Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vfsir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rakalaus Landsvirkjun Landsvirkjun fékk sér nýlega hagfræðing til að reikna út, að stórorkuver og stóriðjuver undanfarinna ára hafi verið hagkvæm. Hann komst að þessari niðurstöðu að hætti Landsvirkjunar með því að líta fram hjá liðum, sem eru nauðsynlegir í reikningsdæminu. Kostnaður við virkjun Blöndu var ekki tekinn inn í reikningsdæmið fyrr en árið 1995, þótt orkuverið hafi verið reist á grundvelli stóriðjudrauma, sem brugðust. Almennir notendur voru árum saman látnir borga virkj- un, sem hafði stóriðju að helztu forsendu. Miklu mikilvægari þáttur er, að hvorki Landsvirkjun né hinn leigði hagfræðingur hennar gera nokkra tilraun til að meta til fjár aðra hagsmuni, sem sumpart stangast á við hagsmuni fyrirtækisins, svo sem hagsmuni ósnort- ins víðernis, sem eru almannahagsmunir. Landsvirkjun er hvorki ríkið né þjóðin. Það, sem kann að vera gott fyrir Landsvirkjun, þegar hún hefur hagrætt Blöndu í reikningsdæmi sínu, þarf ekki að vera gott fyr- ir ríkið eða þjóðina. Til eru aðrir hagsmunir, svo sem hagsmunir ferðaþjónustu og hagsmunir lífsgæða. Ferðaþjónusta er stærri þáttur þjóðarbúsins en stóriðj- an og veitir margfalt fleira fólki atvinnu, þar á meðal úti á landi, svo sem á Austfjörðum. Ferðaþjónusta hefur vax- ið örar en aðrar atvinnugreinar á landinu og á enn bjart- ari framtíð, ef söluvara hennar fer batnandi. Ekki þarf lengi að fletta íslenzkum ferðabæklingum eða tímaritinu Iceland Review til að sjá, að mikilvægasta söluvara íslenzkrar ferðaþjónustu er ósnortið víðerni, þar sem ekki sjást nein mannvirki. Með framgangi hug- sjóna Landsvirkjunar rýrnar þessi söluvara. Sú sérstaða íslands að geta enn boðið ósnortin víðerni til skoðunar er áþreifanleg stærð í þjóðhagsreikningum og getur orðið margfalt stærri, ef rök verða tekin fram yf- ir tilfinningar nærsýnnar Landsvirkjunar. Við þurfum að taka þessa stærð skýrar inn í þjóðhagsspár. Útgefendur ferðabæklinga og landkynningarrita höfða til þess, að ósnortið víðerni landsins geti hlaðið rafhlöð- ur þreyttra og strekktra borgarbúa í útlöndum. Svipað hlýtur að gilda um rafhlöður íslendinga sjálfra, sem einnig þurfa að hvílast eftir amstur hversdagsins. Þáttur ósnortins víðernis í lífsgæðum okkar er hluti af reikningsdæmi okkar, rétt eins og aðgangur okkar að skólum og sjúkrahúsum. Þetta eru verðmæti, sem hljóta að verða þáttur í útreikningi þjóðhagsstærða í náinni framtíð, rétt eins og ferðaþjónustan er orðin. Við höfum vítin að varast sums staðar í útlöndum, svo sem í Rússlandi, þar sem óheft stóriðjustefna hefur eitr- að land og loft og rúið þjóðina lífsgæðum, sem aldrei verða endurheimt, þótt stóriðjuverin standi eftir án nokkurra verkefna eins og draugar í eyðimörkinni. Landsvirkjun flutti inn annað vandamál frá Rússlandi. Hún samdi um verktöku við rússneskt maflufyrirtæki, sem er illa þokkað víða um heim og hefur hér orðið til mikilla vandræða. Viðskipti þessi eru til marks um dóm- greindarskort ráðamanna Landsvirkjunar. Hingað til hafa stjórnendin- Landsvirkjunar fengið að vaða með línur sínar og lón kruss og þvers yfir landið eins og þeir