Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Sviðsljós Cameron borðar með vinunum Fræga og ríka fólkið verður stundum að borða. Að minnsta kosti er leikkonan Cameron Diaz með þeim ósköpum gerð. Og þegar maöur nennir ekki að elda ofan í sig og kunningjana fer maður bara út að borða. Það er einmitt það sem stúlkan gerði í Los Angeles á dögunum. Ekki þó á Holtinu eða hvað það nú heitir þeirra Engla- borgarbúa heldur á ómerkilegri takóbúllu. Cameron er líka þekkt fyrir að láta ekki berast á. Hún býr í ósköp venjulegri ibúð og ek- ur um á fjögurra ára gömlum Benz. Svörtum að vísu. Taylor dreymir um að gifta sig Nei, ilmvatnsdrottningin og leikkonan Elizabeth Taylor lætur aldurinn ekki flækjast fyrir sér þegar ástin er annars vegar. Þessa dagana er hún að íhuga að ganga í hjóna- band í níunda sinn, hvorki meira né minna. Sá ham- ingjusami, ef af verður, heitir Rcd Steiger. Hann er á svipuðum aMri, sennilega eitthvað eldri þó, og er gamalfrægur og virtur kvikmyndaleikari. Þau Rod og Elizabeth hafa þekkst í fjölda ára en það var ekki fyrr en í febrúar síöastliðnum að ástarneistar fóru á fljúga milli þeirra. Þau hittust þá í einhverri matarveislunni. DV Friðrik og Maria Montell notuðu tækifærið þegar Danadrottning fór í afmæli Bretaprins: Voru um nótt í höll drottningar Svo virðist sem Friðrik krón- prins af Danmörku og söngkonan Maria Montell séu tekin saman á ný ef marka má frásagnir dönsku slúðurblaðanna. Söngkonan mun hafa gist í Amalienborg þegar Frið- rik var heima í Danmörku í helgar- leyfi frá störfum sínum í París. Sumir sem þekkja til málanna segja að Friðrik og Maria hafl aldrei slitið sambandinu fyrir fullt og allt. Þegar Margrét Þórhildur Dana- drottning og Henrik prins héldu um miðjan síðasta mánuð til Englands í 50 ára afmælisveislu Karls Breta- prins var Friðrik prins þjóðhöfð- ingi Danmerkur á meðan. Hann hafði komið frá París á föstudegi og skemmti sér í Árósum um kvöldið. Á laugardeginum og sunnudegin- um skrapp prinsinn á veiðar með nokkrum góðum vinum sínum. Um kvöldmatarleytið á sunnu- deginum kom Friðrik til Amalien- borg. Samkvæmt frásögnum danskra blaða mun Maria hafa komið til hallarinnar á bíl sínum stuttu seinna. Sólarhring seinna yf- irgaf Friðrik höllina og ók til flug- vallarins. Fimmtán mínútum seinna kom Maria út úr höllinni. Turtildúfum- Friðrik krónprins af Danmörku getur ekki gleymt söngkonunni Mariu Montell. Hún sagði honum upp í sumar en þau eru farin að hittast á ný. Símamynd Reuter ar virðast gera allt til að halda sam- bandinu, sem sagan segir að Maria hafi slitið síðastliðið sumar, leyndu. Víst þykir að Margrét Dana- drottning hafi ekki haft hugmynd um að Maria væri væntanleg til hallarinnar. Þetta var reyndar ekki í fyrsta sinn sem Maria gisti i höll- inni en drottningin hefur aldrei hitt söngkonuna. Dönum var ljóst að Maria hefði gert sér grein fyrir að drottningin myndi aldrei sætta sig við hana sem tengdadóttur. Þess vegna hefði hún slitið sambandinu við Friðrik. Voru Danir jafnvel farnir að velta því fyrir sér hvort ekki yrði séð til þess að prinsinn hitti einhverjar frambærilegar franskar stúlkur. En ástin til Mariu virðist enn vera heit. Það þykja endurfundirnir á Amalienborg sýna. Prinsinn virð- ist meta ástina til söngkonunnar meira en ráðleggingar móður sinn- ar, að mati danskra blaða. Ekkert mun hafa frést af við- brögðum Margrétar Þórhildar við endumýjuðum kynnum sonar hennar og söngkonunnar. Menn þykjast þó vita að drottningin sé ekki yfir sig hrifin og vonist til að ástin kulni hið skjótasta. 56 síðna glæsileg Jólagjafahandbók fylgir DV á morgun Charlie Sheen heim af stofnun Charlie Sheen, sonur ieikarans Martins Sheens, er nú kominn heim eftir mcngra mánaða dvöld á með- ferðarstofnun fyrir fikniefnaneyt- endur. Dómari úrskurðaði að Charlie skyldi fara í meðferð eftir að hann hafði tekið of stóran skammt af eiturlyfjum. Charlie hafði verið á skilorði eftir að hafa barið unnustu sína. Nú hefur dómarinn úrskurðað að meðferðin, sem hófst í maí síðastliðnum, hafí skilað nógu góðum árangri til að Charlie megi fara heim. Við brottfórina þakkaði Charlie sérstaklega föður sínum sem hvatt hafði lögregluna til að handtaka soninn eftir að hann tók of stóran skammt. Charlie kvaðst hafa verið reiður út í pabba sinn í fyrstu. Svo heföi hann gert sér grein fyrir að faðirinn hefði bjargað lífi hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.