Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Jólin nálgast óðum og kominn tími til aö draga fram kassana með jólaskrautinu. Tilveran tók forskot á sœluna og fékk að kíkja á uppáhaldsjólaskraut biskups, þing- manns, leikkonu... / ■■ Qlafur Orn Haraldsson alþingismaður: Tók englana með þegar hann flutti að heiman hlýj- unnar, litanna, matar- ins og lyktar- innar sem Bgg* tli þessir kertastjakar séu ekki orönir fjörutíu ára gamlir. Þetta er trúlega meö fyrsta plasthlutnum sem ég eignast. Þeir hafa vafalaust þótt mjög nýtískulegir og það kom ekki annað til greina en að taka þá með þegar ég flutti að heiman," segir Ólafur Örn Haraldsson um leið og hann dregur úr pússi sinu forláta plastkertastjaka sem hafa alia tíð skipað heiðursess á heimili hans á jólum. En þaö eru fleiri hlutir sem Ólafi Erni eru kærir á jólunum. Gamla jólatréð, sem hefur staðið uppi í stofu foreldra hans á jólunum svo lengi sem hann man eftir sér, er þar á meðal. Tréð er að minnsta kosti hálfrar aldar gamalt og varla að það sjái mikið á því. „Mér þykir alltaf vænt um þetta tré og hlakka alltaf til að sjá það þegar ég heimsæki foreldra mína á Laugarvatni á jóladag. Þeg- ar ég var krakki þá skreyttum við systkinin tréð alltaf á Þorláks- messu. Síð- an setti pabbi gjaf- irnar undir og að þvi búnu var hurðinni rennt fýrir og enginn fékk að fara inn fýrr en búið var að borða á að- fangadagskvöld. Það gat nú verið erfið bið.“ Jólin á æskuheimilinu eru Ólafi hugleikin og hann segist eiga margar góðar minningar. Á þeim tíma var Laugarvatn em- kennir jól- in. Ég upp- götvaði hversu jóla- einangraður staður og það var til dæmis engin verslun í bænum. Hann minnist þess þegar pabbi hans fór alltaf í innkaupaferð til Reykjavíkur fyrir jólin. „Við biðum alltaf i ofvæni eftir pabba og sennilega voru það gosflöskurnar sem heilluðu mest. Þetta var eina skiptið á árinu sem við fengum svo guðdómleg- an drykk." Ólafúr Öm segist hlakka óskaplega til jólanna nú enda var hann víösfjarri, eins og alþjóð veit, um síð- ustu jól. Hann var staddur á Suðurpólnum. „Þá fann ég hversu mikið ég saknaði haldið er mikilvægt í fjölskyldulíf- inu og ætla svo sannarlega að njóta jólanna nú,“ segir Ólafur Öm Har- aldsson. -aþ Rótað í jóladóti Edda og Róbert Oliver með jólasveininn sem Hallbjörg Bjarnadóttir gaf þeim. DV-mynd Pjetur Edda Björgvinsdóttir leikkona: Kvóti settur á jólaskrautið Ef ég á að velja merkilegasta jólaskrautið okkar þá held ég að það hljóti að vera jóla- sveinninn sem hún HaUbjörg heitin Bjamadóttir söngkona gaf syni mínum fyrir nokkram ámm. Henni fannt Róbert Oliver svo mik- ið krútt og hann sat alltaf í fanginu á henni og knúsaði hana. Ég gæti trúað að jólasveinninn sé að minnsta kosti 50 ára og hann er að- eins farinn að láta á sjá,“ segir leik- konan og grínistinn Edda Björg- vinsdóttir sem var meira en fús að gramsa í jólaskrautinu sínu fyrir blaðamann. Jólasveinninn skipar ævinlega heiðurssess í stofunni hjá Eddu en hún segir fjölskylduna eiga gríðar- lega mikið af skrauti. „Við eigum það öll sameiginlegt að vera veik fyrir jólaskrauti. Við dvöldum einu sinni um tíma í Ameríku og þegar jólaskrautið fór á útsölu í janúar greip um sig æði meðal allra í fjöl- skyldunni. Það endaði með því að við urðum að segja stopp og setja kvóta á jólaskrautsinnkaupin. Það lá við að það þyrfti heilan gám til að koma þessu öllu til landsins þegar dvöl okkar var á enda.“ Edda segir jólahefðirnar ekki margar hjá fjölskyldunni og í raun séu engin tvenn jól eins. Það er að segja fyrir utan hamborgarhrygg- inn á aðfangadagskvöld. Hann má ekki vanta. „Ég held ég hafi prófað allan mögulegan jólamat, gamlar gæsir með höglum sem skotveiðimenn fjölskyldunnar vom svo góðir að gefa mér. En þegar ég stóð mig aö því að henda gæsinni þriðju jólin þá ákvað ég að halda mig við hamborg- arhrygginn. Hann klikkar aldrei," segir Edda Björgvinsdóttir leik- kona. -aþ Það er mikið föndrað á heimili Eddu fyrir þessi jólin. Hér er Edda ásamt yngsta syninum Róbert Oliver og ömmubarninu Karen Evu. DV-mynd Pjet- ur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.