ættu það einir. Nú eru íslendingar sem bet- ur fer byrjaðir að átta sig á, að það eru fleiri hagsmunir, sem koma að ósnortnu víðerni landsins. Rök ráða því, að nú verði Landsvirkjun settur stóllinn fyrir dymar og við förum að gæta annarra hagsmuna í ferðaþjónustu og lífsgæðum okkar sjálfra. Jónas Kristjánsson Hvalveiðibannið er okkur dýrkeypt ævintýri sem lækkar útflutningstekjur og almennt séð og veldur lakari Iffs- kjörum en ella, segir m.a. í greininni. - Síðasti hvalurinn í Hvalstöðinni, í júlí 1989. Höfum ekki lengur efhi á hvalveiðibanni að þeir þola veiði, marg- ir hverjir. Augljóst er að þessi friðunaraðgerð hefur ekki einasta áhrif á hvalastofnana sjálfa, heldur einnig á aðra nytjastofna okkar, svo sem þorskinn. Þetta kom mjög vel fram á dögunum er ég spurði sjávarútvegráðherra á Alþingi að því hver verði áhrif þess á ein- staka nytjastofna við ís- landsstrendur að við- halda banni við hval- veiðum og hver gætu orðið hin efnahagslegu áhrif slíks banns. Svar sjávarútvegsráð herra byggðist á þeim „Nú er mál að linni. Við getum ekki lengur látið hneppa okkur i herkví af erlendum öfgasamtök- um, né lotið í duftið vegna dulbú- inna hótana einstakra ríkja. “ Kjallarinn Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Fyrir margt löngu er mönnum orðið það ljóst að samspilið í lífríki hafsins er afar flók- ið. Við höfum kynnst því að það hefur reynst býsna örðugt að átta sig á stærð einstakra nytjastofna þó auk- in áhersla hafi ver- ið lögð á vísinda- legar rannsóknir á þessu sviði. Menn greinir lika á um ýmislegt í þessum efnum, eins og kunnugt er. Um eitt að minnsta kosti eru menn þó alveg sammála. Samspilið á milli einstakra nytja- stofna er fyrir hendi. Það er til að mynda alveg ljóst að ákvörðun um að nýta ekki einn fiskstofn hefur ekki einasta áhrif á vöxt og viðgang þess stofns held- ur einnig á aðra nytjastofna í haf- inu. Þetta leiddi sem kunnugt er meðal annars til þess að Hafrann- sóknastofnun fór út í svokallaðar fjölstofnarannsóknir til þess að bregða betra ljósi á þetta flókna mál. 20 prósenta minnkun á af- rakstursgetunni Hér á landi hefur ríkt hvalveiði- bann, illu heilli, í einn og hálfan áratug. Allt frá árinu 1984 höfum við íslendingar kosið að nýta ekki hina mikilvægu nytjastofna, hval- ina, þó svo að ágreiningslaust sé tilgátum sem vísindamenn hafa sett fram; um að séu hvalveiðar ekki stundaðar geti langtíma- afrakstur þorskveiða minnkað um allt að 20 prósent frá því sem ella yrði. Allt að 10 milljarða tap 20 prósenta minnkun £ lang- tímaafrakstursgetu er ekkert smá- vegis. Á síðustu 20 árum veiddum við að jafnaði 300 til 350 þúsund tonn af þorski og fórum upp í tæp 470 þúsund tonn. 20 prósent minnkun á slíkri veiði eru því 60 til 70 þúsund tonn á hverju einasta ári. Á fimm árum minnkar af- rakstursgetan um sem svarar til árlegri veiði okkar í þorski. Er þetta hægt? - Augljóslega ekki. