Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1998, Side 20
bíódomur f Ó k U S 23. október 1998 EFTIR GUNNLAUG GUÐMUNDSSON - '' \ - - UPPLYSINGARI SIMA 553-7075 Bíóborgin The Horse Whlsperer ★★* Bók Nicholas Evans hlaut misjafnar viótökur og var annars vegar lofuö sem glæsilegt meistaraverk og hins vegar gagnrýnd sem innihaldslaus loft- bóla. Myndin brúar aö mínu mati biliö, og kannski má kalla hana fallega loftbólu. -ge Hope Floats ★★ Sterkt byrjunaratriöi vekur falskar vonir. Fljótt verður myndin aö meló- dramatískum klisjum sem haldiö er uppi af góöum leikurum. Einstaka atriöi ná þó aö lyfta henni upp úr meöalmennskunni en nægir ekki aö til aö fela augljósa galla sem koma einkum fram í lokin. -HK Armageddon ★ ★ Bruce Willis stendur fyrir sínu sem mesti töffarinn í Hollywood í mynd þar sem frammistaöa tæknimanna er þaö eina sem hrós á skiliö. -HK Bíóhöllin/Saga-bíó j Wrongfully Accused ★★ Sjá dóm Úlfhildar Dagsdóttur hér á síðunni. Prlmary Coiors ★★★ Mike Nichols hefur búiö til snjalla og góöa kvikmynd sem er beitt í ádeilunni á at- vinnufólk í pólitíkinni, hefur góðan húmor og er skemmtilega kræf og laus viö fordóma. Þaö er ekki rangt aö draga þá ályktun aö fyrri hluti myndarinnar sé aö miklu leyti byggður á framboði Clintons árið 1992. -HK Lethal Weapon 4 ★★★ Þessi nýjasta viðbót í seríuna er ágætis afþreying. Hún er fyndin og spennandi og áhættuatriðin flest til fyrirmynd- ar. -ge Godzilla ★★★ Godzilla er skemmtileg en ekki gallalaus. En hún hefur þaö sem máli skiptir: Godzillu. Og hún er stór, og hún er flott og hún er afskaplega tæknilega fullkomin; og hún er myndin. -úd Háskólabíó Smálr hermenn ★★ Eina ferðina enn er það brúðu- hönnuðurinn og brellumeistarinn Stan Winston sem stendur með pálmann í höndunum því eina merkilega og skemmtilega i annars einhæfri ævintýramynd eru sköpunarverk Winstons. Leikstjórinn Joe Dante, þekktur hryllingsmyndaleikstjóri á árum áður, hefur fengist viö sams konar atriði og í Small Soldiers, en hefur gert betur. -HK Danslnn ★★★ Ágúst Guömundsson með sína bestu kvikmynd frá því hann gerði Meö allt á hreinu. Áhrifamikil saga sem lætur engan ósnortinn. Vel gerö og myndmál sterkt. Oft á tíðum frumleg þar sem dansinn dunar í for- grunni og eöa bakgrunni dramatískra atburða. Leikarar í heild góöir og ekki hallaö á neinn þegar sagt er aö Gunnar Helgason, Pálína Jónsdóttir og Gísli Halldórsson séu best meðal jafningja. -HK BJörgun óbreytts Ryan ★★★★ Strfö í sinni dekkstu mynd er þema þessa mikla kvikmynda- verks. Stórfenglegt byrjunaratriöi gæti eitt sér staðið undir ómældum stjörnufjölda, en Steven Spielberg er meiri maöur en svo að hann kunni ekki aö fylgja þessu eftir og í kjölfarið kemur áhugaverö saga um björgun mannslífs, saga sem fær endi í ööru sterku og löngu atriði þar sem barist er gegn ofureflinu. -HK Sporfaust ★★* Leikararnir skila sfnu og sögufléttan er aö mestu í anda góöra spennu- mynda. Þó er aö finna slæmar holur í plottinu sem eru leiðinlegar fyrir þá sök aö auðvelt heföi verið aö bjarga þeim. -ge Paulle ★ Einkennileg mynd sem viröist hvorki fyrir börn né fulloröna. -ge Kringlubíó A Perfect Murder ★★* Andrew Davis, leik- stjóri A Perfect Murder, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er hæstur þvf aö fyrirmyndin, Dial M for Murder (1954), telst ekki til bestu mynda Alfreds Hitchcocks. Útkoman er þó ágætis afþreying sem kemur stundum skemmtilega á óvart. -ge Töfrasverölö ★★ Þetta er ekki fyrsta og örugg- lega ekki síöasta kvikmyndin þar sem Arhur kon- ungur, riddarar hans viö hringborðið og sverðið Excalibur koma viö sögu. Þaö sem greinir Töfrasveröið frá öörum er að hún er teiknimynd, en stendur ekki undir samanburði viö það besta