauksristaðir og meyrir sniglar
með mikilli hvítlauksrjómasósu
ofan á beði jöklasalats. Og smávax-
inn hörpuskelfiskur, örlítið of mik-
ið pönnusteiktur í mildu raspi og
sterkri freyðivínssósu.
Góð var pitsa Veneziana með
eggjum, beikoni og lauk, svo og
hæfilega brakandi kanti. Pöstur
voru enn betri, nákvæmlega soðn-
ar, svo sem fettucini með humri í
skelfisksósu. Spaghetti carbonara
var líka léttsoðið, en hins vegar
ofhlaðið grana-osti og skorti alveg
skinku og harðsoðin egg.
Mildilega pönnusteikt ýsa í
mildu karríi var frambærileg, en
benti til, að fiskur kæmi ekki
daglega í húsið. Hæfilega smjör-
steiktur skötuselur í hvítvíns-
sósu var líka góður, en pönnu-
steikt grænmeti með honum
stakk í stúf. Bökuð kartafla virt-
ist fylgja öllum fiskréttum.
Súkkulaðifrauð var létt og
hlutlaust, með þeyttum rjóma.
Ostakaka var hæfilega mjúk og
góð, en ofhlaðin ávöxtum, þeytt-
um rjóma og aðallega sultu. Það
er vel hægt að hugsa sér að koma
hér aftur.
Jónas Kristjánsson
6
f Ó k U S 23. október 1998