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun sem ég aflaði mér má ætla að við hver 10 þúsund tonn sem bætast við þorskveiðina aukist útflutningsverðmætið um 1.250-1.400 milljónir króna. Það er því auðvelt reikningsdæmi að reyna að nálgast hvað 60 til 70 þús- und tonna þorskveiði þýddi i út- flutningsverðmætum. Miðað við þessar forsendur erum við vænt- anlega að tala um tölur sem hlaupa á 7,5 til 10 milljörðum króna. Þetta eru ótrúlegar stærðir. Við þetta bætist að þegar hvalveiðar voru og hétu nam útflutningsverð- mætið af þeim allt að tveimur milljörðum króna. Hnepptir í herkví Það er því ljóst að við verðum af gríðarlegum upphæðum íslending- ar með þessari tilefnislausu frið- unarstefnu gagnvart hvalveiðum. Hvalveiðibannið er okkur dýr- keypt ævintýri. Það kemur í veg fyrir eðlilegan afrakstur okkar af helstu nytjategundinni, lækkar tekjur sjávarútvegsins, rýrir af- komumöguleika sjómanna og fisk- verkunarfólks, lækkar útflutnings- tekjur og almennt séð veldur lak- ari lífskjörum en eUa. Þetta er með öðrum orðum skelfileg stefna. Nú er mál að linni. Við getum ekki lengur látið hneppa okkur í herkví af erlendum öfgasamtök- um, né lotið í duftið vegna dulbú- inna hótana einstakra ríkja. Við eigum þess vegna að samþykkja hið fyrsta að hefja hvalveiðar á grundveUi vísindalegrar ráðgjafer. Við höfum ekki lengur efni á þessu hvalveiðbanni. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir annarra Misskilningur forseta „Þær athugasemdir, sem gerðar hafa verið við emb- ættisstörf fyrri forseta, sýna hversu miklu skiptir, að þeir sem gegna embætti forseta íslands starfi innan þeirra marka, sem hefð og venjur hafa skapað frá lýð- veldisstofnun. Það má vel vera, að einhverjir séu þeirrar skoðunar, að það eigi að breyta starfssviði for- seta íslands. Þá er eðlilegt að fram fari um það opin- berar umræður, þannig aö sæmUeg sátt geti skapazt um slíkar hugsanlegar breytingar...Ef það er skoðun forsetans, að forsetaembættinu sé of þröngur stakkur skorinn, er eðlUegt að um það fari fram opinberar umræður. En þá fer bezt á því, að spilin verði lögð á borðið, þannig að Ijóst sé um hvað er að ræða.“ Úr forystugrein Mbl. 28. nóv. Strandsigling Sverris „Fyrst eftir að Sverrir Hermannsson blés tU orr- ustu gegn sægreifunum og hugðist sameina and- stæðinga kvótakónganna í eina fylkingu, var honum spáð tUtölulega góðu gengi i komandi kosningiun. Og þótt skoðanakannanir hafi síðan bent tU þess að hann væri fylgislítiU, mátti þó aUtaf afsaka það með því að ekki væri enn búið að stofna flokkinn sem átti að bjóða fram. Eftir skrípaleik síðustu daga virð- ist hins vegar fátt benda tU annars en að stjórnmála- samtök hans hafi þegar siglt í strand. Á þessar stundu er björgun af strandstað ekki í augsýn." Stefán Jón Hafstein í Degi 28. nóv. Framtíö byggðar á Austurlandi „í mínum huga snýst málið um framtíð byggðar á Austurlandi. Fólki fækkar stöðugt vegna fækkunar og einhæfni starfa við útgerð og fiskvinnslu. Þessi þróun heldur áfram ef ekki kemur eitthvað nýtt tU...Ferðaþjónustan er bara vertíð sem stendur ekki undir fjölgun íbúa. Hins vegar eru ýmis tækifæri í þefrri framtíðarþróun sem er í aukinni úrvinnslu sjávarafurða, bæði á sjó og landi. En það er ekki nóg. Við sem búum hér í þessum litlu þorpun vUjum hafa það eins gott og aðrir...En ef við fáum ekki að spreyta okkur á nýjum viðfangsefnum þá horfir Ula fyrir þessum landsíjórðungi." Theodór Blöndal í Mbl. 29. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.