sem komið hefur í þessum flokki. íslenska taL setningin er góö. -HK -» Lindsay Lohan leikur tvíburana Hallie og Annle. The Parent Trap, sem Sam-bíóin frumsýna í dag, fjallar um tvíbura- systur sem eru aðskildar stuttu eftir fæðingu þegar foreldrar þeirra skilja. Skipta um hlutverk Picnic at Hanging Rock 1975 ★★★ Tvlburasysturnar alast upp hvor í sínu lagi, Hallie á vestur- strönd Bandaríkjanna hjá föður sínum, vínræktanda, og Annie hjá móður sinni, þekktum fata- hönnuði í London. Foreldrar þeirra hafa passað sig að láta þær ekki vita hvor af annarri: Þegar þeim verður á að senda þær í sömu sumarbúðirnar í Maine komast þær að hinu sanna. Báðar vilja þær kynnast því foreldri sem þær hafa ekki kynnst áður og skipta því um hlutverk, Annie fer til foður síns og Hallie til móð- ur sinnar. Eins og gefúr að skilja koma upp mörg vandamálin hjá tvíburunum sem halda sambandi en ekkert þó eins aðkallandi til úrlausnar og þegar faðir þeirra fellur fyrir ungri og fallegri stúlku. Þá taka þær systur til sinna ráða til að koma foreldrum sinum saman á ný. The Parent Trap er gerð af Walt Disney-fyrirtækinu og er endurgerð eldri kvikmyndar sem gerð var 1961 og naut mikilla vin- sælda. í eldri myndinni lék Haylay Mills, ein helsta bama- stjarna þess tíma, tvíburana Hallie og Annie. Nú er það ung stúlka, Lindsay Lohan, sem leik- ur þá. Hún er enginn nýgræðing- ur í skemmtibransanum. Strax þriggja ára gömul var hún valin í auglýsingar og hefur leikið í meira en sextíu sjónvarpsauglýs- ingum, þá hefur hún leikið i tveimur sápuóperum, Another World og The Guiding Light. For- eldrar hennar era báðir leikarar sem hafa haft vinnu af að leika í sápuóperum. í hlutverkum for- eldra tvíburanna era Dennis Qu- aid og Natasha Richardson. Leikstjóri er Nancy Myers, sem ásamt félaga sínum, Charles Shyer, gerði Father of the Bride, eitt og tvö. Nokkrar fleiri vinsæl- ar kvikmyndir af léttari gerðinni hafa þau gert, meðal annars Pri- vate Benjamin og Baby Boom, en alltaf hefur það verið Shyer sem hefúr leikstýrt og Myers framleitt þar til nú að hlutverkskipti verða. Saman skrifa þau svo handritið. -HK Dularfull og dulúöug kvikmynd um þrjár stúlk- ur sem hurfu ásamt kennara slnum árið 1901. Sannkallaö augnayndi. Kvikmynd sem færði Peter Weir heimsfrægð. The Last Wave 1978 ★★★i Witness 1985 ★★★i Heimsendamynd Peters Weir, sem tiallar um lögfræöing (Rlchard Chamberlalne) sem tekur að sér aö verja frumbyggja í morðmáli. Forn trú frumbyggja kemur mikiö viö sögu I þessari frá- bæru og ógnvænlegu kvikmynd. Fyrsta kvikmynd Peters Weir I Bandarikjunum sló eftirminnilega í gegn og það aö verðleikum. Harrison Ford leikur lögreglumann sem leitar skjóls hjá Amish- fólkinu og veröur hrifinn af ekkju. Green Card 1990 ★★ Mislukkuð gamanmynd um Frakka (Gerard Depardleu) sem fær unga, ameríska stúlku til að giftast sér svo hann geti fengið áframhald- andi starfsleyfi í Bandaríkjunum. Gamanmynd- ir að bandarískri fyrirmynd eiga greinilega ekki við Peter Weir, hans slakasta kvikmynd. Ein besta stríðsmynd sem gerö hefur veriö. Mel Glbson og Mark Lee leika tvo unga hug- sjónamenn sem mæta örlögum sínum við Gallipoli í fyrri heimsstyrjöldinni. Ljóöræn at- buröarásin lætur engan ósnortinn, endirinn ákaflega áhrifamikill. Peter Weir og Harrison Ford tókst ekki aö end- urtaka leikinn. Myndin fjallar um mann sem telur aö siðmenningin í Bandaríkjunum sé á siðasta snúningi og heldur með fjölskyldu sina á eyðieyju. Góöir sprettir inn á milli en er I heildina öll hin þunglamalegasta. Fearless 1993 ★★★i Jeff Brldges leikur flughræddan mann sem lendir I flugslysi, labbar heill út úr ósköpunum og telur sig ekki þurfa aö hræöast neitt fram- ar. Frábær kvikmynd sem hefði átt aö fá mun meiri athygli en raunin varð. Sumir telja Fe- arless bestu kvikmynd Peters Weir. -HK Sambíóin: Wrongfully Accused ★i _Euj:JíJj"Í;uJíJí) Lelkstjórl og handritshöfundur: Pat Proft. Kvlkmyndataka: Glen MacPherson. Aöallelk- arar: Leslie Nielsen, Kelly LeBrock og Michael York. Myndir Leslie Nielsen eru famar að verða svona dálítið eins og Spaug- stofan, þreyttar, en enn þá færar um að kitla upp magahlátur á góðum stundum. En meðan þættir eins og Spaugstofan einbeita sér að þjóðfé- lagsádeilu, deila myndir eins og Wrongfúlly Accused fyrst og fremst á aðrar kvikmyndir og tekst oft ansi vel upp í því aö draga fram það fá- ránlega þar. í þetta sinn eru teknar fyrir nýlegar spennumyndir, eins og The Fugitive, Mission Impossible, auk smáskammta frá sjónvarpþátt- um, E.R. og X-Files. Yfir og allt um kring trónir svo risaskipið Titanic. Plottið er eitthvað á þá leið að flðlusnillingurinn Jack Harrison er leiddur í gildru til að koma á hann morði á eiginmanni hjákonu sinnar. Sá haföi nýlega hafíð stríð gegn hryðjuverkamönnum. Harrison er dæmdur sekur en sleppur og að sjálf- sögðu er sett af stað mikil leit, sem stjómaö er af harðsvíruðum lög- regluforingja, að hætti hússins. í málið blandast síðan tvær íðilfagrar konur (og allavega önnur er flagð vrndir fögm) sem virðast eiga i ótrú- lega flóknum fjölskyldutengslum. Eins og vanalega er klaufaskapur Nielsen í miklu aðalhlutverki, en það er eins og Mr. Magoo (sá hana einkur?) sé farinn að hafa æ sterkari áhrif á persónusköpun karlsins, eða kannski er hann bara orðinn þetta gamall. Ef þú ert nægilega skilyrt í aula- húmor þá má vel skemmta sér yfir þessari þvælu, helsta vandamálið er „Ef þú ert nægilega skilyrt í aulahúmor þá má vel skemmta séryfir þessari þvælu kannski að það er farið að slá helst til mikiö í Nielsen sjálfan til þess að hann sé 'sannfærandi’ (eða kannski þolanlegur?) sem elskhuginn mikli, en fyrst þrælkrumpaður Michael Douglas á enn að komast upp með þetta, því ekki Leslie? Pé ess. Takiö sérstaklega eftir fréttakonunni sem hljóðið er tekið af. Úlfhildur Dagsdóttir Sjátfsagt á enginn ásfralskur kvikmyndagerðarmaður jafn mikinn þátt í að koma Ástralíu á blað í kvikmyndaheiminum og Peter Weir. Hann var fremstur í flokki jafningja í kvikmyndabyltingunni sem varð í Ástralíu um miðjan áttunda áratuginn og eftir farsælan feril í suðurálfu færði hann sig til Bandaríkjanna þar sem hann hefur starfað síðan og haldið áfram öð senda frá sér gæðamyndír. Kvikmyndir Peteí*s Welr eru allar áhugaverðer, misgóðar að vísu, en ávallt forvitnllegar og geHndi. Eidhar mymb) haifö. er ekki getið hér að neðan, er það The Plummer, svört kómedía sem hann gerði fyrir sjónvarp áríð 1980 en var sýnd í bíóum viða um heim. Höfuðpaur áströlsku byltingarinnar / | / / / bio The Cars That Ate Paris 1974 ★★★ Fyrsta kvikmynd Peters Weir er svört kómedía sem gerist I París (Ástralíu) og fjallar um bæj- arbúa sem auka tekjur slnar meö þvl að sjá til þess að mikið af árekstrum veröi á þjóðvegin- rffjP um og selja síðan varahluti I bílana. The Year of Living Dangerously 1983 ★★★i Mynd sem hægt er aö sjá aftur og aftur. Gerist I Indónesíu á miöjum sjöunda ártugnum meðal fjölmiölafólks. Hitinn er mikill, Sukarno aö falla af stóli sínum og Víetnamstríöið I uppsiglingu. Mel Gibson leikur blaðamann sem lendir mitt I átökum innfæddra. Það er næstum þvl hægt aö taka inn á sig spennuna sem ríkir. Dead Poet's Society 1989 ★★★i Peter Weir aftur kominn á gott skriö I dramat- Iskri og um leiö hugljúfri kvikmynd um kennara (Robln Wllllams) og nokkra nemendur hans sem hann hefur mikil áhrif á, meöal annars kennir hann þeim aö meta Ijóö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.